Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1996, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1996, Síða 34
42 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBI Afmæli Ingibjörg Guðmundsdóttir Ingibjörg Guðmundsdóttir hús- móðir, Ánalandi 4, Reykjavík, er sjötug í dag. Starfsferill Ingibjörg fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk fullnaðarprófi 1940, stundaði nám við Kvöldskóla KFUM 1940-42 og við Húsmæðra- skóla Reykjavíkur 1943-44. Áður en Ingibjörg gifti sig stund- aði hún verslunarstörf á vetrum og sveitastörf í Borgarfirði á sumrin. Þá var hún framkvæmdastjóri í fyrir- tæki þeirra hjóna 1973-95. Ingibjörg gekk í góðtemplararegl- una 1940 og starfaði þar á unglings- árunum. Hún var m.a. kapelán, tók þátt í leiksýningum stúkunnar Verð- andi og lék með Leikfélagi templara frá stofnun og til 1946. Ingibjörg gekk í Samtök um jafn- rétti milli landshluta 1986 og síðan í Þjóðarflokkinn 1987 og sat í stjóm hans fyrstu árin. Hún hefur skrifað nokkrar blaðagreinar um þjóðmál. Fjölskylda Ingibjörg giftist 2.11. 1946, fyrri manni sínum, Hauki Sveinssyni, f. 13.10. 1923, póstfulltrúa. For- eldrar hans voru Sveinn Halldórsson skólastjóri og k.h., Guðrún Pálmadóttir húsmóðir. Ingibjörg og Haukur skildu 1955. Ingibjörg giftist 1.9. 1956, seinni manni sínum, Guðfinni Sigfússyni, f. 14.4. 1918, bakarameist- ara. Hann er sonur Sigfúsar Guð- flnnssonar, skipstjóra á Djúpbátnum og síðar kaupmanns í Reykjavík, og k.h., Maríu Kristjánsdóttur húsmóð- ur. Sigfús var bróðir Einars Guð- finnssonar í Bolungarvík. Börn Ingibjargar eru Sveinn Rún- ar Hauksson, f. 10.5. 1947, læknir í Reykjavík, kvæntur Björk Vilhelms- dóttur og á hann fimm börn; Óttar Felix Hauksson, f. 19.1.1950, forstjóri hjá Kjamavörum í Reykjavík, kvæntur Guðnýju Aðalsteinsdóttur og eiga þau tvö böm; Sigríður G. Ingibjörg Guð- mundsdóttir. Hauksdóttir, f. 1.11. 1951, landfræðingur og kerfls- fræðingur í Reykjavík, gift Ewald Sæmundsen og eiga þau tvo syni; Sigfús Guðfinnsson, f. 28.11. 1957, bakarameistari í Reykja- vík, kvæntur Andreu Henk og eiga þau þrjú börn; Guðmundur Guð- finnsson, f. 26.1. 1959, bak- ari og framkvæmdastjóri í Reykjavík, kvæntur Lenu Gústafsdóttur og eiga þau þrjár dætur; María Þ. Guðfinnsdótt- ir, f. 17.5. 1960, kennari og kerfis- fræðingur í Reykjavík, gift Herði Haukssyni og eiga þau þrjá syni. Bróðir Ingibjargar er Jón Guð- mundsson, f. 27.5. 1925, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík. Hálfsystkini Ingibjargar, sam- mæðra: Hörður Felixson, f. 17.11. 1933, d. 15.7. 1985, loftskeytamaður i Reykjavík; Soffia Felixdóttir, f. 15.11. 1935, starfsmaður hjá Eimskip, búsett í Reykjavík. Foreldrar Ingibjargar voru Guð- mundur Jóhannsson, f. 6.6. 1893, d. 1.9.1931, kaupmaður og bæjarfulltrúi í Reykjavik, og k.h., Sigríður Jóns- dóttir, f. 8.6. 1906, d. 30.9. 1982, hús- móðir. Ætt Guðmundur var formaður lands- málafélagsins Varðar frá 1928 og þar til hann lést í bílslysi 1931. Við stofn- un Sjálfstæðisflokksins 1929 lagði hann grunninn að því innra skipu- lagi flokksins sem hefur mótað starf hans og er enn við lýði. Guðmundur var sonur Jóhanns Eyjólfssonar, alþm. í Sveinatungu, og k.h., Ingi- bjargar Sigurðardóttur. Sigríður var dóttir Jóns Sigurðs- sonar, hreppstjóra i Kalastaðakoti á Hvalfiarðarströnd, og k.h., Soffiu Pétursdóttur. Eini núlifandi ætting- inn af kynslóð Sigríðar, er bróðir hennar, Stefán Jónsson, forstjóri Vélsmiðju Hafnarfiarðar og bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fyrrv. forseti bæjarsfiórnar. Andlát Steinunn H. Traustadóttir Steinunn H. Traustadóttir, hús- móðir og handavinnukennari, Berg- landi 2, Hofsósi, lést 27.10. sl., en hún hefði orðið sjötug i dag. Skagfirðinga og Garð- yrkjufélagi íslands. Starfsferill Steinunn fæddist í Grenivík í tÉGrímsey og ólst þar upp. Hún lauk unglingaprófi í Grímsey 1938, stund- aði námskeið við Kennaraskóla is- lands 1973-74 og sótti fiölda annara námskeiða, einkum í hannyrðum. Steinunn flutti til Hofsóss 1951 og átti þar heima til dauðadags. Hún var kennari við Grunnskóla Hofsóss 1968-86. Steinunn starfaði ötullega í kven- félaginu á Hofsósi og sat þar oft í stjóm, var félagi í Skógræktarfélagi Fjölskylda Steinunn giftist 16.11. 1946 Fjólmundi Karlssyni, f. 16.7. 1922, d. 10.12. 1989, framkvæmdastjóra Stuðlabergs hf. á Hofsósi. Hann var sonur Karls Guðvarðarsonar og Sól- veigar Rögnvaldsdóttur, . búenda að Garði í Ólafs- einunn firði. Böm Steinunnar og Ejólmundar era Trausti Bergland Fjólmundsson, f. 28.9. 1945, bóndi á Ljótsstöðum, kvæntur Ásdísi Sveinbjörnsdóttur og eiga þau þrjú börn og eitt bama- barn en Trausti á að auki fiögur böm og átta barna- börn; Fjólmundur Berg- land Fjólmundsson, f. 4.10. 1947, sjómaður að Berglandi á Hofsósi, kvæntur Sigrúnu Krist- jánsdóttur og eiga þau þijár dætur og þrjú barnaböm; Kristin Ruth Bergland Fjólmundsdótt- ir, f. 17.6. 1950, kaupmað- ur í Mosfellsbæ, gift Sig- urði Kristjánssyni og eiga þau fimrn böm og eitt barnabarn; Valbjörg Bergland Fjólmundsdóttir, f. 1.9.1955, framkvæmdastjóri á Hofs- ósi, en sambýlismaður hennar er Gunnlaugur Steingrímsson og eiga þau tvö böm auk þess sem hún á tvö H. Trausta- börn frá því áður með Hreini Gunn- laugssyni á Svalbarðseyri. Systkini Steinunnar: Valdemar Traustason, f. 27.8. 1922; Sæmundur Traustason, f. 7.12. 1924, d. 31.3. 1986; Daníel Willard Fiske Traustason, f. 18.6. 1928, d. 27.9. 1981; Þórann Mar- grét Traustadóttir, f. 13.3. 1931; Hall- dóra Anna Traustadóttir, f. 3.4. 1932, og auk þess tvö elstu systkinin, Steinunn og Valdemar, sem bæði dóu á fyrsta ári. Foreldrar Steinunnar voru Trausti Pálsson, f. 10.9. 1899, d. 27.2. 1933, útvegsb. og smiður í Grenivík í Grimsey, og k.h., Kristín Valdemars- dóttir, f. 5.6. 1901, d. 16.3. 1982, hús- freyja. ísleifur A. Pálsson *, Isleifur A. Pálsson verslunarmað- ur, Suðurhólum 22, Reykjavík, lést á Landspítalanum 14.12. sl. Útför hans er gerð í dag frá Dómkirkjunni í Reykjavík kl, 13.30. Fjölskylda Starfsferill ísleifur fæddist í Miðgarði í Vest- mannaeyjum 27.2. 1922 og ólst þar upp. Hann lauk prófi frá VÍ 1942 og stundaði síðar nám í verslunarfræð- um við Rider College í New Jersey í Bandaríkjunum. ísleifur var skrif- stofustjóri Samlags skreiðarframleið- enda á fyrstu starfsárum þess á sjötta áratugnum og fram á hinn sjöunda. Hann var síðar fulltrúi í sendiráði Bandarikjanna og stundaði ýmis Ónnur skrifstofu- og verslunarstörf. Ennfremur stundaði hann ýmis al- menn störf til sjós og lands. Tilkynning um afmælis- greinar yfir hátíðirnar Upplýsingar vegna afmælis- greina sem birtast eiga á ætt- fræðisíðu DV dagana 23. desem- ber til 1. janúar nk. þurfa að berast ritstjóm eigi síðar en í dag, 19. desember. ísleifur kvæntist 22.11. 1946 Ágústu Jóhannsdótt- ur, f. 10.12. 1922, húsmóð- ur. Þau skildu 1962. For- eldrar Ágústu voru Jó- hann Þ. Jósefsson, alþm. og ráðherra, og k.h. Magnea Dagmar Þórðar- dóttir húsmóðir. Böm ísleifs og Ágústu: Jóhann, f. 12.3. 1947, fram- ísleifur A, kvæmdasfióri í Reykjavík; Ólafur, f. 10.2. 1955, hagfræðingur, framkvæmdastj. alþjóðasviðs Seðla- banka íslands, kvæntur Dögg Páls- dóttur hrl. og eiga þau soninn Pál Ágúst f. 26.2. 1983; Örn, f. 7.8. 1956, flugmaður í Rvík, maki Guðrún Þóra Magnúsdóttir skólaritari, þau eiga tvo syni, Ólaf Öm, f. 13.7. 1976 og Magnús Gísla, f. 10.12.1980. Systkini ísleifs: Richard, f. 27.9. 1920, d. 4.3.1994, bókhaldari; Oddgeir, f. 22.12. 1923, fasteignasali í Banda- rikjunum; Anna Regína, f. 16.5. 1928, ekkja í Reykjavík eftir Hermann Þor- bjarnarson, loftskeytamann, þau eignuðust fimm böm; Bergljót, f. 19.1. 1933, skrifstofumaður á Akureyri, gift Tryggva Georgssyni múrara- meistara, þau eiga þijú böm. Hálf- bróðir þeirra er Rúdólf Pálsson, f. 1931, viðskiptafræðingur í Reykjavík. Foreldrar Isleifs: Páll Oddgeirsson, f. 5.6. 1888, d. 24.6. 1971, kaupmaður og útgerðarmaður í Vestmannaeyj- um, og kona hans, Matthildur ísleifs- dóttir, f. 7.5. 1900, d. 29.8. 1945. Pálsson Ætt Páll var sonur Oddgeirs, prests á Ofanleiti í Vestmannaeyj- um, bróður Margrétar Andreu, móður Árna Pálssonar prófessors. Oddgeir var sonur Þórð- ar, sýslumanns og alþm. á Litla-Hrauni Guð- mundssonar. Móðir Þórð- ar var Sigríður Helga- dóttir, systir Árna, bisk- ups i Görðum. Móðir Sig- ríðar var Guðrún Áma- dóttir, prests í Gufudal, Ólafssonar, lögsagnara á Eyri og ættfóður Eyrarættarinnar, Jónssonar. Móðir Oddgeirs var Jó- hanna Andrea Knudsen, dóttir Lauritz kaupmanns, ættfóður Knudsensættarinnar. Móðir Páls var Anna Guðmunds- dóttir, prófasts í Amarbæli, bróður Ólafs Johnsen, afa Alexanders Jó- hannessonar háskólarektors og lang- afa Ólafs Ó. Johnson forstjóra. Guð- mundur var sonur Einars, borgara í Reykjavík, bróður Sigurðar, fóður Jóns forseta og Jens rektors, langafa Jóhannesar Nordals. Móðir Önnu var Guðrún Pétursdóttir Hjaltested, b. á Helgavatni í Vatnsdal, hálfbróð- ur Magnúsar, föður Björns M. Olsens háskólarektors. Móðir Guðrúnar var Guðríður Magnúsdóttir, prests í Steinnesi, Ámasonar, biskups á Hól- um, Þórarinssonar. Móðir Guðríðar var Anna, systir Kristjáns, langafa Þórarins á Tjöm, fóður Kristjáns Eld- jáms forseta. Anna var einnig systir Baldvins á Upsum, langafa Jóhanns Sigurjónssonar skálds, og systir Hall- gríms, fóður Jónasar skálds. Anna var dóttir Þorsteins, prests á Stærra- Árskógi, Hallgrímssonar, og Jórunn- ar Lárasdóttur Scheving, klaustur- haldara, Hannessonar sýslumanns. Móðir Lárasar var Jórunn Steins- dóttir, biskups á Hólum, Jónssonar. Matthildur var dóttir ísleifs, b. á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum, Guðna- sonar, b. í Hallgeirseyjarhjáleigu, Guðnasonar, b. á Arnarhóli, Ög- mundssonar. Móðir Guðna á Amar- hóli var Guðrún Þorsteinsdóttir, systir Þorvaldar, afa Guðnýjar, ömmu Halldórs Laxness. Móðir Matt- hildar var Sigurlaug, dóttir Guð- mundar, b. á Fossi á Síðu, Guð- mundssonar, og Guðnýjar, systur Páls, langafa Péturs Sigurgeirssonar biskups. Systir Guðnýjar var Ragn- heiður, langamma Lúðvíks Kristjáns- sonar rithöfundar. Guðný var dóttir Páls, prófasts í Hörgsdal, Pálssonar. Tll haming með afmæl 19. desemb 85 ára Andrés Finnbogason, Sólheimum 23, Reykjavíl 80 ára Hannes R. Þórarinsson Sóleyjargötu 27, Reykjav Kristín Guðmundsdóttj Leifsgötu 7, Reykjavík. Andrés Guðbrandsson, Laugalæk 34, Reykjavík. 75 ára Guðfinna Einarsdóttir, Stóradal, Svínavatnshrep Helga Pálmadóttir, Hlíðarvegi 1, Siglufirði. 70 ára Jón V. Jónsson, Blönduhlíð 21, Reykjavík Guðlaug S. Jónsdóttir, Sléttuvegi 13, Reykjavík. Eva Magnúsdóttir, Heiðargerði 48, Reykjavíl Ásta Engilbertsdóttir, Tjaldanesi 11, Garðabæ. Ingimundur Ólafsson, Frostafold 49, Reykjavik. Guðmundur Þengilsson Bláhömrum 4, Reykjavík Hann er að heiman. 60 ára Árni Erlendsson, Skíðbakka 3, Austur- Landeyjahreppi. Narfi Hjörleifsson, Grænahjalla 7, Kópavogi Sigrún Þórisdóttir, Hjallalandi 3, Reykjavík. Sigurður Eiðsson, Kjartansgötu 19, Borgam 50 ára Sigurlaug Rafiisdóttir, Hólmagrund 2, Sauðárkn Guðbjörg S. Friðriksdó Amarbakka 6, Bíldudal. Guðlaug Ingvarsdóttir, Mosabarði 16, Hafharfirð Rakel Sigurðardóttir, Möðrufelli 5, Reykjavík. Gísli Ágústsson, Akraseli 16, Reykjavík. Þórir H. Hermannsson, Stuðlaseli 26, Reykjavík. Brandur Hermannsson, Álfatúni 14, Kópavogi. Hulda Þorsteinsdóttir, Eilífsdal, Kjósarhreppi. Anna Þórðardóttir, Glitvangi 21, Hafnarfirði. 40 ára Ingibjörg Ósk Þorvaldsd Látraströnd 34, Seltjarnai Konráð Stefán Konráðs Bólstaðarhlíð 7, Reykjaví Ragnheiður G. Óskarsdt Núpabakka 23, Reykjavík Guðlaug Björk Bjam- þórsdóttir, Kambahrauni 37, Hverag + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi VALGEIR M. EINARSSON NÖKKVAVOGI 29, REYKJAVÍK, sem lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 13. desember sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. desember nk. kl. 15. Helga Sigurðardóttir Einar Björn Valgeirsson Sigurður Valgeirsson Birna Leifsdóttir Valgeir Valgeirsson Auður Ingólfsdóttir Hörður Valgeirsson Kristín Ásta Þórsdóttir og barnabörn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.