Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1997, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 Fréttir Jaðaráhrif skatta mikil a ungt fjolskyldufolk - skattmann tekur meira en helming tekna umfram 115 þúsund kall Jaðaráhrif skatta eru mikil á ungt fjölskyldufólk með lágar eða miðlungstekjur og sé dæmi tekið af fjölskyldu, hjónum með tvö börn og fjögurra milljón króna húsbréfalán og eina fyrirvinnu, þá fara 60,6% af öllu sem fyrirvinnan vinnur sér inn umfram 115 þúsund kr. á mán- uði. DV hefur tekið saman jaðaráhrif skatta og var byggt á gögnum frá hagdeild ASÍ og Kjararannsóknar- nefnd. Á grafinu sést hvemig þessi jaðaráhrif koma niður á tekjur um- fram tiltekin mörk. Samkvæmt út- reikningum ASÍ og Kjararannsókn- amefhdar er skattheimta á tekjur fyrmefndrar fjölskyldugerðar frá 50-95 þúsund kr. um 9,8%, enda nýtur þá fjölskyldan fulls frádráttar frá tekjuskattstofninum vegna 4% lífeyrissjóðsiðgjalds, 6% vaxtabóta vegna húsbréfalánsins og bama- bótaauka með báðum bömunum. Við 100 þúsund króna mánaðar- tekjumarkið byrjar barnabótaauk- inn með fyrra baminu að skerðast og jaðarskattbyrðin tekur að þyngj- 70% 60 50 40 - 30 20 10 Jaðaráhrif skatta - hjón með 2 börn, ein fyrirvinna og 4 milljóna kr. húsbréfalán - J ’> -- - ll 3& w K P 50-95 115-230 Barnaböta- auki með fyrra barnl búlnn 240-260 Barnabóta- aukl með öðru barnl búinn 270 - 295 Vaxtabætur af húsbréfum búnar 300 - 415 5% hátekju- skattur kemur inn 425 - 505 Tekjur i þúsundum króna DVI ast lítillega og fer upp í 11,8%. Jað- aráhrifin eflast enn ef svo fer að fyrirvinnan fær fimm þúsund króna launahækkun og tekjurnar Merkar heimildir á skjalasafn DV.Vík: „Það er mikill fengur í svona heimildum,“ sagði Þórður Tómas- son, safnvörður í Byggðasafninu í Skógum, þegar Valur Oddsteins- son, fyrrverandi stjómarformaður Kaupfélags V-Skaftfellinga, afhenti honum slgalasafh kaupfélagsins til varðveislu á Héraðsskjalasafni Vestur-Skaftfellinga og Rangæinga í Skógum. „Þetta er skjalasafn kaupfélags- ins frá því þaö var stofnaö árið 1906 og allt þar til það hætti starf- semi og var sameinað Kaupfélagi Ámesinga,“ sagði Þórður. Þóröur Tómasson safnvörður. Hann segir safnið mikið að vöxt- um og að það sé ómetanleg heimild fyrir héraðið. Þar beri af hinar gömlu verslunarbækur - hvað þær voru vel færðar, fagurlega letrað- ar, hrein listaverk. Meðal þeirra sem þær gerðu voru bræðurnir Bjarni og Sigurjón Kjartanssynir og Einar Erlendsson - allir ein- staklega vel skrifandi og vandvirk- ir. „Það er mjög mikill fengur í svona heimildum, hér er öllum heimiU aðgangur að skjalasafninu. Opnar dyr fyrir aUa sem vilja koma og nema,“ sagði Þórður að lokum. -NH fara upp í 105 þúsund á mánuði. Þá tekur jaðarskattheimtan stökk upp á við og skatturinn hirðir 20,3% af launaaukanum vegna þess að barnabótaaukinn með fyrra barn- inu skerðist. Ef tekjur fyrirvinn- unnar hækka enn og fara upp í 110 þúsund á mánuði stígur skatt- heimtan af viðbótinni upp í 22,1% vegna þess að barnabótaaukinn skerðist enn. Kaflaskil viö 110 þús. kr. markiö Við 110 þúsund króna tekju- markið verða mikU kaflaskU því að þar kemur tekjuskatturinn inn og skattheimtan rýkur upp um risa- skref og fer upp í 60,6% af því sem fyrirvinnan nú fékk í sinn hlut og sú prósenta helst óbreytt af öllum þeim auknu tekjum sem fyrirvinn- an kann að afla upp að 230 þúsund króna heUdartekjum á mánuði. Við 230 þúsund króna markið hafa hinar auknu tekjur sléttað út bamabótaaukann með fyrra barn- inu og jaðarskattar á það sem fyrir- vinnan kann að hækka í tekjum upp að 235 þúsund krónum á mán- uði lækka í 59,2%. Við 240 þúsund króna markið lækka þeir enn niður í 54,8% þar til bamabótaaukinn með öðru bam- inu er búinn. Þá fer jaðarskattur- inn í 50,8% og er nokkurn veginn i því upp að 295 þúsund króna mark- inu en þar eru vaxtabæturnar upp- urnar. Þá fellur jaðarskatturinn niður í 44,3% og er þar upp að 415 þúsund króna mánaðartekjumark- inu þar sem sérstakur hátekju- skattur kemur inn en við það fer jaðarskattprósentan aftur upp í tveimur skrefum og endar i 49,1%. Þann 4. janúar var hér í DV myndrænn samanburður á skatt- leysismörkum sem var byggður á upplýsingiun í áramótahefti tíma- ritsins The Economist. Þær upplýs- ingar sem tímaritið byggði á um skattheimtu í Svíþjóð voru úreltar. Economist fullyrti að skattleysis- mörk í Svíþjóð væru mun hærri en hér á landi, eða 133 þúsund kr. á mánuði og aðeins eitt skattþrep, 56%. Þetta er hins vegar ekki á rök- um reist. Eftir róttækar breytingar sem gerðar voru á sænska skattkerfínu fyrir nokkrum árum er skatt- heimta í Sviþjóð í grófum dráttum þannig að skattleysismörk eru mjög lág, eða um 10 þúsund ísl. kr. á mánuði, en skattprósenta er einnig mjög lág á svo lágar tekjur, eða um 5%. Með vaxandi tekjum eykst svo hlutfallsleg skattbyrði og er hæsta tekjuskattsprósenta 25% en við tekjuskattinn bætist síðan útsvar til sveitarfélags sem viðkomandi býr í, en útsvarsprósenta er mis- jöfn eftir sveitarfélögum, yfirleitt um 31% af tekjum ofan skattleysis- marka. -SÁ Dagfari Hreint land, fagurt land íslendingar hafa goldið fyrir það í langan tíma að vera fiarri aifara- leið í heimsbyggðinni sem hefur komið í veg fyrir erlenda fjárfest- ingu í landinu. Því hefur verið haldið fram að án erlendrar fjár- festingar séum við dæmd til að lifa hér á hjara veraldar við sömu sult- arlaunin og nú eru í tísku. Ekki hefur heldur bætt úr skák að sam- dráttur í fiskveiðum og almennt at- vinnuleysi hefur plagað land og þjóð á undanfomum árum og for- seti íslands hefur sérstaklega var- að við því í sínu fyrsta áramóta- ávarpi til þjóðarinnar, að fátæktin berði dyra og hana bæri að varast. Nema hvað, hingað kemur svo góð- legur maður frá fyrirtæki sem heit- ir Columbia og vill reisa álver við Grundartanga. Nú mætti ætla að íslensk þjóð tæki þessum góðviljaða manni fagnandi, enda því miður leitun að manni eða fyrirtækjum sem eru nógu vitlaus til að fjárfesta hér á þessu krummaskuði. En það er nú öðru nær. Kjósverjar og Akumes- ingar hafa tekið höndum saman og hafíð mótmælafundi og hræðsluá- róður gegn þessu álveri í Hvalfirð- inum. Er ljóst að íslendingar kunna fátæktinni og atvinnuleys- inu vel og vilja hvergi að við því sé hreyft. Og eru auk þess góðu vanir. Þeir segjast ekki vilja mengað loft, Skagamennimir, sem búnir eru að búa við Sementsverksmiðjuna og Jámblendið til margra ára. Rykið úr þeim verksmiðjum er þeim dýrmætt og þeir vilja ekki fyrir neinn mun að það verði mengað með ryki eða koltvisýr- ingsmengun úr nýrri verksmiðju í nágrenninu. Sérstaklega í norðan- áttinni. Þeir vilja eiga sitt gamla góða ryk í friði. Segja má að ríkið hafi gengið í lið með þessum and- ófsmönnum en Náttúmvemd ríkis- ins hefur tekið duglega imdir með úrtölumönnum og telur upp 15 at- riði sem ekki eru fullnægjandi gagnvart almennri náttúmvernd. Verður það að teljast vel af sér vik- ið hjá starfsmönnum Náttúru- verndar. Ekki að finna þessi fimmtán atriði heldur að fmna ein- hverja náttúru sem verja þarf á þessum slóðum. Annars er ryk- mengun og koltvísýringur eitt vandamál. Hitt vandamálið ku ekki vera síðra en það er sjón- mengunin. Akumesingar og Kjó- sveijar sitja greinilega mikið við glugga sína og njóta þess að geta séð til fjalla eða út á fjörð og flóa - útsýnissjúkir. Þegar nýtt verksmiðjuhús rís við Grundartanga segja þeir að það skerði útsýnið og þá sérstaklega þegar farið er upp á þak og skyggnst um með kiki. Akurnes- ingar og Kjósverjar vilja engin hús og engin mannvirki þegar þeir virða fyrir sér náttúrufegurðina í norðangarranum. Svo er annað sem þeir á Skaganum hafa miklar áhyggjur af. Það er ferðabransinn. Þeir telja að verksmiðjan muni draga mjög úr ferðamanna- straumnum sem legið hefur um héraðið. Nú mun það að vísu fremur sjaldgæft að erlendir ferðamenn leggi leið sína upp á Akranes, og þá er það helst með Akraborginni til að halda I burtu þaðan. En sögur eru á kreiki um að þeir tveir ferða- menn sem sást til á Akranesi í fyrra muni ekki koma aftur ef reist verður álverksmiðja við Grundar- tanga í Hvalfirði, vegna þess að þeir ferðamenn og aðrir fleiri viiji einmitt komast í ferðalag hjá fólki sem lifir af loftinu og hafnar fram- leiðslutækjum. Þetta er auðvitað alvarlegasta andófið enda munar um þessa tvo ferðamenn og þá sem þeir hugðust taka með sér. íslend- ingar sem búa í Kjós og uppi á Skaga vilja hreint loft og hreint land og ómengaða fátækt. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.