Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1997, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 1997
15
„Gakktu í sjóðinn
og sæktu þér hnefa...“
eðmat húsbréfakerfísins er
frumstætt og býður heim svikum.
Veðmat er annaðhvort kaupverð
eða brunabótamat íbúðar. Sú að-
ferð er ekki notuð lengur þar sem
faglega er unnið. Veðlánafyrirtæki
ákveða sjálf veðmat húsnæðis og
miða oftast við mat viðurkenndra
manna. Aðferðir húsbréfakerfisins
eru úreltar og hafa kostað lána-
stofnanir tugmilljarða undanfama
áratugi. Láinastofhanir eiga að
bera ábyrgð á veðmati sínu. í hús-
bréfakerfinu eru reglumar múl-
bundnar í lögum og reglugerðum
og allir firrtir ábyrgð. Auðvelt er
að leika á kerfið. Menn hafa vafa-
laust misnotað það mun oftar en
Húsnæðisstofnun kannast við.
Frumstæö íslensk „hefö“
Vaknað hafa grunsemdir um að
menn hafi svikið fé úr húsbréfa-
kerfinu. Söluverð eigna hefur ver-
ið skráð mjög hátt á kaupsamn-
inga. Út á kaupin hafa fengist hús-
bréf með veði í 65-70% söluverðs.
Húsbréfin em söluvara á verð-
bréfamarkaði. Fasteignaskulda-
bréf sem Byggingarsjóður rikisins
fær i skiptum em hins vegar verð-
lítil. Á gjalddaga er ekki greitt af
bréfunum og eftir árangurslausa
innheimtu verða þær seldar á
nauðungaruppboði, í besta falli á
markaðsverði. Byggingarsjóður
tapar þannig fé. Ný dæmi um
þetta virðast óvenjulega stórtæk.
Svik af þessum toga era ekki nýtil-
komin og em vafalaust útbreidd-
ari en menn átta
Stefán Ingólfsson segir aö veðmat húsbréfakerfisins sé frumstætt og bjóöi heim svikum.
anlega til hliðsjónar. Oftast er
miðað við mat viðurkenndra mats-
manna og kaupverð haft til hlið-
sjónar. Húsbréfakerfið vinnur
hins vegar í anda hinnar gömlu ís-
lensku „hefðar" um veðmöt. Sam-
kvæmt henni skal miða við opin-
berar matsfjárhæðir eða opinbera
forskrift í stað þess að nota faglegt
sig á. Frumstætt
veðmat hús-
bréfakerfisins
býður upp á
svik sem þessi.
Hámarksfjár-
hæð húsbréfa er
viss hundraðs-
hluti af því sem
nefiit er veðmat.
! húsbréfakerf-
inu er veðmatið
annaðhvort
kaupverð eða brunabótamat ibúð-
ar. Sú aðferð er frumstæð og
hættuleg. Erlendar lánastofhanir
nota aðrar aðferðir. Sama máli
gegnir um banka, lánasjóði og
verðbréfafyrirtæki hér á landi.
Veðlánafyrirtæki ákveða sjálf veð-
mat húsnæöis og nota ekki opin-
berar matsfjárhæðir nema hugs-
„Vaknað hafa grunsemdir um að
menn hafí svikið fé út úr húsbréfa-
kerfínu. Söluverð eigna hefur verið
skráð mjög hátt á kaupsamninga.
Út á kaupin hafa fengist húsbréf
með veði í 65-70% söluverðs.u
veðmat. Þessi „hefð“ hefur kostað
lánastofnanir tugmilljarða króna.
Gallaðar viömiðanir
Bmnabótamat íbúðarhúsnæðis
og tilviljanakennt söluverð era
ófullnægandi sem veðmat. Bruna-
bótamat er oftast hærra en sölu-
verð og getur af ýms-
um ástæðum orðið
mjög hátt. Matsfjár-
hæðir eru skráðar í
tölvuskrár og hækka
þar sjálfvirkt árlega í
samræmi við breyt-
ingar á byggingarvísi-
tölu. Eignimar sjálfar
eru skoðaðar á
margra ára, jafnvel
áratuga, fresti. Matið
er því oft ekki í sam-
ræmi við ástand eign-
anna. Kaupverð hús-
næðis er einnig hættu-
legt að nota sem veð-
mat eitt sér. Menn
geta gert málamynda- __________
samninga og sett það
verð á kaupsamninga
sem þeim hentar. Söluverð ein-
stakra eigna er auk þess miklum
tilviljunum háð. Persónulegar að-
stæður kaupanda og seljanda hafa
til dæmis áhrif á söluverð. Sér-
staklega er verðið breytilegt á
minni stöðum þar sem fáar eignir
seljast og brunabótamat er mun
hærra en markaðsverð. Faglegt
veðmat getur hvorki verið stærð
sem flett er upp í tölvuskrá eða
Kjallarinn
fjárhæð sem vænt-
anlegur lántakandi
hefur sjáifiu- samið
um við þriðja aðila.
Þessar stærðir má
líta á til hliðsjónar
en óháður aðili
verður að fram-
kvæma veðmat.
Bankar, lánasjóðir
og verðbréfafyrir-
tæki hafa horfið frá
notkun brunabóta-
mats og krefjast í
auknum mæli sér-
unnins veðmats.
Fyrirtæki í sam-
keppni tileinka sér
___________ fagleg vinnubrögð.
Miðstýrð ríkiskerfi
byggð á forsjár-
hyggju byggja hins vegar á for-
skriftum í lögum og reglugerðum.
Reynslan sýnir að menn finna
ávallt leiðir til að leika á slík
kerfi. Húsbréfakerfið hefur vafa-
laust verið misnotað í mörgum
fleiri tilfellum en Húsnæðisstofn-
im kannast við.
Stefán Ingólfsson
Stefán Ingólfsson
verkfræðingur
Atvinnuvæðing umhverfisverndar
Ör þróun á sviði umhverfis-
vemdar mun á næstu árum og
áratugum líklega leiða af sér viða-
meiri áherslubreytingar í atvinnu-
rekstri og nánara alþjóðlegt sam-
starf en marga órar fyrir. Þetta er
það svið sem bæði atvinnurekend-
ur og stjómmála-
menn þurfa að
fylgjast grannt
með því þarna
leynast í senn
helstu veikleikar
íslensks atvinnu-
lífs ásamt helstu
sóknarfærum þess
á 21. öldinni.
Fjölþjóðleg
fyrirtæki
Barátta alþjóð-
legra umhverfis-
vemdarsamtaka hefur til skamms
tíma verið afgreidd sem öfgakennt
tal óraunsæismanna. Merkjanleg
breyting hefur orðið þar á. Al-
menningur á Vesturlöndum lítur
umhverfismál öðrum augum en
áður, auk þess sem alþjóðleg um-
hverfisvemdarsamtök eiga, eftir
því sem aldurinn hefur færst yfir
þau, mun meira sameiginlegt með
vel reknum alþjóðafyrirtækjum en
uppreisnaranda gelgjuskeiðsár-
anna.
Fyrir vikið virðast fjölþjóðleg
fyrirtæki fremur sjá sér hag í að
vinna með þeim en á móti þeim.
Með breyttu yfirbragði samtak-
anna verður slík samvinna sífellt
auðsóttari og hagur beggja sífellt
augljósari.
Unilever á kafi
í umhverfisverndinni
Þetta er niðurstaða sem Uni-
lever, einn stærsti og voldugasti
matvælaframleiðandi
og -dreifandi, hefúr
komist að. Af þeim
sökum hefúr þetta al-
þjóðlega risafyrir-
tæki ákveðið að
stofna í samvinnu
með World Wide
Fund for Nature, ein-
um stærstu umhverf-
isvemdarsamtök-
unum, óháð eða sjálf-
stætt eftirlitsráð með
nýtingu sjávarfangs,
svonefnt Marine
Stewardship Council,
sem er ætlað að verða
óháður vettvangur
vísinda- og fræði-
manna á þessu sviði.
Gera má ráð fyrir að
þetta ráð verði
áhrifamikið í náinni framtíð.
Stöndum veikt
Samvinna Unilever og WWF er
aðeins lítið dæmi um þá gerjun
sem er að eiga sér stað á sviði um-
hverfis- og náttúruvemdar en
hennar verður vart á flestum svið-
um hins alþjóðlega vettvangs,
hvort heldur er litið
til fýrirtækja, sam-
taka, þjóðríkja eða al-
þjóðlegra stofnana.
Þessi þróun vekur
upp allmargar spurn-
ingar um stöðu ís-
lensks atvinnulífs, þó
einkum þá hvort við
ætlum að vera þöglir
þolendur eða virkir
þátttakendur í mótun
þess alþjóðlega um-
hverfisvemdarstarfs
sem er í örum vexti.
Við höfum alla burði
til að verða fremstir
meðal jafningja í
þessum efiium, sem
mun skapa landi og
þjóð ómetanleg sókn-
arfæri á næstu öld.
Staðreyndin er hins vegar sú að
við höfum, einhverra hluta vegna,
ekki fylgst nægilega vel með þess-
ari þróun, sem getur reynst okkur
dýrkeypt þegar til lengdar lætur.
Helga Guðrún Jónasdóttir
„Barátta alþjóölegra um■
hverfísverndarsamtaka
hefur til skamms tíma ver-
/ð afgreidd sem öfgakennt
tal óraunsæismanna. “
Kjallarinn
Helga Guðrún
Jónasdóttir
framkvæmdastjóri
Með og
á móti
Er fátækt vandamál á
íslandi?
Gögn um fátækt
eru til
„Það er mikil
fátækt á íslandi
þótt forsætis-
ráðherra lands-
ins kjósi að
horfa fram hjá
því. í áramóta-
ávarpi sínu
átaldi hann fjöl-
miðla fyrir að
halda því fram
að hér væri fá-
tækt þar sem
engin haldbær
gögn væra því
til stuðnings. Væntanlega hefur
spjótunum einnig verið beint að
prestunum og öðrum sem höfðu
áhyggjur af fátæktinni um jólin.
Gögnin sem sýna fátæktina em til.
I fréttabréfi sem Þjóðhagsstofnum
sendi frá sér í nóvember sl. kemur
meðal annars fram að um 40% allra
þeirra sem era á vinnumarkaði
hafa um 700 þúsund kr. eða minna i
árstekjur sem þýöir að mánaðar-
tekjur hafi verið undir 60 þúsund
kr. að meðaltali. Um 60% alls vinnu-
afls á íslandi hefúr eina milljón kr.
eða minna í árstekjur af vinnu
sinni. Þaö segir sig sjálft að það er
mjög erfitt að framfleyta fjölskyldu
fyrir þessar tekjur. Langm- vinnu-
dagm- og lág laun era veralegt
vandamál á íslandi. Fréttir berast
frá þeim sem annast félagslega þjón-
ustu um að fjárhagslegir erfiðleikar
fólks hafi aukist verulega. Hver sá
stjómmálamaður sem lokar augun-
um fyrir þessum staðreyndum er
ekki starfi sínu vaxinn."
Með hæstu og
jöfnustu tekjur
í heimi
„Fátækt hefúr i seinni tíð verið
skilgreind þannig að hafi maður
tekjur sem era undir ákveðnu hlut-
falli af meðaltekjum fólks er hann
fátækm. Sam-
kvæmt þessari
skilgreiningu
þarf fátækum
því ekki að
fækka þótt tekj-
ur allra hækki!
Þessi skilgrein-
ing hentar hags-
munum margra aiúmur Jón Bjórns-
stjómmála- *°" ofnafræMngur.
manna, verka-
lýðsrekenda og
forstöðumanna félagsmálastofnana
sem vilja auðvitað ekki að skjól-
stæðingum sínum fækki. Þessir að-
ilar eru búnir að flækja nær alla
þjóðina í bóta- og styrkjanet sín í
stað þess aö hjálpa þeim sem raun-
verulega þurfa á hjálp að halda.
Nýársræöa mannsins í dýrasta
embætti landsins er ástæðan fyrir
því að meim spyija ofangreindrar
spumingar nú. Ólafúr Ragnai-
Grímsson hefur ætið haft mikinn
áhuga á að kynna fátækt fyrir ís-
lendingum. Hann hefur lika látiö
verkin tala. Sveik samninga sína
viö launafólk þegar hann var fjár-
málaráðherra, hækkaði skatta og
skuldsetti komandi kynslóðir með
hallarekstri ríkissjóðs. Stóð gegn
fríverslunarsamningum við önnur
riki sem era lykillinn að því að
verð á almennum nauðþurfhun,
eins og mat, lækki. Þrátt fýrir þess-
ar tilraunir Ólafs era íslendingar
með einna hæstar þjóðartekjur í
heimi og þeim er óvíða skipt jafiiar.
Hvað mega aðrar þjóðir segja ef við
notum orð eins og fátækt um
ástandið hér? Viö getum hins vegar
fengið meira fyrir þessar háu tekj-
ur en við geram i dag. Við getum
bætt kjörin með því að lækka
skatta á tekjur, eignir og neysluvör-
ur og opna landið fýrir þeim ódýra
matvælum sem aðrar þjóðir njóta.“
-ilk
Margrót Frímanns-
dottir, forma&ur Al-
þýðubandalagsins.