Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1997, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997
9
I>V
Lögreglan í Belgrad gafst upp fyrir staðfestu námsmanna:
Stjórnarandstæðingar
dönsuðu á götum úti
Námsmenn í Belgrad, höfuðborg Serbíu, stilltu sér upp fyrir framan raðir lögreglunnar í borginni í gær og stóðu and-
spænis laganna vörðum í tólf klukkustundir, eða þar til lögreglan gafst upp og fór. Mikill fjöldi andstæðinga Milos-
evics forseta flykktist út á götur Belgrad í nótt til að fagna með námsmönnum. Símamynd Reuter
Þúsundir fagnandi stuðnings-
manna stjórnarandstöðunnar í
Serbíu streymdu út á götur Belgrad
í nótt eftir að námsmönnum hafði
tekist að fá lögregluna til að láta af
varðstöðu sinni.
Lögreglan lét undan síga eftir að
námsmenn höfðu staðið fyrir fram-
an hana í tólf klukkustundir sam-
fleytt þar til henni var leyft aö halda
áfram göngu sinni.
Mótmælendur fóru þá syngjandi
og dansandi um götur borgarinnar
og fógnuðu ákaft, þrátt fyrir nætur-
kuldann.
„Það sem er að gerast í kvöld er
stórkostlegt. Þetta er tækifæri okk-
ar til að breyta framtíðinni og það
munum við gera,“ sagði kona ein í
mannfjöldanum. Stjórnarandstæð-
ingar hcifa mótmælt stjóm Slobod-
ans Milosevics forseta á hverjum
einasta degi i nærfellt átta vikur.
Vopnaðir óeirðalögregluþjónar
höfðu þar til í nótt verið að fram-
fylgja banni við mótmælagöngum
sem sett var á eftir átök milli stjóm-
arandstæðinga og stjómarsinna á
aðfangadag.
Námsmenn blésu í flautur og
voru í hálfgerðum eltingarleik við
lögreglu í miðborg Belgrad allan
daginn í gær. Um leið og lögreglu-
menn rufu varðhringi sína á einum
stað fóru námsmenn á stjá en þá
setti lögreglan upp vegatálma ein-
hvers staðar annars staðar.
Seint í gærkvöld voru náms-
mennimir saman komnir í lítiili
hliðargötu þar sem þeir dönsuðu
við háværa tónlist úr hátalarakerfi.
Stuðningsmenn þeirra færðu þeim
bæði mat og drykk.
Lögregluþjónamir sem vömuöu
námsmönnum veginn fengu greini-
lega fyrirskipun um að hafa sig á
brott og gátu mótmælendur þá feng-
ið að valsa um götur Belgrad að
vild.
Sjónarvottar sögðu að nokkrir
hefðu slasast þegar bíll ók inn í hóp
mótmælenda en ekki er vitað hvem-
ig það vildi til.
Þeir fáu lögregluþjónar sem eftir
vom á götunum fengu námsmenn
ofan af því að fara i hverfið þar sem
Milosevic býr. Reuter
Útlönd
Nyrup Rasmussen
aftur heim
af sjúkrahúsi
Poul Nyrup
Rasmussen, for-
sætisráðherra
Danmerkur, fór
heim af sjúkra-
húsi í gær-
kvöld. Hann
hafði þá legið
inni í sólar-
hring eftir aö
hann féll í yfirlið þegar hann var
að stunda líkamsrækt í líkams-
ræktarstöð í Kaupmannahöfh.
Aðstoðarmaður ráöherrans
sagði að liöið hefði yfir hann
vegna of mikils vökvataps við æf-
ingamar. Búist er við að Poul
Nyrup komi aftur til vinnu á
mánudag.
Skæruliðar í Perú
saka forsetann
um lygar
Áróðursstríðið milli ríkis-
sijórnar Perú og marxísku
skæruliðanna sem halda 74 gisl-
um í embættisbústaö japanska
sendiherrans í Lima færðist í
aukana í gær þegar uppreisnar-
mennimir sökuðu Alberto Fu-
jimori forseta um að Ijúga því til
að þeir krefðust lausnargjalds.
Uppreisnarmennirnir settu
skilti út í einn glugga umsetins
hússins þar sem sagði: „Ekki ljúga,
Fhjimori. Við höfum ekki áhuga á
peningum. Kröfumar eru um
frelsi til handa fóngum okkar.“
Stjóm Fujimoris hafði hvatt
japönsk fyrirtæki sem eiga starfs-
menn meðal gíslanna til að láta
ekki undan „fjárkúgun" upp-
reisnarmannanna.
Þó svo að Tupac Amam skæm-
liðahreyfingin hafi áður rænt
kaupsýslumönnum og stjóm-
málamönnum í fjáröflunarskyni,
er ekkert sem bendir til aö sá sé
tilgangurinn með gíslatökunni í
sendiherrabústaðnum. Gíslamir
vom teknir fyrir rúmum þremur
vikum.
Stjómvöld í Perú munu nú
íhuga að leyfa skæruliðunum að
fara úr landi þegar gíslamir
verða lausir. Reuter
TIIiBOÐ
TaKt’ ana heim
16“pizzu
m/2 áleggst. +
aukaáleggkrlOO
(bara íiegar sott er;
dM* S
•"‘SSiSSSiSi
fifnfT
gim- \ m s
NÝBÝLAVEGI 16