Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1997, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1997, Side 15
FIMMTUDAGUR 2. JANUAR 1997 15 Eftir flóöiö Baráttan um Ijótustu kápuna í ár er hörð. - Nokkrar má þó nefna. um ársins. Þá má nefna að tvær bækur heita eftir aðalpersónum sínum sem hvor tveggja heitir Benjamin, ævisaga Benjamins Ei- ríkssonar og hók þar sem hangs- inn Benjamín lærir á klukku. Undur auglýsinga Þá eru undur auglýsinga. Ekki er hægt annað en að dáðst að þeirri hugkvæmni að auglýsa grá- hærðan hankastjóra á eftirlaunum sem íslenskan Forest Gump, manninn sem hefur hitt alla. Sagn- fræðirit með á annað þúsund til- vísunum er auglýst með æsilegri hasartónlist. Sennilega ber þó hæst Skálderumenneinsogviðhin- ir-herferð Máls og menningar þar sem skáldin strauja, lalla um i skógi eða leika Bemard Shaw í garðinum heima hjá sér, allt í svarthvítu. Bókaþjóðin situr eftir, strönduð á fjallinu Ararat, og von- ar að líf sé eftir flóð. Ármann Jakobsson Eftir hver jól fá Islendingar innsýn í líðan Nóa og fjöl- skyldu á sinni tíð. Við höfum lifað af Nóaflóð. Jólabóka- flóðið er náttúru- hamfarir. Enginn vill það, enginn hefur stjóm á því og líklega mætti eyða löngu máli í að efast um að það geri íslenskum bókmenntum nokkurt gagn. En sannur ís- lendingur lætur hamfarirnar ganga yfir sig og reynir að hafa sem mest gaman af. Við lif- um hvort sem er á öldinni þegar hug- sjónimar fuku burt í fjölmiðlafelli- bylnum nema þær hafi tæst sund- ur í umbúðaeldgosinu. Ljótar bókakápur I jólabókaflóðinu má í fyrsta lagi hafa gaman af því að tilnefna bækur til annarra verðlauna en hinna settlegu bókmenntaverð- launa sem ég auðvitað hef óbeit á, eins og aðrir, en snobba fyrir á laun. Sígilt er að tilnefna bækur fyrir ljótustu kápuna og í ár virð- ist mér baráttan verða hörð. Þar kemur tvennt til: í fyrsta lagi em aðeins færri unglingabækur með hinar dæmigerðu unglingahóka- kápur. í öðru lagi hefur bók Birgittu Halldórsdóttur í ár þokka- lega kápu sem telst til nokkurra tíðinda. Unglingabókin Á lausu heldur uppi merki unglinga- bóka í ár með forljótri kápu en líkur era þó til að hin heiðgula bók, Skemmtileg skot á ná- ungann, hreppi verð- launin. Leynilögreglu- sagan Ametýst mun þó veita harða keppni og allar útgáfubækur Reyk- holts, kápan á Játning- um Púskíns er þó sýnu ljótust. Mál og menning með ungskáldin sín þrjú hefur einnig gert sig gildandi í þessum flokki, þó að skáldin séu mynd- arleg eru kápumar ljót- ar. Þá era bækumar Á vaktinni og ný útgáfa Bósa sögu með afar ljóta kápu. Tvær bækur, sem báðar ættu góða möguleika á verðlaunum fyrir ljóta kápu, myndu einnig berjast um önnur verðlaun, fyrir kjánalegasta titil- inn. Það era bamabókin Tölva, tölva, herm þú hver! og ævisaga rússneska sendiherrans sem heitir Júri úr neðra ... en grín er dauð- ans alvara. Það verðm- verkefni bókmenntafræðinga 21. aldar að skilja þetta „en“. Geta má þess að vondir titlar hafa einnig verið sér- staklega vinsælir hjá höfundum unglingabóka. Ekkert bókar- heiti í ár á mögu- leika á að skáka hallærislegasta bókaheiti áratug- arins en hann á unglingabókin Ófrísk af hans völdum. Allt í sleik kemst þó nálægt því. Tveir Benjamínar Aðrar bækur sem gætu átt von á tilnefhingu í þessum flokki era Ég borða en grennist samt, Bassi og skáldsagan ...En það er ekki ókeypis. Frumlega titla mætti að sjálfsögðu einnig verðlauna en seint féllu þau verðlaun í hlut allra þeirra bóka sem heita Stóra ...bókin, ég tel fjórar í bókatíðind- Kjallarinn Armann Jakobsson íslenskufræöingur „Jólabókaflóöið er náttúruham- farir. Enginn vill þaö, enginn hef- ur stjórn á því og líklega mætti eyöa löngu máli í aö efast um aö þaö geri íslenskum bókmenntum nokkurt gagn.u Geirfinns- og Guðmundarmálið: Getgátustíll Kristján Pétursson, fyrrverandi löggæslumaður, skrifaði bók fyrir nokkrum áram þar sem hann hug- leiðir upphaf Geirfinns- og Guð- mundarmáls. Kristján skrifar und- ir formerkjunum: trúlega hugsan- lega. Hann undirstrikar að málið hafi byrjað á óstaðfestum upplýsingum við Hafnarbúðina í Keflavík þegar lögreglumenn falla í þá gryfju að trúa bifreiðastjóra sem ekki þekkti Geirfmn persónulega. Bif- reiðastjórinn seg- ir að trúlega hafi Geirfinnur talað við þrjá menn sem hefðu ætlað að flytja ógrynni af spira til Reykjavíkur á verktakabíl. Spíri var það Engar sannan- ir, allt getgátur. Þannig byrjar óhugnanlegasta mál íslenskrar réttvísi. Eitt er augljóst, að spíra var smyglað í land á Suðumesjum á þessum árum og rétt mun vera að ríkið hafi orðið fyrir einhverju tekjutapi þess vegna. Smygl hefur alltaf verið þar sem ofurtollar eru notaðir. En hvort það hafi verið nægileg ástæða til að koma á líf skrímsli er spuming sem rannsóknarlögreglumenn ættu að hugleiða öðram fremur. Geirfinns- og Guðmundarmálið tekur á sig vængi í slippnum í Keflavík í höndunum á rannsókn- arlögreglu og Sakadómi Reykja- víkur. Sævar Ciesielski er leiddur þar sem fangi fram á leiksviðið. Sakadómur sem rannsakaði og dæmdi í eigin málum notar ein- angrun og þvinganir til að fá fram játningar, þrátt fyrir aðvaranir dómsmálaráðuneytisins. - Þessi atriði ættu að liggja nokkum veg- inn ljóst fyrir öllum sem vilja kanna þessi mál. Það hefur og verið kunnugt mörgum íslendingum frá upphafi að ung- mennin fjögur vora saklaus dæmd fyrir öUum dómstólum, án þess að nokkur fengi rönd við reist. Sumir þessara áhorfenda eru nú komnir undir græna torfu, en enn eru margir lifandi sem þurftu að horfa upp á þetta sjónarspil í þögninni, í niður- lægingu og hremm- ingum. Þeir hafa ekki kom- ið upp á pallborðið hjá Hemma Gunn. Þeir hafa þurft að sækja fram og koma einn og einn úr sín- um hugarfylsnum eft- ir því sem óhugnaöurinn verður fjarlægari. „Þvingaðir glæpir“ Bók Magnúsar Leopoldssonar, í klóm réttvísinnar, er því tímabær nú sem þáttur í því að koma þess- um málum á hreint. Hún er hóg- vær, afdráttarlaus og ljúfmann- lega skrifuð og ber höfundum sín- um vitni um einurð. Hún er nauð- synlegur þáttur í því að fá saklausa í Geirfinns- og Guð- mundarmálinu sýkn- aða af „þvinguðum glæpum". Sævar Ciesielski á ekki að þurfa að sækja það að fá sig hreinsaðan af upp- lognum glæpum. Rík- ið á sjá sóma sinn í því að hafa forystu um að taka málin upp aftur. Samtiminn verður að takast á við að fá rétta mynd af því ástandi sem hér ríkti í réttarfars- málum. Skáld og rit- höfundar framtíðar- innar eiga ekki einir að ráða þar fram úr. Rannsóknarlögreglumönnum er einnig mikilvægt að fá starfsregl- ur og fyrirbyggja slíkan óskapnað. Dómsmálaráðuneytið og lög- mannastofa út í bæ hefur á seinni árum haft frumkvæðið um að upp- lýsa landann um alþjóðlegan rétt. En betur má ef duga skal. Sigurður Antonsson „Ríkiö á aö sjá sóma sinn í því aö hafa forystu um aö taka málin upp aftur. Samtíminn veröur aö takast á viö aö fá rétta mynd af því ástandi sem hér ríkti í réttarfars- málum.u Kjallarmn Sigurður Antonsson framkvæmdastjóri Með og á móti Verkföll Ef ekki með góðu þá verkföll „Ef við náum engum árangri í viðræðum við LÍÚ varðandi kvótabrask þá sé ég ekki fyrir mér annað en að til verkfalla komi. Við höf- um lagt til að allur afli fari í gegnum mark- að. Því hefur LÍÚ svarað að ekki sé um það að semja að afl- inn verði verð- lagður þannig. Við höfum sagt maöur Vélstjórafé- aö i síðustu 'slanö*- samninguin var samið þannig viö LÍÚ að verölagningaraðferö var ákveðin - úrskurðamefnd sem er ekkert annað en verðlagsráð. Við teljum að fyrst þeir höfðu þessa heimild á þeim tíma þá hafi þeir jafn- mikla heimild til að semja um markaði. Takist okkur ekki að leysa þetta með góðu munum við hvetja okkar fólk til að beita verkfallsaðferðinni, því miður. Við höfum einnig sett fram kröfu fyrir farmenn um verulega hækkun grunnlauna. Ástæðan er einfaldlega sú að miðað við kjarakannanir era farmenn okk- ar komnir niður fyrir launa- markaðinn hvað varðar iðnaðar- menn í landi. Þetta verðum við auðvitað að leiörétta. Farskip okkar sigla auk þess á lokuðum markaði - eingöngu fyrir íslensk- an markað án samkeppni. Því era engin rök fyrir því að far- menn eigi að vera á einhveijum öðrum launum en íslendingar.“ Algjört neyöar- úrræði „Vinnustöðvanir verða að telj- ast algjört neyðarúrræði. Þeir tímar era liðnir að um verði að ræða beina hagsmunaárekstra milli fyrirtækj- anna og laun- þeganna með þeim hætti sem stundum varð fyrrum. Núna verður að segja að all- ir mikilvæg- ustu hagsmun- ir fyrirækj- anna annars vegar og laun- þeganna hina vegar eru sameig- inlegir. Menn geta hins vegar togast á um ákvaröanir og fram- kvæmdir, til dæmis hvort taka eigi tillít til lengri eða skemmri tíma og hve mikið fjármagn eigi á hverjum tíma að fara til neyslu eða fjárfestinga og hve mikið til sameiginlegra þarfa og hve mik- ið til einkaþarfa. Eins og almenn- ingur hefur tekið eftir era há- værastu árekstramir núorðið hins vegar ekki á milli fyrirtækj- anna og launþeganna heldur inn- byrðis milli mismunandi laun- þegahópa í þjóðfélaginu. Þar era enn þá ýmis óleyst vandamál, eins og til dæmis hvemig jafna megi aðstöðu launþega hjá opin- berum aðilum annars vegar og atvinnulífinu hins vegar. Ekki síður hvemig hæta megi hag þeirra sem lélegust hafa lífskjör- in. Yfirleitt era allir aðilar sam- mála um að bæta beri lífskjör þeirra sem minnst bera úr být- um en menn hafa ekki fundið leið til að ná því markmiði við samningaborð um kjarasamn- inga.“ -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.