Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1997, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1997, Síða 26
34 FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 1997 Afmæli Magnús Einarsson Magnús Einarsson yfirlögreglu- þjónn, Borgargerði 9, Reykjavík, verður sextugur á morgun. Starfsferill Magnús fæddist í Reykjavík og ólst þar upp við Kárastíginn. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræða- skóla Austurbæjar - Ingimarsskól- anum, lauk síðar prófi frá Lögreglu- skóla ríkisins 1958, lauk prófum í lögreglufræðum frá Lögregluskólan- um í Ósló og North Westeren í Illin- ois i Bandarikjunum, auk þess sem hann er löggiltur ökukennari. Að loknu gagnfræðaprófi var Magnús við landbúnaðarstörf hjá Bimi Konráðssyni, bústjóra á Vif- ilsstaðabúinu, stundaði tækjavinnu og akstur hjá Steypustöðinni við El- liðavog 1955-57 en hóf síðan störf sem löggæslumaður í ársbyrjun 1958. Magnús hóf löggæslustörf sem ríkislögregluþjónn í Reykjavík, var skipaður bæjarlögregluþjónn 1960, síðan skipaður varðstjóri og aðal- varðstjóri 1972, aðstoðar- yfirlögregluþjónn 1977 og er yfirlögregluþjónn frá 1995. Magnús var kennari við Lögregluskóla ríkis- ins 1977-87 og yfirlög- regluþjónn á ísafirði um skeið 1986. Magnús hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á vegum dómsmálaráðu- neytisins, setið í stjórn og varastjóm Lögreglufélags Reykjavíkur og Félags yf- irlögregluþjóna, verið fulltrúi Lög- reglufélags Reykjavíkur á þingum Landssambands lögreglumanna og situr nú í nefndum á vegum Lands- sambands lögreglumanna. Fjölskylda Magnús kvæntist 18.9. 1956, Ólöfu Erlu Hjaltadóttur, f. 18.9. 1933, hús- móður. Hún er dóttir Hjalta Bjöms- sonar, strætisvagnstjóra í Reykja- vík, og Svanborgar Þórmundsdóttur húsmóður. Börn Magnúsar og Ólafar Erlu eru Svan- borg Anna, f. 29.10. 1956, bóndi í Miðdal í Kjós, gift Guðmundi Davíðssyni bónda og eiga þau þrjú börn; Hjalti, f. 19.10.1959, bifvélavirki í Reykjavík; Anna Sigríður, f. 21.10. 1962, húsmóðir í Reykja- vík en maður hennar er Atli Kárason jámsmiður og eiga þau tvö böm. Systkini Magnúsar era Gylfi, f. 13.1. 1941, bókari í Kópa- vogi; Guðmundur, f. 13.3.1944, pípu- lagningameistari í Reykjavík; Sig- rún, f. 17.4. 1947, kennari í Reykja- vík. Hálfsystir Magnúsar, samfeðra, er Erla, f. 15.11. 1934, fyrrv. bóndi, nú búsett á Höfn. Foreldrar Magnúsar vora Einar Sigurjón Magnússon, f. 14.10. 1906, d. 20.6. 1989, bifreiðastjóri í Reykja- vík, og Anna Guðmundsdóttir, f. 3.6. 1916, d. 14.9. 1990, húsmóðir. Ætt Einar var sonur Magnúsar, b. í Flóa, Einarssonar, Sigurðssonar. Móðir Einars var Margrét Geirs- dóttir, systir Þórðar næturvarðar sem var einn af fyrstu lögregluþjón- unum í Reykjavík. Annar bróðir Margrétar var ívar, faðir Vilhjálms, föður söngvaranna Ellýjar og Vil- hjálms. Anna var dóttir Guðmundar, bónda og hómópata, Gíslasonar og Sigríðar, systur Þorsteins, prófasts í Steinnesi, föður Guðmundar, sókn- arprests í Árbæjarsókn. Meðal ann- arra bræðra Sigríðar eru Gunnar, fyrrv. skólastjóri í Laugarnesskóla og Þorsteinn kennari. Sigríður var dóttir Gisla, b. í Forsæludal og síð- ar í Koti í Vatnsdal, Guðlaugssonar, b. á Marðamúpi, Guðlaugssonar. Móðir Sigríðar var Guðrún Sigur- rós Magnúsdóttir, b. á Bergsstöðum, Guðmundssonar. Magnús og Erla era í London um þessar mundir. Magnús Einarsson. Svanbjörn Sigurðsson Svanbjörn Sigurðsson rafveitu- stjóri, Kotárgerði 7, Akureyri, varð sextugur á nýársdag. Starfsferill Svanbjörn fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræða- prófi 1953, iðnskólaprófi á Akureyri og sveinsprófi í rafvirkjun 1957, stundaði nám í rafmagnstæknifræði i Kaupmannahöfn í tvo vetur frá 1959 en lauk námi í rafmagnstækni- fræði í Gautaborg 1962, var við nám í Svíþjóð 1976 og 1977, stundaði nám við Háskólann í Gautaborg og loks nám i rafmagnsverkfræði við há- skólann í Middlesbrough í Englandi 1993-94. Þá hefur hann sótt styttri námskeið við ýmsa skóla, s.s. Texasháskólann i Arl- ington. Svanbjörn starfaði á verkfræðistofu í Gauta- borg 1962-63, var tækni- fræðingur hjá Rafmagns- veitu Akureyrar frá 1963, fulltrúi rafveitustjóra þar frá 1973 og rafveitustjóri á Akureyri frá 1983. Þá starfaði hann stutta hríð hjá Whestinghouse í kjarnorkuveri við Ringhals og hjá Yngeredsfors- raforkufyrirtæki, sunnan Gautaborgar. Svanbjörn sat í stjóm Sambands íslenskra raf- veitna í nokkur ár og sit- ur nú í fagstjóm Sam- orku, samtaka raforku, hita og vatnsveitna. Fjölskylda Svanbjöm kvæntist 17.11. 1962 Reine Margareta Sig- urðsson, f. 23.8. 1941, hár- 'greiðslukonu. Hún er dóttir Herberts Brattberg, kaup- manns í Gautaborg, sem nú er lát- Svanbjörn Sigurðsson. inn, og k.h., Mariu Brattberg hús- móður, búsett í Gautaborg. Börn Svanbjörns og Reine Marg- areta era Birna María Svanbjörns- dóttir, f. 14.4. 1964, kennari; Geir Kristján Svanbjömsson, f. 11.4.1966, rafmagnstæknifræðingur; Guðrún Björg Svanbjörnsdóttir, f. 17.6. 1971, háskólanemi. Systir Svanbjöms er Gréta Sig- urðardóttir, f. 2.11. 1933. Foreldrar Svanbjöms vora Sig- urður Helgason, f. 13.2. 1902, d. 21.8. 1990, rafvirkjameistari hjá Raf- magnseftirlitinu á Akureyri, og Guðrún Sigurbjömsdóttir, f. 1.8. 1905, d. 20.2. 1978, húsmóðir. Andlát Þórður V. Oddsson Þórður Vilberg Oddsson læknir, Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík, lést á aðfangadag. Útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, fimmtudaginn 2.1., kl. 13.30. Starfsferill Þórður fæddist í Ráðagerði á Sel- tjamamesi 23.9. 1910 og ólst þar upp til níu ára aldurs er hann flutti með föður sínum á Stýrimannastíg- inn í Reykjavík. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR 1932, prófi í lækn- isfræði frá HÍ 1940 og stundaði framhaldsnám við St. James Hospi- tal í London 1949. Þórður var settur staðgengill læknis á Hólmavík 1935, var settur héraðslæknir í Ögurhéraði 1938, í Þistilfjarðarhérði 1942-50, í Klepp- jámsreykjahéraði 1950-64, í Borg- ameshéraði 1964-69, á Akranesi 1969-75 og var starfandi læknir í Reykjavík 1975-89. Þórður sat í stjóm Kf. Langnes- inga, Sparisjóðs Þórshafnar, var formaður hafname&idar Þórshafn- ar, sat í skólanefnd Þórshafnar- skólahverfis og í skóla- nefnd Reykholtsdals- skólahverfis 1952-58 og hafði á hendi póstaf- greiðslu og símavörslu á Kleppjámsreykjum nokkur ár. Árið 1943 fékk Þórður, annar tveggja íslenskra héraðslækna, jeppabif- reið til afhota i læknis- ferðum en það vora þá fyrstu jepparnir sem ís- lendingar eignuðust. Lýsti Þórður jeppanum sem sérstöku þarfaþingi við erfiðar aðstæður norður á Langanesi. Fjölskylda Dóttir Þórðar og Guðnýjar Jón- ínu Sigurbjömsdóttur er Erla Jó- hanna, f. 19.2. 1938, félagsmálafull- trúi í Reykjavík, gift Vali Páli Þórð- arsyni og eiga þau fjögur böm. Sonur Þórðar og Olgu Bergmann Bjamadóttur er Þórður Bjami, f. 23.2. 1941, branavörður á Keflavík- urflugvelli, kvæntur Helgu Magn- úsdóttur og eiga þau þau þrjú böm. Þórður kvæntist 7.2. 1942 Sigrúnu Aðalheiði Kæmested, f. 2.11. 1910, d. 1.9. 1991, húsmóður. Foreldrar hennar vora Óli Ólason Kæmested, járnsmiður í Reykjavík, og k.h., Gróa Jónsdóttir húsmóðir. Synir Þórðar og Sigrún- ar eru Óli Hörður, f. 5.2. 1943, framkvæmdastjóri Umferðarráðs, kvæntur Þuríði Steingrímsdóttur og eiga þau fjögur böm; Oddur, f. 27.10. 1944, rannsóknarmaður hjá Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur og á hann fimm börn; Jón, f. 2.12. 1946, húsasmíðameistari í Akarp í Sví- þjóð, kvæntur Guðríði Theodórs- dóttur og á hann fjögur böm. Sfjúp- sonur Þórðar var Ámundi Ámundason, f. 9.6. 1937, d. 27.2. 1996, blikksmiðjueigandi í Reykja- vík, kvæntur Herdísi Jónsdóttur og eiga þau fimm böm. Systkini Þórðar: Ásta, f. 14.11. 1905, ekkja á Jótlandi; Jón, f. 23.12. 1908, d. 21.5. 1988, vélsmiður hjá Héðni. Systur Þórðar, samfeðra: Fann- ey, f. 7.12.1917, d. 2.8.1989, húsmóð- ir í Reykjavík; Gyða, f. 20.12. 1917, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Þórðar voru Oddur Jónsson, f. 12.10. 1878, d. 26.2. 1934, hafnsögumaður í Reykjavík, og k.h., Guðríður Þórðardóttir, f. 23.5. 1876, d. 30.1. 1916, húsmóðir. Ætt Oddur var sonur Jóns, b. í Dúks- koti í Reykjavík, bróður Jónasar prests á Grýtubakka, fóður Þórðar dómstjóra. Jón var sonur Jóns, b. á Höfða á Höfðaströnd, Jónssonar. Guðríður var dóttir Þórðar, útvb. og hafnsögumanns í Reykjavík, Jónssonar, útvb. í Hlíðarhúsum, Þórðarsonar, hafnsögmnanns í Borgarabæ i Reykjavík, Guð- mundssonar, borgara í Borgarabæ, Bjamasonar, b. á Langárfossi í Mýrasýslu, Eiríkssonar. Móðir Þórðar Jónssonar var Jódís Sigurð- ardóttir, b. á Efra-Skarði í Leirár- sveit, Péturssonar. Móðir Péturs var Sigríður Vigfúsdóttir, lögréttu- manns á Leirá, Ámasonar. Móðir Guðríðar var Þórunn Jónsdóttir, b. í Mýrarhúsum, Sig- urðssonar, b. á Seli í Grímsnesi, Jónssonar. Móðir Sigurðar var Elín Sigurðardóttir, b. í Vestra- Geldingaholti, Jónssonar, lögréttu- manns í Bræðratungu, Magnússon- ar, b. í Bræðratungu, Sigurðssonar. Móðir Jóns var Þórdís (Snæfríður íslandssól) Jónsdóttir, biskups á Hólum, Vigfússonár. Áskrifendur fá 10% aukaafslátf af smáauglýsingum DV a\\t mil/i ö/z/j Smáauglýsingar DV 5505000 Þórfiur V. Oddsson. Til hamingju með afmælið 2. janúar 90 ára Þrúður Guðmundsdóttir, Þinghólsbraut 65, Kópavogi. 85 ára Guðbjörg Þórðardóttir, Goðheimum 24, Reykjavík. 80 ára Jórunn Ármannsdóttir, Heiðargerði 110, Reykjavík. Kristjana Mooney, Borgarholtsbraut 20, Kópa- vogi. Sigríður Ólöf Þórðardóttir, Óttuhæð 2, Garðabæ. 75 ára Guðrún Aspar, Ránargötu 9, Akureyri. 70 ára Jóhanna Jóhannsdóttir, Jaðarsbraut 15, Akranesi. 60 ára Hlín Kristinsdóttir, Eyjabakka 11, Reykjavík. Erna Jóhannesdóttir, Kirkjubæjarbraut 2, Vest- mannaeyjum. Bergsveinn Gestsson, Austurgötu 6, Stykkishólmi. 50 ára Guðleif Sigbjörnsdóttir, Hvassaleiti 32, Reykjavík. Sigríður Matthiasdóttir, Lindarholti 6, Ólafsvík. Gunnar S. Bjamason, Faxabraut 37B, Keflavík. Guðmundur Diðriksson, Lækjarbergi 60, Hafnarfirði. Rósa Halldórsdóttir, Melgerði 25, Reykjavík. Ólafur Sigurðsson, Klausturhvammi 26, Hafnar- firði. Ágústa Waage, Holtagerði 33, Kópavogi. Valgerður Magnúsdóttir, Langholtsvegi 21, Reykjavík. Reynir Bragason, Laugabrekku, Ólafsvík. Sigurður Ævar Harðarson, Kirkjuvegi 4, Vík í Mýrdal 40 ára Óli Ragnar Gunnarsson, Álagranda 12, Reykjavík. Jón Ingi Guðmundsson, Bólstaðarhlíð 39, Reykjavík. Vilhjálmur Kjartansson, Heiðargerði 88, Reykjavík. Ingveldur Kr. Friðriksdótt- ir, Hrísmóum 10, Garðabæ. Sigurbjartur Ágúst Þor- valdsson, Brattholti 5, Hafnarfirði. Elsa Björk Pétursdóttir, Grundarhúsum 12, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.