Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1997, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 7 Fréttir Málflutningur í sakamáli ákæruvaldsins gegn eiganda ÞÞÞ á Akranesi: Stærsta skattsvikamál íslands fyrr og síðar - segir sækjandi - eiganda ber aö greiða 130-140 milljónir nú án tillits til sakamálsins Sigríður Jósefsdóttir, sækjandinn í sakamáli ákæruvaldsins gegn Þórði Þórðarsyni, eiganda Bifreiða- stöðvar ÞÞÞ á Akranesi, hélt því fram í lokamálflutningi réttarhalda í fyrri viku að það væri stærsta skattsvikamál fyrr og síðar á ís- landi. í skjalafalsþætti ákærunnar viðurkenndi sakbomingurinn í rétt- arhöldunum að hafa lækkað upp- hæðir á 120 sölureikningum og not- að þannig sem breytt fylgiskjöl til tekjufærslu í bókhaldi fyrirtækis- ins. Skjalafalsþáttur er þó aðeins hluti af heildarskattstofninum. Heildartölumar í ákærunni hljóða upp á 133 milljóna króna van- talinn tekju- og eignaskatt hjá fyrir- tækinu á árunum 1989-1993. Það hafi orðið til þess að vangreiddur tekjuskattur og útsvar ÞÞÞ hafi ver- ið 37,6 milljónir króna á tímabilinu. í ákæra em Þórði jafhframt gefhar að sök stórfelldar rangfærslur og undandráttur á virðisaukaskatti - þannig hafi vangreidd vsk-gjöld á fjóram árum numið 35,8 milljónum króna. Vangreidd skattgjöld á fjór- um árum námu því samkvæmt þessu samtals rúmum 73 milljónum. Skattyfirvöld hafa með úrskurði endurálagt hinar vangreiddu skatt- greiðslur á fyrirtæki Þórðar auk álags og vaxta. Þær upphæðir ber honum að greiða innheimtumanni ríkissjóðs án tillits til þess hvemig sakamálið fer. Eftir álagningu urðu hinar samtals vangreiddu 73 millj- ónir króna að 108 milljónum. Þrátt fyrir lækkun yfirskattanefndar nemur skuld ÞÞÞ að viðbættum vöxtum engu að síður 130-140 mihj- ónum króna. Þessa upphæð ber Þórði að greiða ríkissjóði og sveitar- félagi sínu nú. Sakamálið er eins og fyrr segir al- gjörlega aðskilið. Það felst í framan- greindum meintum stórfelldum brotum á hegningarlögunum, lögum um tekju- og eignaskatt og virðis- aukaskatt. Helgi V. Jónsson, hrl. og endur- skoðandi, er veijandi Þórðar. Hann mótmælti hinum háu tölum í ákæ- runni. Helgi sagði meðal annars að niðurstaðan væri röng hvað varðaði álagninguna - hún væri allt of há. Eignastaða Þórðar gæfi heldur ekki tilefni til þess. Hervör Þorvaldsdóttir, héraðs- dómari Vesturlands, er dómsform- aður í málinu en meðdómsmenn era endurskoðendumir Birkir Leós- son og Jón Þ. Hilmarsson. Búist er við að dómur gangi í málinu fyrir næstu mánaðamót. -Ótt Útlendingar: Aldrei fleiri erlendir farþegar til landsins Alls komu rúmlega 200 þúsund erlendir farþegar til íslands með flugvélum og skipum á árinu 1996. Þetta kemur fram í gögnum sem Út- lendingaeftirlitið hefur tekið sam- an. Aldrei áður hafa svo margir er- lendir farþegar komið til landsins á einu ári. Árið 1995 komu rúmlega 189 þúsund erlendir farþegar til landsins, samkvæmt upplýsingum Útlendingaeftirlitsins. Flestir erlendu farþeganna vora frá Þýskalandi eða rúmlega 34 þús- und talsins. Þá komu tæplega 31 þúsund Bandaríkjamenn til lands- ins og breskir farþegar vora rúm- lega 22 þúsund. Rúmlega 189 þúsund íslendingar komu til landsins frá útlöndum með skipum og flugvéliun á síðasta ári. íjöldi farþega sem kom til landsins var því í heild rúmlega 390 þúsund. -RR Komur erlendra farþega til íslands Öll yfirstjórn lögreglunnar í Reykjavík og Kópavogi var samankomin viö opnun nýju lögreglustöövarinnar í Breiöholti ó föstudag. Frá vinstri eru þeir Arnþór Ingólfsson, aöstoöaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, Böövar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavik, Guömundur Guömundsson, starfsmannastjóri lögreglunnar í Reykjavík, Guömundur Guöjónsson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, Magnús Einarsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, Har- aldur Johannessen, aöstoöarlögreglustjóri, Jónas Hallsson, aöstoöaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, og Hilmar Þorbjörnsson, aöstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavfk. DV-mynd S Málþing um framtíðarsýn á vegum umhverfisráöuneytis og Skipulags ríkisins í Norræna húsinu laugardaginn 18. janúar 1997 kl. 14-17. Dagskrá: 1. Kynning á verölaunatillögum í hugmyndasamkeppninni „ísland áriö 2018". Tillöguhöfundar kynna hugmyndir sínar. 2. Pallborðsumræður Framtíöarsýn stjórnmálaflokkanna Stjórnandi: Ævar Kjartansson. Þátttakendur: Fulltrúar stjórnmálaflokkanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.