Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1997, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997
óháð dagblað
útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
StjórnarformaBur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritsýórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11,
blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SlMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020,- Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimaslöa: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, biaöam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgialds.
Burt með hægaganginn
Ófrágengnir samningar milli launþega og vinnuveit-
enda eru helsti óvissuþáttur efnahagsmálanna í upphafi
árs. Þrátt fyrir ný lög um gang kjarasamninga er undan-
fari samningagerðarinnar í hægagangi. Forystumenn
verkalýðsfélaga, sem börðust gegn lagasetningunni,
halda því fram að hægagangurinn sé meðal annars vegna
laganna. Formaður BSRB segir að menn hafi verið upp-
teknari við form en innihald í þeim viðræðum sem þeg-
ar hafa átt sér stað til þess eins að uppfylla þau lagaá-
kvæði sem sett voru um samningaviðræðumar.
Verkalýðsfélögin lögðu fram kröfugerð sína í haust og
fóru þar fram á 3 til 6 prósenta kaupmáttaraukningu ár-
lega. Kröfugerðin þýðir að vonum talsverða hlutfalls-
hækkun á lágum launatöxtum, auk kröfu um niðurfell-
ingu lægstu launataxta og þess að launataxtar verði felld-
ir að greiddum laimum. Það er opinbert leyndarmál að að
mjög víða fara launþegar og vinnuveitendur fram hjá lág-
um töxtum sem gilda þá aðeins sem viðmið. í viðtali við
Viðskiptablaðið segir formaður Rafiðnaðarsambandsins
að sambandið búi við það að öll félög þess séu með launa-
taxta sem ekki eru í notkun. Þeir séu allt að 40-50 prósent-
um fyrir neðan meðalkaup í viðkomandi starfsgrein.
Vinnuveitendasambandið hefur boðið viðsemjendum
sínum 2-3 prósenta almenna laimahækkun. Fram-
kvæmdastjóri sambandsins hefur sagt að örugglega verði
ekki boðið meira en 3 prósent. Sú prósentutala fer illa i
viðsemjendur vinnuveitenda enda telja þeir að launþegar
hafi fært fómir undanfarin ár til þess að koma efnahags-
lífinu á réttan kjöl. Nú sé komið að umbun fyrir þá fóm.
Lægstu laun em ekki mannsæmandi og jafnvel fólk í
fullri vinnu nær ekki endum saman. Það er því augljóst
að bót þarf að verða á. Það er viðfangsefhi samningsaðila
að ná ásættanlegri niðurstöðu og í raun að koma í veg
fyrir harkaleg átök á vinnumarkaði. Samningsaðilar eru
sammála um það að lítið sé að gerast í viðræðum um
þessar mundir og að lítið hafi gerst undanfama mánuði.
Mikilvægur tími hefur farið til spillis. Því hóta foringjar
launþega aðgerðum og sjá jafnvel fyrir sér verkfoll í
næsta mánuði.
EðlHega em þeir að kanna bakland sitt enda vita þeir
tæpast hvort fólk er tHbúið að fylgja þeim í harkalegar
aðgerðir. Ákvörðunin er launþeganna sjálfra en ekki for-
ingjanna. Þótt verkalýðshreyfmgin sæki með réttu bætt
kjör fyrir sitt fólk þegar þjóðarhagur batnar er stöðug-
leiki í efnahagslífi ekki síður mikHvægur launþegum en
fyrirtækjum. THboð Vinnuveitendasambandsins um
þriggja prósenta hækkun er því ekki endanlegt heldur
bent á sérstaka fyrirtækjasamninga í framhaldinu. Með
aukinni framleiðni fyrirtækjanna geta einstök fyrirtæki
bætt hag starfsmanna sinna umfram almenna kaup-
hækkun. TH þess að brjótast út úr aðgerðaleysi og
hnútukasti er þetta leið sem verð er allrar athygli, leið
sem er tH þess faUin að bæta hag beggja.
MikH prósentuhækkun laima ein og sér er ekki tH
hagsbóta ef hún leiðir tH verðbólgu eins og þekktist hér
á áttunda og níunda áratugnum. Þá er launabótin fljót að
hverfa. Það er kaupmáttaraukning sem skiptir máli, bót
sem fylgir raunverulegri innstæðu.
KjaradeHunum verður vísað tH ríkissáttasemjara um
miðjan mánuðinn enda fyUHega tímabært. Það er því von
tU þess að alvöru kjaraviðræður hefjist sem fyrst og nið-
urstaða fáist. Komi tU harðra verkfaUa er hætt við að
menn missi stjóm á atburðarásinni. Slíkt skaðar aUa.
Jónas Haraldsson
„Þab vekur athygli þegar dönsku blööunum er flett hve „lay-outiö“ (útlit og uppsetning) er fallegt," segir Pétur
Gunnarsson meöal annars.
Dönsku blöðin
Þaö vekur athygli þegar dönsku
blööunum er flett hve „lay-outið“
(útlit og uppsetning) er fallegt.
Politiken, BT, Information, Week-
endavisen... öll hafa þennan sam-
feflda prentflöt sem maður saknar
í pressunni íslensku þar sem öllu
ægir saman og hvað rekst á ann-
ars horn, myndir, mál og auglýs-
ingar. Ég má líka til með að hrósa
kvöldfréttatíma sjónvarpsins
danska, loksins þegar ég náði hon-
um. Danir eru svo snemma búnir
að öllu að þeir setjast við sjón-
varpsfréttir kl. 18.30, ellefufréttim-
ar síðan kl. 21. Einn þulur mælir
fram tíðindin og virðist afkasta
því sem tveir eru að rogast með
heima og eiga fuflt í fangi með.
Hér er heldur ekki færst eins mik-
ið í fang varðandi myndskreyting-
ar og heima, það er svo dæmi sé
tekið alveg hiklaust rætt um
skatta hér án þess að myndatöku-
menn séu gerðir út af örkinni til
aö súmma í sifellu á stafina á
skattstofuskiltinu og sýna manni
hendur að telja peninga og fólk að
labba upp og niður Bankastræti.
Hér er bara reiddur fram efn-
iskjami fréttarinnar á silfurfati
orðanna. Síöan
kemur hugsanlega
upplýsandi viðtal
við viðkomandi
embættismann eða
ráðherra og ráð-
herrann belgir sig
ekkert út, tyllir sér
ekki einu sinni á
tær. Poflrólegur
maður eða kona
sem gerir sér far
um að miðla efnis-
atriðum málsins og fréttaþulurinn
virðist á einhvem undarlegan
máta hafa náð að setja sig inn í
málið, hafa yald á mótrökum og
andmælin verða ekki til að þyrla
upp þessu þurradrambi sem sumir
íslenskir ráðherrar em svo góðir í
og munu vera leifar frá nýlendu-
tímanum.
Sjálfsmynd Dana
Eitt af meginumræðuefnum á
dönskum blaðsíðum
þetta misserið snýst
um orð sem er tæp-
ast til í íslensku:
„identitet", við
myndum held ég
nota „sjálfsmynd".
Danir velta nú mjög
vöngum yfir sjálfs-
mynd sinni. Ögn
feimnir, því tfl
skamms tíma var
þetta umræðuefni
tabú, Danir vora svo
frjálslyndir og víð-
sýnir að það var nán-
ast dónaskapur að
skilgreina sig, fól í
sér útilokun á hin-
um. Nú eru þeir held-
ur betur komnir út
úr skápnum og
spyrja hver í kapp við annan hvað
sé að vera danskur. Og auðvitað er
þessarar spumingar ekki spurt
nema af því svarið blaktir þegar
við hún. Forsætisráðherrann lét
sig jafnvel hafa það í áramóta-
ávarpi sínu (afslappaður á blárri
skyrtu með skræpótt bindi), að
segja að framlag Dana til heims-
menningarinnar væri „danska
módelið", hvorki meira né minna.
Og oft hefur mefru verið logið af
minna tilefni. Það er lítið undur
hvemig þessi þjóð hefur gert lífíö
daglega úr garði, hjúfrið og natnin
sem hvarvetna blasa við, þegn-
skapurinn sem birtist allt frá
hinni annáluðu bið Dana á rauðu
ljósi til samkeppni um að greiða
skattana sína. Margir blaða-
skríbentar hallast að því að hér sé
hið danska identitet
lifandi komið. Aðrir
nefna danska tungu
og þá staðreynd að
enginn getur talað
hana nema innfæddir.
Dæmigert að útlend-
ingaeftirlitið danska
var að setja sér
strangari reglur um
framgangsmáta þegar
hún innir fólk eftir
persónuskilríkum.
Það þótti dónaskapur
við „litaða“ Dani hve
mikillar athygli þeir
nutu í samanburði
við hinn rjóða meðal-
Dana. Samþykkt var
að nú mætti útlitið
eitt ekki nægja til að
vekja spumingar,
annað varð að koma tfl: bjöguð
danska.
Hjartað slær í drottning-
unni
En auðvitað vita allir Danir
innst inni hvar hjarta þeirra slær.
í dönsku drottningunni - einmitt
þessa daga er verið að halda upp á
silfurbrúðkaup hennar með
danskri þjóð, 25 ár siðan hún sett-
ist á valdastól. Og ekki þreytunni
fyrir að fara í því hjónabandi.
Jafnvel konungdóminn geta Danir
gert hugljúfan svo hann verður
eins og lítið ævintýri eftir H.C.
Andersen. Að sjá lífvörðinn, þenn-
an ca 30 manna flokk marséra á
hverjum degi frá Rosenborgarhöll
út á Amalíuborg undir pípu-
blæstri og trommuslætti með
skinnhúfumar stóru og borðalagð-
an einkennisbúning, bláan og
svartan. Hvemig sem viðrar milli
12 og 13. Innlimaðir svo gersam-
lega í hversdaginn að einnig þeir
staðnæmast á rauðu ljósi.
Það er einhver upplyfting í þess-
ari athöfn líkt og fjallahringnum
íslenska sem ber manni fyrir augu
mitt í amstri daganna og strýkur
rykkomin af sálarglerinu.
Pétur Gunnarsson
„Danir velta nú mjög vöngum yfír
sjálfsmynd sinni. Ögn feimnir, því
til skamms tíma var þetta um-
ræðuefni tabú, Danir voru svo
frjálslyndir og víðsýnir að það var
nánast dónaskapur að skilgreina
sig, fól í sér útilokun á hinum.u
Kjallarinn
Pétur
Gunnarsson
rithöfundur
Skoðanir annarra
Uppgjöf R-lista
„Þaö er hvorki skynsamlegt né rétt að halda
áfram þeim sjónhverfingum sem R-listinn kýs að
beita við afgreiðslu ársreiknings borgarinnar vegna
1996 og fjárhagsáætlunar fyrir árið 1997. Rekstur
borgarinnar er kominn úr böndum á ýmsum sviðum
og á þeim vanda verður að taka fyrr en síðar. Það að
afskrifa skuldir borgarsjóðs hjá einstaka borgarfyr-
irtækjum til að sýna betri stöðu borgarsjóðs eða láta
hlutafélög alfarið í eigu borgarinnar taka lán til að
fjármagna borgarsjóð em ekki dæmi um góöa fjár-
málastjómun. Þessi vinnubrögð gefa einfaldlega til
kynna að R-listinn hafi gefist upp við að stjóma fjár-
málum borgarinnar."
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Mbl. 9. jan.
Þjóöareign á fiskimiðum
„Þetta er sú staðreynd sem blasir viö fólki í sjáv-
arplássum út um aflt land. Það getur hvaða dag sem
er vaknað upp við það að búið sé að selja helsta at-
vinnutæki staðarins í annan landshluta. Og það er
ekki bara togari sem er seldur, heldur allar þær afla-
heimildir sem hann hefur og era oft undirstaða at-
vinnulífs á staðnum. Þar með er búið að selja hlut
fólksins í þeim sjávarafla sem því hefur verið úthlut-
að, en það fær bara ekkert í sinn hlut af sölunni....
Þeir hafa fullt frelsi til að selja kvóta eða leigja
hvenær sem þeim sýnist, burtséð frá þjóðareign á
fiskimiðum.“ Úr forystugrein Alþbl. 9. jan.
Óttast um afkomu sína
„í útgerðarbænum ísafirði óttast menn um af-
komu sína. Það má nærri geta hvort ekki yrði uppi
fótur og fit á Akureyri ef Keflvíkingar keyptu Sam-
herja. Raunar vom margir Akureyringar ekkert
hressir með að útgerðarfélag bæjarins skyldi selt.
Öryggisleysi fólks er skiljanlegt því útgerð og
vinnsla miðast ekki við hagsmuni í heimabyggð,
hver sem hún er. Útgerðin miðast við arðsemi, hvar
sem hún fæst.“
Stefán J. Hafstein í Degi-Tfmanum 9. jan.