Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1997, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1997, Blaðsíða 1
* t Sláturhús Patreksfjarðar var selt á nauðungaruppboði sl. miðvikudag. Fasteignamat hússins var rúmar 29 milljónir króna og brunabótamat rúmar 114 milljónir. Á uppboðinu keypti Oddur Sigurðs- son sláturhússtjóri, sem sést á innfelldu myndinni, fasteignina á aðeins 700 þúsund krónur sem hann segir sjálfur vera algjört gjafverð. Mikla athygli vakti að fulltrúar bæjarstjórnar Vesturbyggð- ar, sem átti tæpar tvær milljónir í kröfur í húsinu, mættu ekki á uppboðið. Haukur Már Sigurðarson, ritari bæjarstjórnar, viðurkennir að þarna hafi átt sér stað mistök og hefur bæjarstjórn krafist þess að annað uppboð fari fram á fasteigninni. Skuldir heim ilanna aukast um 259 prósent - sjá bls. 6 Tilveran: Offita barna - sjá bls. 14-17 Mikil áhrif jaðarskatta á ungar fjöl- skyldur - sjá bls. 4 DV svarar spurningum vegna heilsuátaks: Hvernig er rétti púlsinn fundinn? - sjá bls. 27 Málflutningur í sakamáli gegn ÞÞÞ: Stærsta skatt- svikamál íslands - segir sækjandi - sjá bls. 7 Jeltsín vill samruna við Hvíta- Rússland - sjá bls. 9 Fjölmennasti mótmæla- fundurinn í Belgrad - sjá Dls. 8 Díana berst gegn jarð- sprengjum - sjá bls. 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.