Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1997, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997
Fréttir
Sláturhús Patreksijarðar selt fyrir aðeins 700 þúsund á nauöungaruppboði:
Fékk fasteignina
á algeru gjafverði
- segir Oddur Guðmundsson kaupandi - bæjarstórn Vesturbyggðar viðurkennir að mistök hafi átt sér stað
„Ég fékk fasteignina á algeru
gjafverði en það bauð enginn betur
þannig að ég fékk húsið. Það kom
vissulega á óvart að enginn kom frá
bæjarstjóm eða bændum á uppboð-
ið. Þetta var löglegt á allan hátt
enda auglýst í blöðum og Lögbirt-
ingablaðinu," segir Oddur Guð-
mundsson, nýr eigandi að slátur-
húsi Patreksfjarðar, en hann keypti
húsið á aðeins 700 þúsund krónur á
nauðungaruppboði sl. miðvikudag.
Verð fasteignarinnar er með ólík-
indum lágt þegar að því er gáð að
fasteignamat hússins er rúmar 29
Mjög mikil og vaxandi andstaða
er við byggingu álversins á Grund-
artanga meðal ibúa á Vesturlandi
og er verið að skipuleggja mót-
mælakstur fólks á laugardaginn
kemur frá Akranesvegamótum til
Reykjavíkur. Finnur Ingólfsson iðn-
aðarráðherra hefur verið beðinn
um að vera á vinnustað sínum í iðn-
aöarráðuneytinu þegar bilalestin
kemur þangað síðdegis.
Síðasti skiladagur athugasemda
við starfsleyfi nýs álvers að Grund-
artanga var í gær og bárust meðal
annars athugasemdir frá hrepps-
nefnd Kjósarhrepps, Veiðifélagi
Kjósarhrepps og fjölda einstaklinga.
Jón Gíslason, bóndi á Hálsi í Kjós
og formaður Veiðifélags Kjósar-
hrepps, segir við DV að gera megi
milijónir króna og brunabótamat er
rúmlega 114 milijónir.
Lögfræðingur á vegum trygginga-
félagsins VÍS, sem tryggöi húsið, og
Stofnlánadeildar landbúnaðarins,
sem var stærsti kröfuhafi þess,
bauð 500 þúsund krónur í sláturhús-
ið á uppboðinu. Oddur bauð því
næst 700 þúsund og var slegin eign-
in. Það vekur eftirtekt að fulltrúar
bæjarstjómar Vesturbyggðar, sem
átti hátt í tveggja milljóna króna
kröfu í sláturhúsinu, mættu ekki á
uppboðiö sl. miövikudag.
ráð fyrir því að nærvera stóriðju á
Grundartanga hafi dregið um 30%
úr tekjum af veiði í Laxá undanfar-
in sjö ár og megi rekja verulegan
hluta þessa tekjutaps til sjónmeng-
unar frá Gmndartanga og ótta um
aðra mengun þaðan.
Jón segir að andstæðingum stór-
iðju i Hvalfirði hafi borist nokkurra
ára gömul rannsóknarskýrsla sem
þýsk vísindakona gerði um stóriðj-
umengun á íslandi en samkvæmt nið-
urstöðum hennar hafi mengun frá
Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi
borist inn fyrir Eyri í Kjós og meng-
un frá jámblendiverksmiðjunni á
Grundartanga hafi mælst sunnan við
Reykjavík. Þessar niðurstöður séu á
skjön við það álit umhverfisráöuneyt-
isins að slíkt sé óhugsandi. -SÁ
Búiö aö vera ófremdarástand
„Það er búið aö vera ófremdar-
ástand með sláturhúsið og það
raunverulega að óþörfu. Það hefði
verið hægt að nýta húsið miklu bet-
ur ef samstaða bænda hér í sveit-
inni hefði verið meiri og fleiri grip-
um slátrað hér. Það er verið að fara
suður í Búðardal og norður á
Hvammstanga til að slátra og það
gengur auðvitað ekki.
Ég hef verið að skoöa hvað verð-
ur gert og hvort bændur hafa ein-
hvern áhuga á að slátra héma
áfram. Það verður þá að vera í
miklu meiri heild og fleiri þurfa að
koma til svo mögulegt sé að reka
þetta sem sláturhús. Það kostar mig
á annað hundrað þúsund krónur að
reka húsið á mánuði. Húsiö er auð-
vitað lítils virði ef það verður ekk-
ert notað en ég lít á mig sem bjart-
sýnismann og ég ímynda mér að
það sé hægt að gera eitthvað gott
hér,“ segir Oddur.
Nauðungarsala á sláturhúsinu
átti upphaflega að fara fram sl. vor
en var frestað þar til sl. miðviku-
dag. Sláturhúsið á Patreksfirði var
byggt árið 1980. Það var upphaflega
byggt sem frystihús en síðan breytt
í sláturhús og Sláturfélag Vestur-
Barðstrendinga rak húsið fyrstu
árin. Það fór siðan á nauðungarsölu
árið 1993 og var þá samið að sam-
Oddur Sigurðsson keypti sláturhúsið
á aðeins 700 þúsund krónur.
vinnufélag bænda í sveitinni, Napi,
tæki við rekstrinum eina sláturtið.
Það gekk ágætlega upp og KS kjöt-
vinnsla í Reykjavík, sem keypt
hafði kjöt af húsinu, fór í félag við
Napa og fyrirtækið Dorri hf. var
stofnað. Dorri hf. keypti húsið árið
1994 en gekk illa og Napi var látinn
slátra síðustu tvö ár með litlum sem
engum árangri.
Sofnuöu á veröinum
..Það vora stórmistök hjá bæjar-
stjóminni að koma ekki á uppboðiö
og bjóða í húsið. Það má segja að
sveitastjómin hafi sofið á verðinum
að bjóða ekki alla vega þá upphæð
sem hún átti kröfu í þama. Þessi
vinnubrögð bæjarstjórnar era með
ólíkindum," segir athafnamaður á
Vestfjörðum, en hann vildi ekki láta
nafns síns getið.
Áttu sér staö mistök
„Ég viðurkenni að þama áttu sér
stað ákveðin mistök en ég vil ekki
tjá mig frekar um þau. Við erum
hins vegar búnir að krefjast þess að
uppboðið verði endurtekið. Það eru
allar lagalegar forsendur fyrir því ef
boð er talið óeðlilega lágt miðað við
verðmæti fasteignar. Lögfræðingur
bæjarstjómar er að vinna í þessu
máii,“ segir Haukur Már Sigurðar-
son, ritari bæjarstjómar Vest-
urbyggðar. -RR
Fréttir
Ríkið afsali meirihluta
Elkem í Noregi vill að íslenska
ríkið afsali sér meirihlutaeign í ís-
lenska jámblendifélaginu um leið
og verksmiðjan verði stækkuð á
kostnað Elkem. Stöð 2 sagöi frá.
Formaöur í húsnæðis-
vanda
Formanni Leigjendasamtakanna
hefúr verið hótað útburði úr fé-
lagslegu húsnæði á vegum Reykja-
víkurborgar vegna húsaleigu-
skulda. Alþýðublaðið segir frá.
Steingrímur styður andóf
Oddviti Kjalaméshrepps segir
að Steingrímur Hermannsson,
seðlabankasfjóri og fyrrverandi
forsætisráðherra, hafi lýst yfir
stuöningi viö andóf gegn álveri á
Grundartanga. Stöð 2 sagði frá.
Ólögleg augtýsing
Samkeppnisstofiiun telur aug-
lýsingu Brimborgar um „fislétta
fjármögnun" ólöglega þar sem
hvergi komi fram verð bílanna
sem auglýstir em, afborganir eða
lánsfjárhæð, né hvort um sé að
ræða kaupleigu. Stöð 2 sagði frá.
Nýjum bílaálögum
mótmælt
Hugmyndum fjármálaráðu-
neytisins um að leggja innflutn-
ingsgjöld á bíla eftir þyngd og
vélarstærð hafa vakið litla hrifii-
ingu innflytjenda bandarískra
bíla. Jöfur, sem flytur inn
Chrysler-bíla, hefur leitað full-
tingis bandaríska sendiráðsins
gegn hugmyndunum. Morgun-
blaöið segir frá. -SÁ
Álver Columbia á Grundartanga:
Mótmælaför
á fund Finns
- mikil og vaxandi andstaöa
Jón Gíslason, bóndi á Hálsi f Kjós og formaöur Vei&ifélags Laxár, afhendir
starfsmanni mengunarvarnadeildar Hollustuverndar athugasemdir viö
starfsleyfi Columbia-álversins á Grundartanga. DV-mynd Hilmar Þór
Sláturhús Patreksfjaröar sem seit var á nau&ungaruppbo&i sl. mi&vikudag.
Fasteignamat hússins var rúmar 29 milljónir en húsiö var selt á 700 þúsund.
Heilbrigðisfulltrúi Vesturlands:
Ekki of seint að andmæla
Ég vísa á bug ummælum Finns
Ingólfssonar iðnaðarráðherra á bak-
siðu DV í gær um að of seint sé að
mótmæla byggingu álvers á Grund-
artanga, en lokafrestur til að gera
athugasemdir við starfsleyfistillögur
Hollustuverndar rann ekki út fyrr
en á miðnætti í nótt,“ segir Dagmar
Vala Hjörleifsdóttir, hehbrigðisfull-
trúi Vesturlands
Dagmar Vala bendir á að úr-
skurður skipulagssljóra um stað-
setningu álversins á Grundar-
tanga hafi á sínum tíma verið
kærður til umhverfisráðuneytis-
ins og fyrr en það var búið að af-
greiða kæruna, gátu tillögur Holl-
ustuvemdar ekki legið fyrir og
þar með ekki hægt að gera athuga-
semdir fyrr en nú. -SÁ
Lægsta skor í framlengingu
Úrslit Ieikja í bandaríska körfú-
boltanum í nótt:
Cleveland-Atlanta ........79-93
Miami-Washington..........99-95
New Jersey-Orlando .... 111-114
Philadelphia-Utah ........96-97
Dallas-Phoenix...........98-105
Denver-Charlotte .......100-102
Tvo leiki varö aö framlengja í nótt.
Utah Jazz sigraöi Piladelphia á útivelli
eftir æsispennandi framlengingu. Karl
Malone skoraði 28 stig fyrir Utah en hjá
76'ers skoraði Mark Davis 24 stig sem
tapaöi þama sínum 9. leik i röð.
Charlotte haföi betur í framlengingu
i Denver. Aö loknum venjulegum leik-
tíma var staðan jöfh, 100-100, en i fram-
lengingu voru aðeins skoruð tvö stig,
sem er það lægsta í sögu NBA frá
upphafi, og þau gerði Tony Smith fyrir
Charlotte. Glen Rice var stigahæstur
hjá Charlotte með 25 stig en hjá Denver
skoraöi Laphonso Eilis 23 stig.
/Jonzo Mouming átti stjömuleik fyr-
ir Miami gegn Washington, skoraöi 32
stig. Cnristian Leattner geröi 25 stig fyr-
ir Atlanta gegr. Cleveland.
Orlando vam' góðan sigur í New
Jersey. Rony Seikaly skoraði 29 stig fyr-
ir Orlando.
Dallas réði ekkert við Cedric
Ceballos hjá Phoenix, sem skoraöi 26
stig og tók 12 fráköst. -JKS