Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1997, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1997, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 27 Fréttir DV svarar spurningum lesenda vegna heilsuátaksins: Hvernig er retti púlsinn fundinn? - of grönnum bent á leið til að þyngjast Sölvi ráðieggur m.a. hvernig hægt er að finna út réttan púls fyrir mismun- andi markmiö við æfingar, þ.e. fitubrennslu, þolfimi eða til að bæta árangur. DV-mynd ÞÖK Við höfum gefið lesendum okkar kost á að hringja inn spumingar á meðan heilsuátak DV, Bylgjunnar og World Class stendur yfir og birtum hér svör við tveimur spumingum sem okkur hafa borist símleiðis (síminn er 550-5815). Karlmaður hafði samband og vildi vita hvemig hægt væri að finna út réttan púls fyrir mismunandi markmið við æfingar og kvenmaður, ný- bökuð móðir með barn á brjósti, spurði hvemig hún ætti að fara að því að þyngja sig. Hún sagðist alltaf hafa verið grönn en nú vera allt of grönn. Við báram spum- ingamar undir Sölva Fannar Við- arsson, þjálfara í World Class: Formúla fyrir réttum púlsi „Hámarkspúls er fundinn með því að nota ákveðna formúlu. Tök- um sem dæmi 25 ára einstakling sem vill finna sinn fitu- brennslupúls, þ.e. réttan púls sem fær likamann til að vinna jafnóðum úr sinni eigin fitu (brenna fitu). Það gerir hann með því að reikna út eft- irfarandi formúlu: 220 (slög á minútu) - 25 (aldur) = 195 og síðan 195 x 60% (fitu- brennslugildið) = 117. Mismunandi gildi: Fitubrennsla = 60%. Þolfimi = 65-85%. Bættur árangur = 85+.“ Hærra gildi, hraöari púls „Allt upp fyrir þetta, þ.e. hraðari púls en 117, og einstaklingurinn er kominn út í þolfimi til aukins þolár- angurs. Þolfimin er t.d. yfirleitt kennd á púlsi sem er yfir fitu- brennslupúlsinum. Ef viðkomandi stefnir á maraþonhlaup fer hann ekki yfir 70-80% púls en ef hann stefnir að spretthlaupum fer hann upp í 80-90% púls í mjög stuttum sprettum. Allt undir 117 fyrir þenn- an einstakling er hins vegar bara meðalhreyfing," sagði Sölvi. Hver er brennsla dagsins? Kaloríubrennsla á klst.* 600 500 400 300 200 100 -*miöað við 68 kg manneskju sem stundar hreyfingu á meðal- eða miklum hraða 893 900 kaloríur 800 700 Við getum þakkað það bættum umbúðamerkingum á matvælum að það er nokkuð auðvelt að fá ná- kvæma mynd af því hversu margar kaloríur við innbyrðum á dag. Það er hins vegar ekki auðvelt að finna út hversu mörgum kaloríum við brennum á venjulegum degi. Það er þó nauðsynlegt að vita hvort tveggja, þ.e. hver brennslan er og hversu margar kaloríur við inn- byrðum, ef við erum að reyna að léttast eða hreinlega viðhalda ákveðinni líkamsþyngd. Við fundum nýlega grein í banda- rísku tímariti þar sem gefin er upp sú þumalputtaregla að líkaminn brenni tíu sinnum fleiri kaloríum á dag en líkamsþyngdin segir til um. Manneskja sem er 60 kíló brennir þannig 600 hitaeiningum á dag. Við þetta má bæta brennslu við hugsan- lega íþróttaiðkun samkvæmt töfl- unni hér á síðunni og finna þannig út heildarbrennslu dagsins. -ingo m T R A lí |s) Hvernig á aö þyngja sig? „Ætli fólk að þyngja sig þarf það að vanda til mataræðis. Ég ráðlegg öllmn að neyta 5-6 lítilla máltíða á dag, sama hvort viðkomandi ætlar að þyngjast eða léttast, en sá sem ætlar að þyngja sig ætti að auka magnið hlutfallslega jafnt og þétt í hverri máltíð þar til hann er búinn að ná þeirri þyngd sem stefnt er að. Einn stærsti gallinn við mat- aræði fólks er að það heldur sig við 1-3 máltíðir á dag. Það er margbúið að sanna að líkam- inn starfar ekki best undir þeim kringumstæðum," sagði Sölvi. „Ekki borða mikla fitu, held- ur hollan og góðan mat, saman- ** ber þær kjöt-, mjólkur- og kom- vörur sem fyrir eru á markaðin- um. Reynið að borða fjölbreyttan mat, úr sem flestum fæðuflokkum, og sem minnst af fitu. Notið t.d. bara ólífuolíu við steikingu," sagði Sölvi. Hann sagði að einnig væru til ákveðin duft fyrir fólk sem annað- hvort vildi þyngjast án þess að fitna eða grenna sig án þess að missa vöðvamassa. í því tilfelli ráðleggur hann fólki að tala beint við sig. -ingo V / tónlistarverðlaunin 1 « 9 • 9 • 7 íslensku tónlistarverðlaunin auglýsa eftir þátttöku vegna afhendingar verðlaunanna fyrir starfsárið 1996. 9 Afhending fer fram þann 20. febrúar nk. en síðasti skiladagur þátttökutilkynningar er 15. janúar nk. 9 Gjaldgengir eru allir tónlistarmenn sem á einhvern hátt hafa verið viðriðnir útgáfu á tónlist á árinu 1996. 9 Útgefendur og ábyrgðarmenn útgáfunnar eru beðnir að senda útgefið efni ásamt uppýsingum um höfunda og flytjendur til: 9 íslensku tónlistarverðlaunin Rauðagerði 27 108 Reykjavik Nánari uppl. veita: Eiður Arnarson s. 564-2065 póstfang: eidur atreknetis Jónatan Garöarssons. 554-2122

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.