Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1997, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1997, Blaðsíða 24
36 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 Illa farið með skattfé „Miðaö við frammistöðu Leik- félags Reykjavíkur undanfarin ár, raunar allt frá því það flutti í Borgarleikhúsið, tel ég að öllu skattfé til þess sé illa varið.“ Jón Viðar Jónsson leiklistar- gagnrýnandi, í Degi-Tímanum. ískyggileg fátækt „Það er orðið allískyggilegt þegar nunnur yfirgefa stræti Kalkútta, sem löngum hefur ver- ið talin ein fátækasta borg heimsins, til að beina kröftum sínum í hafnarstrætum í Reykja- vík.“ Ástþór Magnússon, í DV. Gagnslaus megnin „Öll þessi megrunarefni eru að sjálfsögðu vitagagnslaus og markaðssetningin er skýrt dæmi um hve þetta er mikið plat.“ Ólafur Sæmundsson næringar- fræðingur, í Degi-Tímanum. Ummæli Grautarvömb og síðutankar „Ég ætla að vera laus við þessa grautarvömb og síðutanka og heiti því að lærin verða kom- in upp úr skónum í lok átaks- ins.“ Margrét Blöndal útvarpskona, í DV. Enn ein sönnunin „Þessi sala á Guðbjörgu ÍS er bara enn ein sönnun þeirrar staðreyndar að með kvótalögun- um var lífsbjörgin tekin frá vinnandi fólki." Pétur Sigurðsson verkalýðs- leiðtogi, í DV. Gleraugu geta veriö tískuvara ekki síöur en fatnaöur. Gleraugu Sjóngallar hafa að sjálfsögðu fylgt manninum frá upphafl og langt er síðan farið var að reyna að ráða bót á þeim. Eðlisfræðing- urin Salvino Degli Armati lét árið 1280 slípa tvö kúpt gler sem bættu sjónina en hún hafði skaddast hjá honum. Það má því eigna honum heiður af því að hafa fundið upp gleraugun. Gler- in sem Armati gerði voru ætluð fjarsýnu fólki. Á fimmtándu öld komu fram á sjónarsviðið gler- augu með íhvolfum glerjum sem ætluð voru nærsýnu fólki. Al- fyrstu gleraugun voru úr berýl, eins konar eðalsteini. Steinninn var greyptur í umgjörð úr tré eða homi. Síðar datt mönnum í hug að halda glerjunum saman með smáslá. Gleraugnaspangir vora fundnar upp 1746. Blessuð veröldin Linsur Englendingarnir Thomas Young og John Herschel gerðu tilraunir með linsur í lok 18. ald- ar en áður hafði meðal annars Leonardo Da Vinci leitt hugann að linsum. Þeir félagar smurðu gelatíni á sjáldrið og lögðu gler yfir til að leiðrétta sjónina. Linsur vora samt ekki settar á markaöinn fyrr en árið 1887 í Frakklandi og Þýskalandi. Allar linsur á þessum árum og allt fram til 1930 vora úr gleri. I.G. Farben setti fyrstur á markað- inn linsur úr plexígleri árið 1936. Tíu árum síðar fann Bandaríkja- maðurinn Tuohy upp linsu sem huldi homhimnuna eina. Snjókoma og rigning Yfir Austur-Grænlandi er 1032 mb hæð sem þokast norðaustur, en víðáttumikið lægðarsvæði suðvest- ur í hafi nálgast. Veðrið í dag í dag verður austlæg átt, hvöss við suðurströndina en hægari ann- ars staðar. Þurrt vestanlands en smáél norðan og austan til. Þó má reikna með snjókomu og síðar rign- ingu suðaustanlands og eins verður víða rigning eða slydda á Austur- landi í kvöld og nótt. Hægt hlýnandi veður og á láglendi verður yfirleitt orðið frostlaust í kvöld. Á höfuðborgarsvæðinu verður austankaldi eða stinningskaldi. Skýjað en úrkomulítið og hiti 1 til 3 stig. Sólarlag í Reykjavík: 16.06 Sólarupprás á morgun: 11.03 Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.24 Árdegisflóð á morgun: 07.47 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjaó -5 Akurnes Bergstaóir snjókoma -3 Bolungarvík alskýjaö -1 Egilsstaðir skýjaö -3 Keflavíkurflugv. snjóél á síö. kls. 1 Kirkjubkl. snjókoma -1 Raufarhöfn alskýjað -3 Reykjavík alskýjaö 1 Stórhöföi léttskýjaö 1 Helsinki snjókoma -5 Kaupmannah. hálfskýjaö -8 Ósló skýjaö -16 Stokkhólmur skýjaö -11 Þórshöfn skýjaö 2 Amsterdam þokumóóa -3 Barcelona léttskýjaö 7 Chicago Frankfurt snjókoma -4 Glasgow Hamborg skýjaö 0 London alskýjaö 0 Madrid skýjaö 2 Malaga heiðskírt 11 Mallorca hálfskýjaö 11 París þokumóöa 0 Róm rigning 11 Valencia léttskýjaö 9 New York þokumóöa 2 Orlando Nuuk skýjaö 13 Vín Washington hrímþoka -4 Winnipeg -23 Aðalheiður Jóhannsdóttir, forstjóri Náttúruvemdar ríkisins: Núna snýst allt um barnauppeldi „Þetta er forstjórastaða sem um- hverfisráðherra skipar í til fimm ára samkvæmt nýjum lögum um náttúruvemd sem tóku gOdi um áramótin. í stórum dráttum er þetta svipað starf og framkvæmda- stjórastarfið sem ég gegndi hjá Náttúravemdarráði, nema að sam- kvæmt þessum nýju lögum og nýju starfsmannalögunum um réttindi og skyldur má gera ráð fyrir að for- stjórastarfið sé aðeins valdameira," segir Aðalheiður Jóhannsdóttir lögfræðingur sem skipuð hefur ver- ið forstjóri Náttúruvemdar ríkis- ins sem er ný stofnun. Aðalheiður sagði að það væri 1 raun lítil breyting á verksviði Náttúrvemdar ríkisins og Nátt- úravemdarráðs: „Nýja stofhunin tekur að mestu leyti við störfum Maður dagsins Náttúrvemdarráðs, það er að segja framkvæmdar- og rekstrar- hlutverki og að gefa umsagnir og leyfi. Ákveðinn þáttur verður eftir hjá Náttúravemdarráöi. Það er búið að boða til nýs Náttúravemd- arþings í lok mánaðarins. Þá verð- ur skipað og kosið í nýtt og stækk- að Náttúravemdarráð sem verður Aöalheiöur Jóhannsdóttir. alveg aðskilið frá Náttúravemd ríkisins. Það má segja að þetta nýja Náttúruvemdarráð verði mun tengdara umhverfisráðherra heldur en það gamla var.“ Fram undan sagði Aðalheiður vera margþætt verkefni. „Það er meðal annars verksvið Náttúr- vemdar íslands að reka þjóðgarð- ana tvo, í Skaftafelli og Jökulsár- gljúfram, og nokkur friðlýst svæði. Síðan er mikið um ýmsar afgreiðslur sem þarf að leysa úr samkvæmt stjómsýslulögum. Þá era ýmis langtímaverkefni í gangi og það verkeftii sem einna mikil- vægast er að sinna er betri og ítar- legri náttúruminjaskráning í tölvutæku formi. Sú vinna hefur hafist en þetta er 1 raun margra ára vinna. Einnig er komið að því að þurfa að endurskoða ákvæöi um friðlýsingar en nefnd var skip- uð i haust til að halda áfram end- urskoðun náttúrverndarlaganna þar sem meðal annars á að taka á reglum um friðlýsingar.“ Aðalheiður var spurð hvort náttúrhamfarimar í vetur kæmu ekki til með að auka ferðamanna- strauminn í Skaftafell: „Ég býst frekar við því að það þurfi að gera einhverjar ráðstafanir í sumar vegna aukins ferðamannastraums, það er þegar farið að hvetja fólk til að fara þangað. Það er samt erfitt að gera sér grein fýrir því á þess- ari stundu." Aðalheiður starfaði í þrjú ár sem framkvæmdastjóri Náttúra- verndarráðs. Þar áður starfaði hún sem yfirlögfræðingur í irni- hverfisráðuneytinu. Aðalheiður er í fæðingarorlofi um þessar mund- ir en kemur til starfa 1. maí. Hún sagði að aðaláhugamálið þessa stundina væri bamauppeldi en stutt er síðan hún eignaðist fyrsta bam sitt.“ -HK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1705: 1700, •Eyþo%~ Borðar fínan mat Myndgátan hér aö ofan lýsir hvorugkynsorði. KFÍ og Skallgrím- ur í körfunni Það verður mikið um að vera í íþrótftnn um helgina. í hand- boltanum er það bikarkeppnin sem verður í sviðsljósinu en bæði er leikið hjá konum og körlum í átta liða úrslitum. Stór- viðburðurinn í körfuboltanum er stjömuleikur KKÍ sem verður í Laugardalshöllinni á morgun. Sama dag fer fram stjömuleikur- inn i NBA-körfunni í Bandaríkj- unum. Einn leikur er í úrvals- deildinni í körfubolta í kvöld. íþróttir SkaUgrímsmenn frá Borgamesi taka sér ferð á hendur til ísa- fjaröar og leika þar gegn KFÍ en lið ísfirðinga hefur komið á óvart í vetur og ekkert lið á sér vísan sigur gegn þeim. Leikur- inn hefst kl. 20.00. Vínartónleikar í kvöld verða seinni Vínartón- leikar Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í Háskólabíói. í ár er hald- ið upp á 25 ára afmæli Vínartón- leika á íslandi. Fyrstu tónleik- unum, sem haldnir voru 1972, sfjómaði Wiili Boskowsky en hann er sá sem kom Vínartón- list til vegs og virðingar, meðal annars með árlegum nýárstón- leikum í Vín. I kvöld eru það einsöngvaramir Rannveig Fríða Bragadóttir og Ólafur Ámi Tónleikar Bjarnason sem syngja við undir- leik Sinfóníuhljómsveitarinnar. Stjórnandi er Páll Pampichler Pálsson sem er fæddur og uppal- inn í Ausftnríki og drakk því í sig Vínartónlistina með móður- mjólkinni. Bridge Línur eru famar að skýrast nokk- uð i riðlakeppni Reykjavíkurmóts- ins í sveitakeppni þegar 9 umferð- um af 13 er lokið. Sveitir Hjólbarða- hallarinnar og VÍB hafa náð nokk- urri forystu i A-riðlinum, en keppni er jafnari í B-riðli. Hjólbarðahöllin er efst í A-riðli með 190, VÍB er með 189, Eurocard 172, Fjölritun Daniels H. 156 og Júlli í fimmta sæti með 149 stig. Sveit Símonar er með forystu í B-riðli með 173, Samvinnuferðir Landsýn og Landsbréf eru með 169, ROCHE 168 og Búlki í fimmta með 164. Fjórar efstu sveitir í hvorum riðli komast áfram í útsláttarkeppni um titilinn. Spilin í mótinu era forgefin og skoðum hér eitt spil frá 9. umferð- inni. Norður á að segja á þessi spil eftir tígulopnun vesturs, allir á hættu: Norður * KG986532 «* G7 * 9 * Á3 Alflestir spilaranna í norður kusu að stökkva beint í fjóra spaða, en fæstir urðu feitir af því. Austur doblaði og sá samningur var spilað- ur. Öll spilin vora svona: * 4 «* K103 ■f KD10762 * DG4 * KG986532 * G7 •f 9 * Á3 * ÁD107 * D854 f Á84 * K9 f — Á962 f G53 * 1087652 Vömin á ekki í neinum vandræð- um með að uppfæra spaðasjöuna sem fjórða vamarslaginn á tromp og samningurinn fór þvi 4 niður (1100). Spilið féll á mörgum borðum, en sumir spilaramir í vestur treystu sér ekki til að spila vörnina í þessum samningi með nánast eng- an tryggan vamarslag. Flóttinn var i 5 tígla og suður gat doblað þann samning til að fá spaðastungu. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.