Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1997, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1997, Page 8
8 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 1997 Utlönd Stjórnarandstæöingar mótmæla á götum Belgrad 49. daginn í röð: Bílum ekið löturhægt og miðborgin einangruð Stjómarandstæðingar í Belgrad einangruðu miðborgina í gær þegar þeir fóm um í þúsundum bíla og öll- um öðrum tiltækum farartækjum, óku löturhægt um göturnar og þeyttu bílflautur. Þannig fóru þeir fram hjá banni Slobodans Milos- evics forseta sem hann setti gegn mótmælum á götum úti eftir átök sem urðu milli mótmælenda og lög- reglu á aðfangadag. Engu að síður gengu um 100 þúsund að aðalgötu borgarinnar, blésu í flautur og kveiktu í flugeldum. Fyrrum bankastjóri seðlabanka Júgóslavíu, Dragoslav Avramovic, leiddi eina gönguna í gær. Hann varð þjóðhetja meðal stjómarand- stæðinga þegar ríkisstjórn sósí- alista rak hann úr embætti fyrir til- raun til að koma á efnahagsumbót- um og markaðskerfi. Lögregla hélt að sér höndum með- an mótmælendur fóru um götumar, töluðu í talstöðvar eða sátu inni í bílum og reyktu. Stjómarandstæð- ingcir hafa sent lögregluyfírvöldum bréf þar sem ítrekað er að þeir eigi ekkert sökótt við lögregluna og óska eftir að fá að halda mótmælum sín- um áfram óáreittir. Stjórnarandstæðingar boða áframhaldandi mótmælaaðgerðir gegn meintum kosningasvikum sós- íalista en þeir hafa hunsað kosn- ingasigra stjórnarandstöðunnar á mörgum stöðum. Vestrænir stjórnmálamenn hafa gefið Milosevic skarplega til kynna að hann geti gleymt öllu um aðstoð til að styrkja efnahag landsins nema sigrar stjórnarandstöðunnar verði viðurkenndir og lýðræðisumbótum komið á. Reuter Mótmælandi ó götum Belgrad stendur á þaki eins þúsunda bíla sem lömuðu miðborg Belgrad í gær og myndar sigurmerki með fingrunum. Stjórnarand- staðan hefur mótmælt kosningasvindli stjórnvalda á hverjum degi síðan 19. nóvember Símamynd Reuter AUKIN ÖKURÉTTINDI LEIGUBIFREIÐ VÖRUBIFREIÐ HÓPBIFREIÐ Ökuskóli íslands býður haqnýtt nám unair leiosögn færra og reynslumikilla Kennara. NámskeiS eru að hefjast! GóS kennsluaöstaÖa og úrvals æfingabifreiðar. fkGMENN$ftV| Ökuskóli Islands í FYRIRRÚMI Oll kennslugögn innifalin. Hagstætt verS og góS greiöslukjör. Mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaÖi félaga sinna. Haföu samband oa viö sendum þér allar nanari upplýsingar um leiö. Dugguvogi 2 104 Reykjavík S: 568 3841 Þó vetrarhörkurnar undanfarnar vikur angri flesta Evrópubúa þá eru samt margir sem gleðjast yfir snjónum. Karl, ríkisarfi Breta, er í þeim hópi en hann er í fríi í Sviss um þessar mundir ásamt syni sínum, Harry. Hafa þeir feögar notað tímann til aö renna sér á skíðum. Hér sjást feögarnir bruna niöur brekkurnar á sleðagarmi og virðast skemmta sér. Sfmamynd Reuter Netanyahu og Arafat ræddu saman í skjóli myrkurs: Samdist ekki um Hebron Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, og Yasser Arafat, forseti Palestínu, hittust í skjóli myrkurs í fyrrinótt til að ræða samninga um sjálfstjórn araba í borginni Hebron á Vesturbakkan- um. Leiðtogarnir ræddust við í fjórar stundir en tókst ekki að ná samkomulagi. Úr báðum herbúð- um var þó tilkynnt að þeir heföu færst nær samkomulagi en ættu eftir að ná saman um fjölmörg at- riði. Samkomulag aðilanna mun veita Palestínumönnum sjálfstjóm í mestum hluta Hebron þar sem búa um 100 þúsund arabar og 400 gyðingar. Ýmis atriði eins og ör- yggismál hafa hingað til tafíð fyrir samkomulagi en viðræðurnar hafa staðið yfir með hléum í 10 mánuði. Aðalsamningamaður Frelsis- samtaka Palestínumanna, PLO, sagði að þrátt fyrir erfiðleika við að ná saman yrði í dag undirritað samkomulag um að koma 120 al- þjóðlegum eftirlitsmönnum fyrir í Hebron þegar ísraelskar hersveitir hafa yfirgefið borgina. Reuter Pattstaöa í gíslamálinu í Perú: Tillögur um að páfi komi og miöli málum Berjast við olíufláka Japönsk skip reyndu í gær að hemja útbreiðslu risastórs olíu- fláka frá einu alvarlegasta ol- íuslysi sem orðið hefur við strendur Japans. Talið er að um 3.700 tonn af olíu hafi lekið í sjó- inn þegar rússneskt olíuskip brotnaði í tvennt á Japanshafi og sökk. Var þegar lýst yfir neyðar- ástandi vegna yfirvofandi olíu- mengunar við strendur landsins. Olíuflákarnir eru tveir og er ann- ar þeirra aðeins 70 km frá landi. Leiðindaveður hamlaði björgun- araðgerðum í gær. Reuter Langt virðist í lausn gíslamálsins í Lima, höfuðborg Perú, þar sem skæruliðar hafa enn 74 í gíslingu í bústað japanska sendiherrans. Liðs- menn Tubac Amaru skæruliðahreyf- ingarinnar segjast tilbúnir til við- ræðna en ásaka Fujimori forseta fyr- ir hroka. Segjast þeir reiðubúnir í langt og erfitt umsátursástand með gíslunum. Skæruliðamir hafa ekki látið neina gísla lausa frá því á ný- ársdagHvorugur aðilanna hefur gefið eftir í afstöðu sinni. Skæruliðar krefjast enn lausnar 400 liðsmanna sinna úr fangelsum en forsetinn harðneitar. Sú tillaga hefur komið frá stjómar- andstöðunni í Perú að Jóhannes Páll páfi verði fenginn til að miðla málum og einnig hefur komið tiilaga um Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkja- forseta, sem samningamann. Leiðtogi skæruliða segist samþykkja Fidel Castro, forseta Kúbu, eða Borís Jeltsín Rússlandsforseta sem samn- ingamann. Reuter DV Drápu 10 Franskar hersveitir drápu að minnsta kosti 10 uppreisnarmenn innan hersins í Miðafríkukýð- veldinu í kjölfar þess aö tveir franskir hermenn voru myrtir. Neyðarástand Bill Clint- on Banda- ríkjaforseti lýsti yfir neyðará- standi í ríkj- unum Kali- fomíu og Idaho vegna óveðurs sem þar hefur geisað og flóða. Um 20 manns hafa farist í hamförunum og um 100 þúsund þurft að flýja heimili sín. Rússarnir fara Rússar tilkynntu að síðustu hersveitir þeirra hefðu yfirgefið Tsjetsjeníu. Þar með lauk tveggja ára ófriði sem kostað hef- ur tugþúsundir manna lífið. Leynimakk Pierre Mauroy, fymum forsæt- isráðherra Frakka, sagði að Francois Mitterrand sálugi Frakklandsforseti hefði sagt sér 1981 að hann væri með krabba- mein. Mittemand hélt þessu leyndu þar til 10 árum siðar. Sjö féllu Sjö manns létu lífið og 69 særðust í loftárás og sprengjutil- ræði í Kabúl í Afganistan. Kólerufaraldur Kólerufaraldur í Venezúela hefur orðið 11 að bana en 289 munu vera alvarlega veikir. Díana kemur Díana prinsessa mun fara á vegum Rauða kross- ins til Angóla þar sem hún heimsækir fórnarlömb jarö- sprengna. Dauðadómur Sameinuöu arabísku fur- stadæmin gáfu út fyrsta dauða- dóm yfir heimamanni vegna fikniefnamáls en ný fikniefna- löggjöf tók þar gildi 1995. Lesi Biblíuna Söngkon- an Madonna segir að þeg- ar dóttir hennar, Lourdes, verði stærri megi hún ekki horfa á sjónvarp en eigi þess í stað að lesa Biblíuna. í hættu Tvær farþegaþotur með hund- ruð manna innaborðs höfðu nær rekist á í lofti yfir Nýju-Delhí á Indlandi. Grafinn upp? Argentinsk kona, sem vill sanna að hún sé óskilgetin dóttir Juans Perons, fyrram forseta, sagði aö réttur hefði ákveðið að lík Perons yrði grafið upp í febr- úar. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.