Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1997, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 1997
27
Ekki nema holit og gott að detta aðeins í það:
Hláturinn lengir lífið og
áfengi kitlar hláturtaugar
Þeir sem skvettu dálítið í sig yfir
hátíðamar og hlógu af hjartans lyst
um leið, þurfa ekki að hafa neinn
móral. Hláturinn lengir lífið, þeir
sem drekka áfengi hlæja meira en
aðrir og þar af leiðandi hlýtur
áfengisdrykkja að vera holi og af
hinu góða.
Sá sem heldur þessu fram heitir
Geoffrey Lowe, sálfræðingur sem
starfar við háskólann í Hull á Eng-
landi. Á nýafstöðnum ársfundi
breska sálfræðingafélagsins sagði
hann að þrjár aðgreindar rannsókn-
ir hefðu leitt í ljós það sem allir
partimenn vita, að þeir sem drekka
áfengi á mannamótum hlæja meira
en fólk sem drekkur mjög lítið eða
alls ekki neitt.
Lowe vísaði í rannsóknir sem
sýndu fram á að hlátur örvaði
ónæmiskerfi líkamans. Þegar svo
við bættust heilsusamlegir eigin-
leikar áfengis væri alveg ljóst hverj-
ar afleiðingarnar væru.
„Ólíkt því sem fram hefur komið
í öðrum líf- og læknisfræðilegum
rannsóknum um að áfengi geti
vemdað hjartað eru boð okkar þau
að þetta stafi kannski að einhverju
leyti af lífsstíl manneskjunnar og af-
stöðu hennar til lífsins og þeirri
staðreynd að þeir sem smakka
áfengi skemmta sér og hlæja
meira,“ segir Lowe.
„Við viljum sem sé
meina að fólk ætti
ekki að nota áfengi
sem lyf, heldur sem
tæki til að auð-
velda því að
skemmta sér og
ég tel að það sé
það sem skipti
máli.“
Lowe og rann-
sóknarhópur hans
gerði þrjár rannsókn-
ir á drykkju og hlátri.
Könnun sem gerð var á 332
einstaklingum sem líta á sig
sem „mannamótadrykkjumenn"
sýndi að þeir beittu kímni og hlátri
í meiri mæli í hversdagslífmu en
þeir sem drekka lítið eða eru algjör-
ir bindindismenn.
„Þetta er fólk sem lítur á sig sem
mannamótadrykkjumenn og sem
drekkur kannski ekki meira en 50
einingar á viku,“ segir Lowe. Ein
eining er skilgreind sem eitt glas af
víni, lítil bjórflaska eða einfald-
ur sjúss af sterku áfengi.
En til þess að
tryggja nú að
drykkjumennim-
ir færu ekki
með ýkjur ein-
ar vegna
skertrar dóm-
greindar af
einhverjum
orsökum,
heimsóttu Lowe
og félagar krár
til að fylgjast þar
með atferli gest-
anna.
Það stóð heima að þeir
sem drukku í hófi hlógu meira.
Ekki reyndist þó samnefnari milli
meiri drykkju og meiri hláturs.
„Þeir sem drukku mest hlógu
ekki endilega mest. Og þegar á
heildina er litið drekka konur
minna en karlar en þær hlæja ekki
endilega minna," segir Lowe.
Visindamennimir létu sér ekki
nægja að fylgjast með drykkju-
mönnum á krám, heldur gerðu þeir
einnig tilraun á tilraunastofu. Sjálf-
boðaliðar vom fengnir til að horfa á
fyndna kvikmynd og fengu ýmist
áfengi að drekka eða gosdrykk.
Þjálfaðir rannsóknarmenn töldu
síðan hlátrana. Þá kom enn i ljós að
þeir sem fengu áfengi hlógu meira
en gosþambaramir.
„Við vitum ekki enn hvers vegna.
Það þarf fleiri samanburðarhópa til
að komast að því hvort áfengi veld-
ur hlátrinum beint eða hvort fólk
sem hlær mikið verði bara þyrstara
og drekki meira. Það eina sem við
getum sagt á þessari stundu er að
tengsl eru þarna á milli,“ segir
Lowe. Hann mælir þó ekki með því
að menn æði í vínskápinn.
„Ég mundi ekki endilega drekka
meira á grundvelli þessarar rann-
sóknar, ég mundi hlæja meira.“
Magnús getur hugsað upp á eigin spýtur:
Vitibornar vélar verða
skemmtilegar í viðkynningu
Það er víst engin hætta á að
Magnús og hans nótar leggi undir
sig heiminn, eins og gjaman er
greint frá í vísindaskáldsögum.
Magnús er hugsandi vél, sú fyrsta
sinnar tegimdar í heiminum, að
sögn þess sem hannaði hana, breska
prófessorsins Igor Aleksander.
„Það er engin ástæða til að óttast
meðvitaðar vélar framtíðarinnar.
Þær verða vingjamlegar, auðveldar
í notkun og skemmtilegar í við-
kynningu," segir prófessor
Aleksander.
Magnús þessi getur safnað saman
upplýsingum og tekið einfaldar
ákvarðanir. Hann getur líka hugs-
anlega orðið vísindamönnum að liði
við að skilja hvemig mannsheilinn
innbyrðir og vinnur úr upplýsing-
um og hvað meðvitund þýðir.
Heilinn er sá hluti mannslíkam-
ans sem vísindamenn skilja hvað
minnst í. Þeir vita að taugafrumur
skiptast á upplýsingum og senda
boð um líkamann en þeir skilja hins
vegar lítið í því hvemig allt þetta
virkar. Þar gæti Magnús komið til
hjálpar, segir Aleksander.
Magnúsi, sem búinn er til úr
gervitaugafrumum, voru sýndar
myndir, af ketti, mús og fíðrildi.
Hann gat síðan endurskapað og bor-
ið kennsl á þær á ný. Magnús lærði
einnig í hvaða röð myndimar voru
og síðar var sýnt fram á að hann
hafði lagt á minnið hvar mismun-
andi myndir vom á afstöðukorti á
skjánum og hann gat tekið tilvilj-
anakenndar ákvarðanir um leiðim-
ar sem hann fór um kortið.
Þegar vélin var „svæfð“, mundi
hún myndir sem henni höfðu verið
sýndar í fyrri tilraun.
Að sögn Aleksanders er hugsan-
legt að heilinn innbyrði upplýsingar-
um umheiminn og þrói viðbrögð við
honum á sama hátt og Magnús ger-
ir. Aleksander segir að mannsheil-
inn sé um það bil milljón sinnum
öflugri en Magnús.
Rauðar pillur eru
mest örvandi
en bláar róandi
Það er sko ekki sama hvemig pill-
umar era á litinn.
Hollenskir vísindamenn við há-
skólann í Amsterdam, undir forustu
farsóttafræðingsins Antons de Cra-
ens, komust að því að skærrauður
litur á örvandi pillum verkar vel á
sjúklinga sem telja þar af leiðandi
að lyfið muni koma að tilætluðum
notum. Fólk er hins vegar fljótra að
sofna eftir að hafa tekið pillur sem
eru í róandi bláum lit.
„Litir hafa áhrif á virkni lyfs og
virðast einnig hafa áhrif á hversu
árangursríkt það er,“ segir í grein
sem vísindamennimir skrifuðu í
Breska læknablaðið.
Þeir fóru yfir tólf mismunandi
rannsóknir á litum á pillum og
lyfjahylkjum og komust að því að
samræmi var þar á milli.
Litimir rauður, gulur og appel-
sínugulur era tengdir örvandi áhrif-
um en róandi lyf eru frekar í græn-
um, bláum eða purpurarauðum pill-
um eða hylkjum.
Vísindamennirnir segja að sjá
megi litaáhrifin í mismunandi
menningarsamfélögum og að sumar
rannsóknir sýni fram á að litafor-
dómar sjúklinganna hafi raunveru-
leg áhrif.
„Sjúklingar sem tóku blá hylki
skýrðu frá því að þeir hefðu sofnað
fyrr en þeir sem tóku appelsínugul
hylki," segir í grein hollensku vís-
indamannanna.
Lítið gagn að
| megrunar yfjum
Ekki nota megrunarlyf á jóla-
j spikið. Lyf þessi kunna að
f gagnast einstaka manni en þau
koma aö engum notum hjá öll-
um þorra þeirra sem berjast við
1 aukakilóin.
„Það er fátt sem réttlætir
I skammtímanotkun megranar-
i lyfja af því að flestir sjúklingar
endurheimta glötuð kiló um
leið og þeir hætta lyfjatö-
kunni,“ segir Susan Yanovski,
bandarískur vísindamaður sem
tók þátt í rannsókn á áhrifa-
mætti megrunarlyfja.
í skýrslu rannsóknarhópsins
segir að helstu kostir pilluáts-
ins geti verið þeir að það stuðli
að breytingum á lífsháttum þeg-
ar til lengri tima er litiö sém
svo hafi í fór með sér meiri og
betri stjóm á líkamsþyngd.
Kolefni leka úr
freðmýrínni
Kolefnislofttegundir leka í sí-
fellt meiri mæli úr freömýri
norðurheimskautasvæðanna og
út í andrúmsloft jarðar. Loftteg-
undir þessar valda svokölluð-
um gróðurhúsaáhrifum, eða
hækkandi hitastigi á jörðinni.
George Kling, aðstoðarpró-
fessor í liffræði við Michigan-
háskóla, segir aö aukinn
kolefnaleki geti aukið gróður-
húsaáhrifin þar sem hækkandi
hitastig valdi því að meira af
þeim kolefnum sem era bundin
í ffeðmýrinni komist út í and-
rúmsloftið.
Kolefni þau sem er að finna í
freðmýri norðurheimskauta-
svæðanna eru á við nærri þriðj-
ung allra kolefna í andrúmslofti
jarðar. Þar era m.a. koldíoxíð
og meþan sem vísindamenn
segja aö valdi gróðurhúsaáhrif-
unum.
Reynt að spá fyr-
ir um sólstorma
Sólstormar geta haft skaðleg
* áhrif á gervihnetti og annan
1 tækjabúnað til fjarskipta á jörð-
| inni þegar mjög jónaðar öreind-
; ir koma inn í segulsvið jarðar-
| innar. Því getur verið gott að
| vita með einhverjum fyrirvara
hvenær eiga megi von á sól-
- stormi til að hægt sé að gera
viðeigandi varúðarráðstafanir.
Á ráðstefnu félags banda-
? rískra jarðeðlisfræðinga fyrir
skömmu kom fram í máli eins
vísindamanns, S.T. Wu, að
skær glampi af sólarrafgasi
kunni að vera undanfari sól-
storma. Blossi þessi sést 20 til
j 40 klukkustundum áður en sól-
Istormurinn brestur á.
„Við erum að reyna að þróa
töluleg líkön til að spá fyrir um
: þetta, eins og líkönin sem veð-
urfræðingar nota til að spá fyr-
I ir um veðrið,“ sagði Wu.
L