Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1996, Side 16
16
FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996
Fréttir
Rafeindavirkjun:
Allt að 90 prósent nemenda
hafa fallið á sveinsprófi
- ástandið er að skána, segir skólastjóri Rafiðnaðarskólans
„Það er rétt að fallprósentan á
sveinsprófi hjá rafeindavirkjum
hefur farið upp í um 80 prósent en
það er ekkert endilega bundið við
rafiðnnema. Það er ákveðið sam-
bandsleysi á milli skóla og atvinnu-
lífs sem þarf að laga. Ég vil kenna
þessu sambandsleysi um hátt hlut-
fall þeirra iðnnema sem falla,“ seg-
ir Ólafur Grétar Kristjánsson hjá
menntamálaráðuneytinu, aðspurð-
ur hvort rétt sé að 70-90% rafeinda-
virkja falli á sveinspróíi.
Ólafur Grétar segir að ástandið sé
nú eitthvað að skána, enda sé nú
staðið mun betur að menntamálum
í greininni en fram til þessa með
nýrri námskrá rafiðnnema. Þegar
allt komi til alls sé ástandið aö
skána.
Allir geta bætt sig
„Við getum velt því fyrir okkur
hvort eitthvað sé að í skólanum, hjá
nemandanum, í starfsþjálfuninni
eða í sveinsprófinu sjálfu. Ég held
að allir geti bætt eitthvað hjá sér.
Hins vegar vonast ég til þess að við
sjáum allt annan árangur með þeim
nemendum sem nú vinna eftir nýrri
námskrá en samkvæmt henni eru
meðal annars tekin svokölluð milli-
bekkjapróf eftir tvö ár. í ljós hefur
komið að 30% nemendanna eru
ekki hæf til þess að halda áfram eft-
ir það. Auðvitað á að sía úr í byrjun
en ekki í lok náms,“ segir Jón Ámi
Rúnarsson, skólastjóri Rafiðnaðar-
skólans. Hann staðfesti við DV að
hlutfall fallista á sveinsprófi hefði
fariö allt upp í 90 prósent.
Jón Ámi segir að fyrstu nemend-
umir útskrifist ekki fýrr en 1988 eft-
ir nýja kerfinu. Þá reiknar hann
með að ástandið verði oröið allt
annað og betra og að fallprósentan í
rafeindavirkjun hafi lækkað. Menn
verði bara að vera þolinmóðir þar
til að því kemur.
„Menn hefur vantað vilja til þess
að laga vandann og mitt ráð er að
hætt verði að banka í mælinn en
skoðað þess í stað ferilinn inn á
hann. Allt liggur þetta hjá nemend-
unum sjálfum. Strákarnir hafa ekki
borið nægilega mikla virðingu fyrir
þessu prófi og margir ætla sér að
taka það án þess að undirbúa sig.
Það gengur auðvitað ekki og ég hef
sagt að það skipti engu hversu lang-
ar ræður menntamálaráðherra eða
aðrir haldi um að auka þurfi vægi
iðnnáms, ef iðnnemarnir bera ekki
virðingu fyrir sjálfum sér og því sem
þeir eru að gera geri það enginn. -sv
Bækurnar um
Indiana Jones
henta öllum aldurs-
hópum - þeim sem
eru að læra að lesa
jafnt sem þeim sem
I vilja lesa fræðandi og
Shppgöi skemmtilegt
efhi fyrir
ffÆgmii barnabörnin.
Indiano ■vWI
Jones
söguhetjan sem allir þekkja, ungir sem aldnir,
af kvikmyndum og sjónvarpsmyndum. Bæk-
urnar eru engu lakari myndunum og eru ótrú-
lega ódýrar - aðeins 595 krónur bókin eða
samtals kr. 2380 allar bækurnar fjórar saman.
Veljib eina, tvær, þrjár eða fjórar - ódýr
jólagjöf, fræðandi og skemmtileg í senn.
Pöntunarsími
562 6010
Slökkviliðið í Reykjavík fór í óvenjulegt útkall á föstudag. Álft á Reykjavíkurtjörn haföi fest hausinn í rimlunum þar
sem fráfalliö er í gamla lækinn og þar sat hún föst. Tveir vaskir slökkviliðsmenn smelitu sér út í meö tæki sín og
spenntu rimlana frá. Álftin var orðin nokkuö þrekuö en var frelsinu fegin. Fjölskylda hennar fagnaöi ákaft. Þetta er í
annaö sinn sem slökkviliöið frelsar álft úr þessari sömu prísund og þykir mönnum sýnt aö gera þurfi eitthvað viö
þessa rimla. DV-mynd S
Þingsályktunartillaga um umboðsmann sjúklinga:
Fjöldi kvartana vegna sjúkrastofnana
- sýnir þörfina, segja flutningsmenn
Ásta B. Þorsteinsdóttir og fjórir
aðrir þingmenn Alþýðuflokksins
hafa lagt fram á Alþingi þingsálykt-
unartillögu þess efnis að stofnaö
verði embætti umboðsmanns sjúkl-
inga. Þau benda á að þörfin sé brýn
og nefna í því sambandi að á árinu
1994 hafi borist 275 kvartanir til
landlæknis vegna samskipta við
sjúkrastofnanir. Þann 15. september
árið 1995 voru kvartanir orðnar 196
vegna þess sama.
Flutningsmenn segja að nauðsyn-
legt sé að tryggja sjúklingum upp-
lýsingar um réttindi sín og auð-
velda þeim að leita réttar síns eða
koma kvörtunum sínum á framfæri
telji þeir brotiö á sér. Kvartanir
vegna þjónustu sjúkrahúsa má oft
rekja til lélegra boðskipta og skorts
á upplýsingum. Þar er þeim sem
minna mega sín, svo sem bömum,
öldruðum og fötluðum, sérstök
hætta búin. Úr slíkum vanda geti
umboðsmaður sjúklinga meðal ann-
ars leyst.
Flutningsmenn segja að eðlilegt
sé að umboðsmenn starfi við öll
stærri sjúkrahúsin í landinu. Þeir
telja þó að í upphafi sé rétt að slíku
embætti verði komið á fót hjá Ríkis-
spítölunum til reynslu.
-S.dór
V*
anso
FALLEGUR VELÚRFATNAÐUR
Góð jólagjöf
Sloppar kr. 10.900
Velúrgallar kr. 10.500
Finnskur náttfatnaöur
Frábær gæöi
Náttföt kr. 6.300
Náttkjólar kr. 5.950
Bómullarfóðraður satínnátt-
fatnaður í mörgum litum, fyrir
dömur og herra.
Herranáttföt kr. 5.500
Dömunáttföt
Einlit kr. 4.400
Munstruö kr. 4.900
Sloppar kr. 4.900
Laugavegi 4 - sími 551-4473