Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1997, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1997, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 37 DV Hafsteinn Austmann sýnir verk sin í Listþjónustunni. Akvarell 1-6 í Listþjónustunni, Hverfis- götu 105, var um helgina opnuð sýning á verkum eftir Hafstein Austmann. Akvarellur 1-6 nefh- ist sýningin. Hafsteinn Aust- mann er fæddur á Vopnafirði 1934. Hann nam myndlist á ís- landi og í Frakklandi á árunum 1951-1955, en fór auk þess fjölda náms- og starfsferða fram til ársins 1969. Hafsteinn hefur haldið 23 einkasýningar og tekið þátt í 32 samsýningum. Auk sýninga á íslandi hefur Haf- steinn sýnt í Danmörku, Sví- þjóð, Noregi, Frakklandi, fyrr- um Sovétríkjunum, Finnlandi, Skotlandi, Þýskalandi og Mexíkó. Sýningin stendur til 2. febrúar og er opin þriðjudaga til fostudaga kl. 12.00- 18.00 og laugardaga og sunnudaga kl. 14.00-18.00. Sýningar Afstrakt í Norræna húsinu Myndlistarmennimir Ger- hard Roland Zeller og Þór Lud- wig Stiefel opnuðu málverka- sýningu í sýningarsölum Nor- ræna hússins um síðustu helgi. Á sýningimni eru um þijátíu af- straktmálverk sem máluð eru á síðastliðnum tveimur árum. Gengið er út frá sameiginlegu þema sem er náttúra íslands í margbreytileik sinni. Sýningin er opin daglega kl. 12-18 og stendur hún til 26. janúar. Danskennsla í Risinu Danskennsla, kúrekadans, verður á vegum Félags eldri borgara í Reykjavík kl. 18.30 í kvöld og dansæfmg kl. 20.00. All- ir velkomnir. ITC-deildin Harpa Tíu ára afmælisfundur verð- ur í Kiwanishúsinu, Engjateigi, í kvöld kl. 20.00. Gestir velkomnir. Samkomur Fundur með alþingismönnum í kvöld kl. 20.30 munu alþing- ismennimir Halldór Blöndal samgönguráðherra og Tómas Ingi Olrich vera með fund í húsi eldri borgara á Ólafsfirði. ITC Irpa Fimdur verður í kvöld kl. 20.30 í Sjálfstæðissalnum, Hverafold 5. Allir velkomnir. Málfundafélagið Óðinn Aðalfundur verður haldinn kl. 20.30 í kjallara Valhallar, Háaleitisbraut 1. Gestur fundar- ins verður Ámi Sigfússon borg- arfulltrúi. Spooky Boogie á Gauki á Stöng: Fönkuð soulmúsík á Gauknum Gaukur á Stöng býður sem fyrr upp á fjöl- breytta og lifandi tónlist alla daga. Gaukur á Stöng er orðinn gamall og virðulegur staður af bjórstað að vera, var meira að segja stofn- aöur áður en bjórinn var leyfður, og hélt fyr- ir stuttu upp á þrettán ára afmæli sitt. Á Gauknum leika margar af vinsælustu hljóm- sveitum landsins og meðal þeirra sem hafa leikið þar undnafarið má nefna i Reggae on Ice og Blúsmenn Andreu sem voru þar i gær- kvöld og á sunnudagskvöld. Skemmtaiúr í kvöld er það svo hin bráðhressa hljóm- sveit, Spoogy Boogie, með þá Richard Scobie og Stefán Hilmarsson í broddi fylkingar, sem leikur fyrir gesti á Gauknum og verður hún einnig þar annað kvöld. Spooky Boogie leik- ur fonkaða soultónlist með diskóáhrifum og má heyra tónlist hljómsveitarinnar á plötu sem hún gaf út í fyrrasumar en í kvöld mun Spoogy Boogie örugglega leika lög af plöt- imni auk annarra laga sem flestir ættu að þekkja. Spooky Boogie leikur á Gauki á Stöng í kvöld og annaö kvöld. Vegir þungfærir fyrir austan Akureyri Á Snæfellsnesi er Kerlingarskarð þungfært. Á Vestfjörðum er ófært frá Kollafirði í Vatnsfjörð og um Dynjandis- og Hrafnseyrarheiði. Norðurleiðin er fær en snjókoma og skafrenningur er á heiðum. Fyrir austan Akureyri eru vegir þungfær- ir og austan við Húsavík er ófært Færð á vegum með ströndinni til Vopnafjarðar. Ófært er um Mývatns- og Möðru- dalsöræfi og Vopnafjarðarheiði. Á Suðaustmrlandi var verið að moka frá Höfn að Djúpavogi fyrir hádegi. Annars eru þjóðvegir landsins fær- ir, en víðast hvar er hálka á vegum. James Elías Vegna mistaka varð ruglingur á myndum og birtum við því aftur mynd af James Elías, sem fæddist á fæðingardeild Landspítalans 10. desem- Barn dagsins ber kl. 18.32. Þegar hann var vigtaður reyndist hann vera 3.220 grömm að þyngd og 51 sentímetra langur. Foreldrar hans eru Ingrid Victoria Nes- bitt og Sigurður Hjalta- son. Max Von Sydow leikur titilhlut- verkiö og hefur fengið góða dóma fyrir leik sinn. Hamsun Háskólabíó hefur að undan- fömu sýnt dönsku úrvalsmyndina Hamsun en í henni leikur sænski stórleikarinn Max Von Sydow rit- höfundinn Knut Hamsun og í hlut- verki eiginkonu hans, Marie, er Ghita Nerby. Myndin byrjar árið 1935 þegar hinn aldni rithöfundur sýnir meir og meir aðdáun sína á Hitler. Hann telur það vera köllun sína að berjast gegn breska heimsveldinu og lýsir opinberlega yfir stuðningi við nasismann. Meira að segja þeg- ar Noregur er hertekinn biður hann landa sína að leggja niður vopn. Það er því fljótt farið að líta á Hamsun og eiginkonu hans, Kvikmyndir Marie, sem svikara. Vegna þess að heyrn hans var orðin slæm þá er það hlutverk hennar að vera eyru hans og stundum talsmaður. Með timanum verður hún sjálfstæðari um leið og Hamsun einangrast. Þegar stríðinu lýkur er Marie hneppt i fangelsi og réttarhöld eru sett yfir Hamsun, en hann var aldrei settur í fangelsi. Nýjar myndir Háskólabió: Sleepers Laugarásbíó: Flótti Kringlubíó: Moll Flanders Saga-bíó: Ógleymanleg Bíóhöllin: Lausnargjaldið Bíóborgin: Kvennaklúbburinn Krossgátan 7 1 r~ H *r 7“ 8 amm 10 ll uT rr il J7" /£■ TT~ IÖ .ici zo 2/ & Í3 Lárétt: 1 vatn, 6 matarveisla, 8 kjarklaus, 9 kjána, 10 hressu, 11 naum, 13 hreyfðust, 15 haf, 17 nærri, 18 rykkom, 20 kæpur, 22 félaga, 23 tryllta. Lóðrétt: 1 spara, 2 land, 3 smámun- ir, 4 blómi, 5 elskuðust, 6 fiskur, 7 missir, 12 áköfum, 14 yndi, 16 ótti, 18 púki, 21 friður. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 knýr, 5 ösp, 8 lemur, 9 ká, 10 ös, 11 Inga, 12 kör, 14 nuða, 15 kraumar, 18 óð, 19 fróni, 21 kul, 22 fans. Lóðrétt: 1 klökk, 2 nes, 3 Ýmir, 4 runnur, 5 örgum, 6 skaðann, 7 pára, 13 örðu, 16 afl, 17 ris, 18 ók, 20 óa. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 13 14.01.1997 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tallqenqi Dollar 67,570 67,910 67,130 Pund 112,910 113,490 113,420 Kan. dollar 50,000 50,310 49,080 Dönsk kr. 11,1570 11,2160 11,2880 Norsk kr 10,5930 10,6510 10,4110 Sænsk kr. 9,7350 9,7890 9,7740 Fi. mark 14,2160 14,3000 14,4550 Fra. franki 12,5880 12,6600 12,8020 Belg. franki 2,0616 2,0740 2,0958 Sviss. franki 49,1100 49,3800 49,6600 Holl. gyllini 37,8400 38,0700 38,4800 Þýskt mark 42,5000 42,7200 43,1800 it. líra 0,04363 0,04391 0,04396 Aust. sch. 6,0410 6,0780 6,1380 Port. escudo 0,4261 0,4287 0,4292 Spá. peseti 0,5086 0,5118 0,5126 Jap. yen 0,58010 0,58360 0,57890 írskt pund 111,070 111,760 112,310 SDR 95,56000 96,13000 96,41000 ECU 82,5800 83,0800 83,2900 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.