Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1997, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997
3
Fréttir
Vestfirskur skelfiskur hf. í gang:
Stefnan aö byrja
aftur meö krafti
- segir Guölaugur Pálsson framkvæmdastjóri
„Það er stefnan að byrja aftur og
gera það með krafti. Við erum búnir
að finna nýtt skip í Bandaríkjunum
og ég vonast til að við getum komist
sem fyrst út til að festa okkur skipið.
Það veltur auðvitað mikið á hvemig
gengur að semja við lánastofnanir,"
segir Guðlaugur Pálsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Vestfírskum skel-
fiski hf., aðspurður um stöðuna hjá
fyrirtækinu.
Sem kunnugt er hefur öll starf-
semi fyrirtækisins legið niðri síðan í
júlí sl. eftir að kúfiskskipið Æsa
sökk. Nauðasamningar voru sam-
þykktir sl. miðvikudag af öllum lán-
ardrottnum sem em rúmlega 50 tals-
ins. Að sögn Guðlaugs er stefnt að
Geir Jón Þórisson, aðalvarðstjóri lögreglunnar í Reykjavík, á skrifstofu sinni
í nýju lögreglustööinni í Breiðholti. Geir Jón er nýskipaöur yfirstjórnandi
löggæslu í austurborginni og Mosfellsbæ. DV-mynd S
Ný lögreglustöö í Breiðholti opnuö í dag:
Mikil breyting fyrir
íbúa austurborgarinnar
- segir Geir Jón Þórisson aðalvarðstjóri
„Það verður mikil breyting með
opnun þessarar stöðvar og fólk sem
býr hér í austurborginni, Breið-
holti, Grafarvogi, Árbæ og Mosfells-
bæ, getur nú leitað hingað og þeirra
mál munu nú vinnast hér í samráði
við lögreglumenn á þessum stöð-
um,“ segir Geir Jón Þórisson, aðal-
varðstjóri lögreglunnar í Reykjavík
og nýskipaður yfirstjórnandi lög-
gæslu í austurborginni og Mosfells-
bæ, en ný og glæsileg lögreglustöð í
Völvufelli í Breiðholti verður form-
lega vígð í dag.
Við það breytist mjög skipulag í
þessum borgarhlutum og nú þurfa
íbúar þar ekki lengur að fara á lög-
reglustöðina á Hverfisgötu til að
fylgja eftir málum. Á annan tug lög-
reglumanna verður með bækistöðv-
ar á nýju lögreglustöðinni og þar
verða þrír rannsóknarlögreglu-
menn. Mjög góð starfsaðstaða er fyr-
ir lögreglumenn á nýju stöðinni. Á
gömlu lögreglustöðinni í Breiðholti
jStörfuðu 6 lögreglumenn þannig að
munurinn er mikill.
„Þetta kemur í kjölfar skipulags-
breytinga sem verið er að gera i lög-
gæslu á Reykjavíkursvæðinu, t.d. á
að leggja Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins niður. Hér á stöðinni munu lög-
reglumenn vinna mjög náið saman
með þau verkefni sem hingað koma.
Við erum með góða menn hér, m.a.
tvo úr þeim þekkta hópi lögreglu-
manna sem kom upp um bruggmál-
in hér í Breiðholti á sínum tíma.
Okkar mottó verður að tengjast
betur fólkinu og reyna að vinna úr
málum þess eins vel og mögulegt er.
Við munum einbeita okkur að mál-
efnum ungra afbrotamanna og veita
þeim aðstoð til að koma þeim út úr
vandanum. Það er mjög fámennur
hópur unglinga sem er í glæpum og
ef við náum að koma þeim hópi á
réttan kjöl þá tel ég okkur vera að
gera góða hluti,“ segir Geir Jón.
-RR
Eskifjörður:
Síldar- og loðnu-
frysting hafin á ný
DV, Eskifirði:
Síld og loðna er farin berast aftur
til Hraðfrystihúss Eskifjarðar -
fyrsti farmurinn kom 6. janúar - og
frysting er komin á fullt á ný. 70
manns verða í frystingunni, þar af
hátt í fjörutíu aðkomnir og meðal
því að skelfisksvinnslan geti farið af
stað aftur um miðjan apríl.
„Ef allt gengur upp og við getum
keypt skipið þá ættum við að geta
hafið starfsemina aftur á þeim tíma.
Skipið sem um ræðir kostar um
90-100 milljónir króna þegar það er
komið hingað. Þetta er 400 tonna
skip og sérsmíðað kúfiskskip. Það er
rúmlega helmingi stærra en Æsa
var. Það er mjög mikilvægt að kom-
ast sem fyrst af stað. Það er stór
markaður vestur í Bandaríkjunum
fyrir skelfisk og hann bíður eftir
okkur,“ segir Guðlaugur.
Stjómarformannsskipti urðu hjá
fyrirtækinu nýlega þegar Stefán Jóns-
son tók við stöðunni af Einari Oddi
Kristjánssyni. Einar Oddur verður
áfram í stjóm fyrirtækisins. -RR
þeirra 10 Pólverjar og 3 Bretar.
Hraðfrystihúsið er nú með meira
húsnæði en i fyrra - þrjú frystihús
á sínum snærum og frystigetan er
250 tonn á sólarhring. Að sögn Bene-
dikts Jóhannssonar verkstjóra er
áætlað að frysta um 5000 tonn af
loðnu á vertíðinni. -ÞH