Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1997, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1997, Qupperneq 25
FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 1997 33 Sviðsljós Franska leikkonan Catherine Deneuve drekkur kaffi í New York: Ekki áhuga á að rita endurminningarnar Franska leikkonan Catherine Deneuve hefur ekki áhuga á að feta í fótspor stallsystur sinnar, Brigitte Bardot, og skrifa endurminningar sínar. „Ég hef ekki áhuga á því sem fólk ætlast til að finna í endurminn- ingum leikkonu: Einkalífi mínu. Það er það eina sem fólk vill vita um og mér finnst það eitthvað svo ómerkilegt,“ segir hin gullfallega Deneuve og fær sér sopa af ilmandi cappuccino á kaffistofu hótels á Manhattan i New York, í svartri og grárri drakt og með rauð gleraugu á nefinu. „Ég veit ekki hvort hægt er að tala um það sem maður hefur gert og þá sem maður hefur þekkt sem ekki er hægt að lesa um í slúðurblöðunum. Ég hef ekki áhuga á því, ekki einu sinni sem lesandi," segir hún. Saga Catherine Deneuve er saga konu sem hefur farið sínar eigin leiðir, saga sjálfstæðrar og óháðrar konu sem hefur eignast börn með ástmönnum sínum, franska leik- stjóranum Roger Vadim og ítalska leikaranum Marcello Mastroianni sem nú er nýlátinn. Þá gekk hún í hjónaband með breska ljósmyndar- anum David Bailey á sjöunda ára- tugnum þegar svokallað mod-æði stóð sem hæst. Deneuve, sem nú er orðin 53 ára gömul, hefur starfað með mörgum þekktustu leikstjórum samtíðarinn- ar og unnið við myndir sem þykja tímamótaverk. Hún er enn að og hefur að undanfornu leikið í mynd- um sem hafa notið töluverðra vin- sælda á alþjóða vettvangi. Þar má nefna Indó-Kína, sem hún fékk ósk- Catherine Deneuve. arstilnefningu fyrir og hefur verið sýnd hér á landi, og Uppáhaldsárs- tíðina mína. í hinni síðamefndu lék hún á móti leikaranum Daniel Auteuil, rétt eins og í nýjustu mynd- inni, Þjófunum, þar sem þau keppa um ástir sömu ungu stúlkunnar. Catherine Deneuve býr í París og hún starfar aðallega í Evrópu og er bara ánægð með sinn hlut. „í Bandaríkjunum em menn svo hel- teknir af æskunni að það hræðir mig. Það er auðveldara að eldast í Evrópu. Maður finnur fyrir því, það sést í tímaritunum: Menn eru enn hrifnir af konum sem era komnar yfir 45 ára aldurinn. Þær eru enn mjög aðlaðandi," segir Catherine Deneuve sem hefur sjálfsagt sjaldan verið glæsilegri en einmitt nú, kom- in á sextugsaldurinn. Mariah Carey ofvernduð Stirt er nú á milli hjónakornanna Mariah Carey og Tommy Mottola. Hann er sagður ofvemda eiginkon- una og hún þess vegna orðin slæm á taugum. Mariah og Tommy búa í húsi sem er næstum víg- girt, að því er gárungamir segja. Vopn- aðir menn era á verði við húsið allan sólarhringinn. Mariah var glöð og opin en er nú að sögn kunnugra alveg að brotna niður. Tveir lífverðir gæta hennar sérstaklega og kemst hún varla út úr húsi án gífurlegrar skipulagningar. Mariah Carey ásamt eiginmann- inum Tommy Mott- ola. Cruise má ekki kjafta frá Bandaríski leikarinn Tom Cra- ise og eiginkona hans, Nicole Kid man, eru í London þessa dagana að gera kvikmynd með hinum virta og leyndardómsfulla Stanley Kubrick. Stanley er meinilla við að eitthvað kvisist út um myndir sínar og hann hefur þess vegna beðið hjónin að segja sem minnst. Þó er vitað að þau leika sálfræð- inga og hjón sem eiga í ástarsam- bandi við önnur hjón, leikin af Harvey Keitel og Jennifer Jason Leigh. Þá er orðrómur um aö Cru- ise klæðist kvenmannsfötum. Bowie heldur rosaveislu Popparinn David Bowie verður fimmtugur eftir nokkra daga og af því tilefni verður mikið um dýrð- ir. Karlinn ætlar að efna til tón- leika í New York þar sem hann fær til liðs við sig fjölda þekktra tónlistarmanna og saman ætla þeir að flytja lög frá ýmsum skeið- um ferils meistarans undanfama áratugi. Þessi Tyrannosaurus Rex risaeðla er heldur ófrýnileg en hún er bara blaöra sem blásin var upp í tilefni risaeðlusýn- ingar í Sydney í Ástralíu. Símamynd Reuter Whitney Houston reynir að bjarga hjónabandinu Söngkonan Whitney Houston ger- ir víst hvað sem er til að halda í eig- inmann sinn, Bobby Brown, sem þykir í villtara lagi. Whitney hefur greint frá því að hún sé bamshaf- andi aftur og nánir vinir þeirra hjóna segja að söngkonan vonist til að nýja barnið bjargi hjónabandinu. Bobby er þekktur fyrir að skemmta sér með öðru kvenfólki en þó að hann sé kvennabósi er hann mikið fyrir böm, að sögn Whitney. „Þegar ég sagði honum að við ætt- um von á öðra bami varð hann al- veg óður og sagðist vona að það yrði strákur," er haft eftir söngkonunni. Fyrir eiga þau hjónin dótturina Bobby Kristina. Mörgum þykir þó að Whitney eigi að láta Bobby róa þar sem hann hafi svo oft gert henni lífið leitt. Ekkert bendir heldur til þess að hann ætli að láta af villtu líferni sínu. Whitney Houston og Bobby Brown. Hagstœð kjör Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama dag er 50% afsláttur af annarri auglýsingunni oWt miiff himfo' Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.