Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1997, Blaðsíða 28
36 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 1997 Reynsla dýru verði keypt „Eftir á sé ég ekki eftir að hafa tekið þátt í forsetakjörinu. Þetta hefur verið dýrmæt reynsla, en vissulega var hún dýru verði keypt." Pétur Kr. Hafstein, í Degi-Tím- anum. Karpóhólistar „íslendingar eru þrasfiklar, öðru nafni karpóhólistar. Hér á landi virðist óvenju hátt hlutfall manna sem haldnir eru þeirri áráttubundnu hegðun að geta ekki á sér heilum tekið nema að eiga hlut að Deilu.“ Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, í DV. Munnræpan í útvarpi „Latmælgi virðist orðin lenska og á sumum útvarps- stöðvum er munnræpan um oft ekki neitt hreint rosaleg." Flosi Ólafsson leikari, i Degi- Tímanum. Ummæli Tíu greinar hafa kannski hjálpað „Ég veit svo sem ekki hvað hefúr gert útslagið að ég varð fyrir valinu en það má vera að það að þetta er mjög erfið íþrótt þar sem keppt er í tíu greinum hafi hjálpað til.“ Jón Arnar Magnússon, íþrótta- maður ársins, í DV. Virðing fyrir landinu „Það eru smásignalar í gangi um að virðing fyrir landinu sé allavega ekki hallærisleg.“ Ólafur Gunnarsson rithöfund- ur, í Alþýðublaðinu. Independence Day er ein þeirra kvikmynda sem njóta sín vel á stóru tjaldi í kvikmyndahúsi, en missa mikið af aðdráttarafli í sjónvarpinu. Breiðtjaldskvik- myndir Fyrsta breiðtjaldskvikmynd- in var sýnd 1953, en þróunin hafði staðið lengi og má rekja upphafið tU Frakkans Henri- Jaques Chrétien, sem árið 1927 smíðaði Hypergonar-linsuna. Pathé-Nathan kvikmyndafyrir- tækið franska keypti einkaleyfi 1931 en seldi það síðan tU 20th Century Fox, er nefndi tæknina Blessuð veröldin cinemascope er þróaði linsuna áfram og sýndi síðan fyrstu kvikmyndina í cinemascope. Tæknin er tUtölulega einföld. Myndavélarlinsan skUar af- langri mynd, sem krefst sér- linsu er „þjappar myndunum saman" til þess að þær komist fyrir á venjulegri filmu. Þegar myndin er sýnd er sýningarvél- in einnig búin linsu sem „réttir úr“ myndunum og sýnir það sem ber fyrir augu í raunsönn- um hlutfoUum. Víða léttskýjað Yfir Islandi og hafinu umhverfis er 1027 mb háþrýstisvæði og þokast það heldur tU suðausturs. Yfir Norðaust- ur-Grænlandi er vaxandi 995 mb Veðrið í dag lægð og suður af Hvarfi er víðáttu- mikU lægð á norðnorðvestur leið. í dag er hæg vestiæg eða breytUeg átt og víða léttskýjað. Þó er sums staðar skýjað úti við sjávarsíðuna og með suðurströndinni er hætt við súld eða dálítUli snjómuggu. Hiti frá frost- marki syðst niður í 8-13 stiga frost í innsveitum norðaustanlands. Á höfuðborgarsvæðinu er búist við hægviðri, skýjað verður með köflum og úrkomulaust. Frost verður 0-4 stig. Horfur á landinu næstu daga eru hægviðri og víða léttskýjað fyrri hluta vikunnar en síðan austiæg átt með éljum, einkum á austanverðu landinu. Frost verður um allt land. Veörið kl. 12 á hádegi í gœr: Akureyri skýjað 2 Akumes léttskýjaö -3 Bergstaðir alskýjað 3 Bolungarvík úrkoma í grennd 6 Egilsstaðir skýjað 1 Keflavíkurflugv. skýjað 2 Kirkjubkl. léttskýjaó 0 Raufarhöfn alskýjað 3 Reykjavík súld á síð. kls. 2 Stórhöfði léttskýjað 1 Helsinki alskýjað -1 Kaupmannah. léttskýjað -5 Ósló skýjað -12 Stokkhólmur léttskýjað -8 Þórshöfn skýjað 2 Amsterdam mistur -6 Barcelona léttskýjaó 11 Chicago þokumóða 3 Frankfurt þokumóða -5 Glasgow slýdduél 2 Hamborg skýjaó -5 London komsnjór -1 Madrid snjókoma 3 Malaga skýjað 12 Mallorca skýjað 12 París þokumóöa -6 Valencia léttskýjaö 11 New York þokumóða 9 Orlando heiðskírt 13 Nuuk léttskýjað 0 Vin þokumóða -4 Winnipeg léttskýjaó -20 Lúðvík Björnsson kraftlyftingamaður: Bakverkir orsök þess að ég fór að æfa DV, Suðurnesjum: „Ég var mjög hissa og hrærður. Ég er geysilega ánægður með að fá þennan heiður sem kom mér á óvart. Þetta er ekki bara meiri háttar heiður fyrir mig heldur fyr- ir alla þá sem stunda þessa íþrótt,“ sagði Lúðvík Björnsson, sem varð í 3. sæti í kjöri íþróttamanns Reykjanesbæjar sem fram fór á Flughótelinu í Keflavík á gamlárs- dag. Það er óhætt að segja að kjör Lúðviks hafi komið skemmtilega á óvart. Hann verður 53 ára í maí og hefur aðeins æft kraftlyftingar í þijú ár og náð ótrúlegum árangri. Áður æfði hann sund og knatt- spyrnu á skólaárunum. Lúðvik Maður dagsins keppir íyrir hönd Ungmeimafélags Njarðvíkur en hann er í líkams- og kraftlyftingafélaginu Massa. „Ég byrjaði fyrst að æfa fyrir þremur árum. Ég hef verið mjög slæmur í baki ásamt öllu því sem fylgir þessum efri árum. Mér var bent á að það væri mjög gott að stunda líkamsrækt og lyftingar. Æfingarnar hafa gefið mér styrk Lúövfk Björnsson. og betri liðan. Ég er orðinn allt annar maður og ekki fundiö fyrir bakveiki. Þessi íþrótt átti strax vel við mig en ég hafði líkamsburð- ina. Ég byrjaði fljótiega að byggja mig upp og keppa og náði sæmi- legum árangri strax í byrjun. Ég keppi í öldungaflokki 50 ára og eldri. Ég á nokkra titla og setti ein níu íslandsmet í fyrra. Ég held að það sé mjög gott af fullorðnum manni að vera. Ég hef verið að taka 240 kíló í réttstöðulyftu og 165 kiló í bekkpressu. Félagsskapur- inn er mjög skemmtilegur í kring- um þessa íþrótt. Ég ætia að æfa á meðan heilsan leyfir. Nú mun ég setja stefnuna á að ná þriðja sæti á heimsmeistaramótinu eftir tvö ár. Ég mun hefja undirbúning sem fyrst. Það er mjög dýrt fjárhags- lega en ég mun að mestu leyti fjár- magna það sjálfur. í apríl mun ég keppa á íslandsmótinu.“ Lúðvík er loðdýrabóndi og rek- ur sitt eigið bú í Miðneshreppi. Hann er fæddur og uppalinn í Keflavík en flutti í Gerðahrepp fyrir 15 árum, meðal annars vegna atvinnu sinnar. Lúðvík segist vera Keflvíkingur í húð og hár. Lúövík á tvö áhugamál, loðdýrarækt og lyftingar, og kemst ekkert annað að. Hann æfir lyftingar 3-4 sinn- um í viku. Áður stundaði hann hestamennsku en þurfti að hætta vegna anna á búinu. Eiginkona Lúðvíks er Þórdís Garðarsdóttir og eiga þau eina dóttir, Elínborgu Halldóru, 19 ára. Lúðvík átti einn son fyrir, Bjöm Rúnar, 32 ára. -ÆMK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1701: ..E6 ER , 'fíL/HOíEieuR 4 tÍG-6 J-4 .„E6 ER AVKiV HUIVO- LEÍOARÍ E/V þú ,Á AO U6-63A HÉRNA ./*, , EG ER lANOHONO- te/oAsroQ.."- Leiðir liggja saman eyuoR- , OKÍFÐU þÍG- FF\BrÍAN( AÐUf< eu etauR/NN ^Síoknna*./'' Byþok—A- Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. I>V Keppt veröur í 1. deild kvenna í handboltanum á morgun. Körfubolti og handbolti Eftir viðburöaríka helgi er frekar rólegt í íþróttum í kvöld. Það er þó allt á fullu í yngri fiokkum og keppt bæði í hand- bolta og körfubolta. Einn leikur er á dagskrá í 1. deild kvenna í körfuboltanum. í Kennaraháskó- lanum leika ÍS og UMFN og hefst leikurinn klukkan 20.00. í körfú- boltanum er í kvöld keppt í ung- lingaflokki og eru fjórir leikir á dagskrá. í Grindavík leika heimamenn við Laugdælinga, KR-ÍR leika í Hagaskóla, Breiða- blik-Unglingalandsliðið í Smár- anum og Haukar-ÍA í Hafn- arfirði. í kvöld er fjöldi leikja í 2. flokki karla í handboltanum og fara þeir fram víða. Þá eru einnig leiknir þrír leikir í 1. Iþróttir flokki karla en það eru í raun B- lið meistaraflokks, Afturelding leikur í Mosfellsbæ við Hauka, Víkingur leikur gegn Gróttu í Víkinni og Fjölnir leikur gegn ÍR í Grafarvogi. Allir leikimir hefj- ast kl. 21.45. Bridge Danir höfðu betur gegn Þjóðverj- um í innbyrðis viðureign þjóðanna í riðlakeppni Ólympíumótsins á Ródos i október. Danir fengu 24 stig gegn 6 stigum Þjóðverja og græddu vel á þessu spili í leiknum. Hindran- ir eiga samkvæmt formúlunni að vera góðar í annarri hendi, betri en í fyrstu eða þriðju hendi, því lík- legra er að félagi eigi góð spil. Báð- ir suðurspilaramir í leiknum töldu hendi sína nægilega góða á þessum hættum til að hindra á þremur spöðum. Á borðinu þar sem Danir sátu í NS sagði Þjóðverjinn í vestur fjögur hjörtu, norður fjóra spaða og austur taldi sig ekki geta sagt annað en dobl á sina hendi. Þar enduðu sagnir og Þjóðverjamir i AV fengu 500 í sinn dálk. Danimir sögðu bet- ur á spil AV á hinu borðinu, austur gjafari og AV á hættu: 4 DG3 4» 863 -f KD976 * 32 4 10 44 75 4 G854 * ÁDG975 4 ÁK9654 4» 1092 4 2 * 1064 Austur Suður Vestur Norður pass 3 4 4 «4 4 4 5* 54 6* 64 Dobl p/h Fimm laufa sögn austurs er lykill- inn að því að ná þessari fallegu slemmu en sagnhafi fær 5 slagi á tromp, 6 á lauf og tígulásinn. Fimm spaða sögn suðurs er hins vegar ekki vel ígrunduð og gerir ekkert annað en að hjálpa AV í slemmuna. Sex spaða sögn norðurs bjargaði að vísu nokkm en Danir fengu 1100 í vöminni gegn 6 spöðum og græddu verðskuldað 12 impa á spilinu. ísak Öm Sigurðsson 4 872 4» ÁKDG4 4 Á103 * K8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.