Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1997, Page 6
6 ýtlönd
LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 UV
Istuttar fréttir
Vill lögreglurannsókn
Benjamin Netanyahu, forsætis-
ráöherra ísraels, vill lögreglu-
| rannsókn vegna ásakana um
1 spillingu við útnefningu ríkissak-
1 sóknara.
Skrifleg trygging
Yasser Arafat, forseti Palest-
ínu, kvaöst í gær hafa tryggingu
frá Bandaríkjun-
um og Evrópu um
að hann geti samið
um brotthvarf
ísraela frá her-
teknu svæðunum.
Netanyahu, forsæt-
isráðherra israels, hefur lýst því
yfir að hann hafl skriflega trygg-
ingu frá Bandaríkjunum um að
ísraelar einir taki ákvörðun um
frekari brottflutning.
Tígrisdýr drepur börn
íbúar vesturhluta Nepals eru
skelfmgu lostnir eftir að tígrisdýr
hefúr orðið 35 börnum að bana.
Innflytjendum bjargaö
Um 100 ólöglegum innflytjend-
um var bjargað af sökkvandi
skipi undan strönd S-Ítalíu í gær.
Eldur í kjarnaofni
Kjarnaofni í Ayrshire í
Skotlandi var lokað í gær eftir að
eldur kom upp í túrbínusal. Full-
yrt var að engin hætta hefði ver-
j ið á ferðum.
400 drepnir
1 Sjónarvottar segja hermenn í
Búrúndi hafa drepið 400 óbreytta
borgara fyrr í þessum mánuði.
Herinn vísar fregninni á bug.
Flagari í pólítík
Breski svallarinn og flagarinn
Alan Clark, sem tældi dómarafrú
og tvær dætur hennar, ætlar aftur
í pólitíkina eftir nokkurra ára hlé.
Barnaníðingar teknir
Lögreglan i Þýskalandi hefur
handtekið par sem bauð barna-
niðingum böm til þjónustu með
þeim afleiðingum að þau dóu í
sumum tilfellum.
Faðir Graf dæmdur
Peter Graf, faðir tennisstjörn-
unnar Steffi Graf, var í gær
dæmdur í tæplega
4 ára fangelsi fyrir
að hafa skotiö und-
an skatti tekjum
dóttur sinnar. Pet-
er Graf hefur setiö
15 mánuði í gæslu-
varðhaldi svo
óvíst er hversu lengi hann þarf
að dúsa inni til viðbótar.
Brennandi af áhuga
Borís Jeltsín Rússlandsforseti
brennur af áhuga á að koma aft-
| ur til starfa, að því er blaðafull-
trúi hans hélt fram í gær. Lækn-
í ar segja hann þurfa að hvíla sig í
tvær til þrjár vikur. Reuter
Nígeríumenn
þversum
Nígería hefur verið einangruð frá
alþjóðlegu viðskiptalífi síðan her-
foringjastjórnin, sem þá sat, ógilti
kosningar og kom í veg fyrir að lýð-
ræði yrði komið á á ný í landinu.
Ekki er útlit fyrir að það breytist
á næstunni því að Nígeríustjórn
hefur frestað efnahagsumbótum
sem vestræn ríki hafa þrýst á með
að yrðu gerðar og vænst hafði verið
á þessu ári. Allt útlit er því fyrir að
Nígería verði áfram einangruð í al-
þjóðaviðskiptum.
Það sérkennilega er að herfor-
ingjastjómin virðist hafa tekið það
nærri sér að þurfa að koma á efna-
hagsumbótum og halda almenn
mannréttindi í heiðri vegna þrýst-
ings frá erlendum ríkjum. „Hvað
við gerum er undir því komið hvort
okkur sjálfa langar til þess eða ekki,
en ekki af því einhverjir aðrir vilja
að við gerum það,“ sagði Anthony
Ani, viðskiptaráðherra landsins, á
blaðamannafundi í höfuðborginni
Abuja sl. mánudag. -SÁ
Sósíalistar og stjórnarandstæðingar í Serbíu:
Samkomulag um
sjónvarpsstöðvar
Serbneskir sósíalistar og leiðtog-
ar stjórnarandstöðunnar í bænum
Kragujevac suður af Belgrad náðu í
gær bráðabirgðasamkomulagi um
yfirráð yfir útvarps- og sjónvarps-
stöðvum í bænum í þeim tUgangi að
forðast meira blóðbað.
Samkvæmt samkomulaginu, sem
náðist í gær, mun einungis verða
sent út skemmtiefni og auglýsingar
þar til dómstólar hafa komist að
lokaniðurstöðu.
Stjórnarandstæðingar sigruðu í
sveitarstjórnarkosningunum í
Kragujevac í nóvember síðastliðn-
um og tóku þá við völdum þar. Sós-
íalistar vildu hins vegar ekki láta
útvarps- og sjónvarpsstöðvarnar af
hendi.
Til þess að missa ekki yfirráð yfir
stöðvunum höfðu sósíalistar sett
þær undir ríkisstöðvarnar. Dóm-
stóll i Belgrad úrskurðaði aðgerðina
ólöglega en ríkissjónvarpið áfrýjaði
til hærra dómstigs og sendi 200 lög-
reglumenn inn i byggingamar til að
koma í veg fyrir yfirtöku stjórnar-
andstæðinga.
í kjölfarið umkringdu þúsundir
stjómarandstæðinga stöðvarnar og
settust á þjóðveginn til Kragujevac.
Lögregla réðst til atlögu gegn mót-
mælendum og lét kylfuhögggin
dynja á þeim.
Eftir að bráðabirgðasamkomulag-
iö náðist í gær yfirgaf lögreglan út-
varps- og sjónvarpsstöðvamar.
Mótmæli stjórnarandstæðinga
hafa nú staðið yfir í 68 daga en þeir
sýna engin merki um uppgjöf. Sós-
íalistaflokkurinn sakaði í gær
stjórnarandstæðinga um hryðju-
verkastarfsemi undir verndarvæng
erlendra afla.
Reuter
Hundruö heittrúaöra hindúa á Indlandi reyna á hverju ári aö þóknast guðinum Murugan og fá óskir sínar uppfylltar meö
því aö pína sjálfa sig á einhvern hátt. Þessi hindúi í bænum Madras hangir meö króka í holdinu. Símamynd Reuter
Morðalda í Alsír:
Frakkar hafna hugmynd
um málamiðlun Clintons
Frönsk yflrvöld höfnuðu í gær
hugmyndinni um að Bandaríkin
gerðust sáttasemjarar i Alsír þar
sem íslamskir skæruliðar hafa
myrt um 200 óbreytta borgara und-
anfarnar vikur. „Alsírbúar verða
sjálfir að leysa sín mál,“ sagði tals-
maður franska utanríkisráðuneyt-
isins.
Einn helsti leiðtogi stjórnarand-
stöðunnar í Alsír, Hocine Ait Ah-
med, hafði lagt til að Bill Clinton
Bandaríkjaforseti útnefndi sérstak-
an sendimann til þess að reyna að
binda enda á voðaverkin.
Ekkert lát er á ofbeldinu. í gær
var greint frá því að skæruliðar
múslíma hefðu myrt 15 manns, þar
af 10 konur, á bóndabýli að nætur-
lagi.
Róttækir múslímar hafa átt í
stríði við stjórnvöld síðan 1992 en
þá var aflýst kosningum sem talið
var víst að múslímar myndu sigra í.
Um 60 þúsund manns hafa fallið í
stríði múslíma og yfirvalda undan-
farin fjögur ár. Reuter
''
WmSsMi
Kauphallir og vöruverð erlendis
1 Betri sjúkra-
húsmatur
sparar tíu
milljarða
ÍÞúsundir danskra sjúklinga
yrðu fyrr frískir og fengju færri
aukaverkanir tryggðu læknar
að vannærðir sjúklingar fengju
prótinríkari fæðu. Samtimis
gætu sjúkrahúsin sparað um tiu
milljarða íslenskra króna á ári.
Þetta eru niðurstöður útreikn-
inga dönsku ríkisspítalanna og
danska manneldisráðsins.
Þessir útreikningar náðu ein-
ungis til sjúkrahúsa en gert er
ráð fyrir að einnig megi spara fé
P með þessum hætti á öldrunar-
heimilum.
Þriðji hver sjúklingur á
I sjúkrahúsum í Danmörku er
Ívannærður. Er þá átt við að
sjúklingarnir fái ekki nógu mik-
ið af prótíni. Annað hvort eru
sjúklingarnir vannærðir þegar
þeir eru lagðir inn eða þeir létt-
; ast á meðan þeir liggja inni.
Fleiri ung börn
eiga erfiðara
með að tala
Danskir talþjálfar segja að sí-
fellt fleiri börn undir sex ára
aldri þurfi á talþjálfun að halda.
Fullyrt er að börnin fái ekki
j nægilega þjálfun í tali á heimil-
um sínum og hafi þess vegna lít-
inn orðaforða og þekki fá hug-
tök. Á fyrri hluta þessa áratugar
fjölgaði ungum börnum sem
í þurftu sérkennslu í tali um 15
i prósent.
Skólasálfræðingar segja börnin
fá of lítið næði og að foreldramir
ræði ekki nógu mikið við börn
sín. Bömin nái ekki að einbeita
sér vegna yfirfullra dagheimila,
truflana frá fjölmiðlum 0g vegna
I önnum kafinna foreldra.
Svíar með
áhyggjur af
nasistagulli
: Mögulegt er að 7 tonn af
stolnu gulli frá nasistum sé að
| finna i hvelfingum sænska
S seðlabankans. Svía grunaði
? sjálfa að um stolið gull væri að
ræða en neituðu samt sem áður
að afhenda réttmætum eigend-
um gullið eftir seinni heims-
styrjöldina. Það kemur fram í
% skjölmn sem sænskur stjómar-
í erindreki og sænskur útvarps-
maður hafa fundið í skjalasöfn-
um í Svíþjóð, Sviss og Banda-
ríkjunum.
Sænski seðlabankinn hefur nú
; boðað rannsókn vegna málsins.
Sænska blaðið Dagens Nyheter
greindi frá því að verið gæti að
sænska ríkið hefði notað sjö tonn
ís af gulli, sem keypt hafi veriö af
Þjóðveijum í seinni heimsstyrj-
öldinni, þrátt fyrir að grunur
I léki á að tveir þriðju hlutar þess
hefðu verið stolnir. Gullið fengu
Svíamir fyrir sölu á járnmálmi
í og sænskum gjaldeyri.
Keyptu spólu
með biblíusög-
um en fengu
klámmynd
Frönsk fiölskylda, sem taldi
; sig vera að kaupa myndband
| með biblíusögum, fékk í staðinn
1 spólu með klámmyndum.
Útgefandinn, Larousse bóka-
útgáfan, sem þekkt er fyrir orða-
; bækur sínar, kveðst hafa falið
I öörum aðila fiölföldun mynd-
í bandanna. Sá hafi vegna mis-
I taka sent klámmyndbönd, sem
{ ekki var búið að merkja, en þau
| voru ætluð spænskum við-
I skiptavini. Laroussefyrirtækið
‘ afturkallaði öll myndbönd á um-
g ræddu svæði vegna málsins.
f; Börnunum, sem óvart fengu
s klámmynd, var boðiij frí áskrift
að biblíusögunum. Reuter
1........ ■ _ ^