Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1996, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1996, Qupperneq 23
FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 31 Fréttir systir Guðjóns, Herdís Þórðardóttir, sagt sig úr nefndum fyrir Sjálfstæð- isflokkinn á Akranesi og einnig úr flokknum. Gunnar Sigurðsson, for- maður knattspymufélags Akraness, er áhrifamesti maðurinn í Sjálf- stæðisflokknum á Akranesi. Hann Frá næstu áramótum verður 10% skattur af vaxtatekjum og arði innheimtur í staðgreiðslu. Vaxtatekjur DV-mynd Sigrún Akranes: Umbrot vegna brott reksturs Guðjóns DV, Akranesi: Uppsögn Guðjóns Þórðarsonar, sigursælasta þjálfara á íslandi síð- asta áratuginn, hjá íslands- og bik- armeisturum Akumesinga, virðist ætla að draga dilk á eftir sér í hæj- armálapólitíkinni á Akranesi. Samkvæmt heimildum DV hefur var einn þeirra sem tók ákvörðun um að segja Guðjóni upp og tengist það óróanum í flokknum. Mikil óánægja mun vera meðal fjölskyldu Guðjóns með hvemig var staðið að uppsögninni. Samkvæmt heimildum mun Guðjón ekki hafa fengið uppsagnarbréfið fyrr en dag- inn eftir aö tekin var ákvörðun um uppsögnina. Þá var fréttin komin í fjölmiðla. Einnig er óánægja hjá fjölskyldu Guðjóns með að ekki var tekið tillit til þess að Guðjón vildi bæta ráö sitt eftir atburði úti í Newcastle sem leiddu til uppsagnar- innar. Strax eftir þá leitaði Guðjón sér lækninga á sjúkrastofnun í Reykjavík og dvelur þar enn. DVÓ Frost í hámarki í Strandasýslu DV, Hólmavlk: Þó vetur hafi lagst að heldur með fyrra móti að þessu sinni og fyrr en oftast undanfarin ár hefur enn engin illvíg vetrarveður gert en frosthörkur voru mun meiri í nóvember en venja er til. Snjór er með minna móti og hefur lítið sem ekkert þurft að snerta snjó- ruðningstæki enn sem komið er. Helst hefúr það verið á Stein- grímsfjarðarheiði. Vegurinn norður í Árneshrepp hefur verið fær tveggja drifa bíl- um allmarga daga þessa vetrar. Leiðin norður er opnuð einn dag i viku hverri og verður svo á með- an snjóalög verða viðráðanleg, að sögn starfsmanna vegagerðarinn- ar á Hólmavík. Helst hefur verið fyrirstaða á Veiðileysuhálsi og Kjörvogshlíð. -GF Ferðaskrif- stofa í Hveragerði DV, Hveragerði: Nýtt fyrirtæki hefur tekið til starfa í Hveragerði - Ferðaþjónusta Suðurland ehf. Það er Yngvi Karl Jónsson sem rekur ferðaskrifstof- una sem er með alhliða þjónustu í ferðamálum hvort heldur er innan lands eða utan. Þá býður hann einn- ig upp á ferðaráðgjöf og sérstakar ferðir bæði fyrir einstaklinga og hópa. -SLS Staðgreiðslu vegna skatts á vaxtatekjur ber að halda eftir við greiðslu vaxta. Þeir sem eiga að halda eftir skattinum og skila til inn- heimtumanns ríkissjóðs eru: * Bankar og sparisjóðir * Verðbréfajyrirtceki og verðbréfamiðlarar * Eignarleigufyrirtœki og aðrar fjármálastofnanir * Lögmenn, löggiltir endurskoðendur og aðrir umsýslumenn fjármuna * Tryggingafélög « Sérhverjir aðrir sem hafa atvinnu af fjárvörslu, milligöngu eða innheimtu í verðbréfaviðskiptum eða annast innheimtu fyrir aðra Öll félög sem greiða arð til hlutahafa eiga að halda eftir staðgreiðsluskatti af honum og skila til innheimtumanns ríkissjóðs. Skrá yfir þá sem eiga að skila staðgreiðslu af arði Hlutafélög og önnur félög með takmarkaða ábyrgð félagsaðila fara sjálfkrafa inn á skrá og fá sendar skilagreinar vegna staðgreiðslu af arði í lok hvers árs, í fyrsta sinn í árslok 1997. Skilagrein ásamt greiðslu er skilað til innheimtumanns ríkissjóðs. Þau félög sem ekki greiða arð skila núll-skýrslu. Skrá yfirþá sem eiga að skila staðgreiðslu af vaxtatekjum Ríkisskattstjóri hefur útbúið skrá yfir skila- skylda aðila og var miðað við atvinnugreina- merkingar Hagstofu (slands við gerð hennar. Þeir sem færðir hafa verið á skrána hafa nú fengið tilkynningar þar um og geta gert athugasemdir ef við á. Þeim sem ekki hafa fengið slíka tilkynningu en telja sig eiga að vera á skránni, ber að tilkynna ríkisskattstjóra um starfsemi sína fyrir áramót. Á skránni verða ekki aðrir en þeir sem skila eiga staðgreiðsluskatti af vaxtatekjum. Orðsendijigar Allir launagreiðendur hafa fengið sendar orðsendingar með upplýsingum varðandi innheimtu skattsins í stdðgreiðslu. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.