Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1997
Fréttir
Fundur Sjávarnytja um hvalveiðar:
Kostnaður Norð-
manna af hvalveið-
um stórlega ýktur
„Ég hef lengi verið þeirrar skoð-
unar að við íslendingar ættum að
hefja hvalveiöar aftur og sú skoðun
hefur ekki breyst," segir Ámi R.
Ámason, formaður hvalveiðinefnd-
ar Alþingis og einn frummælenda á
fundi Sjávamytja um hvalveiðar
sem haldinn var á Grand Hótel á
laugardag. Sú nefnd mun á næst-
unni skila af sér tillögum um hvem-
ig hvalveiðimálum við ísland skuli
háttað í framtíðinni.
Auk Áma töluðu á fundinum þeir
Brace Galloway, stjómarformaður
bandarísku veitingahúsakeðjunnar
Arthur’s Treachers, Helge Lund frá
útflutningsráði Noregs, Steingrímur
J. Sigfússon, formaður sjávarút-
vegsnefndar Alþingis, Gísli Víkings-
son frá Hafrannsóknastofnun og
Magnús Guðmundsson kvikmynda-
gerðarmaður.
Ámi segir að fram hafi komið í
máli Galloways að hvalveiðar ís-
lendinga skipti Arthur’s Treachers
engu máli, fyrirtækið muni ekki
hætta viðskiptum við íslendinga
þótt þær hæfust á ný. Hins vegar
væri ekki hægt aö útiloka að fyrir-
tækið beygði sig ef á það yrði þrýst
af miklum þunga af hvalavemdun-
arsinnum.
„Upplýsingar þær sem Norðmað-
urinn Helge Lund kom fram með
era mjög athyglisverðar. Hann er
sérfræðingur hjá norska útflutn-
ingsráðinu og í máli hans kom fram
að hvalavemdunarsinnar hafa ýkt
mjög tjón Norðmanna af því að
hefja hrefnuveiðar. Það má telja á
fingrum annarrar handar þau fyrir-
tæki í Frakklandi, Bandaríkjunum,
Þýskalandi og Bretlandi sem hættu
viðskiptum við norska aðila vegna
hvalveiða Norðmanna. Fæst þess-
ara fyrirtækja keyptu sjávarafurðir
af Norðmönnum," segir Ámi.
Hvalstööin vinsæll feröa-
mannastaöur
Ámi segir að ekki sé hægt að úti-
loka að einhverjar uppákomur geti
orðið í hvalaskoðunarferðum, sem
era að verða afar vinsælar meðal er-
lendra ferðamanna, ef íslendingar
kjósa að hefja hvalveiðar á ný.
„Þess ber hins vegar aö geta að það
era ekki æstir hvalavemdunarsinn-
ar sem era að fjölmenna í hvala-
skoðunarferðir. Þetta er einfaldlega
fólk sem er forvitið um náttúru og
dýralíf og það er alkunna aö á með-
an Hvalstöðin í Hvalfirði var í
rekstri var hún einn vinsælasti
ferðamannastaður landsins. Sum
dýravemdunarsamtök telja hvala-
skoðunarferðir skaðlegar hvölum
og viija banna þær eða takmarka
þær.“
-JHÞ
Forseti til Noregs:
Opinber
heimsókn
hefst á
morgun
Forseti íslands, Ólafur Ragn-
ar Grímsson, og frú Guðrún
Katrín Þorbergsdóttir halda á
morgun i opinbera heimsókn
til Noregs. Gert er ráð fyrir að
þau lendi, ásamt fylgdarliði, á
Fomebuflugvelli um klukkan
11 í fyrramálið. Æðsti maður
hirðarinnar tekur á móti ís-
lendingunum og síðan mimu
konungshjónin taka á móti for-
setanum og ffú á Hallartorg-
inu.
Meðal annars mimu Ólafur
og ffú heimsækja rannsóknar-
stofnun snjóflóða, þau verða
viðstödd opnun sýningar á ís-
lenskum nútímabókmenntum,
bamabókum og bókum um
náttúru íslands. Hátæknimið-
stöð í Björgvinjarháskóþí
verður heimsótt, sem ofe
stjómmálafræðideild skólan|,
Guðrún Katrín og Sonja
drottning munu heiðra minri-
ingu Ólafiu Jóhannsdóttul,
sem kölluð hefúr verið „boð-
beri kærleikans" og starfaði
um árabil að líknarmálum í
fátækrahverfum Óslóarborg-
ar, og þá munu verk Snorra
Sturlusonar verða heiðruð
með ýmsum hætti.
Forsetahjónin íslensMi
munu taka á móti íslendingum
bæði í Ósló og Björgvin. Þau
munu halda veislu til heiðurs
Haraldi Noregskonungi og
Sonju drottningu á Grand Hót-
el í Ósló þar sem boðiö verður
upp á íslenskan mat og Signý
Sæmundsdóttir sópransöng-
kona mun syngja íslensk og
norsk verk.
Opinbera heimsókninni lýkur
á fimmtudagskvöld og forseta-
hjónin fljúga heim til íslands á
föstudag. í fylgdarliði forseta-
hjónanna era m.a. Halldór Ás-
grímsson og frú og Eiður Guðna-
son og frú.
-sy
Bruce R. Galloway hjá bandarísku veitingahúsakeðjunni ArthurVs Treachers, Guðmundur F. Jónsson hjá Burnham
Securities og Steingrímur J. Sigfússon, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, fylgjast meö umræðum á fundi
Sjávarnytja um hvalveiðar sem haldinn var á laugardag. DV-mynd Hari
Dagfari
Þórarinn frestar sumrinu
Um tíma hefur skort bærileg
rifrildi í samfélaginu. Það er ekki
lengur hægt að takast á um NATO
þar sem nánast allir era sammála
um þau friðarins samtök. Þá eru
flestir sammála um það aö ekki
megi ræða um Evrópusambandið.
Úr því sambandi hefur verið búin
til eins konar ófreskja eða eldspú-
andi dreki sem menn hræðast
mjög.
Þá heyrir það nánast sögunni til
að rifist sé hressilega á Alþingi.
Davíð fer þar sínu fram og stjóm-
arandstaðan æmtir varla né
skræmtir. Beri það við að stjómar-
andstæðingur stígi í pontu þá gerir
sá sem öllu ræður grín að málflutn-
ingi ræðumanns. Aðrir láta sér það
að kenningu verða og hafa hægt
um sig. Davíð getur því einbeitt sér
að því að semja sálma í þingsölum
eða sinna öðrum hugðarefnum sin-
um. Hann er laus við þá erfiðu. Jón
Baldvin er kominn í pólitískt frí og
er á útleið og Ólafur Ragnar situr á
Bessastöðum milli þess sem hann
hittir konungborið fólk annars
staðar á Norðurlöndum og æfir sig
í skandinavísku.
Og ekki nenna menn að rífast
um kjarasamninga þótt lausir séu
og lítt gangi í viöræðum. Meiri-
hluti fólks er á móti verkfollum
samkvæmt skoðanakönnunum.
Verkalýðsforingjarnir vita því ekki
alveg hvað þeim leyfist að ganga
langt.
Það er ekki einu sinni hægt að
deila um veðrið. í vetur hefur nán-
ast enginn vetur verið. Það má
heita að blíða hafi verið upp á nán-
ast hvem dag. Þótt aðeins hafi
snjóað nú í febrúar má eins búast
við að sá snjór hverfi á morgun eða
hinn og hið eilífa vor haldi áfram.
En þegar neyöin er stærst er
hjálpin næst. Og sú hjálp kom úr
ólíklegustu átt. Þegar atvinnupex-
arar og rifrildismenn vora orðnir
úrkula vonar kom Vinnuveitenda-
sambandið sem frelsandi engill og
stakk upp á því að sumardagurinn
fýrsti yrði færður. Atvinnurekend-
um líkar það illa að sumardagur-
inn fyrsti skuli vera fimmtudagur.
Þeir þurfa því að gefa frí þann dag
og fá lítið út úr vinnulýðnum þá
vikuna. Föstudagurinn á eftir er
hvort sem er hálfónýtur. Þeir vilja
þvi í raun leggja niður sumarkom-
una til þess að þurfa ekki að gefa
frí í vinnunni. Til vara leggja VSÍ-
menn til að sumardagurinn fyrsti
verði fluttur til fóstudags i vetrar-
byrjun því þá sé hvort sem er svo
lítið um frí.
Loksins fá menn eitthvaö til að
rífast um. Eflaust leggjast einhverj-
ir gegn þessu snjallræði vinnuveit-
enda. Það er hugsanlegt að þeir
hinir sömu kjósi að hafa sumar hér
á landi þótt fráleitt séu það allir.
Skátar hafa til dæmis gert sér
dagamun sumardaginn fyrsta og
sprangað um berleggjaðir í skrúÁ
göngum. Þeir hafa ekki látið það á
sig fá þótt jafnan sé afar kalt á
sumardaginn fyrsta.
En hvað hafa skátar að segja í
valdamikið vinnuveitendasam-
band? Það er lika rétt hjá VSÍ að
sumarið hér er svo kalt og stutt að
það tekur því varla að nefna það.
Það má þvi með reglugerð koma á
eilífu vori eða öllu heldur eilífú
hausti með rigningu og roki árið
um kring, hvorki sól né snjó - aðr
eins einhverju millibilsástandi. I
Þá þurfa menn heldur ekki að
vera að hlakka til einhvers sem lít-
ið sem ekkert er. Óþarfi verður að
byggja fleiri orlofshús fyrir laun-
þegana. Vinnuveitendur sjá auðvit-
aö einnig þann hag í málinu, gangi
þetta eftir, að óþarft verður fyrif
fólk að fara í sumarfrí.
Fyrst Castro gat frestað jólununí
á Kúbu hlýtur almáttugur ÞóraÁ
inn V. að geta frestað sumrinu hér.
Dagfari