Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1997, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 Útlönd Stuttar fréttir i>v Samningaviöræðurnar um Hebron virðast vera á lokasprettinum: Spáð að samkomulag verði undirritað í dag Samningamenn ísraela og Palest- ínumanna héldu áfram viðræðum sínum um brottflutning ísraelskra hermanna frá Vesturbakkabænum Hebron í nótt eftir að sprengjuhót- un truflaði fund þeirra í gærkvöldi. Samningamennirnir tóku upp þráðinn að nýju á heimili Edwards Abintons, aðalræðismanns Banda- ríkjanna, skammt frá gistihúsinu í Jerúsalem sem þeir þurftu að rýma í skyndingu seint í gærkvöldi. Bjart- sýni ríkti fyrir fyrri hluta fimdarins. „Ég spái því að samkomulagið verði undirritað á morgun (þriðju- dag),“ sagði Yitzhak Mordechai, vam- armálaráðherra ísraels, í gærkvöldi. Nabil Abu Rdaineh, ráðgjafi Yass- ers Arafats, leiðtoga Palestínu- manna, sagði í morgun að samn- ingamennimir ættu að vera fljótir Hussein Jórdaníukóngur. Sfmamynd Reuter að leysa þann ágreining sem enn væri til staðar. Saem Erakat, samningamaður Palestínumanna, sagði að verið væri að ganga frá síðustu atriðum samkomulagsins áður en þeir Yass- er Arafat, leiðtogi Palestínumanna, og Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, undirrituðu það. „Við ætlum að reyna að tryggja að við forum yfir hvert einasta orð og hverja einustu grein samnings- ins til að auðvelda fund þeirra Net- anyahus og Arafats," sagði Erakat. Samkomulag um að ísraelsmenn afhendi heimastjórn Palestínu- manna 80 prósent af Hebron hefur oft virst innan seilingar á undan- fömum mánuðum en áhyggjur af öryggi 400 gyðinga og 100 þúsund araba sem þar búa, svo og önnur at- riði, hafa tafið fyrir að menn næðu saman. Búist er við að sjö hægrisinnaðir ráðherrar í stjóm Netanyahus, að minnsta kosti, setji sig upp á móti samningnum sem veitir Palestínu- mönnum stjóm á landi sem ísraels- menn hertóku árið 1967. Clinton Bandaríkjaforseti ræddi samningaviðræðumar um Hebron við Mubarak Egyptalandsforseta í síma. Þá brá Hussein Jórdaníukóng- ur sér til bæði Gaza og Tel Aviv á sunnudag til að reyna að miðla mál- um og fyrir milligöngu hans náðist málamiðlun um brottflutning ísra- elsku hermannanna. Málamiðlunin gerir ráð fyrir að ísraelsku her- mennirnir verði farnir frá öðrum svæðum á Vesturbakkanum um mitt næsta ár. Reuter Bandaríski aevintýramaðurinn Steve Fossett hóf í nótt að íslenskum tíma aðra tilraun sina tii að verða fyrstur manna til að fljúga umhverfis jörðina í loftbelg. Lagði Fossett upp frá íþróttaleikvangi f St. Louis í Missouri. Samkvæmt áætlun ætlaði hann að fijúga yfir lllinois, Kentucky, Tennessee og til Noröur- Kar- ólínu í morgun. Slmamynd Reuter Stjórnarandstæðingar fagna nýju ári: 400 þúsund gengu um götur Belgrad Um 400 þúsund manns gengu um götur Belgrad í gærkvöldi og nótt og fögnuðu nýju ári sam- kvæmt tímatali rétttrúnaðarkirkj- unnar. Gangan var jafnframt mót- mælaganga gegn Milosevic Serbíuforseta og sú fjöimennasta hingað til frá því að mótmælin hófust í nóvember. Fólk blés í flautur og dansaði og flugeldum var skotið á loft. „Megi nýja árið boöa hamingju fyrir okkur og alla Serbíu," sagði Vuk Draskovic, leiðtogi stjórnar- andstöðunnar. Fregnir bárust af slysum er fólk þrýstist upp að veggjum vegna mannfjöldans en ekki var í morg- un vitað hversu alvarleg meiðslin voru. Samkvæmt útvarpsfréttum urðu tugir manna viðskila við vini, maka og böm sín. Skipuleggjendur göngunnar buðu Milosevic forseta að taka þátt en hann kom ekki. Fjöldi manna safnaðist einnig saman i öðrum borgum Serbíu í gærkvöldi. í Nis, næststærstu borg landsins, komu um 150 þús- und manns saman og hlýddu á ræður leiðtoga stjórnarandstöð- unnar á staönum. Tugir þúsunda gengu einnig um götur í borgun- um Leskovac, Smederevska, Palanka og Kragujevac. í þeirri síðastnefndu gengu um 50 þúsund um miðbæinn eða helmingur borgarbúa. Reuter Mál Paulu Jones gegn Clinton fyrir hæstarétti Lögmaður Bills Clintons Banda- ríkjaforseta fór fram á það fyrir hæstarétti í gær að frestað yrði málaferlum gegn forsetanum þar sem hann er sakaður um kynferðis- lega áreitni. Vildi lögmaðurinn að málaferlunum yrði frestað þar til kjörtímabili forsetans lýkur þar sem þau myndu koma í veg fyrir að hann gæti sinnt skyldum sínum sem forseti. Lögmaður Paulu Jones, sem sak- aði Clinton um að hafa áreitt sig er hann gegndi ríkisstjóraembætti í Arkansas, fór hins vegar fram á að mál hennar yrði tekið fyrir nú þegar. Jones, sem var ríkisstarfsmaður hjá Clinton, fullyrðir að hann hafi boðað sig á hótelherbergi á ráð- stefnu sem haldin var á hóteli í Arkansas 1991. Þar hafi hann áreitt hana kynferðislega. Clinton vísar ásökunum Jones á Jones sakar Clinton um kynferöis- lega áreitni. Símamynd Reuter bug. Hún stefndi honum fyrir tveimur árum og krefst 700 þúsund dollara í skaðabætur. Reuter Býdur viðræður Stjóm sósíalista í Búlgaríu hefur látið undan mótmælum stjómarandstæðinga og boðist til að ræða við þá um að flýta kosningum í landinu til að leysa stjómmálakreppuna. Strætó í ána Aö minnsta kosti einn maður lét lífið þegar strætisvagn fór ofan í iskalda Charles-ána í Boston í gærkvöldi. Enga afskiptasemi Stjómvöld í Kína sögðu Páfagarði í morgun að vera ekki að skipta sér af trúmálum í Kína, þar á meðal af skip- an í embætti trúarleiðtoga þar austur frá og af trúboðsmálum. Lítii áhrif Boðað allsherjarverkfall í Suður-Kóreu til að mótmæla umdeildri vinnulöggjöf virðist hafa haft fremur lítil áhrif þar sem strætisvagnar og lestar gengu eins og venjulega. Kjarnorkuáhyggjur Ný-Sjálendingar hafa lýst áhyggjum sínum af fyrirhugaðri siglingu skips sem lagði af stað með kjarnorkuúrgang frá Frakklandi til Japans í gær. Skothríð í Lima Skothríð heyrðist í japanska sendiherrabústaðnum í Lima, höfuðborg Perú, í nótt, þegar fjórar vikur vora liðnar frá þvi skæruliðar tóku þar fjölda manns í gíslingu. Kofi hneykslaður Kofi Annan, framkvæmda- stjóri SÞ, sagði í gær að hann væri hneykslaður á morðum stjórnarhers- ins í Búrúndí á 126 flótta- mönnum af hútúættbálkinum frá Búrúndí sem reyndu að flýja búðir um helgina. Kalt í Ameríku Miklir kuldar voru víðast hvar í Bandaríkjunum í gær, allt frá landamærunum að Kanada í norðri suður til landamæranna að Mexikó. Naína á sjúkrahús Naína Jeltsín, eiginkona Bor- ís Jeltsíns Rússlandsforseta, var flutt veik á sjúkrahús í gær. Fjórar sprengjur Öryggisverðir hjá aðaistöðv- um Sameinuðu þjóðanna í New York fundu í morgun fjórðu bréfasprengjuna sem stíluð var á arabískt dagblað í bygging- unni. Vikublað sektað Franska vikublaðið Paris Match var í gær dæmt til að greiða um 13 milljónir ís- lenskra króna í sekt fyrir að bfrta tvær myndir.af Francois Mitterrand, fyrrverandi forseta Frakklands, á dánarbeði. Blaðinu var einnig gert að greiða nánustu ættingj- um forsetans 13 krónur hverjum í skaðabætur vegna myndbii*t- ingarinnar. Mannæta vill frelsi Fyrrum bandarískur sögu- kennari, sem sakaður er um að hafa myrt, soðið og étið líkams- hluta 18 ára unglings, berst nú fyrir þvi að verða sleppt eftir 16 ára dvöl á geðsjúkrahúsi. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.