Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 1997 Fréttir Áramótaávarp forseta Islands: Ekki sjálfgefið að ungt fólk hasli sér völl á íslandi - raungreinakunnátta skólanema áfall og áhyggjuefni, sagöi Ólafur Ragnar Grímsson „Það er ekki jafn sjálfgefið og fyrr að nýjar kynslóðir telji eðli- legt að búa alla sína ævi á íslandi og gera okkar fagra land að ættjörð bama sinna. Islenska þjóðin á nú í fyrsta sinn 1 harðri samkeppni við heiminn allan um hug og hjörtu æsku landsins," sagði Ólafur Ragn- ar Grímsson, forseti íslands, í fyrsta nýársávarpi sínu til þjóðar- innar í gær. Forseti íslands gerði menningu og menntun þjóðarinnar að fomu og nýju að umtalsefni og sagði að nýlegar niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar á kunnáttu skólanem- enda í raungreinum hlytu að vera íslendingum áfall og áhyggjuefni og ættu að vekja okkur til vitund- ar um breytta heimsmynd og raun- verulega stöðu okkar í samfélagi þjóðanna. Mannauður og menntun væm þeir þættir sem mestu réðu um samkeppnishæfni og lífskjör þjóöa og þess vegna yrðu stjórnvöld og almenningur að búa í haginn fyrir æskuna og menntun hennar og opna nýjum kynslóðum braut til áhrifa á öllum sviðum þjóðfélags- ins svo þær fengju aðstöðu til að hefjast handa við að umskapa ís- land. Örlög þjóðarinnar mundu ráðast af því hve fljótt æskan fengi svigrúm til að ryðja nýjar brautir, landi og lýð til heilla. Forseti gerði í lok ávarpsins að umtalsefhi krist- in siðferðisgildi og náungakær- leika. Hann sagði að siöaboðskap- ur kristninnar og íslensk þjóð- menning fælu í sér þá kröfu að hver og einn gæti framfleytt sér og sínum á sómasamlegan hátt. Vel- ferð sérhvers einstaklings væri í raun markmiðið með viðleitni samfélagsins við að bæta lífskjörin í landinu. Þá yrði þjóðin að fara að temja sér að hugsa og starfa saman með langtímahag að leiðarljósi en hún hefði sannað að það væri hún fær um, bæði með varðveislu fiski- stofna og því hvernig hún vann bug á verðbólgu eftir áratuga á- þján. „Megi hækkandi sól gefa ætt- jörð okkar nýjan þrótt og íslend- ingum áræði og þor á framtíðar- braut. Megi bjarmi nýs árs færa ykkur öllum farsæld og frið,“ voru lokaorð Ólafs Ragnars Grímsson- ar, forseta íslands. -SÁ Óspektir og ölvun á Akureyri: Klifraði upp í topp jólatrésins á Ráðhústorgi DV, Akureyri: Ungur maður klifraði upp í topp jólatrésins á Ráðhústorgi á Akur- eyri á nýársnótt en tréð er um 14 metra hátt. Mjög margt fólk var í miðbænum, mikil ölvun og ólæti, og gekk lögreglu illa að ná manninum niður úr trénu. Að sögn varðstjóra lögreglunnar gekk illa að rýma svæðið við tréð og koma þar fyrir öryggisdýnu en talin var hætta á að maðurinn félli niður úr trénu sem sveiflaðist til og frá. Allt tiltækt lið lögreglu var á staðn- um og hafði i nógu að snúast við að halda fólki frá, en það lét ófriðlega. Komið var með körfubíl slökkviliðs- ins og fór lögreglumaður upp í körf- unni og í tréð en maðurinn hraktist niður úr trénu undan honum og var handtekinn þegar niður var komið. Hann var mjög ölvaður og fékk gist- ingu í fangageymslu fyrir tiltækið. Jólatréð lét mjög á sjá við þessar að- farir. Varðstjóri sagði að strax eftir miðnætti hefði verið mjög margt fólk í miðbænum og fylgdi því mik- il ölvun og óspektir. Oft kom til handalögmála og ryskinga manna á milli en alvarleg meiðsli hlutust ekki af. Þetta ástand varði fram á morgun, enda veður gott. Fanga- geymslur voru fullsetnar. Að sögn lögreglu voru áramótin róleg ef ölvunin og ólætin í miðbæn- um eru undanskilin og engin alvar- leg meiðsl urðu vegna flugelda eða annars búnaðar sem notaður var til að kveðja árið 1996. Á slysadeild fengust þær upplýsingar að um nóttina heföu 10 manns leitað þang- að, tveir voru með minni háttar brunasár en í öðrum tilfellum var um ýmsa áverka að ræðs, s.s. brot vegna falls í hálku. -gk Landsmenn skutu aö venju miklu af flugeldum á loft á gamlárskvöld til aö kveöja gamla áriö eins og venja og hefö er fyrir. Taliö er aö landsmenn hafi eytt á annaö hundraö milljónum króna í flugelda og blys aö þessu sinni. Mikil flugeldadýrö blasti viö á Ægisíöunni, eins og sjá má á myndinni, þegar nýja áriö hófst. DV-mynd S Dagfari Birtan yfir íslandi íslendingar kvöddu gamla árið og fögnuðu hinu nýja með viðeig- andi hætti. Að vísu bar skugga á hátíðahöldin þar sem verkalýðs- hreyfingin hefur boðað harðar kröfur á nýju ári vegna bágra lífs- kjara og sjómenn sjá ekki annað fram undan en stöðva þurfi flotann vegna lélegrar afkomu jafnt undir- manna sem yfirmanna. Aldrei hafa heldur fleiri leitað aðstoðar hjá Vetrarhjálpinni og Rauöa krossin- um vegna fátæktar til að eiga í matinn á jólum. Biskup íslands lét sérstaklega biðja fyrir fólki sem kveið fyrir hátíðinni og það eru sem sagt ýmsar blikur á lofti. Það segir hins vegar allt um þessa þrekmiklu þjóð að hún lét þennan vanda ekki á sig fá. Kaup- menn segja að verslun hafi aldrei verið jafnmikil sem nú. Verbréfa- markaðir höfðu ekki undan að selja hlutabréf og á sjálfu gamlárs- kvöldi skutu íslendingar upp flug- eldum fyrir fjögur hundruð millj- ónir króna. í gærkvöld fylltust svo helstu og fínustu veitingastaðir höfuðborgarinnar af prúðbúnu fólki sem borgaði á milli tuttugu og þrjátíu þúsund fyrir þaö eitt að komast inn. Ætli vel haldin hjón nái ekki að koma eins og fimmtíu þúsund kalli í lóg á þessu eina kvöldi án tiltakanlegrar fyrirhafn- ar. Þetta er vel af sér vikið af þjóð sem vart á til hnífs og skeiðar enda upplýsti Davíð forsætisráöherra að fátækt væri ekki til í hans landi, að minnsta kosti ekki í því landi sem hann þekkir. Davíð bætir við og segir að kaupmáttur fari stöðugt vaxandi, vergar þjóðartekjur stefna í heimsmet og fram undan eru skattalækkanir sem leiða til vaxtalækkunar og á endanum er ljóst aö Islendingar vita ekki aura sinna tal. Enda er nú svo komið að útlendingar streyma hingað til landsins um hver áramót til að virða fyrir sér þessa skrýtnu þjóð sem vinnur nú að því hörðum höndum að leggja niður velferðar- kerfíð og skjóta öllum sínum pen- ingum upp í loftið af einskærum fögnuði yfir því að hafa efni á þvi. Ef þessi velmegun er ekki nóg eiga Islendingar líka því láni að fagna aö búa í landi sem nýtur fleiri birtustunda en nokkur önnur þjóð í veröldinni, ef Grænlending- ar eru frátaldir en þeir teljast ekki með þegar ísland er að bera sig saman við umheiminn. Davíð forsætisráðherra hefur nefnflega lesið um það i almanaki Þjóðvinafélagsins að birtustundir hér á landi séu sjö hundruð fleiri en tfl dæmis þeirra á Ítalíu og ann- arra sem búa við miðbaug. Það er mikil gæfa að íslendingar skuli eiga bókhneigðan forsætis- ráðherra sem leggur það á sig að glugga í gömul almanök þegar hann situr auðum höndum, enda í sjálfu sér ekki mikið annað að gera hjá ráðherra sem stjómar slíku bú- sældarlandi. En Davíð sem sagt las almanakið og uppgötvaði þessa vís- indalegu staðreynd með birtuna og ef Davíð hefði ekki rekist á þessar upplýsingar hefðu menn haldið áfram að lifa við þá bábUju að hér væri jafnlengd birtu og myrkurs. Menn hafa jafnvel áfram staðið í þeirri meiningu að birtan væri meiri í sólrikum löndum suðurs- ins. Það er misskUningur og það er líka misskUningur þegar fólk er að eyða tíma sínum í að ferðast tU fjarlægra landa tU að sækja sér birtu og yl vegna þess að ísland býður upp á sjö hundruð klukku- stunda sólskinsstundir umfram það sem annars staðar þekkist. Þetta vitum við úr almanakinu, þökk sé Davíð. Það er svo sannar- lega bjart yfir íslandi í dag. Dagfari ... mmdihlwflWllliWMHIHIMÍ" Ml< r 11M ...... ............... :nf ■.,.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.