Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1997, Page 20
20
ttir
LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 I>V
Stríðið um stóriðjuna
- íslenskur mengunarsérfræðingur í Svíþjóð undrast þátt Hollustuverndar - telur stofnunina ósjálfstæða og lúta vilja iðnaðarráðuneytisins
„Því er bara slegið fram af
stjómvöldum að i sjálfu sér séu
ekkert minni kröfur gerðar til
mengunarvama hér heldur en er-
lendis. Svo kemur hara annað í
ljós. Það er því miður svo að eftir
því sem maður aílar sér meiri upp-
lýsinga kemur hetur í ljós að hér
era ekki gerðar sömu kröfur um
mengunarvamir og í Evrópu held-
ur minni,“ sagði Guðbrandur
Hannesson, oddviti Kjósarhrepps,
eftir að hafa fengið í hendur at-
hugasemdir Högna Hanssonar, yf-
irmanns heilbrigðiseftirlits Lands-
kronaumdæmis í Svíþjóð.
Það var sveitarstjóm Kjósar-
hrepps sem ákvað eftir almennan
íhúafund í Kjósarhreppi þann 16.
des sl. að leita til óháðs aðila til að
gera úttekt á starfsháttum við gerð
umhverfismats fyrir álver á
Grundartanga, yfhfara gögn máls-
ins og benda á atriði í drögum að
starfsleyfi sem þarfiiist nánari
skoðunar.
Guðbrandur Hannesson oddviti
segir að sveitarstjómin hafi leitað
til Högna Hanssonar í þessum til-
gangi en hann er líffræðingur, sér-
menntaður á sviði mengunar og
mengunarvama. Högni hafi getið
sér orð í Svíþjóð fyrir að beita sér
fyrir bættri umgengni iðnaðarins
við mnhverfið í víðasta skilningi.
Þetta hafi sveitarstjórnin talið
nauðsynlegt þar sem Hollustu-
vemd væri ekki sá óháði aðili sem
hún ætti að vera í Grundartanga-
málinu og nauðsynlegt sé að fá mat
aðila sem sé algerlega óháður öllum sem hags-
muna eiga að gæta í því.
Gallað umhverfismat
Helstu niðurstöður Högna Hanssonar eru í
stuttu máli þær að umhverfismat vegna ál-
vers Columbia á Grundartanga sé gallað og
standist ekki kröfur sem gera verði til um-
hverfismats. Sérstaklega vanti mat á fleiri
valkostum, bæði hvað varðar staðarval og
tækni. Þessi ágalli sé í ósamræmi við kröfur
sem gera skal til umhverfismats samkvæmt
tilskipun ESB og í ESBO samningum. Þá
virðist almenningur ekki hafa tekið þátt í
matinu á þann hátt sem gert sé ráð fyrir.
Skýrsla Högna Hanssonar er byggð gögn-
um sem varða stóriðju á Grundartanga og
fyrirhugað álver, hæði frá skipulagsstjóra,
þeim ráðuneytum sem tengjast málinu og
frá Holiustuvernd. Það er ljóst af skýrslu
Högna að hann undrast þátt Hollustuverndar
í umhverfismati á Grundartanga vegna ál-
vers Columbia og segir það gallað að fleira en
einu leyti.
Högni rekur nokkuð það verklag sem
tíðkast við umhverfismat og segir að upphaf
þess sé að rekja til Bandaríkjanna árið 1969
vegna endurtekinna árekstra milli almennra
íbúa og valdastofnana, þegar til stóð að hefja
miklar framkvæmdir. Að tillögu tveggja öld-
ungadeildarþingmanna var þá lögfest að
áður en meiriháttar framkvæmdir hæfust
skyldi gera nákvæmt mat á afleiðingunum.
Þátttaka almennings í umhverfismati sé
mjög mikilvægur þáttur en aðalatriði um-
hverfismats segir Högni vera eftirfarandi:
Almenningur tekur þátt í umhverfismat-
mu frá upphafi og tekur þátt í að ákveða
hvað eigi að athuga.
Umhverfismat er gert áður en raunveruleg
ákvörðun um framkvæmdir er tekin og
löngu áður en formleg ákvörðun er tekin.
Raunverulegt markmið með framkvæmd-
inni er skilgreint og besta leiðin að því fund-
in.
Mögulegir valkostir era metnir, einnig sá
kostur að ráðast ekki í framkvæmdina.
Umhverfisáhrif era metin og hver einstak-
ur þáttur þeirra.
Áður en endanleg gerð umhverfismatsins
er lögð fram er allt matið rannsakað.
Ekki má búta umhverfismatið niður
þannig að einstakir hlutar þess séu gerðir
óháð öðrum þáttum þess.
Stóríðjusvæði á Grundartanga
- samanburöur viö þekkt svæöi í Reykjavík -
íxea)
Stóriðjusvæöiö á Grundartanga samkvæmt núgildandi aðalskipulagj. Svæöiö hefur farið stækkandi í áranna rás. Reitur
B er svæöiö eins og þaö var samkvæmt skipulagi áriö 1975. Áriö 1994 bættist reitur C viö og 1995 reitur A.
Járnblendiverksmiðjan er sett inn í myndina á þann staö sem hún er á í raun, en ætiunin mun vera aö koma Coiumbia
álverinu fyrir á mörkum B og C reitanna
Almenningur ekki með í ráðum Mun vægari mengunarmörk
leið til þess að auka fjölbreytni at-
virmuvegarma og fjölga störfum,
sem raunar er yfirlýst markmið
Framsóknarflokksins og kosninga-
loforð.
Ekki er liðinn áratugur síðan
viðræður stóðu sem hæst við svo-
nefndan Atlantsálshóp um að reisa
mjög stórt álver á íslandi og nánast
sérhvert hom landsins sótti fast að
fá þetta álver til sín. Sérstök stað-
arvalsnefnd var sett á stofn til þess
að finna álverinu stað og yfirfara
óskir Eyfirðinga, Reyðfirðinga,
Suðumesjamanna og jafnvel Kjal-
nesinga auk margra fleiri, eins og
frétt DV á fimmtudaginn vitnar
um. Niðurstaðan varð sú að velja
þessu fyrirhugaða risaálveri stað á
Keilisnesi á Vatnsleysuströnd, en
ekkert hefúr orðið af framkvæmd-
um við það enn þá. Hins vegar er
ekki langt í að helmings stækkun
álversins í Straumsvík komist í
gagnið.
Meðan viðræður við Atlantsáls-
hópinn stóðu sem hæst áttu íslend-
ingar í erfiðleikum í efnahagsmál-
um sem fyrirsjáanlegt var að yrðu
viðvarandi og áhugi almennings og
stjómvalda á að fá álver til lands-
ins til að skjóta fleiri stoðum und-
ir atvinnu- og efnahagslífið var
verulegur. Sá áhugi hefur dvínað
síöan, að hluta vegna uppsveiflu í
efnahagsmálum og að hluta til
vegna breyttra viðhorfa í umhverf-
ismálum
í þeim tilgangi lagði iðnaðar-
ráðuneytið og Landsvirkjun út í
borið þá saman á
Helstu galla á umhverfismati vegna ál-
versins telur Högni vera marga, en þá helsta
að almenningur virðist ekki hafa verið hafð-
ur með i ráðum eða fengið að hafa áhrif á
það. Þá sé einungis
einn staðsetningar-
kostur athugaður en
aðrir hugsanlegir
staðir aðeins nefndir i
framhjáhlaupi. Fleiri
kostir varðandi tækni
og mengunarvamir
en einn eru ekki at-
hugaðir svo að
ákvörðunarvaldið geti
raunsæjan hátt.
Högni dregur þá ályktun að líklegt sé að
raunveruleg ákvörðun um álverið hafi verið
tekin áður en umhverfismatið var gert og í
það vanti auk ofannefnds mat á umhverfis-
áhrifum frá virkjunum, háspennulínum,
námum og vegalagningu sem eru forsendur
verksmiðjureksturins og heildarafleiðingar
stækkunar verksmiðjunnar. Markmiði fram-
kvæmdanna sé ekki lýst og þvi óljóst hvort
markmiðið sé að framleiða ál eða selja raf-
magn og fjármagna fleiri virkjanir. Valkost-
imir verði allt aðrir ef markmiðið sé einung-
is að selja orku.
Frjálsleg umgengni um al-
þjóðasamninga
Högni Hansson telur að útblástur koltví-
oxíðs brjóti í bága við rammasamning SÞ
sem gerður var í Ríó á sínum tíma og íslensk
stjórnvöld hafa undirritað. í honum er gert
ráð fyrir því að þjóðimar hver um sig sjái til
þess að magn koltvísýrings sem fer út í and-
rúmsloftið verði ekki meira um aldamótin en
var árið 1990.
Síðan íslendingar undirrituöu samninginn
hefur magnið aukist um 10% að sögn Högna
og mun vaxa enn frekar þegar bæði stækkun
álvers ísals í Straumsvík kemst í gagnið svo
og Grundartangaálverið. Þá túlkun umhverf-
isráðuneytisins að þessi aukning brjóti ekki
í bága við Ríósáttmálann segir Högni óskilj-
anlega. Losun íslendinga á þessu efni nemi
nú um 9 tonnum á hvern íbúa en í iðnríkinu
Svíþjóð nemi hún 7 tonnum og sé slík um-
gengni um alþjóðasamninga varhugaverð.
Fréttaljós á
laugardegi
Stefán Ásgrímsson
Högni Hansson telur að útblástur koltví-
oxíðs verði 20 sinnum meiri en er frá álveri í
Sundsvall í Svíþjóð og útblástur flúors tvöfalt
meiri. í það minnsta þrjár hreinsiaðferðir séu
til sem hefði átt að
meta tæknilega og
fjárhagslega en allar
aðferðirnar væra laus-
ar við að valda sjávar-
mengun. Enda þótt
Columbia- fyrirtækið
telji aö betri hreinsi-
__ búnaður en það geri
ráð fyrir sé óþarfur
hefði átt að meta hann engu að síður.
Sú staðhæfing að á Grundartanga eigi að
beita fullkomnustu tækni samkvæmt mengun-
arvamareglugerð, þýði samkvæmt svonefndri
PARCOM skilgreiningu að uppfylla eigi lág-
markskröfúr. Enginn hafi hins vegar sýnt
fram á að óhóflegur kostnaður fylgi fullkomn-
ustu tækni eins og hún sé tíðkuð í nágranna-
löndunum.
Skortur á hlutlægni
Högni Hansson gagnrýnir að ríkisvaldið
með iðnaðarráðuneytið og Landsvirkjun í far-
arbroddi vilji setja niður álver á Grundar-
tanga. Þá sé óeðlilegt að umhverfismat og
starfsleyfi skulu gerð og gefin út af stofhunum
sem heyri beint undir aðra ráðherra og öll
kærumál lendi að síðustu hjá umhverfisráð-
herra. Við slíka málsmeðferð verði ekki séð
að fyllsta hlutleysis sé gætt og að hægt sé að
skjóta ágreiningi til algjörlega hlutlauss aðila
sem ekki á neinn þátt í þeirri stefnu sem rík-
isvaldið hefur markað. „Ef það er rétt skilið
að hagsmunaaðili geti ekki fengið allt málið,
umhverfismat og starfsleyfi, prófað fyrir dóm-
stóli, brýtur það í bága við mannréttinda-
samning Evrópuráösins," segir Högni Hans-
son í álitsgerð sinni.
Vandræðalegt mál
Allur aðdragandi hins nýja álvers á Grund-
artanga er afar vandræðalegur fyrir iðnaðar-
ráðuneytið og þær stofnana ríkisins í heild
sem málið snertfr. Fáir þar virðast hafa áttað
sig á því að almenn viðhorf til stóriðju eru
önnur en voru fyrir tiltölulega fáum áram,
þegar flestir töldu að stóriðja væri sjálfsögð
nokkra auglýsingaherferð erlendis í þvi skyni
að lokka erlend stóriðjufyrirtæki, einkum í ál-
iðnaði, til landsins og í auglýsingabæklingum
var lögð áhersla á ódýra orku, öraggt stjóm-
málaástand og vel menntað vinnuafl, sem
jafnframt væri ódýrt. Enn fremur var látið í
veðri vaka að kröfur inn mengunarvamir og
hreinsibúnað væra ekki jafn strangar og í ná-
grannalöndunum.
Dómari í eigin sök
í október 1995 gerði Hjörleifur Guttorms-
son alþingismaður alvarlegar athugasemdir
við endurskoðað starfsleyfi Hollustuvemdar
fyrir álverksmiðjuna í Straumsvík. Hjörleifur
taldi að mengunarákvæöi starfsleyfisins væra
óeðlilega rúm og brytu í fjölmörgum liðum í
bága við alþjóðasamninga sem íslendingar
væru aðilar að. Þannig væri heimilað að nota
úrelta tækni við framleiðsluna sem kæmi í
veg fyrir að hægt væri að beita bestu mengun-
arvörnum, leyfð losun flúors væri langt ofan
við leyfileg mörk samkvæmt PARCOM sam-
þykkt. Sama væri að segja um brennisteinst-
víoxíðmengun og koltvísýringsmengun. Hjör-
leifur gagnrýndi harðlega fullyrðingar Holl-
ustuverndar um að koltvísýringsmengun
væri ekki vandamál hér á landi og sagði hana
hvíla á veikiun granni.
Umhverfisráðuneytið er úrskurðaraðili i
mengunarmálum og starfar Hollustuvemd
undir yfirstjóm ráðuneytisins sem sérfræði-
stofnun í slíkum málum. Ráðuneytið fól því
Hollústuvernd að fjalla um athugasemdir al-
þingismannsins og i raun gerast dómari í eig-
in sök. Hollustuvemd komst að þeirri niður-
stöðu að athugasemdir Hjörleifs væra rétt-
mætar í ýmsum atriðum, en ekki þó þess eðl-
is að þær hefðu hreytt tillögúm að starfsleyfi
fyrir ísal. Kæru Hjörleifs var því vísað frá og
var frávísunin byggð á lögfræðiáliti Eiriks
Tómassonar prófessors.
Þessum úrskurði skaut Hjörleifur Gutt-
ormsson til sérstakrar úrskurðamefndar sam-
kvæmt 26. grein laga um hollustuhætti og
heilbrigðiseftirlit og benti jafnframt á að hon-
um hefði ekki verið gefinn kostur á að sjá
hina lögffæðilegu álitsgerð þótt slíkt sé skylt
samkvæmt stjómsýslulögum. Úrskurður
nefndarinnar var sá að fella skyldi frávísunar-
úrskurð stjómar Hollustuvemdar úr gildi og
henni gert að taka kæru Hjörleifs til efnislegr-
ar meðferðar. -SÁ