Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1997, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997
9
r>v
Díana prinsessa í Angóla:
í herferð gegn
jarðsprengjum
Díana prinsessa af Wales er nú í
fjögurra daga heimsókn í Angóla til
aö leggja Rauða krossinum lið í her-
ferð hans gegn jarðsprengjum. Talið
er að í landinu hafi verið lagðar níu
milljónir jarðsprengna í tuttugu ára
borgarastyijöld. Af hverjum þúsund
íbúum Angóla hafa þrír misst út-
limi af völdum jarðsprengna.
„Það er einlæg von mín að sam-
vinna okkar næstu daga muni beina
athygli umheimsins að þessu mikil-
væga máli sem hingað til hefur ekki
hlotið verðskuldaða athygli," sagði
prinsessan á fundi með fréttamönn-
um í Angóla í gær.
Rauði krossinn í Bretlandi vonast
til að sá fjöldi fréttamanna, sem
fylgir hverri x hreyfingu
prinsessunnar, muni aðstoða við að
beina athyglinni að herferðinni fyr-
ir banni gegn jarðsprengjum. í
hveijum mánuði verða um tvö þús-
und manns fórnarlömb jarð-
sprengna víðs vegar um heiminn.
Við komuna til Angóla var Díana
klædd í síðbuxur, jakka og striga-
skó til að leggja áherslu á að hún
væri í vinnuferð. Starfsfólk, sem
hún er vön að taka með sér í heim-
sóknir til erlendra ríkja eins og hár-
greiðslukona, varð eftir í Bretlandi í
þetta sinn.
í gær heimsótti prinsessan fá-
tækrahverfi Lúanda, höfuðborgar
Angóla. Á dagskránni eru heim-
sóknir til fómarlamba jarðsprengna
og í gervilimaverksmiðjur.
í kjölfar skilnaðarins viö Karl
Bretaprins sagði Díana af sér sem
varaforseti Rauða krossins í Bret-
landi. Heimsókn hennar til Angóla
þykir hins vegar sýna að hún
hyggst halda áfram að sinna mann-
úðarmálum. Reuter
Lftil stúlka I Angóla afhendir Díönu prinsessu blóm við komuna til landsins. Utanríkisráöherra Angóla, Venancio de
Moura, tók ó móti prinsessunni.
Símamynd Reuter
Engflandsdrottn-
ing býður til
risaveislu
Elísabet Eng-
landsdrottning
og Filippus eig-
inmaður henn-
ar ætla að halda
upp á gullbrúð-
kaupsafmæli
sitt með því að
bjóða til garð-
veislu í Buck-
inghamhöll í sumar fjögur þús-
und öðrum hjónum sem einnig
gengu í það heilaga árið 1947.
Blaðið Daily Telegraph skýrir
frá því í morgun að verið sé að
undirbúa val á hjónunum heppnu
en árið 1947 vora framkvæmdar
rúmlega 100 þúsund hjónavígslur
í Bretlandi.
Vítisengill í Dan-
mörku skotinn
til bana
Félagi i mótorhjólagengi í Sví-
þjóð særðist er skotið var á hann
snemma í gærdag nálægt Helsin-
borg. Tveimur dögum áöur hafði
félagi í Vítisenglum í Álaborg í
Danmörku verið skotinn til bana.
Ekki var Ijóst í gær hvort nokkurt
samband væri á milli atburðanna.
Undanfarin þrjú ár hafa átta
manns látið lífið í Svíþjóð, Dan-
mörku og Noregi í bardögum
milli mótorhjólagengjanna Vít-
isengla og Bandidos. Reuter
Jeltsín ekki aðgerðalaus á spítalanum:
Vill samruna við
Hvíta-Rússland
Borís Jeltsín Rússlandsforseti,
sem liggur nú á sjúkrahúsi með
lungnabólgu, virðist hafa fengið
stuðning frá íhaldssömum þing-
mönnum við tillögu sina um sam-
runa við Hvíta-Rússland.
Sergei Jastrzjembskí, blaðafull-
trúi Jeltsíns, sagði fréttamönnum í
gær að forsetanum heilsaðist ágæt-
lega, fimm dögum eftir að hann var
lagður inn á sjúkrahús. Hann sagði
að læknar sem skoðuðu forsetann
hefðu sagt að hiti hans og aðrir
þættir væra á eðlilegu róli. Ekki
hefur þó komið fram hvenær forset-
inn getur vænst þess að fá að fara
heim. Búist er við að forsetinn hafi
hægt um sig í tvær til þijár vikur.
Tilkynning blaðafulltrúans um að
Jeltsín hefði sent Alexander Lúka-
sjenkó, forseta Hvíta-Rússlands,
bréf þar sem lagt er til að haldin
verði þjóðaratkvæðagreiðsla um að
samrunaferlið gangi hraðar fyrir
sig var túlkuð sem svar við fyrir-
hugaðri stækkun Atlantshafsbanda-
lagsins (NATO) til austurs.
Lúkasjenkó, sem er ákafúr fýlgis-
maður samruna við Rússland, lýsti
yfir mikilli ánægju sinni. Lúkasjenkó
hefúr kvartað yfir því að samningur
um nánari samvinnu landanna sem
undirritaður var í apríl síðastliðnum
hafi ekki haft nein áhrif.
„Ég er mjög ánægður með að
Borís Jeltsfn vill f eina sæng meö
grönnum sínum í Hvíta-Rússlandi.
Sfmamynd Reuter
Rússlandsforseti skuli hafa bragðist
svona við,“ sagði Lúkasjenkó viö
fréttamenn í höfuðborginni Minsk.
„Þetta er bamið okkar, mín og
Rússlandsforseta. Og ég tel að við
ættum að beita okkur fyrir þessu
ferli og koma því á koppinn."
Jeltsín mælti óspart fyrir sam-
runa við fyrrum Sovétlýðveldi í
kosningabaráttunni í fyrra og und-
irritaöi m.a. samninginn við Hvíta-
Rússland með mikilli viðhöfn í
Kreml en slælegur efhahagur Hvíta-
Rússlands hefur komið í veg fyrir
að hægt væri að framfylgja honum.
Reuter
Útlönd
Kofi Annan vill Gro til
Sameinuðu þjóðanna
Nýr framkvæmdastjóri Samein-
uðu þjóðanna, Kofi Annan, vill
gjaman að Gro Harlem Brandt-
land, fyrrverandi forsætisráð-
herra Noregs, verði háttsett innan
samtakanna. Núna gegnir hún
ráðgjafastöðu hjá Sameinuðu
þjóðunum. „Hún er klár kona. Þar
sem hún hefúr sagt af sér embætti
forsætisráðherra er ekki óeðlilegt
að spyrja hvaða hlutverki hún
geti gegnt innan samtakanna,"
sagði Annan er hann hafði hitt
Gro í New York á fóstudagskvöld.
Sjálf kveðst Gro vera að skrifa
bók þegar hún er spurð um fram-
tíðaráform. Margir gera ráð fyrir
að hún taki við stjórn Alþjóða
heilbrigðismálastofnunarinnar í
sumar.
Reuter
Byrjendanámskeið
eru að
hefjast!!!
Barnaflokkar
frá fimm ára
Unglingaflokkar
Fullorðinsflokkar
Karatedeild HK
Karatefélag Vesturbæjar Símar: 555-3435 og 555-3436
Reykjavlk-Vesturbæ
lltsala
10-70%
afsláttur
Rafkaup
ÁRMÚLA 24 - SÍMI: 568 1518