Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1996, Side 40
I Vtnnmgstölur miðviktiéagtnn 18.12.’96
22 ; 29 47
8 9 34
Vlnningar Fjöldi vinninga Vinningsupphxð
1 44.110.000
2. scfi íj'ow o 1.071.781
3. s Vfí 4 63.710
4.4of6 250 1.620
5. 3 af 6' /o'3961 180
Helldarvinninpupfthxó A Islandi
46.0 .................
Vinningstölur
18.12/96
Í8)(27)(30)
KIN
FRETTASKOTID
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Frjálst,óháð dagblað
FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1996
Akureyri:
Mikil fátækt
DV, Akureyri:
„Það er mikil fátækt á Akureyri
_*)g fer vaxandi," segir Jóna Berta
Jónsdóttir, formaður Mæðrastyrks-
nefndar á Akureyri, en um 100 fjöl-
skyldur hafa þegar leitað til nefnd-
arinnar eftir aðstoð fyrir jólin.
Jóna Berta segir marga hafa leit-
að til nefndarinnar eftir aðstoð fyr-
ir tveimur árum, fleiri i fyrra eða
um 120 fjölskyldur og þær verði án
efa fleiri núna. „Þetta er fólk á öll-
um aldri en yngra fólk þó áberandi
og það er alls ekki um óreglufólk að
ræða og fjölskyldufólk er fjölmenn-
ara en einstæðar mæður t.d.
Ástandið er sorglegt, að fólk skuli
ekki geta bjargað sér án aðstoðar.
Við útbúum matarpakka fyrir
fólk sem leitar til okkar og setjum
ipeninga með í sumum tilfellum því
•^fólk hefur ekki peninga til að kaupa
jólagjafír fyrir börnin sín. Ég get
nefnt sem dæmi um fátæktina að
hingað leitaði kona en bam hennar
hafði brotið gleraugun sín og hún
gat ekki keypt ný nema fá til þess
aðstoð. Svona er nú ástandið mjög
víða, því miður,“ segir Jóna. -gk
Tjaldur með
metafla
Tjaldur SH 270 kom til hafnar í
gær með metafla af grálúðu. Heild-
arverðmæti aflans nemur 44 millj-
ónum króna. Skipverjar á Tjaldi
voru að vonum ánægðir með árang-
urinn þegar DV heyrði í þeim í
morgun og hlakka þeir til þess að
halda gleðileg jól heima þetta árið.
Tjaldurinn fer ekki út aftur fyrr en
eftir áramót. -sv
Björn Friðfinnsson:
Hefði ekki
hætt hjá
> EFTA
Bjöm Friðfinnsson segir í samtali
við DV nú í morgun að hann hefði
ekki sagt upp stöðunni sem hann
hefúr gegnt undanfarin ár hjá Eftir-
litsstofnun EFTA í Brússel hefði
hann vitað í tíma að ekki stæði til
hjá Finni Ingólfssyni að hann tæki á
ný við stöðu ráðuneytisstjóra í iðn-
aðarráðuneytinu, sem hann hefur
verið í leyfi frá.
Bjöm segir að engar viðræður
hafi átt sér stað milli sín og ráð-
herra um málið. Ráðherrann hafi
aðeins sent sér bréf og mælst til
þess að Bjöm tæki við stöðu í Lög-
Æildingarstofunni. „Það vora engar
viðræður." segir Björn -SÁ
HEFUR BJORN GRETAR
EKKI GAMAN AF
SKRÍPÓI?
Samkomulag í nótt á Alþingi um málalista:
Nokkur stórmál
verða skilin
eftir óafgreidd
„Ríkisstjómin setti pressu á
þingið í fyrradag um að Ijúka fjöl-
mörgum málum fyrir jólaleyfl
þingmanna. Þetta voru auðsjáan-
lega allt of mörg mál og stjórnar-
andstaðan einfaldlega neitaði
þessu. Úr varð deila og tappi kom
því í þingstörfin í gær og fyrradag.
Þetta leystist svo i nótt með því að
samkomulag varð milli stjórnar og
stjómarandstöðu um hvaða mál
það eru sem afgreidd verða fyrir
jól. Þau mál sem afgreidd verða
tengjast öll fjárlagadæminu, önnur
mál liggja," sagði Svavar Gests-
son, formaður þingflokks Alþýðu-
bandalagsins, í samtali við DV í
morgun.
Stærsta málið sem ekki verður
afgreitt fyrir jól er frumvarpið um
Landsvirkjun, þar sem eigenda-
samkomulagið, milli Reykjavíkur,
Akureyrar og ríkisins er staðfest.
Einnig bíður starfsmannaband-
ormurinn svokallaði, sem er frum-
varp með á annað hundrað grein-
um um yfirmenn allra ríkisstofn-
ana. Að sögn Svavars var það svo
illa samið og mikið af villum í að
ekki er hægt að afgreiða það. Þá
bíður frumvarp félagsmálaráð-
herra um vinnumiðlun, sem og
frumvarp hans um atvinnuleysis-
tryggingasjóð. Að auki em svo
ýmis smærri mál sem bíða.
Fyrir utan sjálft fjárlagafrum-
varpið og frumvörp því tengd, eins
og fjáraukalög, tryggingagjald,
virðisaukaskatt, bandormsfrum-
varpið og lánsfjárlög, verða lög um
póst- og fjarskiptastofnun, fjar-
skipti og póstþjónustu afgreidd
fyrir jóL Þessi lög era sett vegna
breytinga Pósts og síma í hlutafé-
lag um áramótin.
Stefnt er að því að ljúka þing-
störfum annað kvöld. Svavar
Gestsson sagðist vantrúaður á að
það tækist en menn hefðu þá laug-
ardaginn upp á að hlaupa til að
ljúka þingstörfunum. -S.dór
Eflaust eru margir sem segja aö jólin geti ekki komiö fyrr en búiö sé aö bragöa á skötunni á Þoriáksmessu. Víst er
aö siöurinn er skemmtilegur þótt mörgum líki hreint ekki bragðiö. Hér eru þeir Þorkell Hjaltason og Helgi Helgason
hjá Fiskverkun Hafliða aö kanna gæöi skötunnar í ár. Þeir virðast ánægöir, a.m.k. meö lyktina. DV- mynd S
Veðriö á morgun:
Frostlaust með
suðurströnd-
inni
Á morgun verður hæg breyti-
leg eða austlæg átt. Skýjað en
úrkomulaust verður á Aust-
fjörðum og eins suðaustan-
lands. Það verður léttskýjað í
öðmm landshlutum. Frostlaust
verður með suðurströndinni en
annars frost á bilinu 1 til 7 stig
og allt að 10 til 12 stig í inn-
sveitum norðanlands.
Veöriö í dag er á bls.44
Nemendur Gagnfræöaskólans í
Ólafsfiröi luku haustannarprófum í
gær og hittust af því tilefni í skólan-
um í gærkvöld, héldu litlu jólin og
fóru síðan í blysför frá skólanum út
í félagsmiðstööina Tungliö. Blaöa-
maður DV var á staðnum og tók
myndir af hluta af hópnum.
DV-mynd Helgi
Jólabókasalan:
Beðið eftir
botnverði
Bóksala hefur verið í hámarki
undanfarna daga og hefm- gengið
vel að sögn söluaðila. Hjá Máli og
menningu fengust þær upplýsingar
að boðið væri upp á 15-30% afslátt
af öllum jólabókunum og öðrum
bókum sem gefnar hefðu verið út á
þessu ári. Jón Ásgeir Jóhannesson
hjá Bónusi sagði að Bónusverslan-
irnar byðu allt að 70% afslátt á 92
titlum og hjá Hagkaupi fékkst upp-
gefið að þar væri að finna 22 titla á
1996 kr. en hátt á annað hundrað
titlar væm á 15-50% afslætti. -ggá
Tekjuskattur:
Hefðbundið
skrípó í
uppsiglingu
- segir Björn Grétar
„Mér sýnist að þetta eigi að verða
hefðbundið „skrípó“ hjá ríkisstjóm-
inni - að búa til nýjar álögur til að
geta síðan dregið þær að einhverju
leyti til baka af góðsemi sinni,“
sagði Bjöm Grétar Sveinsson, for-
maður VMSÍ, í morgun.
í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð
fyrir því að skattleysismörk verði
áfram óbreytt, en vegna flutnings
grunskólans til sveitarfélaga er talið
að þau muni hækka útsvar til að
mæta auknum kostnaði sínum og
muni skattbyrði aukast af þessum
sökum um allt að 850 milljónir, sem
síðan verði svigrúm ríkisstjórnar-
innar og skiptimynt í komandi
kjarascunningaviðræðum.
„Stjómarflokkamir verða að eiga
þetta við kjósendur í næstu kosning-
um. Ríkisstjórnin skuldar líka kjós-
endum svör varðandi jaðarskattana.
Fjármálaráðherra sagði í haust, ef
ég man rétt, að eitthvað ætti að fara
að framkvæma í sambandi við þá,
en ekkert bólar á neinu. Ég held að
það væri rétt að þeir færu að sýna
einhvem lit þar.“ -SÁ
TRAKTDR
með kerru - margar gerðir
( CLAIRBOIS)
Heildverslunin Bjarkey
Ingvar Helgason