Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1996, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1996, Qupperneq 36
44 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996 Enska og * íslenska „Það er ekkert sem bendir til að góð enskukunnátta ógni ís- lensku. Þvert á móti hníga ýmis rök að því að þeim mun fleiri tungumál sem menn kúnna þeim mun færari verði þeir í eigin tungu.“ Ármann Jakobsson íslensku- fræðingur, í DV. Ástæðan fyrir tapi „Það er greinilegt að stjórnin er búin að finna ástæðu þess að við unnum ekki alla leikina.“ Hrannar Hólm, burtrekinn þjálfari Njarðvíkur, í Morgun- blaðinu. Latur rithöfundur „Ég er latasti rithöfundur sem ég þekki. En ég nota WöWei- að- ferðina, hún hæfir lötum mönn- um. í grundvallaratriðum er hún um að koma sem mestu í verk með því að gera sem minnst.“ Gunnar Dal rithöfundur, í Al- þýðublaðinu. Ummæli Peningar og fótbolti „Þetta er einfaldlega gangur mála í boltanum í dag. Ætli menn að ná árangri verða þeir að kaupa til sín leikmenn." Rúnar Guðlaugsson, þjálfari yngri flokka á Ólafsfirði, í DV. Aldrei verið jafnfeginn „Ég hef aldrei á ævinni verið eins feginn og þegar ég var laus úr skólanum.“ Aðalsteinn Jónsson (Alli ríki), í Degi-Tímanum. Skyrgámur fær sér skyrslettu. Skyrgámur kominn til byggða Á hverjum degi kemur einn jólasveinn til byggða og allir koma þeir við i Þjóðminjasafn- inu. í dag er komið að jólasveini númer átta, Skyrgámi. Hann kemur í Þjóðminjasafnið kl. 14 og verður boðinn velkominn þar af hópi gesta. Þá kemur hann Blessuð veröldin einnig við í Húsdýragarðinum. Á morgun er svo Bjúgnakrækir væntanlegur. í kvæði Jóhannes- ar úr Kötlum um jólasveinana segir um Skyrgám, sem þar heit- ir Skyrjarmur: Skyrjarmur, sá áttundi var skelfilegt naut. Hann hlemminn o’n af sánum með hnefanum braut. Svo hámaði hann í sig og yfir matnum gein, unz stóð hann á blístri og stundi og hrein. Um 1100 km suðvestur af Reykja- nesi er 960 mb lægð sem þokast suð- austur. Yfir Norðaustur-Grænlandi er 1032 mb hæð. Veðrið í dag I dag verður austangola eða kaldi um sunnanvert landið en hæg breytileg eða suðaustlæg átt í öðr- um landshlutum. Frost 0 til 14 stig, hlýjast við suðurströndina. Á höfuðborgarsvæðinu verður austangola og léttskýjað. Hiti ná- lægt frostmarki í dag en frost 2 til 6 stig í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 15.30 Sólarupprás á morgun: 11.21 Síðdegisflóð í Reykjavík: 14.01 Árdegisflóð á morgun: 02.40 Veöriö kl. 6 í morgun: Akureyri léttskýjað -9 Akurnes alskýjaó 0 Bergstaðir léttskýjað -2 Bolungarvík heiðskírt -4 Egilsstaðir skýjað -4 Keflavíkurflugv. léttskýjað -2 Kirkjubkl. skýjað 1 Raufarhöfn léttskýjað -3 Reykjavík léttskýjaö -1 Stórhöföi skýjað 3 Helsinki heiöskirt ■ -16 Kaupmannah. léttskýjað -2 Ósló léttskýjað ■ -14 Stokkhólmur léttskýjað - -10 Þórshöfn alskýjað 3 Amsterdam rigning og súld 7 Barcelona rigning 13 Chicago léttskýjað -14 Frankfurt þokuruðningur 5 Glasgow rigning 3 Hamborg skýjað 1 London súld 9 Los Angeles Madrid alskýjað 9 Malaga þokumóða 13 Mallorca rigning 15 París súld 10 Róm þokumóöa 4 Valencia alskýjað 11 New York skýjað 8 Orlando skýjaó 18 Nuuk léttskýjaó -4 Vín þokumóóa 1 Washington Winnipeg heiðskirt - -27 Kristín Rós Hákonardóttir sundkona: Langar á næstu Ólympíuleika „Það að verða kosinn íþrótta- maður ársins hjá fötluðum í ár kemur mér ekki eins mikið á óvart og það gerði í fyrra þegar ég var valin í fyrsta sinn, en það var ákaflega gaman og mikil viður- kenning fyrir mig að verða valin,“ segir Kristín Rós Hákonardóttir, sundkonan frækna sem hefur vak- ið mikla athygli undanfarin miss- eri fyrir frábæran árangur og þá ekki síst fyrir frammistöðu sína á Ólympíuleikum fatlaðra í sumar. Maður dagsins Kristinu Rós eru Ólympíuleik- amir eftirminnilegastir frá árinu sem er að líða en þeir voru haldn- ir í Atlanta: „Það var frábær til- finning að standa á pallinum, taka við verðlaunum og heyra þjóð- sönginn spilaðan. Keppnin gekk vonum framar hjá mér, ég var í góðri æfingu og vissi að ég ætti að geta unnið til verðlauna og þegar allt gengur eftir þá er virkilega gaman.“ Kristín sagði aðspurð að hún Kristín Rós Hákonardóttir. hefði farið að æfa sund árið 1982: „Þetta er orðinn æðilangur tími og stundum koma tímabil þegar mér langar mest til að hætta en það stendur stutt yfir. Þá er bara að hvíla sig aðeins og byrja svo á fullu aftur. Venjulega æfi ég svona fimm til sex sinnum í viku í sund- lauginni í Kópavogi." En af hverju skyldi Kristín hafa valið sund? „Þegar fötlun mín var höfð í huga þá var sundið langhen- tugast til að styrkja líkamann og á þessum árum hefur líkami minn styrkst mikið frá því sem áður var.“ Kristín Rós hefur tekið það ró- lega í sundinu að undanförnu enda á leiðinni til útlanda: „Ég hef alltaf haft gaman af myndlist og útskrifaðist af myndlistarbraut fi-á Fjölbrautaskólanum í Breiðholti vorið 1995. Eftir áramót er ég að fara til Danmerkur og ætla á myndlistamámskeið sem stendur fram á vor.“ Kristín Rós sagði að þótt hún færi út á myndlistarnámskeið mundi hún stunda keppni á með- an: Það eru sterk mót í febrúar og í mars er síðan Norðurlandamót þannig að ég get litið slegið slöku við æfingar. Ég veit nú ekki hvað ég held þetta út lengi í sundinu en stefnan er tekin á næstu Ólympíu- leika.“ -HK Myndgátan Andmælir Myndgátan hér aö ofan lýsir orðasambandi. I>V Lúðrasveitin Svanur hefur fj'öl- breytni að leiðarljósi. Lúðrahljómar og dans Lúðrasveitin Svanur verður með tónleika í Tjamarbíói í kvöld kl. 20.30. Þessir tónleikar era meö nýju sniði og er efnis- skráin öðravísi en lúðrasveitir hafa verið með á tónleikum sín- um. Tilgangurinn er að höfða til tónlistarsmekks sem flestra. Á efnisskránni eru þekkt dægur- lög, danslög, söngleikja- og kvik- myndatónlist svo og jólalög. Tónleikar Meðcd þess sem flutt verður á tónleikunum eru lög úr söng- leiknum My Fair Lady, úr kvik- myndunum Grikkinn Zorba og The Jewel of the Nile, Maístjam- an eftir Jón Ásgeirsson, samban Holliday in Rio og kanadísk jóla- svíta. Öm Ingi Björgvinsson og Svanhvít Guðmundsdóttir frá Dansskóla Jóns Karls og Péturs munu dansa undir leik lúðra- sveitarinnar. Stjórnandi Lúðra- sveitarinnar Svans er Haraldur Ámi Haraldsson. Bridge Sumar flóknustu stöðurnar í vörninni fela í sér að taka slagina í réttri röð þegar andstæðingarnir hafa hindrað kröftuglega. Því er mikilvægt að ræða vel grundvallar- reglurnar í vörninni. Venjulegar vamarreglur ganga út frá því að spila ofan af háspilum og félagi í vörninni gefur kall eða frávísun í litnum. En gegn samningum á háum stigum eða eftir hindranir er oft betra að gefa frekar talningu í litnum. Skoðum hér eitt spil sem dæmi sem kom fyrir á HM yngri spilara. Algengast var að sagnir gengju þannig, suður gjafari og AV á hættu: * 7543 9743 * Á6 * ÁK9 * KD962 * KG10 * D * G1083 * 10 V D2 ♦ KG10987543 * 2 Suður Vestur Norður Austur 5 -f p/h Fjölmargir varnarspilaranna í AV misstigu sig og gáfu samning- inn. Spaðakóngur var algengt útspil og síðan skiptu margir vesturspilar- anna yfir í hjartagosa. Austur drap á hjartaás og sagnhafi henti hjarta- drottningunni í þann slag. í þeirri stöðu þurfti austur að velja um hvorum hálitnum hann ætti að spila og margir reyndu spaðaásinn. Bresku bræðurnir Jason og Justin Hackett vora vel samræddir í þess- ari stöðu í vörninni og bættu þar á ofan heilbrigðri skynsemi. Jason sat í vestur og spilaði út spaðakóng í upphafi. Hann sá fyrir að austur gæti lent í vandræðum í þriðja slag og lagði þess vegna niður hjarta- kónginn! Það eina sem Justin þurfti að gera var að gefa talningu um jafna tölu spila i litnum og þá var einfalt að halda áfram í hjartalitn- um (þrátt fyrir að suður hafi hent drottningunni í fyrsta slag). ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.