Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1997, Blaðsíða 6
I FOSTUDAGUR 10. JANUAR 1997 Neytendur Kortaverð á líkamsræktarstöðvum 30.000 kr. 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 25.900 12.500 4.990 18.950 11.950 5,4501 18.500 3.014 Stúdíó Ágústu og Hrafns Worid Class Máttur Líkamsræktarst. Hress G53= Verömunur á kortum í líkamsræktarstöðvar reyndist ekki mikill þó að Máttur skeri sig úr vegna sérsamninga við stéttarfélög. Ekki er lagt neitt mat á gæði þjónustu í könnuninni. Verð á líkamsræktarstöðvum: Ekki mikill verðmunur - en niðurgreiðslur stéttarfélaga breyta miklu Það hefur varla farið fram hjá neinum að þessa dagana er í gangi heilmikil heilsuefling sem nokkrir aðilar eiga aðild að, meðal annars DV. Þeir eru líklega ófáir einstak- lingarnir sem hyggjast ná af sér aukakílóunum sem oft vilja fylgja jólunum, aðrir hafa eflaust gert ára- mótheit um breytt og bætt líferni og svo eru það einfaldlega þeir sem kjósa að halda sér hraustum og hressum með reglulegri ástundun og þjálfun. Neytendasíðan fór á stúfana og hafði samband við sex líkamsrækt- arstöðvar á höfuðborgarsvæðinu í þeim tilgangi að kanna hvað kostar að stunda líkamsrækt. Þær stöðvar sem haft var samband við voru Stúdíó Ágústu og Hrafns, World Class, Máttur, Líkamsræktarstöðin Hress, Ræktin og Aerobic sport. Spurt var um verð á eins, þriggja og sex mánaða kortum. ódýrara en dýrasti staðurinn. Niðurstöður urðu þær sömu þeg- ar verð á þriggja mánaða kortum var athugað. Miðað við VR-félagann í Mætti var verðið 6.024 eða 107% ódýrara en það dýrasta en hvað al- mennar stöðvar varðar var ódýrast í Hress þar sem kortið var á 10.990 eða 14% ódýrara en dýrasti aðili. Og enn og aftur kom það sama í ljós þegar verð á sex mánaða kort- um var athugað. Máttur reyndist 79% ódýrari með kortið á 14.455 en dýrasti aðili miðað við vin okkar, VR-félagann, en af almennum stöðv- um var Hress ódýrast með kortið á 40% lægra verði en dýrasta stöðin, eða 18.500 kr. Margir hyggja á heilsueflingu á nýju ári en þaö getur kostað sitt. Þó ber á þaö aö líta aö bætt heilsa, sem fæst með reglulegri líkamsrækt, er ómetan- leg. Tæki jafnt sem salir Flestailir staðirnir eiga það sam- eiginlegt að bjóða bæði upp á æfing- ar á borð við eróbikk, pallapúl og fleira i þeim dúr, auk þess sem um er að ræða tækjasali. Giida kortin bæði í æfmgar og sali. Eina undan- tekningin frá þessu er Líkamsrækt- arstöðin Hress 1 Hafnarfirði sem sérhæfir sig í æfingum án tækja og býður þar með ekki upp á slíkan sal. Máttur sker sig úr Verðmunur reyndist ekki vera mjög mikill, auk þess sem allir stað- imir sem talað var við reyndust bjóða upp á afslátt af einhverjum toga. Flóknasta verðkerfið er hjá Mætti en þar sem annars staðar er í gangi ákveðið grunnverð. Síðan er ýmiss konar afsláttur og niður- greiðslur af hálfu stéttarfélaga en 26 stéttarfélög auk Reykjavikurborgar eru aðilar að Mætti. Stór hluti við- skiptavina Máttar eru meðlimir þessara stéttarfélaga þannig að sá kostur var tekinn að miða verð við VR-félaga. Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 13. útdráttur 4. flokki 1994 - 6. útdráttur 2. flokki 1995 - 4. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. mars 1997. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðis- stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa- fyrirtækjum. Cg3 HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900 Svipaðar niðurstöður Mesti verðmunur á eins mánaðar kortum var tæplega 82% miðað við Mátt en Máttur reyndist ódýrastur miðað við VR-félaga með kortið á 3014 kr. Af öðrum stöðum sem ekki eru í samvinnu við stéttarfélög var Hress í Hafnarfirði ódýrust með mánuðinn á 4590 kr. sem er 19% Ymis afsláttur í gangi í Stúdíói Ágústu og Hrafns er í gangi Bónusklúbbur séu keyptir 6 eða 12 mánuðir. Séu keyptir 6 mán- uðir er verðið 3990 á mánuði eða 22.500 fyrir tímabilið og sé keypt árskort lækkar verðið niður 3390 kr. á mánuði eða 38.990 kr. fyrir árið. Hjá World Class eru ýmiss konar afsláttarkort tekin gild, auk þess sem sérstakt tilboðsverð er í boði meðan heilsueflingin er í gangi. Máttur er með ýmiss konar kerfi í gangi eins og áður var nefnt, m.a. fá íbúar Grafarvogs 20% afslátt i til- efni nýrrar stöðvar þar. Líkamrækt- arstöðin Hress býður skólafólki 10% afslátt, auk þess sem Hafnfirðingum og Garðbæingum býðst 700 kr. af- sláttur sé þriggja mánaða kort keypt. Ræktin býður tilboð á ár- skortum á 22.500 kr., skólafólk fær 10% afslátt og þriggja mánaða kort á 10.000 kr. og í Aerobic Sport er 12% afsláttur fyrir skólafólk. -ggá Týndar yfirhafnir og skór: Læstar geymslur nauðsynlegar Algengt er að á stöðum sem selja þjónustu, t.d. á sundstöðum og á sólbaðsstofum, sé hangandi skilti sem á stendur: „Farið úr skóm hér.“ Þegar viðskiptavinur ætl- ar í skóna aftur eru þeir e.t.v. horfnir og starfsfólk svarar af- sakandi: „Því miður tökum við ekki ábyrgð á skóm.“ Neytendablaðið segir hafnir týnast í fata- geymslum og enginn segist bera ábyrgð. Full ástæða er til að benda fólki á að setja eigur sínar því aðeins í geymslu að hún sé örugg. Einnig er það eölileg og sanngjörn krafa að seljendur vöru og þjónustu láti það koma greinilega fram með merkingu ef ekki er tekin svipaðar kvartanir til Neytendasamtakanna einnig algengar þegar skólafélög standi fyrir skemmtanahaldi. Yfir- ábyrgð á hlutum sem settir eru í geymslu og að í slíkum tilvikum sé jafnframt boðiö upp á læsta geymslu gegn sanngjörnu gjaldi. Enn um líkamsrækt Fitubrennslan vinsælust Þegar neytendasíðan talaði við líkamsræktarstöðvamar var not- að tækifærið og spurt hvað væri vinsælast. Flestir vora sammála um að alls kyns eróbikktímar á borð við fitubrennslu og palla- tíma nytu mikilla vinsælda, sér- staklega nú eftir hátíðirnar. Karlatímar eiga alltaf sína fóstu aðdáendur og sami kjaminn virð- ist vera duglegur við lyftingam- ar. Alls kyns nýjungar á borð við „spinning" og hröð þolfiminám- skeið njóta vinsælda meðal yngri kynslóðarinnar en jóganámskeið hafa slegiö í gegn hjá fólki á öll- um aldri. Nýr Egill Kristall Ölgerðin Egill Skallagrimsson ehf. hefur sett á markað nýja bragðtegund af Egils Kristali. Nýi drykkurinn, Egils Kristall með eplabragði, er léttkolsýrt bergvatn með frískandi epla- bragði. í Egils bergvatnslínunni eru einnig Egils KristaU með sítrónubragði og Egils Bergvatn án bragðefna. Egils Kristall með sítrónubragði hefur notið mikilla vinsælda síðan hann kom á markað fyrir tveimur árum. All- ir drykkirnir í bergvatnslínunni eru með frískandi gosi en án syk- urs. Þeir eru því vinsælir hjá þeim sem glíma við aukakílóin eða hugsa sérstaklega um heils- Ráö til bensínsparnaðar Olíufélagið hf. ESSO hefur lát- ið útbúa sérstakt bensíneyðslu- spjald en með því geta viðskipta- vinir Olíufélagsins hf. reiknað út eyðslu bílsins hverju sinni. Góð- ar leiðbeiningar á spjaldinu gera öllum kleift að finna úr á ör- skammri stund hve miklu bíllinn eyðir. Viðskiptavinir Olíufélags- ins hf. geta fengið spjaldið á bens- ínstöðvum ESSO um allt land. Meira um bensínsparnað Á spjaldi ESSO er er einnig að finna ýmis góð ráö um hvemig hægt er að draga úr eyðslu bíls- ms: - Hafðu réttan loftþrýsting í hjólbörðunum. - Aktu rólega af stað. - Aktu með jöfnum hraða. - Aktu köldum bíl rólega af stað og í lágum gír. - Forðastu hraðakstur. - Hafðu hreina loftsíu. - Notaðu bensínsparandi smurolíur. Hafðu einnig hugfast: - Bíll eyðir meira í lausagangi á 30 sekúndum en ef vélin er ræst aftur. - Toppgrind og ýmsir aukahlutir auka bensíneyðslu. - Rétt stillt vél og rétt oktantala draga úr bensíneyðslu. ( < í i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.