Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1997, Blaðsíða 16
tilveran
Þögla týpan er fallin úr tísku:
Að bera áhyggjur sínar á torg
Þegar ég var 15 ára gamall dó
móðir mín. Ég var að koma heim úr
skólanum þegar ég fékk fréttirnar,
fékk mér tesopa og íhugaði þessar
raunalegu fréttir. Ættingjar og vinir
sögðust samhryggjast mér þegar
þeir fréttu um atburðinn. Um
nokkurn tíma eftir að móðir mín
lést ríkti dapurleiki og vandræða-
legt andrúmsloft á heimilinu. Að
lokinni jarðarforinni minntust fáir
á þennan atburð - á hann var litið
sem sorg sem maður ætti að bera
einn og í hljóði.
Þannig hljóða upphafsorð greinar
í nýjasta hefti tímaritsins Sunday
Times Magazine. Þar er verið að
lýsa atburðum sem áttu sér stað fyr-
ir nokkrum áratugum. Nú er nánast
óhugsandi að ferlið gangi þannig
fyrir sig. í dag myndi helmingur
fjölskyldunnar leita sér sálfræðings
til þess að komast yfir áfallið eða
bera áhyggjur sínar á torg fyrir
aðra.
sem opinberuðu vandamál sín eða
trúðu öðrum fyrir þeim voru taldir
vælukjóar. Nú er þögla týpan talin
vera þverhaus og talið eðlilegt að
opna sig og sín vandamál.
Af litlu tilefni
Óþarfi er að vera með alvarleg
vandamál til þess að leita sér sál-
Atvinna fjölda fólks
í Bretlandi eru það tvær milljón-
ir manna sem hafa persónulega ráð-
gjöf eða sálarhjálp í starfslýsingu
sinni. Árið 1995 var talið að 40.000
manns hefðu það að aðalatvinnu í
Bretlandi og hálf milljón hafði það
að hlutastarfi. Enda eru þessi störf
eftirsóknarverð og vel launuð.
mest seldu bókum samtíðarinnar.
Breskar bækur með titla eins og
„Þú getur læknað líf þitt“, „Greindu
hræðslu þina og láttu bara vaða“
eða „Þú hefur ekki efni á að vera
með neikvæðar hugsanir", eru met-
sölubækur og seljast í milljónum
eintaka.
Enginn vandi er að verða háður
sállækningum. í greininni 1
Tískustraumar
Það er i tísku að opna hjarta sitt
fyrir einhverjum, oft og tíðum laun-
uðum sérfræðingum. í Bretlandi er
það ört vaxandi atvinnugrein,
„psychotherapy" (sállækning), og er
orðin fjölmenn atvinnugrein. Það er
ekki svo langt síðan sú skoðun ríkti
að halda bæri öllum einkamálum og
vandamálum fólks frá sviðsljósinu
og sállækningar voru taldar skrýtið
fyrirbæri og þeir sem þær stunduðu
voru taldir meira og minna skrýtnir
sjálfir.
Nú er öldin önnur. Fjöldi fólks er
tilbúinn að hlusta á vandamálin og
greiða úr þeim, að sjálfsögðu fyrir
peninga. Alls staðar er hægt að leita
hjálpar við sálrænum vandamálum.
Jafnvel er hægt að leita sér sálfræð-
iaðstoðar eða „áfallahjálpar" ef
menn vinna þann stóra í lotteríinu.
Það er víst meiri háttar áfall sem
nauðsynlegt er að taka föstum tök-
um þegar í stað.
Fólk sem lendir í því að brotist er
inn hjá því, lögreglumenn sem hafa
þurft að taka þátt í erfiðum skyldu-
störfum, jafnvel sorptæknar, geta
leitað sér sálfræðiaðstoðar vegna er-
fiðra vinnuaðstæðna.
Á sama hátt hefur álit fólks
breyst. Þögla týpan sem bar ekki
áhyggjur sínar á borð fyrir aðra
þótti vera til fyrirmyndar en hinir
Að leita sér sálfræðings er ekki talið tiltökumál í dag og þarf oft lítið tilefni til þess að leita á náðir hans með sín sál
fræðilegu vandamál.
lækninga. Manneskja sem telur sig
ekki hafa höndlað hamingjuna al-
mennilega í lífinu leitar sér hjálpar.
Á sama hátt og góð heilsa var áður
skilgreind sem sjúkdómalaus líðan
þá er hún nú bólstruð með líkams-
rækt, prófunum á kólesterólmagni og
megrunarkúrum, án þess að nein
raunveruleg vandamál séu fyrir
hendi. Sá sem nú telur sig á einhvem
hátt vansælan í sálarlífinu leitar sér
sállæknis og fer í meðferð til að læra
betur að höndla hamingjuna.
Störf sem áður fyrr kröfðust
samúðar fólks, þolinmæði og ná-
inna tengsla við almenning eru nú
meðal þeirra sem eru verst launuð
í þjóðfélaginu. Þar má telja starfs-
hópa eins og hjúkrunarfræðinga,
kennara og þá sem sinna félags-
legri vinnu fyrir hið opinbera. Er
ekki miklu betra að sitja inni á eig-
in skrifstofu og hlusta þar á vanda-
mál fólks og reyna að greiða úr
þeim fyrir há laun?
Bækur um sállækningar eru með
Sunday Times er getið 45 ára gam-
als manns sem lenti i ástarsorg
þegar hann var 27 ára gamall.
Hann leitaði til sálfræðings og hef-
ur gengið reglulega til hans síðan
með vandamál sín. „Ég lít á sál-
fræðinginn eins og tannlækninn,
þangað fer maður reglulega til að
halda sálarlífinu í lagi,“ er haft eft-
ir manninum.
Byggt á grein í Sunday Times
Magazine.
-ÍS
Leitin að eilífu
Alflestir bera þá von í brjósti að
geta haldið eins lengi og kostur er í
æsku sína og vilja ógjama að á sér
sjáist ellimörk. í hinum vestræna
heimi er fólk tilbúið til að eyða
milljörðum króna til að halda i
æskuímynd sína.
Peningar sem eytt er í snyrtivör-
ur, krem til að halda húðinni ungri
eða jafnvel yngja hana, megrunarað-
ferðir og snyrtiaðgerðir eins og and-
litslyftingar skipta tugum milljarða.
Ekki er að undra að miklum pening-
um sé eytt í rannsóknir á því hvern-
ig hægt er að halda í æskufegurðina
eða teQa öldrunarferlið. Það er alda-
gömul barátta. Margir þekktir menn
hafa reynt óhefðbundnar eða bylt-
ingarkenndar aðferðir til að halda í
æskuna. Þeirra á meðal er ekki
ómerkari maður en Píus XII. páfi
sem uppi var á stríðsárunum. Hann
hafði svo mikinn áhuga á að draga
úr öldrun sinni (þrátt fyrir trú um
eilíft líf að lokinni jarðvistinni) að
hann lét sprauta sig með kirtlum úr
ungum öpum í þeirri trú að það
myndi lengja lífið.
Líf- oy erfðafræði
Vísindunum fleygir stöðugt fram
og líffræðingar og erfðafræðingar
eru nú farnir að taka þátt i þessari
baráttu af fullum krafti. Nú er í al-
vöru farið að ræða um hvort ekki
megi hægja á öldrun mannsins í
verulegum mæli, bjartsýnustu
menn tala jafnvel um að hægt sé að
lengja mannsævina um aldir.
í heimi vísindanna rikir sú bjart-
sýna skoðun að hægt sé að snúa á
ellina innan tíðar. Ekki á þó að
byggja það á hefðbundnum aðferð-
um eins og kremum eða andlitslyft-
ingum heldur raunverulegum lausn-
um.
Bent hefur verið á að í líkama
mannsins sé innbyggt öldrunarferli
sem hægi á allri likamsstarfsemi
þegar árin færast yfir. Líf- og erfða-
fræðingar eru í óðaönn að leita uppi
genin sem stjóma öldrunarferlinu í
líkamanum. Fram að þessu hafa til-
raunir manna mest verið á dýrum,
jafnvel lífverum í sinni einfóldustu
mynd. Þessar rannsóknir em komn-
ar lengst á veg í Bretlandi og Banda-
ríkjunum.
Ef einhver dettur niður á lausn-
ina eða einhverja árangursrika að-
ferð til að koma í veg fyrir öldran
eða hægja á henni veröur sá hinn
sami eflaust ríkasti maður í veröld-
inni. Hvaða áhrif slík uppgötvun
hefði á snyrtivöraiðnaðinn er hins
vegar erfiðara að meta. Á sama hátt
er uppi hávær umræða um að
mannskepnan eigi alls ekki að fikta
í þessum málum og það sé siðferði-
lega rangt að lengja líf okkar fram
yfir það sem guð eða náttúran ætl-
aði okkur. Það veldur einnig mikl-
um áhyggjum þegar tekið er með í
reikninginn hvaða áhrif það hefði á
mannfjölgunarvandamálið í heim-
inum.
-ÍS
ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997
Strákur eða stelpa
Menn hafa bæði fyrr og síðar
skemmt sér við að reyna að spá
fyrir um eiginleika væntanlegr-
ar persónu úr móðurkviði.
Fyrst er þess að geta að af ýmsu
þykir mega ráða hvort kona
gangi með dreng eða stúlku.
Sveinbörn eru sögð sprikla
meira í móðurlífi en meyböm.
Ef konan er mjög gild gengur
hún með pilt, einkum ef strýtan
: er mjög breið og íflöt. En standi
hún mjög fram eins og strýta þá
gengur hún með stúlku.
Hægri eða vinstri
Sú skoðun rikti áður fyrr að
ef þykkt konunnar er meiri til
: hægri hliðar gangi hún með
sveinbam og öfugt. Einnig að
Íhægra brjóstið stálmi meira ef
kona gengur með dreng og öf-
ugt. Önnur útgáfa þessa er sú
að vaxi hægra brjóst ungrar
: stúlku fyrr eða meir þá verði
fyrsta bam hennar piltur og öf-
; ugt. Ef þunguð kona er rjóð í
j andliti, einkum hægra megin,
Igengur hún með sveinbarn.
Hafi hún brjóstsviða um með-
göngutimann gengur hún með
síðhærðan dreng. Leggi menn
saltmola á brjóstvörturnar leys-
ist hann upp ef konan gengur
með pilt en breytist ekki ef hún
á von á stúlku.
Hjátrúin
Ein kenning um kynferði
barns hljóðar svo: „Tak þvag
konunnar, lát í glas og set í sólu
um tvo sólarhringa. Ef konan er
1
1
Ivanfær setjast agnir á botninn
eins og smálýs. Ef þær eru
rauðar á lit gengur hún með
sveinbam, ef þær eru svartleit-
ar gengur hún með meybarn."
Nefna má fleiri gamanmál og
hégiljur. Ef ungbarn segir fyrr
mamma en pabbi á næsta barn
að verða stúlka, annars dreng-
ur. Ef fyrsta bam konu var
j drengur á hið síðasta einnig að
verða það. Ef fyrsti gestur sem
konan sér eftir að hún er kom-
in á fætur er karlmaður, þá á
hún að eignast dreng næst, en
j væri gesturinn kvenmaöur yrði
næsta barn stúlka. Segi bamið
- fyrr nei en já þá á næsta barn
móðurinnar að verða drengur,
en stúlka ef það segir fyrr já.
Nú á dögum gera læknavís-
j indin það kleift nokkuð
snemma á meðgöngunni að sjá
hvors kyns fóstrið er, en í flest-
um tilfellum kæra foreldrar sig
ekki um að vita það. Almennt
ríkir sú skoðun að kynferðið
eigi að koma á óvart.
Skýtin húsráð
Hjátrúin var mikil varðandi
meðgönguna. Ýmis smáatriði
átti að varast til að koma í veg
fyrir óæskilegt útlit eða
eiginleika hjá barninu. Ef
þunguð kona borðar gómfillu
verður barnið holgóma. Ef
konan borðar selstungu verður
skarð í timgu bamsins. Ef hún
borðar ýsuroð á bamið að fá
ósletta húð. Ef vanfær kona
borðar valslegna rjúpu eða
annan fugl fær bamið valbrá,
en borði hún ijúpuegg verður
barnið freknótt. Ef konan
drekkur heita drykki verður
bamið hárlaust. Ef hún stígur
yfir breima kött, verður bamið
annaðhvort viðrini eða
vitfirringur.
Byggt á bókinni Merkisdag-
ar á mannsævinni.