Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1997, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 Fréttir Hjörleifur Guttormsson alþingismaður segir Hollustuvernd i fjársvelti: Ekki sömu kröfur til stóriðju hér og erlendis - eftirlitsaðilinn dauðsveltur af fjárveitingavaldinu „Það er verið að lokka hér að fjár- festingu í stóriðju með því að slá af umhverfiskröfum. Það er slæmt þegar ekki eru gerðar ýtrustu kröf- ur um mengunarvamir, þær sömu og gerðar eru í löndunum í ná- grenni við okkur,“ segir Hjörleifur Guttormsson alþingismaöur í sam- tali við DV. Þegar deilumar um fyrirhugað álver á Grundartanga, mengun frá Járnblendiverksmiðjunni og þáttur Hollustuvemdar í þessum málum era borin undir Hjörleif kveðst hann ekki viija kenna því fólki sem er að berjast inni í Hollustuvemd um að standa ekki í stykkinu. „Holl- ustuvemdin er sú ríkisstofnun sem mér sýnist að hafi verið staðið hvað verst að af hálfu fjárveitingavalds- ins um langan tima,“ segir Hjörleif- ur. Hann kveðst sl. tvö ár hafa flutt breytingartillögur við fjárlagafrum- vörp um það að reyna að bæta úr fyrir stofnunina svo hún geti sinnt þeim skyldum sem lög kveða á um og ráðuneytið leggur á hana, en án undirtekta. Hjörleifur segir það furðulegt að ríkisstjóm og umhverfisráðuneytið skuli leyfa sér að reka Hollustu- vemd með þeim hætti að hana vanti starfsfólk svo tugum skipti að allra mati sem til þekkja. Samkvæmt stjómsýsluúttekt vanti 21 starfs- mann til að stofnunin geti sinnt lág- marksskyldum sínum, en til að hún starfi eðlilega þurfi mun fleiri, jafn- vel 60 manns. „Stofnunin er í svelti hjá ríkis- og fjármálavaldinu sem er ekki væn- legt þegar verið er að taka á vanda- sömum málum eins og stóriðjumál- um. Þá dynja á henni Evrópusam- þykktir og reglugerðir að auki sem hún þarf að vinna úr en til þess er ekkert starfsfólk. Það má búast við að á næstunni muni fjölga kæra- málum og klögumálum bæði að heiman og utan úr heimi, m.a. frá eftirlitsstofnun EFTA, vegna þess að ekki sé staðið við samninga. Hér er verulegur vítahringur í gangi og menn eru að safna glóðum elds að höfði sér með þessum vinnubrögð- um á sama tima og verið er að aug- lýsa markmið um hreinasta land í heimi árið 2000,“ segir Hjörleifur Guttormsson alþingismaður. -SÁ Fríhöfnin Leifsstöð: Veltuaukning 400 milljónir DV, Suðurnesjum: „Þetta er mun betra en ég reikn- aði með í upphafi. Við eram með veltuaukningu upp á 400 milfjónir króna milli ára. í fyrra var 10% fjölgun farþega um völlinn en á sama tíma erum viö með 18% veltu- aukningu," sagði Guðmundur Karl Jónsson, forstjóri Fríhafharinnar á Keflavíkurflugvelli, í samtali við DV. Fríhöfnin velti 2,6 milljörðum króna 1996 sem er 18% aukning frá 1995. Þá var veltan 2,2 milljarðar. Hagnaður á síðasta ári var um 650 milljónir króna, sem rann til ríkis- sjóðs, en 1995 var hann 560 milfjón- ir. Auk þess greiddi Fríhöfnin 100 milijónir í húsaleigu og sameigin- legan kostnað. Vörategundir í Fríhöfninni eru nálægt sjö þúsundum. Þar starfa nú 90 starfsmenn en vora 150 sl. sumar. Fríhöfnin rekur tvær verslanir í flugstöðinni á samtals 1170 m2. Guðmundur Karl segir aö Frí- höfnin hafi farið fram á meiri rými fyrir starfsemi sína. í núver- andi húsnæði verslanannaer ekki hægt að gera mikið betur og ekki hægt að taka við svipaðri veltu- aukningu og var í fyrra. Til þess verður Fríhöfnin að fá meira rými í flugstöðinni. Guðmundur Karl segir að spáin sé að 5% aukning verði í ár. ÆMK Marianne Jensen, heilbrigöisráöherra Grænlands, og Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigöisráöherra fslands, undirrita samning um aö styrkja og þróa enn frekar samstarf þjóöanna á sviöi heilbrigöisþjónustu. Komiö veröur á samstarfsnefnd sem skai þróa samstarf, einkum um bráöaþjónustu, en einnig á sviöi forvarna, heilsuverndar og rannsókna. DV-mynd PÖK Vestfirðingur ætlar að hefja hákarlaveiðar eftir áratugahlé: Skortur á hákarli í landinu - auk þess sem lýsi og brjósk er eftirsótt, segir Óskar Friðbjarnarson í Hnífsdal „Nú er svo komið að það er orð- inn skortur á hákarli í landinu. Ég get nefnt sem dæmi að fyrir nokkram árum vora gerðir út 11 ísfisktogarar frá Vestfjörðum sem lönduðu á 7 til 10 daga fresti. Há- karlinn veiddist alltaf þegar togar- amir stunduðu grálúðuveiðar. Maður fékk til verkunar þá há- karla sem komu í trollið. Nú era togaramir bara tveir og búið að drepa alla grálúðuna og því lítið um hákarl og í raun orðinn skort- ur á honum. Þess vegna ætla ég að gera tilraun með aö gera út bát eða báta til hákarlaveiða í vor,“ sagði Óskar Friðbjarnarson, hákarla- og fiskverkandi í Hnífsdal, 1 samtali við DV. Hákarlaútgerð hefur ekki mikið verið stunduð hér á landi síðustu áratugina. Óskar segir að án efa verði tap á útgeröinni hjá sér en að hann vilji endilega gera þessa tilraun. Fyrir utan það að fá þama hákarl til verkunar er hákarlalýsi að verða irsótt enda Sagt allra mema bót. Þá er vaxandi eftirspum eftir hákarlauggum og brjóski sem notað er í lyf gegn krabba meini. Óskar segist vera búinn aö kanna möguleikana á að selja lýsið og uggana og segir þá vera fyrir hendi. Verðið sé að vísu ekki en hægt að Óskar segir að slóð á Vestfjarðamiðum og þangað verði róið með hákarlalóð í vor. Hann seg- ist þurfa svona 20 til 30 tonna bát eða báta til veiðanna og það ætti ekki að vera skortur á þeim því rækjubátamir séu einmitt verkefnalausir á vorin. „Margir halda að það sé ekkert mál og enginn vandi að verka há- karl. Það er mikill misskilningur. Það er bæði vandi og mikið verk að verka hákarl. Láttu mig um það, ég hef verkað hákarl í mörg ár. Nú er svo komið að mig vant- ar orðið hákarl til verkunar fyrri hluta ársins. Það tekur 10 til 11 mánuði að verka hákarlinn. Sá hákarl sem menn munu borða nú á þorranum var tekin til verkun- ar i fyrravor. Þess vegna er það að ég er að huga að hákarlaveið- um í vor,“ sagði Óskar Friðbjam- arson. -S.dór I>V Stóra hassmálið: Gæslu- varðhald framlengt Héraðsdómur Reykjavíkur úr- skurðaði í gær að framlengja gæsluvarðhald yfir hollensku pari til 6. febrúar nk. Parið var handtekið þegar það reyndi að flytja inn í landið um 10 kíló af hassi í desembermánuði. Alls vora gerð upptæk um 20 kíló af hassi í þessu stærsta hass- máli síðari ára hér á landi. Auk Hollendinganna sitja fjórir ís- lendingar, þrír karlmenn og ein kona, í gæsluvarðhaldi á Litla- Hrauni vegna aðildar að málinu. Tveir mannanna sem sitja inni era af höfuðborgarsvæðinu, einn er frá Borgamesi og konan er frá Bíldudal. „Við erum að vinna á fullu í þessu máli. Þaö veröur farið fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir íslendingi sem ætti að renna út á fóstudag (í dag),“ segir Bjöm Halldórsson, yfirmaður fikni- efnadeildar lögreglunnar í Reykjavík. Þar sem málið er mjög alvar- legt má fastlega búast við að hér- aðsdómur framlengi gæsluvarð- hald yfir sexmenningunum þar til dómur fellur í málinu. -RR Stuttar fréttir Akureyringur nr. 15000 Fimmtán þúsundasti Akureyr- ingurinn var heiðraður í gær með silfurdiski og bankabók með 50 þús. kr. innstæðu. Hann heitir Einar Sigurðsson og fæddist 19. nóvember 1996. Grósku fagnað Þingflokkur Jafnaðarmanna fagnar því framkvæði ungs fólks að vilja vinna á grundvelli jafnað- arstefnu sem stofnun félagsins Grósku sýnfr. Þingflokkurinn styður framtakið. 50 þús. eftirlaunamenn Ellilífeyrisþegum fer fjölgandi og búast má við að þeir verði orðnir 50 þúsund árið 2030, segir Alþýðublaðið og vitnar í spádóma Tryggingastofnunar. Blaðiö segir fáa botna orðið í reglum um líf- eyristrygginga. Of langt gengið Með þriggja prósenta tilboði sínu hafa atvinnurekendur geng- ið of langt, segja verkalýðsleiötog- ar í Alþýðublaðinu. Vestfiröingar kvótaríkir Vestfiröingar era fjórða hæsta kjördæmi landsins og kvótastað- an hefur farið batnandi, að sögn Stöðvar 2. Forgangur í lagi Forstjóra Húsnæðisstofiiunar finnst ekki athugavert við að starfsmenn hafi notið forgangs um húsnæðislán á sínum tima. Stöð 2 sagði frá. Guðrún skuldlaus Framboð Guðrúnar Pétursdótt- ur forsetaframbjóðanda hefur gert upp reikningana og er nú nánast skuldlaust að sögn Morg- unblaðsins. Aldraðir borga meir Innritunargjöld fyrir þátttöku í félagsstarfi aldraðra á vegum Reykjavíkurborgar hækkuðu um 33% um sl. áramót, eða úr 300 í 400 krónur. Morgunblaðið segir frá. FÍB vill ekki breyta FÍB leggst gegn breytingum á vörugjöldum á bíla sem eiga að ráð- ast af vélastærð bílanna en ekki innkaupsverði þeirra. Notaðir inn- fluttir bílar munu verða mun dýr- ari en nú með breytingunni. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.