Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1997, Blaðsíða 20
32
“1“
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997
Sviðsljós
Eiturgas við
upptökurnar
Sigoumey Weaver er sjáifsagt
ýmsu vön sem kvenpersónan óg-
urlega í Alien-myndunum, hefur
þar komist í kynni við eiturgufur
af ýmsu tagi. Við upptökur á
fjórðu myndinni í Alien-flokknum
gerðist það að einhver lofttegund
fór að streyma inn á sviðið svo
flytja þurfti alla á brott. Engan
sakaði.
Vandræðagangur með 18. myndina um njósnara hennar hátignar:
Ef James Bond gæti nú bara skot-
ið upp kollinum í alvöruheiminum
okkar eitt andartak og bjargað að-
standendum sínum úr klípunni,
sem þeir eru komnir í, yrðu margir
honum ævinlega þakklátir. En, því
miður, þaö er sjálfsagt ekki hægt.
Á sama tíma halda vandræðin
bara áfram að hlaðast upp.
Átjánda kvikmyndin um ævin-
týri ofurhetjunnar og njósnara
hennar hátignar, James Bond, hefur
verið í undirbúningi frá árinu 1993
þegar hafist var handa við að skrifa
handritið. Um áramót var skrifhm-
um ekki enn lokið og ekki var einu
sinni komið nafn á væntanlega
mynd, annað en einfaldlega James
Bond 18. Þá er ekki enn búið að
ráða neina leikara, nema að sjálf-
sögðu Pierce Brosnan sem leikur
hetjuna. Og kvikmyndatökur eiga
að hefjast í vor, eða þannig hljóðar
að minnsta kosti áætlunin.
Anthony Hopkins hafði fallist á
að leika erkibófann í nýju myndinni
en vegna sífelldra tafa hætti hann
við og tók þess í stað að sér að leika
á móti Antonio Banderas í mynd
um grímuklædda sverökappann
Zorro.
Ekki tekur betra við þar sem
Bond-stúlkan er annars vegar.
Hennar hefur verið leitað með log-
andi ljósi, án árangurs.
„Þeir hafa fengið í prufu hverja
einustu unga fallega stúlku sem
þeim hefur dottið í hug og getur
leikið og þeir hafa ekki enn fundið
það sem þeir eru að leita að. Það er
sosum ekki undarlegt þar sem þeir
vita ekki að hverju þeir eru að leita.
Pierce Brosnan og íturvaxin Bond-
stúlka.
Þeir eru ekki einu sinni komnir
með endanlegt handrit,“ segir leik-
kona ein sem ekki vill láta nafns
sins getið.
Forráðamenn MGM kvikmyndafé-
lagsins í Hollywood eru að vonum
orðnir áhyggjufúllir þar sem þeir
treysta því að væntanleg Bond-mynd
eigi eftir að bjarga þeim úr fjárhags-
kröggunum sem þeir eru í. Fyrsta
myndin með Brosnan í hlutverki
Bonds, Guilauga, gaf af sér rúma tvo
milljarða íslenskra króna.
Leikstjóri Gullauga var Martin
Campbell en aðstandendum tókst
ekki að tryggja sér þjónustu hans
heldur réðu þess í stað Roger Spottis-
woode. Hann gerði þá frábæru blaða-
manna- og byltingarmynd Under
Fire, með Nick Nolte og Gene Hack-
man, en einnig þá hálfmisheppnuðu
Air America með Mel Gibson.
Aðdáendur Bonds bíða spenntir.
Mel Gibson í
augu snáksins
Svo kann að fara að ástralski
hjartaknúsarinn og stórsjarmör-
inn Mel Gibson leiki leynilöggu í
næstu mynd sinni. Eins og hann
hafi nú ekki gert það áður. Mynd-
in heitir Augu snáksins og segir
frá leynilöggu einni sem verður
vitni að því þegar vamarmálaráð-
herra Bandaríkjanna er myrtur á
hnefaleikakeppni.
Oprah verður í
þrælamynd
Bandariska sjónvarpskonan
Oprah Winfrey hefur í hyggju að
framleiöa og fara með aðalhlut-
verkið í mynd um ambátt sem er
heltekin minningunni um bamið
sitt sem hún varð að bana fyrir
mörgum ámm. Um er að ræða
mynd sem byggð er á skáldsögu
blökkukonunnar Toni Morrison,
Beloved.
Breska stórverslunin Harrods hefur það fyrir sið á hverju ári að fá einhverja heimsfræga persónu til að opna útsöl-
una hjá sér. Ekki var brugðið út af vananum í vikunni þegar bandaríska leikkonan Goldie Hawn var fengin til verks-
ins. Hér má sjá Goldie með eiganda Harrods, Mohamed Al Fayed, og fer greinilega vel á með þeim. Á útsölu Harrods
eru vörurnar seidar með allt að fimmtfu prósenta afslætti. Símamynd Reuter
|#lll|#lgl#i!i%A -Eæa
MmmmunsiMi
Verð aðeins 39,90 mín.
Þú þarft aðeins eitt símtal
í Kvikmyndasíma DV til að fá
upplýsingar um allar sýningar
kvikmyndahúsanna t
DV
KVIKMYNDAs/m/
9 0 4 • 5 0 0 0
Harrison
Ford í róm-
antískri
gamanmynd
Þótt Harrison Ford sé alla
jaftia eins og steinrunninn í
framan og langt frá því að brosa
hefur hann þó fengið að spreyta
sig í rómantfskum gamanmynd-
um. Framhald verður þar á með
myndinni Sex dögum, sjö nóttum
þar sem vonast er til að hann
leiki á móti Kristin Scott Thom-
as. Upphaflega stóð til að Julia
Roberts færi með aðalkvenhlut-
verkið en svo verður þó greini-
lega ekki, sem betur fer.
Joan Collins hlær og
leggur inn á reikning
Sá hlær best sem síðast hlær og
þar hlær breska leikkonan Joan
Collins hæst allra. Hún hefur líka
æma ástæðu til.
Joan fékk um sjötíu milljónir
króna í fyrirframgreiðslu fyrir bók-
arhandrit frá útgáfufyrirtækinu
Random House. Þegar tii kom
reyndist handritið svo illa skrifað
að forlagið treysti sér ekki til að
gefa það út og krafði leikkonuna
um fyrirframgreiðsluna. Hún neit-
aði og þar með fóru máiaferlin í
gang.
í undirrétti féll dómur á þá leið
Joan Collins.
að Joan skyldi halda fyrirfram-
greiðslunni, jafhvel þótt bókin væri
léleg. Allt benti til að málinu yrði
áfrýjað en svo fór þó ekki.
Random House hefur sem sé fall-
ist á dómsátt og um leið hefur fyrir-
tækið fallist á að skýra aldrei frá
innihaldi samkomulagsins.
Annað bindi endurminninga leik-
konunnar er væntaniegt á markað
innan skamms og í því verður kafli
um slag hennar við forlagið fræga.
Joan Collins er sennilega frægust
fyrir að leika hina grimmlyndu
Álex.
Bond klár en óvininn
og stúlkurnar vantar
t