Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1997, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1997, Síða 18
26 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 1997 vefur og tölvur Heimurinn: Gífurlegur hugbúnaðarþjófnaður viðgengst víða um lönd Kostnaður sem hugbúnaðariðn- aðurinn ber vegna hugbúnaðar- þjófnaður nemur um 871 milljarði íslenskra króna á ári. Til gamans má geta þess að íslensku fjárlögin nema um það bil 120 milljörðum og 870 milljarðar er hærri fjárhæð en hagnaður tíu stærstu tölvuhugbún- aðarframleiðanda heims. Kostnað- urinn í Bandaríkjúnum einum er metinn á um 280 milljarða króna en það gerist þó að ekki sé nema 26% hugbúnaðar í notkun þar í landi stolinn. Þetta stafar af mikiili tölvueign. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hugbúnaðarframleiðanda þar sem kostnaður og áhrif hug- búnaðarþjófnaðar er tekinn sam- an. Mestur er þjófnaðurinn í Aust- ur-Evrópu, Miðausturlöndum og Afríku en í 21 landi heimsins er meira en 90% af hugbúnaði, sem er í notkun, stolinn. Reyndar miðar hægt og rólega í rétta átt, tölurnar sem birtast í skýrslunni eru mið- aðar við árið 1995 og þá er talið að 46% alls hugbúnaðar, sem notaður er í heiminum, sé stolinn. Hins vegar er talið að 49% alls hugbún- aðar í notkun árið 1994 hafi verið stolinn. Kostnaðurinn hefur samt aukist þar sem tölvueign hefur aukist hröðum skrefum. Kostnað- araukinn nemur litlum sex millj- örðum íslenskra króna. Lönd þar sem stolinn hugbúnað- m- er meira en 90% af þeim hug- búnaði sem er í notkun eru Ví- etnam en þar er 99% af öllum hug- búnaði stolinn. í löndum eins og Kína, E1 Salvador, Oman og Rúss- landi er hlutfallið litlu lægra. í löndum eins og Bretlandi, Ástral- íu, Nýja-Sjálandi og Þýskalandi var hlutfallið um 42%. í aukablaði um tölvur, sem fylgdi DV í sept- ember síðastliðnum, kom fram að hlutfallið hér á landi er um 75% og því eru íslendingar ansi aftarlega á merinni þó að þeir standi að mörgu leyti ffamarlega i tölvumál- um. Til þess að fá þetta hlutfall reikna hugbúnaðarframleiðendur hlutfall milli tölvueignar og hug- búnaðarkaupa. Þeir útreikningar eru að sögn afar flóknir en að sama skapi áreiðanlegir. . Síðurnar beint í æð Þeir sem nota Internetið aö stað- aldri kannast að sjálfsögðu við það að þeir þurfa alltaf að leita uppi þær síð- ur sem þeir vilja skoða. Upp á síðkastið hefur hins vegar æ meira borið á því að fyrirtæki sem eru að reyna að hagnast á því að koma efni til intemetnotenda vilji færa verald- arvefmn nær miðlum eins og útvarpi og sjónvarpi en þeir miðlar færa not- endum efnið beint í æð ef svo má að orði komast. Netið hefur þann kost um fram þessa miðla að hver og einn getur fengið til sín síöu sem fellur að hans eigin smekk. Tónlistaraðdáend- ur geta þannig fengið allt það nýjasta um tónlist til sín en þeir sem eru meira fyrir stjómmál geta fengið allt um þau á sína síðu. Dæmi um fyrirtæki sem hefur á árangursríkan hátt markaðssett slíka þjónustu má nefna PointCast og starfar eins og flest veigamikil Inter- netfyrirtæki í Bandaríkjunum. Fyrir- tækið býður viðskiptavinum sínum upp á fréttir frá virtum fjölmiðlum eins og The New York Times, Boston Globe, Reuter og MSNBC sem er nafh yfir samstarf Microsoft og NBC-sjón- varpsstöðvarinnar. Slóðin til PointCast er http: //www.PointCast.com Samantekt: JHÞ Leiðarvísir um óravíddir Netsins Giraffar Þeir sem vilja fræðast um gíraffa ættu að skoða vefsíðuna á slóðinni http://www.personal.psu.edU/users/m/r/mrpl41/ InmMaiden Hver man ekki eftir gómlu rokkhundunum í Iron Maiden? Áhugasamir geta skoðað vefsíöu á slóöinni http://www.ironmaiden.co.uk/index.html eöá kannskí bára http://bla- ke.sund.ac.uk/~ta4aro/ 1 löldum okkur á rokknótum Slayer . Allt um Slayereraðfi & K finna á slóö inní F Æ.’ Btahms Skiptum ufp gfr og athugum klassíkina. Skoöið vefsíöuna á slóöinni http://ppm-vmsl.pomona.edu/~elindhol(n/bra-l.htm \_ .Mr * ________ ... lortason/pr rrieö vefsíöuna http://www.nyherji.is/hordur/ Hin 6" us1 /pon>v HörðurTor góökunni trúbador, HöröurTi Allt mögulegt sem menn viljá vifa um ballett er á slóöinni http://www.ens-lyon.fr/~esouche/danse/FAQl.html Enski boltinn Tengingar á vefsíður helstu liðanna í enska boltanum eru á slóöinni http://www.link- it.com/soccer/ - .;rf\.-" DVi -I___________ Kostnaður vegna hugbúnaðarþjófnaðar 900 milljarðar 800 700 600 ----- 500 400 300 ----- 200 100 ■ 0 “ íslensku Qárlögin Kostnaður Hlutfall stolins hugbúnaðar í notkun 100% ------- 90 80 75% “94% 99% 70 60 50 40 30 20 10 26% I I B I ísland Bandaríkin Kína Víetnam Bretland Gíslar fá stuðning í gegnum Internetið Aðstandendur gísla sem perúskir hryðjuverkamenn úr vinstri öfga- samtökunum Tupac Amaru hafa haldið í gíslingu síðan 17. desember í japanska sendiráðinu í Lima hafa sett upp sérstaka vefsíðu til þess að sýna samhug sinn með þeim og krefjast lausnar þeirra. Vel á annað þúsund manns alls staðar af úr heiminum hafa krafist lausnar gísl- anna og fordæmt aðgerðir hryðju- verkamanna í gegnum síðuna. Síð- an er vistuð hjá perúskmn endur- söluaðila og þar er þess krafist að deilan verði leyst án blóðsúthell- inga. Það eru þó ekki einungis áhyggju- fullir vinir og ættingjar gíslanna sem hafa látið frá sér heyra á Inter- netinu. Tupac Amaru gefa út tíma- rit sín á vefnum en þau heita Rebel Voice og Change. Samantekt: JHÞ Aðstandendur gíslanna f Perú hafa sett upp eigin vefsíðu þeim til stuðnings. Gott vefrit Fyrirtaks vefrit er á slóðinni http://www.salonl999.com Hotwired Það er enginn svikinn af heim- sókn á Hotwired en slóðin þangað er http://www.hotwired.com Saga Bandaríkjanna Áhugamenn um sögu Bandaríkj- anna ættu að skoða vefsíðu banda- ríska þingsins á slóðinni http: //www.rsö.loc.gov Sómi Islands Vefsíða, sem fjallar um sjálfstæð- ishetjuna jón Sigurðsson forseta, er á slóöinni http: //www.snerpa.is/kynn/j/jonsig/ Uppskriftafjöld Gnægð uppskrifta er að finna á http://www.epicurious.com Samskipti Intemetið snýst að sjálfsögðu að mestu um samskipti manna í milli. Góður vettvangur fyrir þau er á slóðinni http://www.minds.com Bókaverslun Langstærsta bókaverslun í heimi er á slóðinni http://www.amaz- on.com Sápuópera Þeir sem hafa notið gæðaþátta eins og til dæmis Leiðarljóss ættu að skoða síðu á slóðinni http: //www.thepyramid.com en þar er haldið úti sápuópem á Internetinu. Hún mun gerast i framtíðinni í fyr- irtækinu Global Oasis Corp en þar ríkir losti, samsæri og glans eins og vera ber í sápuóperum. Loftbardagar seinni heimsstyrjaldar Á slóðinni http: //www.kesmai.com geta áhugasam- ir flugmenn komist í feitt. Þar geta þeir nefnilega komist í flugmanns- sæti á orrustuvélum seinni heims- styrjaldar og barist í æsilegum loft- bardögum við óvininn. Netleikir Microsoft hefur loksins sett á vef- inn „leikjaþátt" sem heitir NetWits en þar geta allt að 5000 netbúar tek- ið þátt í spennandi leikjum á hverj- um degi og getur sigurvegarinn átt von á því að fá flugmiða á einhvem úrvalsferðamannastað. Slóðin á NetWits er http://www.net- wits.msn.com Kevin Bacon leikur Sú kenning gengur meðal kvik- myndaáhugamanna að hver einasti leikari í Hollywood hafi leikið með hinum ágæta leikara Kevin Bacon (eða háfi að minnsta kosti leikið með einhverjum sem hafi gert það). Nú geta þeir sem vilja fá að vita hvort þeirra uppáhaldsleikari hafi leikið með Bacon farið inn á vefsíðu á slóðinni http://www.cs.virg- inia.edu/bct7m/bacon.html

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.