Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1997, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1997, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 1997 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer. Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plótugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Ekkert að frétta Reykjavíkurborg ákvað á liðnu ári að losa um eignir og minnka þátttöku sína í atvinnulífinu. Minna fór fyr- ir slíku hjá ríkisstjóminni, sem ætlaði þó að selja íjórð- ung í Sementsverksmiðjunni og kanna verðgildi eigna Áburðarverksmiðjunnar. Um símann er flest á huldu. Svokallaðir félagshyggjuflokkar standa að minnkun borgarafskipta af atvinnulífínu og svokölluð hægristjóm stendur að óbreyttum ríkisafskiptum af atvinnulífinu. Þetta sýnir, að hugtök í stjómmálum geta verið dálítið misvísandi og byrgt mönnum sýn á stöðu mála. Forsætisráðherra okkar hefur lýst aðdáun sinni á Margréti Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. Sú aðdáun nær hvorki til róttækra skoðana frúarinnar á þjóðmálum, né markvissra tiirauna hennar til að nota embætti sitt til að framkvæma þessar skoðanir. Thatcher minnti á de Gaulle Frakklandsforseta. Hún vildi í senn breyta umhverfi sínu og hafa frumkvæði í því. Fólk getur haft skiptar skoðanir á því, hvort heppi- legt sé, að ráðamenn þjóða séu svo athafnasamir. En ljóst er, að íslenzk þjóðmál em ekki í slíkum farvegi. Okkar ríkisstjóm vill ekki einu sinni ræða hugsan- lega þáttöku okkar í Evrópusambandinu. Hún vill ekki frumkvæði, heldur viðbrögð við gerðum annarra. Þegar samið er í Evrópu um afnám vegabréfaskoðunar, sem yki skoðun íslenzkra vegabréfa, vill hún fá að vera með. Þannig erum við alltaf að bregðast við frumkvæði annarra. Við verðum fyrir hertu heilbrigðiseftirliti á ís- lenzkum fiski á landamærum evrópskra ríkja og semj- um því um að fá að taka þetta eftirlit að okkur á upp- runastaðnum. Við breytum líka sláturhúsum að evr- ópskri kröfu. Meðan við höfðum tækifærið vildum við ekki vera eins og Lúxemborgarar, sem taka þátt í stjóm Evrópu- sambandsins. Við viljum hins vegar hafa her manns við að þýða evrópskar reglugerðir á íslenzku. Við viljum laga okkur að breyttum aðstæðum í umhverfi okkar. Frumkvæðisleysið í sölu ríkisfyrirtækja og málefnum Evrópu em greinar af sama meiði kyrrstöðustefnu. Aðr- ar greinar hennar em kvótakerfið í sjávarútvegi og rík- isrekstur landbúnaðar. í öllum þessum tilvikum vill rík- isstjómin óbreytt ástand, sé þess nokkur kostur. Forsætisráðherra og ríkisstjóm hafa ekki fundið þessa stefnu upp. Hún er ekkert eyland utan veruleika þjóðarinnar. Kyrrstöðusteftian er í samræmi við þjóðar- vilja, sem er ekki gefinn fýrir breytingar og vill til dæm- is hverja þjóðarsáttina á fætur annarri í kjaramálum. Öll nýbreytni í atvinnulífinu er eins konar fiskeldi eða loðdýrarækt og snýst að minnsta kosti um landbúnað og sjávarútveg. Stóriðja kemur öll að utan og lifir eigin lífi utan íslenzks veruleika. Ríkisvaldið og símafyrirtæki þess leggja steina í götu athaftia í tölvuupplýsingum. Um allt þetta er eins konar þjóðarsátt íhaldssams meirihluta þjóðarinnar, sem vill ekki láta trufla kyrr- stöðu sína. Hann vill mikil ríkisafskipti, mikið skipulag að ofan, mikið af reglugerðum, mikið af réttlæti, mikla dreifingu auðsins. Hann vill frið um það, sem fyrir er. Þetta hefur jákvæðar hliðar, til dæmis höfum við náð að láta verðfestu leysa verðbólgu af hólmi. Þetta hefur neikvæðar hliðar, til dæmis er enn verið að hækka opin- ber gjöld skattborgaranna um þessi áramót. Þetta eru allt einkenni þjóðfélags í lygnum polli kyrrstöðunnar. í grundvallaratriðum var ekkert að frétta af þjóðinni á liðnu ári og ekki er við neinum fréttum að búast af henni á þessu ári. Fólk fæðist bara, lifir og deyr. Jónas Kristjánsson „Þetta gæti oröiö spennandi, sérstaklega ef þau laun sem greidd eru í Danmörku fylgja meö í pakkanum," seg- ir Páll m.a. í greininni. Krafa náttúrufræðinga - gegnsætt launakerfi Félag íslenskra náttúrufræðinga hefur vísað deilu sinni við ríkið til ríkissáttasemjara. Ástæðan var að ekki fengust efnis- legar viðræður við sámninganefnd ríkisins um kröfur félagsins. Það er ekki nýtt. Á undanfornum árum hefur ríkið verið ófært um að hefja kjaraviðræð- ur fyrr en samið hefur verið á al- mennum vinnu- markaði. Það eru hagsmunir stéttar- félaga að samningar gangi hratt fyrir sig. Náttúrufræðingar hafa slæma reynslu af því þegar ríkinu hefur tekist að draga viðræður á langinn, eins og iðulega hefur gerst á undanfornum árum. Það hefur þýtt að fé- lagsmenn hafa ekki notið um- saminna launa- hækkana nema hluta samnings- tímans. Gagnslaus viðræðuáætl- un Umdeildum breytingum á lög- um um stéttarfé- lög og vinnudeilur sl. vor var ætl- að að koma í veg fyrir þannig vinnubrögð. Ákvæðin um við- ræðuáætlun áttu að tryggja að við- ræður hæfust í tíma. Viðræðuá- ætlunin, sem félagið og samninga- nefnd ríkisins gerðu, hafði þau einu áhrif að nefndin sá sig til- neydda til að mæta á fundi en lengra náði það ekki. Nýju lögin breyttu engu um það að samninga- nefhd ríkisins var ekki tilbúin að hefja raunverulegar viðræður, hafði annaðhvort ekki umboð til þess eða þor. Nefndin mætti á samn- ingafundi með ólund og óundirbúin að fást við þau efhi sem til umræðu voru og forðaðist að láta þvæla sér út í alvöru viðræður eða undirbún- ingsvinnu af nokkru tagi. Sú reynsla sem fengist hefur af nýju lög- unum sýnir að viðræðu- áætlanir eru gagnslaus- ar. Þetta þarf engum að koma á óvart, það verð- ur enginn neyddur með lögum til að sýna samn- ingsvilja. Danskt launakerfi - dönsk laun? Þó samninganefnd ríkisins hafi verið ófær um að hefja efnislegar umræður mætti hún að einu leyti óvenjulega vel undirbúin. Nefndin fékk þýðingarfyrirtæki í bænum til að snara fyrir sig úr dönsku hugleiðingum frá danska fjármála- ráðuneytinu um launakerfi og gerði þær að sínum. Á samninga- fundum hefur samninganefnd rík- isins síðan verið að reyta brot og samantektir úr þessum þýðingum í okkur. Félagið lýsti sig strax reiðubúið til að ræða danska kerfið en þá reyndist samninganefnd ríkisins ekki einu sinni fær um að ræða það sem hún kynnti sem sína eig- in hugmyndir. Félagið er tilbúið að ræða allar hugmyndir um launakerfi þar á meðal það danska. Þetta gæti orðið spenn- andi, sérstaklega ef þau laun sem greidd eru í Danmörku fylgja með í pakkanum Launakrafan í kröfugerð félagsins er ekki krafist danskra launa og vantar þar mikið upp á. Ástæðan er að við teljum það ærið verk sem við höfum ætlað okkur i næstu samn- ingum. Félagið vill m.a. bijótast út úr því tvöfalda launakerfi sem er hér á- landi. Kerfið byggist á lágum launatöxtum og yfirborgunum af ýmsu tagi, bílapeningum og fleiru. í skjóli þess hefur þrifist rakalaus mismunun, þ.á m. margmældur launamunur karla og kvenna. Til viðbótar tvöfoldu launakerfi koma tekjur af mikilli yfirvinnu þar sem dagvinnan ein dugar fæstum til framfærslu. Ljóst er að draga mun úr yfirvinnu á næstu árum og nægir að benda á vinnutímatil- skipun ESB í því sambandi. Þegar taxtar eru lágir verður krafa um hófleg lágmarkslaun há mæld í prósentum. Þannig verður krafa um 100 þúsund króna lágmarks- laun að kröfu um 100% hækkun hjá láglaunahópunum. Meginkrafa Félags íslenskra náttúrufræðinga er að lágmarks- laun eftir 18 mánaða starf verði 143.000 krónur á mánuði. Gert er ráð fyrir að yfirborganir gangi inn í þessa hækkun. í prósentum er krafan há miðað við taxtalaunin eða tæplega 60%. Ef yfirborganirn- ar í ýmsu formi eru teknar með verður hækkunin 15 til 20 prósent að meðaltali. Þessi taxtahækkun er nauðsynleg til að mæta fyrirsjá- anlegum samdrætti í yfirvinnu. Fyrir flesta félagsmenn mun þessi breyting ekki hafa veruleg áhrif á útborguð laun. Þetta er krafa um að hreinsa til í launakerfmu og gera þaö gegnsætt, rétta hlut þeirra sem ekki hafa notið yfir- borgana og bæta fyrir skerta yfir- vinnu. Páll Halldórsson Kjallarinn Páll Halldórsson formaöur kjararáös FÍN „Þegar taxtar eru lágir verður krafa um hófleg lágmarkslaun há mæld í prósentum. Þannig verður krafa um 100 þúsund króna lág- markslaun að kröfu um 100% hækkun hjá láglaunahópum Skoðanir annarra Þjóðaratkvæðagreiðslur „Hvað mælir á móti því, að landsmenn taki ákvörðun um meginstefnu í grundvallarmálum í þjóðaratkvæðagreiðslu? Stjórnmálaflokkamir hafa sennilega allir lýst því yfir, aö hugsanlega aðild að Evrópusambandinu ætti að leggja undir þjóðarat- kvæði. Er ekki að verða augljóst, að stjómmálaflokk- amir hafa ekki burði til að taka á þeim deilumálum, sem era uppi varðandi fiskveiðistjómun? Hvað mæl- ir á móti því að leggja það mál undir þjóðarat- kvæði?“ Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 29. des. Fækkun sveitarfélaga „Að óbreyttri sveitarstjómarskipan er það (hins vegar) borin von að sveitarfélögin geti ráðið við auk- in verkefni án þess að þeim fækki verulega frá því sem nú er. Tilraun var gerð á síðasta kjörtímabili til að þvinga fram samrunaferli sveitarfélaga. Þótt nokkur árangur hafi náðst var hann yfir heildina ófullnægjandi. Ekki síst var það vegna mótstöðu íbúa sveitarfélaga vítt og breitt um landið, sem vildu halda í eldri skipan ... Líta má svo á að frumkvæðið sé nú hjá sveitarfélögunum." Úr forystugrein 51. tbl. Helgarpóstsins. „Kúnstugt bú“ „Ég hvarf af þingi árið 1971 og það er einmitt þá sem verðmyndunartímabilum búvara er fjölgað úr einu í fjögur á ári. Búvörusamningurinn studdist alltaf við méðalbú í landinu, og var það komið í fast horf. Ég var algjörlega orðinn mótfallinn þessu, sannfærður um að það yrði að hætta við meðalbúið. ... Að mínu viti átti aða stefna að þvi að búa til það sem ég kallaði kúnstugt bú sem væri vel rekið en það fengi sjálft að reikna sér eðlilegan fjármagns- kostnað." Jónas Pétursson, fyrrv. alþm., í Mbl. 28. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.