Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1996, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1996, Síða 19
FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 19 Fréttir Laugardalshreppur kaupir hluta Laugarvatnsjarðarinnar DV, Suðurlandi: Svo ótrúlegt sem það nú er þá hef- ur Laugardalshreppur aldrei átt það land þar sem þéttbýlið er við Laug- arvatn. Á héraðsnefndarfundi í byrjun desember var samþykkt að selja hreppnum landið sem nefndin átti á móti ríkinu. Það land sem um ræðir er undir þéttbýlinu og svo landspildur vestan og austan við byggðakjarnann. Ríkið á 3/4 af Laugarvatnsjörð- inni, landið undir skólunum, skóg- ræktina og töluvert annað land. Böðvar Magnússon, bóndi á Laugar- vatni, seldi 1927 3/4 jarðarinnar til íslenska ríkisins og 1/4 til Sýslu- nefndar Árnessýslu. „Ég man eftir því, þá ungur mað- ur, að ríkið var að leita eftir landi undir héraðsskóla á Suðurlandi. Menn fóru vítt og breitt um fjórð- unginn, í Odda á Rangárvöllum að Ólafsvöllum á Skeiðum og svo upp í hreppa. Niðurstaðan varð á endan- um Laugarvatn og hefur lega stað- arins og heita vatnið ráðið þar mestu um. Jónas Jónsson frá Hriflu, þá ráðherra, tók af skarið og fékk sýslunefndina í lið með sér og keypti landið. Böðvar bóndi að Laugarvatni féllst á að selja jörðina undir skólana. Hann bjó þó þar til dauðadags," sagði Þórir Þorgeirs- son, oddviti hreppsnefndar á Laug- arvatni. Gamla sýslunefndin og svo Hér- aðsnefnd Ámesinga hefur í mörg ár verið að veltast með svokallað Laug- arvatnsmál. Hreppsneöidin hefur lítið getað gert í málefnum sem tengjast landinu nema að standa í löngum samningafúndum við fjölda aðila. Nú á hreppurinn 25% af land- inu og þarf aðeins að semja við rík- Strandasýsla: Nýr rekstr- arstjóri Vegageröar- innar DV, Hólmavík: Jón Hörður Elíasson, 46 ára Drangnesingur, hefur verið ráð- inn rekstrarstjóri hjá Vegagerð Strandasýslu með aðsetri á Hólmavík. Jón Hörður hefúr mörg undan- farin ár verið verkstjóri hjá Vega- gerðinni þar sem hann hefur starfað allt frá árinu 1970 að rúm- lega þremur árum frátöldum þeg- ar hann sinnti öðrum störfum. Jón Hörður var í hópi 12 um- sækjenda um starfið og tekur við því 1. janúar næstkomandi af Magnúsi Guðmundssyni sem þá lætur af störfum fyrir aldurs sák- ir. Magnús kom til starfa hjá vegagerðinni 1965. Hann varð verkstjóri 1970 og síðar rekstrar- stjóri, jafnan við góðan orðstír. -GF Leiörétting á kjallaragrein: Laugardals- völlur - ekki höllin í kjallaragrein í DV á þriðjudag, eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur, stóð að samningur hefði verið gerður við KSÍ um rekstur Laugar- dalshallar. Þarna átti að standa Laugardalsvallar. Þetta leiðréttist hér og nú. Þórir Þorgeirsson þakkar Karli Björnssyni, t.v., bæjarstjóra á Selfossi, fyrir aö nú skuli hafa náðst aö Ijúka Laugarvatnsmáiinu. DV-mynd Kristján ið ef upp koma mál sem tengjast landareigninni á Laugarvatni. „Við höfúm samþykkt kaupin i hreppsnefndinni. Umsamið kaup- verð er fimm millj. króna sem greið- ast á fimm árum. Ég er ákaflega ánægður með þessa niðurstöðu og held að ég mæli fyrir munn allra hér í hreppnum,“ sagði Þórir. Hann hefúr verið íþróttakennari á Laug- arvatni til margra ára og oddviti hreppsnefndar sl. 26 ár. K.E. 14kt. gullhálsmen, hringur og eyrnalokkar meö blóðsteinum eða perlum. Verö 20.500 allt settiö Gullsmiöja Helgu LAUGAVEGI 40 SlMI OG FAX 561-6660 Senduni í póstkrðfu Sambands J/c//?j/'Á/ö//c) ora

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.