Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1997, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1997, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 37 Margrét Vilhjálmsdóttir leikur eitt aöalhlutverkiö. Leitt hún skyldi vera skækja Á Smíðaverkstæði Þjóðleik- hússins verður sýnt í kvöld leik- ritið Leitt hún skyldi vera skækja eftir John Ford. Leik- sýning þessi hefur fengið góðar viðtökur. Verkið, sem er eró- tískt og hryllilegt í senn, segir frá systkinum sem ganga i ber- högg við siðareglur samfélags- ins með forboðinni ást sem að lokum leiðir til hörmulegra endaloka. John Ford var sam- tímamaður Shakespeares og Leikhús þekkt leikskáld. Hann náði þó aldrei sömu vinsældum enda hafa ekki mörg verk varðveist eftir hann. Leitt hún skyldi vera skækja var skrifað i kringum 1630. Leikritið var umdeilt þvi efni þess, blóðskömm, fór fyrir brjóstið á fólki. Leikarar eru Hilmir Snær Guðnason, Margrét Vilhjálms- dóttir, Steinn Ármann Magnús- son, Ragnheiður Steindórsdótt- ir, Edda Arnljótsdóttir, Stefán Jónsson, Kristján Franklín Magnús og Erlingur Gíslason. Leikstjóri er Baltasar Kormák- ur. Rabbfundur um Húnavöku Ungmennasamband A-Hún. boðar til rabbfúndar í fyrramál- ið, kl. 10.30, í fundarsal Sam- stöðu, Blönduósi, um kosti þess og galla að færa tímasetningu Húnavöku þannig að hún yrði t.d. haldin fyrstu helgina í júlí eða um verslunarmannahelgina, eða jafnvel að færa hana aftur að páskum. Samkomur Undankeppni fyrir Norðurlandamót Undankeppni fyrir yngsta flokk Norðurlandamótsins í skólaskák verður í dag og á morgun í skákmiöstöðinni aö Faxafeni 12, Reykjavík. Rétt til þátttöku hafa allir krakkar, fæddir 1986 eða síðar. Keppt verður í kvöld, kl. 19, og á morg- un, kl. 14. Þriðju ljóðatónleikar Gunnars Troðfullt hefur veriö á tvenna ljóðatónleika Gunnar Guð- björnssonar og Jónasar Ingi- mundarsonar í Gerðubergi og því hefur verið ákveðið að hafa þriðju tónleikana i kvöld, kl. 20.30. Þungfært um Dynjandis- og Hrafnseyrarheiöi Helstu þjóðvegir landsins eru færir en víða er nokkur hálka. Á Vestfjörðum er þungfært um Dynj- andis- og Hrafseyrarheiði. Snjór er einnig á vegum á Norðaustur- og Austurlandi. Einstaka leiðir í þess- um landshlutum eru ófærar vegna snjóa, til að mynda Öxarfjarðar- Færð á vegum heiði, Hellisheiði eystri og Mjóa- fjarðarheiði. Ekki er mikið um að vegavinnuflokkar séu á ferðinni á þessum árstíma, en þó má geta þess að verið er að vinna á Suðurlands- vegi að Galtalæk og frá Hvolsvelli að Vík. m Hálka og snjór @ Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir C^) LokaörStÖÖU CD Þungfært 0 Fært fjallabílum Margrét, Baldur og Jó- hannes eignast systur Magnea Baldursdóttir hún vera 4.075 grömm að eignaðist þessa myndar- þyngd og 51,5 sentímetra legu ______________________ löng. Hún á S»d- á Barn dagsins inni á sem er 14 ára, fæðingardeild Landspítal- Baldur, 12 ára, og Jó- ans 11. desember kl. 12.59. hannes, 4 ára. Við fæðingur reyndist Drekinn kann ýmislegt fyrir sér, meðal annars á hann auövelt meö að kveikja eld. Drekahjarta Háskólabíó hefur sýnt frá því fyrir jól ævintýramyndina Drekahjarta (Dragonheart). Að- alpersónan í henni er riddarinn Bovven sem hefur fengið það verkefni að gera erfðaprins að snjöllum skylmingamanni. Þjálfunin tekst vel og riddarinn, sem er öllum kostum búinn, sem riddarar eiga að vera, telur sig Kvikmyndir hafa alið upp efni í fyrirmyndar- kóng. Annað kemur á daginn, prinsinn er falskur, undirfórull og grimmur en hefur falið þetta fyrir Bowen. Þegar prinsinn sær- ist hættulega verður það honum til bjargar að móðir hans, drottn- ingin, þekkir máttugan dreka sem gefur prinsinum hálft hjarta sitt og telur sig gera góðverk. Eru prinsinn og drekinn sam- tengdir eftir þetta. Þegar hið rétta eðli prinsins kemur í ljós telur Bowen að breytingin á hon- um sé drekanum að kenna og leggur upp í krossferð gegn drek- um. Nýjar myndir Háskólabíó: Sleepers Laugarásbíó: Flótti Kringlubíó: Lausnargjaldiö Saga-bíó: Saga af morðingja Bíóhöllin: Jack Bíóborgin: Hringjarinn í Notre Dame Regnboginn: That Thing You Do Stjörnubíó: Matthildur Krossgátan T I 3 |¥ f L T' 8 <? IO ... ii VT IV 1 \ts i PT" Lárétt: 1 smíðaverkfæri, 8 löngun, 9 gröm, 10 röddina, 11 attir, 14 patti, 15 ekki, 16 veiðin, 18 eldur, 19 æða. Lóðrétt: 1 beitta, 2 friðsöm, 3 skor- dýr, 4 angaði, 5 ferilinn, 6 mjúki, 7 starf, 12 ofsakæti, 13 skjálfti, 15 aft- ur, 17 eignast. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 verklag, 7 Ólína, 8 ró, 10 skökk, 11 uku, 12 prik, 14 gaspurs, 16 stunum, 18 síuna, 19 má. Lóðrétt: 1 vógu, 2 elska, 3 ríkustu, 4 knöppu, 5 lak, 6 arkir, 9 ósk, 13 runa, 14 gæs, 15 smá, 16 sí, 17 um. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 10 10.01.1997 kl. 9.15 Eininn Kaup Sala Tollqengi Dollar 67,180 67,520 67,130 Pund 113,840 114,420 113,420 Kan. dollar 49,670 49,980 49,080 Dönsk kr. 11,1840 11,2430 11,2880 Norsk kr 10,5050 10,5630 10,4110 Sænsk kr. 9,7400 9,7940 9,7740 Fi. mark 14,2770 14,3620 14,4550 Fra. franki 12,6200 12,6920 12,8020 Belg. franki 2,0649 2,0773 2,0958 Sviss. franki 49,0300 49,3000 49,6600 Holl. gyllini 37,9400 38,1600 38,4800 Þýskt mark 42,5900 42,8100 43,1800 ít líra 0,04365 0,04393 0,04396 Aust. sch. 6,0510 6,0890 6,1380 Port. escudo 0,4267 0,4293 0,4292 Spá. peseti 0,5068 0,5100 0,5126 Jap. yen 0,57990 0,58340 0,57890 irskt pund 111,700 112,400 112,310 SDR 95,47000 96,04000 96,41000 ECU 82,7200 83,2100 83,2900 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.