Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1997, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1997, Page 13
FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 1997 13 DV Fréttir . Mlkil hækkun veiðileyfa í Eystri-Rangá næsta sumar: Odýrustu leyfin hækka um 100 prósent „Það hefur orðið mikil hækkun á veiðileyfum í Eystri- Rangá, í sumum tilfellum meira en 100% hækkun. Auk þess hefur veiðisvæðinu verið skipt í tvennt,“ sagði Bjami Kristins- son sem veitt hefur í Eystri-Rangá um árabil. „Ég er búinn að stunda veiði í Eystri-Rangá í nokkur ár og við höf- um keypt saman, nokkrir kunningj- ar, góðan pakka á hverju ári í ein- hverja daga. Þegar ég pantaði sömu daga fyrir næsta sumar og í fyrra kom í ljós að verðið var tvöfalt hærra og þar að auki búið að deila svæðun- um út. Hækkunina á veiðilevfunum rökstyðja þeir með því að sleppt hafi verið þarna 200.000 seiðum í fyrravor. Þeir vilja meina að það gangi einhver skelfmg af laxi í ána í sumar. Það finnst mér undarlegt þegar engin reynsla er fengin á það og auk þess hugsa ekki allir veiðimenn ein- göngu um magnið. Einnig má geta þess að seiðin eru öll úr laxeldisstöð- inni Silfurlaxi sem var komin á haus- inn þegar kaupin voru gerð og erfitt að fullyrða að seiðin þaðan séu góð. Fyrr má nú rota en dauðrota. Þessi hækkun á veiðileyfunum er ansi svæsin. Sala á veiðileyfum í ána gekk treglega í fyrra og ég get ekki ímynd- að mér að hún gangi betur nú þegar hækkunin er svona mikil. Ég er heldur ekki ánægður með að afsláttarprósenta hefur einnig minnkað mikið. Fyrir tveimur árum fengu menn 20% afslátt með því að panta méð góðum fyrirvara, í fyrra lækkuðu þeir afsláttinn niður í 15% og í ár er hann kominn niður í 5% og nú þarf að staðfesta mun fyrr en áður. Ég kem ekki til með að stað- festa það sem ég var búinn að panta fyrir næsta sumar," sagði Bjarni. Áttföld seiðaslepping Guðjón Ólafsson hjá Sælubúinu á Hvolsvelli er umboðssöluaðili fyr- ir Veiðifélag Eystri-Rangár. „Það er rétt að töluverð hækkun hefur orð- ið á veiðileyfum i Eystri- Rangá. Hún er yfirleitt á bilinu 40-100%. Hún er hins vegar engan veginn yfir 100%,“ sagði Guðjón. „Fyrsta vikan hækkar úr 3.000 krónum í 6.000, önnur vikan úr 4.000 í 6.000 krónur. Á dýrasta tím- anum er hækkunin úr 14.000 í 19.500 krónur sem er langt undir 50%. Á þessu bili eru flestar hækk- animar. Hækkunin er rökstudd með því að 200 þúsund laxaseiðum var sleppt í ána sem er áttfalt slepping- armagn. Við urðum einnig að lækka afsláttinn sem menn fengu fyrir að panta með fyrirvara. Hann var 20% fyrir tveimur árum en er nú kominn niður i 10%. Það var nauðsynlegt vegna hás rekstrar- kostnaðar og seiðakaupa. Það kost- ar einfaldlega meira að reka ána. Veiðileyfasala hefur gengið mjög vel í ár, en ég kannast ekki við að treglega hafi gengið að selja veiði- leyfi í fyrra. Að vísu var veður leið- inlegt í september og október og þá gekk illa að selja,“ sagði Guðjón. Ný ríkisstofnun tekur til starfa: Nokkrir dagar til að ræsa nýja Löggildingarstofu Samkvæmt lögum, sem afgreidd voru á alþingi rétt áður en þing- menn fengu jólafrí, verða stofnan- irnar Rafmagnseftirlitið og Löggild- ingarstofan lagðar niður og ný stofnun - Löggildingarstofa - sett á stofn. Frá því að lögin voru sam- þykkt og þar til þau eiga að taka gildi var óvenjuskammur tími eða rúm vika en lögin skulu taka gildi nú í ársbyrjun 1997. Frestur til að undirbúa hina nýju stofnun var því mjög skammur. „Menn hafa ekki haft meiri tíma en svo að þetta var tilkynnt síðasta vinnudag fyrir jól. Ég hugsa að flest- ir hafi haft um annað að hugsa um jólin en þetta þó að sjálfsagt hafi það verið í undirmeðvitundinni og varla aukið jólagleöina," segir Berg- ur Jónsson, forstjóri Rafmagnseftir- lits ríkisins, i samtali við DV. Hann segir að starfsmönnum hafi gefist mjög skammur tími til að átta sig á breytingunni sem varð um áramótin en lagasetningin snerti í raun alla landsmenn en ekki ein- ungis starfsmennina níu hjá Raf- magnseftirlitinu. Stofnunin var áður eftirlitsstofnun með mun fleiri starfsmenn. Undanfarin misseri hef- ur hún verið stjórnsýslustofnun og eftirlitsþátturinn kominn í hendur einkarekinna skoðunarstofa. Samkvæmt heimildum DV verð- ur núverandi starfsmönnum beggja stofnana boðinn tveggja mánaða bráðabirgðasamningur um áfram- haldandi starf. Þegar hann rennur út verður ákveðið hverjir þeirra fá starf áfram og hverjir ekki og nýtt starf forstjóra Löggildingarstofu þá auglýst. Ámi Magnússon, aðstoðar- maður iðnaðarráðherra, staðfesti þetta í samtali við DV og sagði að þetta væri i raun sá tími sem menn gæfu sér við að sameina starfsemi gömlu Löggildingarstofunnar og Rafmagnseftirlitsins undir hinum nýja hatti. -SÁ Á hverju ári er farin blysför á vegum Feröafélags íslands síöasta sunnudag fyrir áramót. Gengiö er frá Mörkinni um Elliðaárdalinn og endað á Geirsnefinu. Algjör metþátttaka var í göngunni í blíðviörinu á sunnudaginn. Um 830 manns áttu þarna ógleymanlega stund saman og fylgdust meö flugeldasýningu Hjálparsveitar skáta í lok göngunnar. DV-mynd ÞÖK Banaslys - frá 1994 til 1996 - Sjóslys og drukknanir Umferdarsiys Flugslys Ýmis slys '94 '95 í ■ '96 DVl 32 einstaklingar hafa farist af slysförum á árinu: Ekki jafnfa dauðaslys í langan tíma „Það hafa aldrei verið jafhfá dauðaslys á ári frá því Slysavamafé- lagið hóf að skrá banaslys á þann hátt sem gert er í dag eða frá árinu 1952. Engu að síður em þessi bana- slys alltof mörg,“ segir Eshter Guð- mundsdóttir, framkvæmdastjóri Slysavamafélags íslands, en félagið hefur sent frá sér bráðabirgðaniður- stöður á samantekt banaslysa á árinu 1996. Miðað við fóstudaginn 27. desemb- er hafa 32 einstaklingar farist af slys- förum á árinu og er um að ræða 25 karla og konur. Slysavamafélagið skiptir banaslys- um í fjóra flokka. í fyrsta lagi sjóslys og drukknanir og era 12 banaslys skráð þar. Á árinu fórast 10 sjómenn, fimm sem fórast með skipum, fjórir sem féllu útbyrðis og einn í vinnu- slysi um borð í skipi. 1 öðra lagi era umferðarslys og fór- ust 11 í þeim á árinu. Umferðarslys- um fækkaði verulega á árinu og verð- ur að fara aftur til ársins 1968 til að sjá jafnlága tölu samkvæmt niður- stöðum Slysavamafélagsins. Af þeim 11 sem létust í umferðarslysum vora sjö ungmenni undir tvitugu. í þriðja lagi era ílugslys en engin banaslys hafa orðið þar á þessu ári. í fjórða lagi era ýmis slys en alls vora niu slík banaslys á árinu. í þennan flokk era skráð vinnuslys, hrap, fall, af völdum brana o.fl. -RR VERTU VEL VIRKUR í VETUR OG BJÓDDU ÖLLU BIRGINN. HJÁ 0KKUR FÆROU FÍNT FORM OG FLOTTAR LÍNUR FYRIR FÁEINAR KRÓNUR. HEILSURÆKTARBOMBA -fyrir unga sem aldna FITUBRENNSLA ÞREKSTIGAR FULLKOMIN LÍKAMSRÆKT RÁÐGJÖF UM MATARÆÐI einkaþjAlfun SJÁLFSVÖRN JIU-JITSU TAEKWONDO JUDO FRÁ 6 ÁRA ALDRI og svo á eftir - Ijós og sauna láttu sjá þig semjyrst ■ iMAAÍiyæMA AFHmtl Judo GYM EINHOITI 6 S : 562 7295

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.