Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1997, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997
15
Sætindafíkn algeng:
Getur átt sér margvíslegar orsakir
Þú ert ekki svöng og mátt ekki viö
því að fitna en getur samt ekki stiilt
þig um aö kaupa súkkulaðistykki,
meira að segja stórt, og borða það
allt. Svo færðu heiftarlegt samvisku-
bit þegar þú ert búin með það. Hefur
þú lent í þessu? Sennilega eru marg-
ar konur sem geta svarað þessu ját-
andi og þeim til huggunar skal upp-
lýst að þær eru alls ekki einar um að
upplifa slíka sætindafíkn reglulega.
Hjá sumum á fíkn í sætindi sér eðli-
legar ástæður, viðkomandi þjáist af
lágum blóðsykri, en fyrir aðra getur
sætindafíknin átt sér aðrar orsakir.
Tengist tíðahringnum
Margar konur eru sérlega sjúkar í
sætindi vikuna fyrir blæðingar.
Ástæðan getur verið að sálrænt
spennunart komi til vegna hor-
mónabreytinga þessa vikuna. Önn-
ur skýring er að sumar konur þurfa
allt að 500 hitaeiningum meiri nær-
ingu á dag vikuna fyrir tíðir. Og
eins og allir vita er sykur hrein
orka og getur sókn i hann átt sér
rætur í ónógri næringu og vítamín-
töku sem gerir það að verkum að
sykur gefur þreyttum líkama aukna
orku. Margar konur, sem hafa byrj-
að að taka reglulega inn vítamín,
sérstaklega B-vítamín og kalk, finna
fyrir minni sætindalöngun.
Sykurfíkn
Eins og sumir eru haldnir fíkn í
áfengi eru aðrir sem eru haldnir fíkn
í sætindi. Fíknin stafar af þeirri
góðu sálrænu og líkamlegu tiifinn-
ingu sem sætindi hafa á sumt fólk. Ef
þú verður að fá sætindi til að geta
byrjað daginn eða hafa stjóm á skapi
þínu gætir þú verið sykurfikill. Þá er
gott að losa mataræði sitt við sykur í
nokkra daga og haldi viðkomandi
það ekki út er ráðlegt að leita til
læknis eða næringarfræðings.
Hvað skal aera við
sykurátinu?
Fyrst og fremst er gott að borða
reglulega. Ef þú missir úr máltíð er
líklegt að orkan minnki og þú freist-
ist til að bæta hana upp með sætind-
um. Þijár hollar máltíðir á dag er
lykillinn.
í öðru lagi er gott að lesa vel
innihaldslýsingu á matnum sem
maður kaupir inn. Sykur þarf
ekki að vera skráður sem sykur,
hann getur verið dulbúinn sem
glúkósi (glucose), hunang, síróp,
umbreyttur sykur (invert sugar),
tvísykra (sucrose), maltósi
(maltose) eða sykurreir (raw cane
sugar). Sumar fæðutegundir, líkt
og morgunkom og múslí, inni-
halda allt að fjórar tegundir
sykurs sem eru skráðar
neðarlega á innihaldslist-
ann til að gefa þá ímynd
að varan sé að mestu
leyti sykursnauð. Séu
allar sykurtegundimar
lagðar saman getur
komið í ljós mjög hátt
sykurmagn.
Einnig kemur
regluleg hreyf-
ing í veg fyrir
löngnn í sykur
þar sem hún
eykur insúl-
ínsvörun líkam-
ans og tryggir þar
með rétt blóðsykur-
magn. Burtséð frá
því vill útlitið oft
verða betra með
líkamsrækt, af því leiðir að sjálfs-
álitið eykst og með auknu sjálfsá-
liti minnka líkumar á spennimar-
ti.
Aðrir orkugjafar
Rannsóknir hafa sýnt að soðin
hrísgrjón, soðnar kartöflur og
hvítt brauð umbreytast hraðar í
orku en sykur. Kosturinn við að
grípa í þessa orkugjafa
frekar en sykur er að
þeir innihalda trefj-
ar, vítamín og
stein-
efni sem ekki finnast í sykri.
Samantekt ggá
Mikil ásókn í sætindi er alls ekki óalgeng, sérstaklega ekki hjá
konum. Ástæöurnar geta verið margvíslegar, sumar konur
þurfa aukið magn hitaeininga vikuna fyrir tíöir, aðrar geta
þjást af vítamínskorti og enn aðrar gætu veriö sykurfíklar.
K':
Hollusta fæðu:
Rétt samsetning lykilatriði
Eins og allir vita skiptir mataræð-
ið miklu máli fyrir heilsu okkar og
öllum líður okkur betur þegar við
borðum holla fæðu. Líkaminn
vinnur mun betur ef hann fær upp-
byggjandi mat og er þar af leiðandi
betur í stakk búinn til að takast á
við þá kvilla sem á hann vilja
herja. Röng samsetning á fæðu ger-
ir það að verkum að upp safnast
ýmiss konar úrgangsefni sem gott
er að losa líkamann við. Slíkt
stafar af rangri samsetningu á
þeirri fæðu sem við látum ofan í
okkur en æskilegt hlutfall milli
basískrar og súrrar fæðu er 70%
basísk fæða og 30% súr. Þvi miður
er þetta hlutfall oftast alveg öfugt
og það gerir líkamanum erfiðara
fyrir að vinna úr fæðunni.
Nokkrar tegundir
basískrar fæðu
Af ávöxtum má nefna epli,
apríkósur, avokadó, banana, öll
ber, rúsínur, döðlur, gráfikjur,
mangó, melónur, ferskjur og perur.
Fjölmargar tegundir grænmetis
eru basískar. Þar má til taka
eggaldin, rófur, þroskaðan aspas,
brokkólí, hvítkál, rauðkál, gulræt-
ur, blómkál, graslauk, agúrkur,
dill, hvítlauk, grænkál, salatblöð,
sveppi, papriku, radísur, rauðrófur
og spínat. Engar dýraafúrðir eru
basískar.
Það er engin ástæða til að neita sér um svokallaöan súran mat svo lengi
sem basískt fæði er í meirihluta.
Nokkrar tegundir súrrar
fæðu
Allir niðursoðnir ávextir eru súr
fæða svo og plómur, sveskjur og
ólívur. Af súru grænmeti má t.d.
nefha allar baunir, rósakál, lauk,
rabarbara og tómata. Sömuleiðis er
allt smjör súrt, allir ostar, ijómi, ís
og mjólk. Sömu sögu er að segja um
allan fisk og allt kjöt. Allt kom sem
er unnið úr heilhveiti er súrt, svo og
bókhveiti, bygg, allt brauð, kökur,
kex, hveitinúðlur, hrisgijón, hafrar
og rúgur. Aðrar súrar matartegund-
ir eru t.d. vin, sykur, kakó,
súkkulaði, kók, kaffi, sósur, egg,
sultur, litarefni, marmelaði, rot-
vamarefni, sódavatn, tóbak og edik.
Veikindi þýða hærra
sýrustig
Það sem gerist við neyslu of mik-
ils magns súrrar fæðu er að sýmstig
í blóðinu hækkar en því veikara
sem fólk er þvi hærra sýmstig mæ-
list. Því má segja að basísk fæða
hafi uppbyggjandi áhrif á líkamann
og hjálpi til við að hreinsa hann af
gömlum úrgangi. Til að koma hlut-
unum í lag þarf að neyta léttara fæð-
is og jafnvel fasta til að líkaminn
nái aö hreinsa vel út gamlan úr-
gang.
Samantekt, m.a. úr tímaritinu
Heilsuhringnum. -ggá
Fyrir byrjendur:
Hér á eftir fylgja sjö ráð sem
Samband hreskra einkaþjálfara
mælir með að sé fylgt þegar
byijað er að æfa reglulega. Hér
er ekki um neinn Stóradóm að
ræða, aðeins sjö góð ráð sem
geta stuðlað að því að fyrstu
mánuðir þjálfúnarinnar reynist
léttari en ella.
Þú og aðeins þú
Einbeittu þér að sjálfum þér
þegar þú æfir. Það skiptir engu
máli hversu grönn, stælt eða
glæst manneskjan við hliðina á
þér er.
Ekkert að úttast
Láttu hugmyndina um að
fara að æfa ekki hræða þig.
Þjálfun þarf ekki endilega að
fara fram i líkams-
ræktarstöð og
hún þarf ekki
heldur að vera
tengd þröngum
spandex
fötum
órjúf-
anlegum
böndum.
Rösk og
góö göngu-
ferð um ná-
g r e n n i ö
gerir meira
gagn en
þ j á 1 f u n
með hálf-
um huga í
líkams-
ræktar-
stöð.
Fjölbreytni er góð
Reyndu að hafa fjölbreytnina
í fyrirrúmi. Ef þú æfir í líkams-
ræktarstöð, reyndu þá að hafa
fjölbreytni í æfingunum, farðu
ekki alltaf í sama tímann og
gerðu eitthvað annað um helg-
ar. Þá er t.d. upplagt að synda,
fara í skvass eða fara út að
skokka.
Félagsskapur
mikilvægur
Reyndu að finna þér íþrótt
sem þú getur stimdað með
vini eða vinkonu. Hvort sem
þú hleypur, ert í jóga eða
stundar hjólreiðar er auðveld-
ara að halda sér við efnið þeg-
ar þú færð hvatningu og fé-
lagsskap.
Ganga frekar en
akstur
Notaðu hvert tækifæri til að
fá ferskt loft og hreyfingu. Hjól-
aðu eða gakktu frekar en að
grípa í bílinn hvenær sem þú
sérð þér fært.
Dekraðu þig
Verðlaunaðu sjálfan þig með
því að gera ferðina i líkams-
ræktarstöðina að sérstöku til-
efni. Um leið og þú pakkar nið-
ur handklæði og æfingafatnaði
skaltu lauma með mjúkum húð-
kremum og ilmandi olíum til að
bera á líkamann um leið og
slakað er á.