Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1997, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1997, Qupperneq 18
LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 M IV » : dagur í lífi____________________________ Dagur í lífi Erlu Friðgeirsdóttur: Breytt og betra líf fram undan Vaknaði við elskulegu vekjara- klukkuna mína kl. 5.45, ýtti á letitakkann og sneri mér á hina og hélt áfram að dreyma fallega drauma en mundi þá skyndilega að ég var búin að ákveða að drífa mig niður í World Class á hreint óguð- legum tíma, kl. 6. Áramótaheitið í ár var að ná af sér aukakílóunum sem söfnuðust við það að hætta að reykja og reyndar gera aðeins betur. Ég dreif mig í gallann og stökk út i ferskt morgunloftið sem var blessun- arlega laust við útblástur bíla svona snemma morguns og á leiðinni kom svona Palli var einn í heiminum til- finning þvi að ég sá ekki hræðu á ferli. Kl. 6.15 var mín komin á göngu- brettið og púlaði í rúman klukku- tíma ásamt öðrum morgunhönum sem eru á leiðinni til betra lífs. Á næstu vikum mun ég síðan hitta Sölva Fannar einkaþjálfara þrisvar í viku og þá verður maður pískaður áfram, hina dagana verður sjálfsag- inn að duga. Rétt fyrir átta var ég að úða í mig hollum og góðum morgun- verði og kl. átta var ég sest við skrif- borðið hjá Islenska útvarpsfélaginu og reiðubúin að takast á við þennan langa dag sem var fram undan. Morguninn leið áfram frekar rólega og upp úr tíu var ég sest inn á fúnd með stelpunum á deildinni og við ræddum málin í klukkutíma. Aftur í simann og gerði klárt fyrir fúnd starfsmannafélagsins sem átti að vera í hádeginu. Sem forseti félags- ins er að mörgu að huga og aðalmál- ið hjá okkur þennan daginn var styrkur til Hjálparstofnunar kirkj- unnar sem við höfum verið í sam- starfi við núna í 2 ár og ætlum að halda því áfram. Svo var aðeins hug- aö að þorranum sem nálgast óðfluga. Ekki í megrun Hádegisverðurinn var súpa og létt pastasalat í mötuneytinu og sumir að spá hvort ég væri í megrun, mér er illa við það orð og segist vera á leiðinni til betra lífs með breyttu mataræði, og síðan var aftur sest við símann. Á tölvupóstinum var ég minnt á að mæta á kóræfingu næsta kvöld og ég átti líka að reyna að virkja nýja félaga. Ég held ég sé búin að ná einum en það kemur í ljós annað kvöld. Vegna aukins álags á fætur og bak eftir að ég byrjaði að æfa ákvað ég að panta mér tíma í hlaupagreiningu hjá Kolbeini í Stoð- tækni og fékk tíma næsta dag. Ég hlakka til að fara því að það er eitt- hvað ekki i lagi og vonandi fæ ég úr því bætt. Ég heyrði í kunningjum mínum sem voru að ráögera ferð í höfúðborgina einhveija næstu daga og við ákváðum að hittast um helg- ina. Ég fékk símtal frá æskuvinkonu sem er að flytja í bæinn og lofaði að hjálpa til eins og ég gæti. Japlað á epli í kaffitímanum gerði ég mér ferð mötuneytið og lokaði augunum fýrir öllum sætu kökunum og kaloríusprengjunum sem voru á boðstólum og greip eitt epli og japl- aði á þvi eins lengi og ég gat, tölti svo upp á íþróttadeild til að vita hvort eitthvað spennandi væri að gerast. Þar sem ég er fótboltabulla mikil og KR-ingur verð ég að fylgj- ast vel og vandlega með öllu sem gerist. Kl. 16 var ég búin með vakt- ina og dreif mig í Kringluna til að kíkja aðeins á útsölur og var næst- um því búin að eyða stórpeningum í jólaskraut sem var á niðursettu verði, en ég gat hamið mig og keypti bara stór og flott kerti sem voru á hálfvirði. Fór í Hagkaup og eyddi óratíma í að lesa utan á alls konar matvæli, hvað væri mikið fitumagn í þessu og hinu, þetta læ- rist smá saman. Hollur kvöldverður Rakst á einn og einn sem ég þurfti að spjalla við og var ekki komin heim fyrr en undir sjö og uppgötvaði að ég nennti ekki að elda og skaust upp á Grænan kost til að fá mér í svanginn. Þær fá að elda handa mér oftar en einu sinni í viku - maturinn góður, hollur og ódýr. Ég bíð eftir að komast á námskeið hjá þeim til að læra að elda hollan mat i fram- haldi af þessu breytta lífemi mínu. Það vildi svo skemmtilega til að þetta kvöld var uppáhaldssjón- varpskvöldið mitt, svo ég settist niður og kveikti á útsölukertim- um og horfði á 19.20 á Stöð 2. Svo beið ég spennt eftir Fjörefni því að við Siggi Hlö höfðum verið fengin í upptöku í tilefni heilsuátaksins sem er í gangi á Bylgjunni ásamt World Class, DV og Austurbakka. Það kom bara ágætlega út og ég komst að því að mér fannst einna skemmtilegast og reyndar erfiðast að boxa. Sölvi Fannar einkaþjálf- ari er búinn að lofa að ég fái að boxa meira seinna. Eftir Fjörefnið hringdu nokkrir kvmningjar og svo komu uppáhaldsþættimir á Stöð 2 og meðan ég horfði á þá punktaði ég niður það sem ég ætl- aði að gera fyrir útvarpsþættina mína um helgina á Bylgjunni og upp úr miðnætti var ég orðin svo syfjuð að ég rétt náði inn í rúm og var komin í draumheima um leið og ég lagðist á koddann. Finnur þu fimm breytingar? 395 Ég hef tekið ákvörðun um að þú sért mín týpa eftir allt saman. Nafn: _ Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruð nítugustu og aðra getraun reyndust vera: Jóhann T. Guðmundsson Pálmar Kristinsson Fífusundi 12 Sólheimum 14 530 Hvammstanga 104 Reykjavik Myndimar tvær virðast viö fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum veriö breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP vasadiskó með útvarpi, aö verðmæti kr. 3.950, frá Bræðmnum Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1790 - Ógnarást eftir Lindu Randall Wisdon og Sinnaskipti eftir Lyndu Kay Carpenter. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 395 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.