Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1997, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1997, Side 32
I s Vinningstölur miðvikudaginn 1.1 .’97 lt5@® r29¥ 33Y34 [13Y17Y37) Vlnnlngar Fjöldl vlnnlnga Vinningsupphxð 1. 6af6 1 40.250.000 2.5 46' i«'° 0 1.454.586 3.5o/6 2 75.710 4.4 46 ,128 1.880 í. 3 46' koW547 180 Heildarrianing 42.195.106 Vinningstölur 30.12/96 Á íslandi 1.945.106 KIN FRETTASKOTID SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 1997 Raufarhöfn: Alvarleg líkamsárás Tvítugur piltur er í haldi lögreglu á Húsavík eftir að hafa ráðist á 16 ára gamlan unglingspilt með vasa- hníf fyrir utan félagsheimilið á Raufarhöfn á nýársnótt. Fórnarlambið hlaut áverka á 6 stöðum á líkamanum og þann versta á hálsi. Hann var fluttur á heilsugæslustöðina en er ekki í lífs- hættu. Að sögn lögreglu mátti litlu muna að slagæð á hálsi færi í sundur. Til- drög árásarinnar eru óljós. -RR Hafnarfjörður: Kraftmikil sprengja olli tjóni „Ég var á gangi þama þegar ég sá hvítan Mercedes Benz keyra að blokkinni. Ég sá pilt stíga út úr bíln- um og hann kastaði einhverjum hlut inn í anddyrið á húsinu. Síðan hljóp hann aftur að bílnum, fór upp í og bílnum var ekið á brott. Örskömmu síðar kvað við þessi rosalega spreng- ing og rúður brotnuðu í ganginum og glerbrot þeyttust út um allt. Ég var í raun heppinn að sleppa við glerbrot- in,“ segir vegfarandi sem varð vitni að sprengingu í anddyri ijölbýlishúss við Sléttahraun í Hafnarfirði í nótt. Sprengjan var heimatilbúin og mjög öflug. Miklar skemmdir urðu á anddyrinu og rúður brotnuðu í hús- inu. Lögreglan hóf þegar leit að skemmdarvörgunum og náðust þeir skömmu síðar. Að sögn lögreglu var mjög mikill Söldi fólks samankominn í miðbæ Hafnarfjarðar í nótt en þar fór allt vel fram. -RR Ung kona lokaðist inni í hraðbanka Ung kona lokaðist inni í hrað- banka Islandsbanka við Lækjargötu í Reykjavík um fjögurleytið á nýársnótt. Bankinn átti að vera lok- aður en einhverra hluta vegna komst konan inn en ekki út aftur. Hrað- bankinn er ávallt lokaður um helgar. Konan reyndi að gera vart við sig með því að banka á dyr en þrátt fyr- ir að margir vegfarendur ættu leið um kom enginn þeirra konunni til hjálpar. Það var loks viðskiptavinur sem ætlaði í bankann klukkan rúmlega eitt á nýársdag sem varð var við kon- una og lét lögreglu vita. Það voru síð- an starfsmenn bankans sem opnuðu fyrir henni en hún hafði þá mátt dúsa þar í rúmar 9 klukkustundir. -RR L O K I 19 ára piltur réöst hrottalega á jafnaldra sinn í Keflavík: Stóð yfir honum með blóðugan hníf - en hinn lá alblóðugur á gólfinu, segir sjónarvottur „Við heyrðum skyndilega öskur frammi og þegar við komum að sáum við hvar annar pilturinn lá á gólfinu, alblóðugur á höndum og fótum. Hinn stóð yfir honum með blóðugan hníf. Það voru nokkrir sem náðu að afvopna hann og halda honum þar til lögreglan kom. Þetta var mjög óhugnanlegt," segir sjónarvottur að hrottalegri líkamsárás sem átti sér staö í húsi við Faxabraut í Keflavík skömmu fyrir hádegi á nýársdag. 19 ára gamall piltur réðst hrotta- lega á jafnaldra sinn með dúka- hnífi og stakk og skar hann á handlegg og læri. Samkvæmi hafði staðið yfir í húsinu um nóttina og var töluvert af fólki þar þegar at- burðurinn átti sér stað. Að sögn Johns Hills, rannsókn- arlögreglumanns í Keflavik, voru piltamir búnir að deila harkalega um nóttina og höfðu slegist fyrr rnn morguninn. Þeir voru báðir ölvaðir. Pilturinn, sem var stung- inn, hafði haft betur í slagsmálun- um og veitt hinum nokkra áverka. Hnífstungupilturinn viður- kenndi við yfírheyrslur í gær að hafa farið heim til sín um morgun- inn og náð í hárbeittan dúkahníf. Hann kom síðan aftur í samkvæm- ið til að ná sér niðri á hinum pilt- inum. Réðst hann síðan á hann með fyrrgreindum afleiðingum. Fórnarlamb hnífstungunnar gekkst undir aðgerð á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í gær og tókst hún vel, að sögn Jóns Baldurssonar, yfirlæknis slysadeildar. Jón segir piltinn hafa verið með alvarlega áverka á handlegg og læri og misst töluvert blóð. Hann mun ekki vera í lífshættu. Jón segir að of snemmt sé að segja til um hvort áverkarn- ir muni hafa varanleg mein í fór með sér. Árásarpilturinn er i haldi lög- reglu eftir árásina. Hann mun hafa komið við sögu lögreglu áður vegna minni háttar mála en aldrei fyrir svo alvarlega árás. Fómar- lambið mun einnig hafa komið við sögu lögreglu vegna minni háttar mála. Lögregla leitaði að fikniefnum í samkvæminu en engin ólögleg vímuefni munu hafa fundist þar. -RR Stoltir foreldar meö dóttur sinni. Erla Geirsdóttir og Gunnar Gunnarsson með fyrsta barnið sem fæðist á íslandi á þessu ári. DV-mynd JAK 1 V'v' ■ fk IW : Fyrsta barn ársins: Fæddist undir stórskotahríð flugelda Rétt um miðnætti á síðasta degi ársins, eða þegar klukkan var fimm mínútur gengin í eitt 1. janúar, fædd- ist fyrsta bamið á árinu 1997 á fæð- ingardeild Landspítalans, Bamið var stúlka sem reyndist vera 3060 grömm að þyngd og 51 sentímetra löng. For- eldrar stúlkunnar em Erla Geirsdótt- ir og Gunnar Gunnarsson og er hún þriðja bam þeirra. Fyrir eiga þau tvo syni, þrettán ára og þriggja ára, svo það má nærri geta sér til um að gleð- ina í fjöTskyldunni með tilkomu litlu telpunnar. Sú litla flýtti sér aðeins í heiminn en foreldrar hennar sögðu að hún hefði átt að fæðast 7. janúar. í staðinn kom hún á fæðingardegi langafa síns sem hefði orðið 90 ára hefði hann lifað. -HK Stykkishólmur: Hættuástand myndaðist Hættuástand skapaðist í Stykkis- hólmi þegar logandi bréf og glæður úr áramótabrennu feyktust yflr bensín- stöð þar skammt frá. Slökkvilið var kallað út og spraut- aði það froðu yfir plan og bensínt- anka. -RR Veðrið á morgun: Sums staðar næturfrost Á morgun verður hæg vest- læg átt og skýjað með litils hátt- ar súld á stöku stað vestan- lands, einkum norðvestan til, en þurrt annars staðar og víða bjart veður um landið austan- vert. Hiti verður á bilinu 1 til 6 stig að deginum en sums staðar næturfrost. Veðrið í dag er á bls. 36 MERKILEGA MERKIVELIN brother íslenskir stafir 5 leturstæröir 8 leturgerðir 6, 9 og 12 mm prentborðar Prentar i tvær linur Verð kr. 6.995 Nýbýlavegi 28 Sfmi 554 4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.