Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1997, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1997, Qupperneq 35
LAUGARDAGUR 25. JANUAR 1997 43 Skákþing Reykjavíkur: Nýi formaðurínn er í sigurham Helgi Áss náði góðum árangri á alþjóðamóti í Gautaborg Að loknum fimm umferðum af ellefu á skákþingi Reykjavíkur er Þröstur Þórhallsson stórmeistari einn efstur. Hann hefur gert sér lít- ið fyrir og lagt alla andstæðinga sína að velli og hefur fimm vinn- inga. Björgvin Víglundsson kemur næstur á eftir Þresti með 4,5 vinn- inga, hefur aðeins gert jafntefli við Sævar Bjamason. Þröstur og Björg- vin eigast við í 6. umferð, sem tefld verður á morgun, sunnudag, í Faxa- feni 12. Þröstur vann Braga Þorfinnsson í fimmtu umferð en fram að því höfðu þeir báðir unnið allar skákir sínar. Þrátt fyrir ósigurinn deildi Bragi þriðja sæti ásamt Bergsteini Einarssyni, Sigurbimi Bjömssyni, Sævari Bjarnasyni, Einari Hjalta Jenssyni, Jóni Viktori Gunnarssyni og Árna H. Kristjánssyni sem allir hafa hlotið 4 v. í unglingaflokki hafa verið tefldar þrjár umferðir af niu og voru Davíð Kjartansson og Jóhannes I. Árnason með þrjá vinninga og deildu efsta sæti. Sveinn Þ. Wilhelmsson og Sig- urður Páll Steindórsson höfðu 2,5 v. Keppendur í unglingaflokki era 27 en í aðalkeppninni taka 70 skák- menn þátt. Þröstur er eini stórmeistarinn meðal keppenda. Hann er jafnframt formaður Taflfélags Reykjavíkur, sem sér um mótshaldið, en á auka- aðalfundi fyrr í mánuðinum tók hann við formennsku af Ólafi H. Ólafssyni. Eins og fram hefur kom- ið i fréttum voru störf Ólafs um- deild og leiddu meðal annars til þess að margir sterkir skákmenn yf- irgáfu félagið enda virtist þeim sem teflt væri markvisst að tapstöðu. Ötulir stjórnarmenn hafa nú loks gripið til aðgerða, m.a. með því að selja hluta af húseigninni í Faxafeni til þess að bjarga vanskilamálum. Jafnhliða var gerður nokkurs konar „starfslokasamningur" við Ólaf sem felst í því að hann víkur úr stjórn en sinnir skákstjórn og fleiri störf- um fyrir félagið gegn greiðslu sem nemur um þriðjungi stórmeistara- launa. Með þessum aðgerðum er þetta nærfellt aldargamla og virðulega taflfélag aftur komið á réttan kjöl fjárhagslega þótt vissulega geti tek- ið nokkurn tíma að koma félags- starfinu aftur í samt horf. Þessar hremmingar félagsins hafa hins vegar orðið til þess að taflfélagið Hellir í Reykjavík hefur eflst stór- lega og síðustu misseri hafa önnur félög á höfuðborgarsvæðinu einnig notið góðs af. Þessi aukna starfsemi annarra félaga og samkeppni við TR hlýtur að verða skáklistinni til framdráttar. Fátt er því svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott Helgi Áss hársbreidd frá sigri Helgi Áss Grétarsson varð að láta sér nægja jafntefli í síðustu umferð alþjóðlega „Excelsior Cup“ skák- mótsins í Gautaborg gegn neðsta manni mótsins og missti þar með af sigurlaununum. Helgi Áss hafnaði í 2.-3. sæti ásamt Mikhail Rytshagov frá Eistlandi, hálfum vinningi frá sigurvegaranum, Evgení Gleizerov, frá Rússlandi. Tíu skákmenn tefldu á mótinu, einfalda umferð. Helgi Áss vann þrjár skákir, gerði fjögur jafntefli en tapaði einni. Útkoman varð 5,5 v. af 9 mögulegum sem er prýðisgóður árangur. Helgi Áss tefldi jafnframt klukkufjöltefli við fulltrúa fimm sænskra stórfyrirtækja og vann Umsjón Jón L. Árnason fjórar skákir en tapaði einni. Þessi varð lokastaðan á mótinu: 1. Gleizerov (Rússlandi) 6 v. 2. -3. Helgi Áss Grétarsson og Rytshagov (Eistlandi) 5,5 v. 4.-5. Hillarp-Persson (Svíþjóð) og Gdanski (Póllandi) 5 v. 6. Hector (Svíþjóð) 4,5 v. 7. -8. Ziegler og Sjöberg (báðir Sví- þjóð) 4 v. 9. Moberg (Svíþjóð) 3 v. 10. Hellsten (Svíþjóð) 2,5 v. Helgi hélt rakleiðis til Gautaborg- ar frá Rilton-Cup skákmótinu í Stokkhólmi. Hann fór sér að engu óðslega í fyrstu umferðunum, sem hann nýtti sér til þess að „hita upp“ eftir kuldakastið i Stokkhólmi. Er leið á mótið varð handbragðið ör- uggara, eins og sjá má af eftirfar- andi skák, sem er býsna fjörug. Hvitt: Helgi Áss Grétarsson Svart: Karl Johan Moberg Enskur leikur. Reykjavíkurmeistaramótið í sveitakeppni: Sveit Landsbréfa Reykjavíkurmeistari Sveit Landsbréfa sigraði sveit Júlla örugglega með 173-11 impum í úrslitaleik um Reykjavíkurmeist- aratitilinn. I undanúrslitaleikjunum vann sveit Júlla sveit Hjólbarðahallarinn- ar með 123-109 en sveit Landsbréfa sigraði sveit Verðbréfamarkaðar ís- landsbanka með 108-87. Enn fremur fór fram keppni um þrjú sæti í undanúrslitakeppni ís- landsmótsins og komust sveitir Ragnars T. Jónassonar, Neons og Héðins-Schindler áfram. Margir höfðu spáð sveit Verð- bréfamarkaðar íslandsbanka góðu gengi en hún tapaði í undanúrslit- um fyrir sveit Landsbréfa. Reyndar litu margir á þann leik sem raun- verulegan úrslitaleik þar sem þess- ar sveitir hýsa marga af bestu spil- urum landsins. Við skulum skoða eitt skemmti- legt spil frá þessum leik og fylgjast með varnarspili Sverris Armanns- sonar. S/A-V 4 103 W D753 ♦ K9762 * 106 I lokaða salnum sátu n-s Ragnar Hermannsson og Bjöm Eysteinsson en a-v Ásmundur Pálsson og Sigurð- ur Sverrisson. Sagnröðin var þannig: Suður Vestur Norður Austur 14 pass 14 pass 2G pass 3 4 pass 34 pass 3 G pass pass pass 4 KD5 <4 G92 •f D83 ♦ K853 N 4 G9872 «4 864 4- G54 4 G7 4 A64 m AK10 4 A10 4 AD942 Opnunin var Precisionlauf, tígul- sögnin 0-5, þrjú lauf hálitaspuming og þrír tíglar neituðu hálit. Eftir þessar sagnir er suður sann- aður með a.m.k. sjö spil í láglitun- um og líklega fleiri. Hálitaútspil kemur því sterklega til greina. Sig- urður valdi hins vegar lítið lauf og þar með var auðvelt fyrir Bjöm að innbyrða 11 slagi. En færum okkur yfir í opna sal- inn og hlustum á sagnirnar. Þar sátu n-s Guðlaugur R. Jóhannsson og Öm Amþórsson en a-v Sævar Þorbjörnsson og Sverrir Ármanns- son: Suður Vestur Norður Austur 14 pass 14 pass 2G pass 34 pass 34 pass 3 G pass pass pass Nú var opnunin Blátt lauf, einn tígull neitaði sex punktum og þrír tíglar neituðu hálit. Með þessar upplýsingar í vega- nesti ákvað Sverrir að ráðast á spaðalitinn. Hann spilaði kóngnum, fékk kall, spilaði drottningunni og meiri spaða þegar drottningin fékk slaginn. Það eru ýmsir möguleikar til þess að fá níu slagi, vandinn er hins veg- ar að velja þann rétta. Séu spaðarn- ir 4-4 þá virðist allt í lagi að prófa tígulinn. Ef það misheppnast gæti hjartað fallið og laufsvíningin heppnast. Umsjón Stefán Guðjohnsen Ég býst við að Örn hafi ætlað að láta tígultíuna róa yfir, eftir að hafa tekið ásinn, því hann veit ekki að austur á spaðafimmlitinn. Allavega tók hann á tígulás en þá kom DROTTNINGIN frá Sverri. Hann spilaði síðan meiri tígli, drap með kóng, þvi hann grunaði nú hvernig spaðinn lá. Þá tók hann fjóra slagi á hjarta og svínaði síðan laufdrottn- ingu. Sverrir drap feginn á kónginn og spilaði nú litla tíglinum. Og tigulgosi Sævars var innkoma á spaðaslagina og spilið var einn nið- ur eftir meistaravörn Sverris. I. c4 e5 2. Rc3 Bb4 3. Rd5 Be7 4. g3 f5 5. Bg2 RfB 6. Rxe7 Dxe7 7. e3 Rc6 8. Re2 e4 9. 0-0 Re5 10. b3 b6?! Þennan óvarlega leik tekst Helgi að nýta sér skemmtilega. II. Rd4 g6 12. Rb5! d6 13. d4! Rd3 14. Ba3 a6 15. Rc3 Bb7 16. f3! Á þennan hátt reynist unnt að grafa undan riddaranum á d3. Ætl- unin er að svara 16. - exf3 með 17. Hxf3! (ef 17. Bxf3 Dxe3+ 18. Kg2 Re4) Bxf3 18. Dxf3 og nú 18. - 0-0 19. Hdl, eða 18. - Re4 19. Rxe4 fxe4 20. Dxe4 og í báðum tilvikum verður riddar- inn strandaglópur fyrir innan víg- línuna. 16. - 0-0-0 Svörtum er vandi á höndum en trúlega var betra að finna kóngin- um skjól hinum meginn og koma hrók á f-línuna um leið. 17. fxe4 fxe4 18. d5 Re5 19. Dd4! Peðið á e4 hlýtur að falla. f. 19. - h5 20. h3 Rf3+ 21. Bxf3 exf3 22. Hxf3 Rd7 23. Hafl Re5 24. Hf6 Kb8 25. Re4 Bc8? 26. Rxd6! Hxd6 27. Hxd6 Dg5 28. Df4! Dxf4 29. Hxf4 Rxc4 30. bxc4 - og svartur gafst upp. Hreinlætistækja- tilboð baðkar, salerni og handlaug frá kr. 1 9> Jlll* Hallarmúla 4 - Sími 553 3331 Smáauglýsingadeild DV er opin: • virka daga kl. 9-22 • laugardaga kl. 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 Tekið er á móti smáauglýsingum til kl. 22 til birtingar nœsta dag Ath. Smáauglýsing í Helgarblað DV þarf þó að berast okkurfyrir kl. 17 á föstudag a\U mil(i hirr)jh' V Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.