Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1997 15 Dvergur Útvarpsmaður nokkur var að ræða einkalíf leikkonunnar Pa- melu Anderson og endaði umíjöll- un sína á því að yfirhöfuð hefði hann ekki áhuga á „dvergum úr plasti". Mér hnykkti dálítið við þar sem ég sat gegnumstungin skarti, vandlega hárlituð og örðu hærri en opinber- ar dvergamæling- ar leyfa. Misvísandi kröfur Kjallarinn Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur Það mátti varla á milli sjá hvort manninum fannst verra; að konan væri smávaxin eða að hún væri svo ósvííln að dulbúa sig með plasti. Umforma sig, má segja; og um- forma sig einmitt í líki þeirrar fullkomnu ímyndar sem þjóðfé- lagið - lesist: karlmenn - hefur skapað konum. Samkvæmt þessu tapar Pamela alltaf; sem „venjuleg" kona er hún ekkert og þegar hún dulbýr sig sam- kvæmt skilgreindum fullkom- leika verður fjandinn laus. Útvarpsmaðurinn yfirlýs- ingaglaði gengur þama inn í aldagamla orðræðu um dular- gervi kvenna og falsanir þar sem (karl)menn hafa í gegnum tíðina haft gríðarlegar áhyggjur af þeim hæfileika kvenna að hafa hamskipti með hjálp klæðnaðar og snyrti- vara og villa þannig hraustlega á sér heim- ildir. Þannig eru til frá- sagnir örvæntingar- fullra karlmanna frá 18. öld um eiginkonur sem breytast úr fagur- mótuðum fegurðardís- um í ósköp venjulegar konur þegar þær hafa flett af sér dularklæð- um þeim sem notuð voru til að ginna mann- greyið í hnapphelduna. Núna á tuttugustu öld- inni, i minu minni, söng íslenskur trú- badúr um næturgest sinn sem reyndist „morgunljót". Æ, æ, aumingja litlu greyin, mikið óskaplega hlýtur þeim að hafa brugðið illa. Þessar misvísandi kröfur hafa reynst dálítið ruglandi fyrir kon- ur þar sem þess er krafist að þær uppfylli hugmyndir samfélags- ins um kvenlega fegurð um leið og þeim eru bannaðar leiðirnar til að nálgast þá fegurð. Reyndar á það sama við um karlmenn í dag þar sem samfélagið hef- ur einnig skap- að þeim óhöndl- anlegar ímynd- ir sem fæstir kunna að fylla upp í. Pamela vinnur samt En Pamela vinmn' samt. Því að þótt íslensk- ur útvarpsmaður dái hana ekki þá gera það þúsundir manna og kvenna. Pamela hefur gert það sem fæstar þora; að sýna og sanna með sínum eigin sérhann- aða líkama að munurinn á hinni „raunverulegu" (fögru og full- komnu) konu og þeirri tilbúnu er enginn. Með því að fylla markvisst upp í ímyndina ómögulegu sýnir Pamela svo að „Þannig eru til frásagnir örvænt- ingarfullra karlmanna frá 18. öld um eiginkonur sem breytast úr fagurmótuðum fegurðardísum í ösköp venjulegar konur þegar þær hafa flett af sér dularklæð- úr plasti Pamela Anderson. - Hefur gert það sem fæstar þora; að sýna og sanna með sínum eigin sérhannaða líkama aö munurinn á hinni „raunverulegu" konu og þeirri tilbúnu er enginn. ekki verður um villst að hin „raunverulega" kona er ná- kvæmlega jafnmikill tObúningur og hún sjálf. Á þennan hátt er Pamela And- erson sæborg (cyborg) i skil- greiningu Donnu Haraway sem ræðir um sæborg eða hið lífræna vélmenni sem nýja mennsku. Þar sem mannskepnan verður sí- fellt háðari og nánari vélunum sem hún er umkringd eru mörk- in milli manneskju og vélar að verða eyddari og því segir Donna að við séum að verða að sæborgum. Og þessi nýja (vél)mennska felur í sér nýja möguleika til að skilgreina upp á nýtt, ekki bara mennsku heldur líka kvenmennsku og karl- mennsku; nú getum við búið til nýjar ímyndir til að fylla upp í, jafnframt því sem við gerum grín að þessum ímyndum öllum með því að uppfylla þær. „Ég vil frekar vera sæborg en gyðja,“ segir Donna en Pamela slær henni við; í framtíðarkvik- myndinni Barbwire er hún bæði gyðja og sæborg þar sem hún fyllir upp í rullu Bogarts í Casa- blönkuðum endi. Úlfhildur Dagsdóttir Rannsóknir fíkniefnamála Undanfarnar vikur hafa fjöl- miðlar fjallað um ákveðna rann- sóknarþætti er lúta að uppljóstrun flkniefnamála. Þar sem hér er um að ræða einn flóknasta og veiga- mesta málaílokk íslenskra saka- mála varðar miklu að löggæslu- menn hafi skýr lagaákvæði og starfsreglur frá viðkomandi yfir- völdum varðandi meðferð slíkra mála. Hér á landi er enginn skóli til að sérhæfa og þjálfa lögreglumenn á hinum ýmsu sérsviðum sakamála- fræðinnar, þeir verða að láta sér nægja reynsluheim eldri starfs- manna. Vissulega er lögreglu- og tollskólinn góð undirstaða fyrir þá sem eru að hefja almenn löggæslu- störf en það vantar deUdaskiptan framhaldsskóla þar sem löggæslu- menn gætu valið á milli mismun- andi greina sakamála. Námskeið og kynnisferðir til út- landa gefa mönnum aðeins tak- markaða innsýn í þessi sérhæfðu verkefni. Alla faglega úrvinnsla og þá hugmyndafræði sem slíkar sakamálarannsóknir byggjast á verða löggæslumenn að læra í skóla. Sjálfsagt ættum við að fá er- lenda sérfræðinga til að hjáipa okkur að koma upp slíkum skóla hér á landi. Einnig gætu ungir og hæfileikaríkir löggæslumenn sótt virta skóla erlendis. Breyttir tímar. Sakamál þróast og breytast í tímans rás eins og öU önnur mannanna verk. Við höfum að mestu treyst á gamlar og sígUdar aðferðir við upp- ljóstrun sakamála en á sama tíma hafa þeir sem fjár- magna og skipu- leggja fikniefna- innflutning, selja og dreifa efnum, tUeinkað sér í auknum mæli al- þjóðlegar aðgerð- ir. Við þessari þróun verða lög- reglu- og dómsyf- irvöld aö bregðast með skjótum og skUvirkum hætti. Skýr starfsfyrirmæli til lög- gæslumanna frá viðkomandi yfir- völdum varðandi rannsóknarað- gerðir við uppljóstranir fíkniefha- mála skortir, enda engin fagleg út- tekt verið gerð í þeim efnum. Lög- reglumenn geta því verið í nokkrum vafa um lögmæti að- gerða sinna og verða því oft að taka mikla per- sónulega áhættu. Þessu verður að breyta og gefa lög- gæslumönnum vítækari rann- sóknarheimildir eða a.m.k. hlið- stæðar þeim sem gefa besta raun í V-Evrópuríkjum. Hér er m.a. átt við skipulögð upplýs- ingakerfi, aðgang að skattaframtöl- um og bankavið- skiptum grunsam- legra aðila, ferða- bókanir, símahler- anir og aðrar bein- ar tæknilegar upptökur. Þá hafi löggæslan skýrar og af- dráttarlausar heimildir tU að kaupa fikniefhi og greiða fyrir upplýsingar sem leiða tU upp- ljóstrunar, enn fremur sé þeim fjárhagslega gert kleift að skipu- leggja langtímaeftirlit með skipu- lagðri fjármögnun, innflutningi og dreifingu fikniefna, en mikið hefur á skort að svo sé. Sjálfsagt þarf að breyta eldri lögum og setja ný lagaákvæði tU að ná fram þessum breytingum. MikUvægt er að aUar breytingar í þessum efn- um séu gerðar í sátt og samlyndi við fólkið í landinu, það skilji nauðsyn þess að við höfum öU í þessum efnum verk að vinna og iUgresi upp að rífa. Forsenda refsimats Ýmsum kann að finnast að höggvið sé nærri heimilishelgi fólks með svo afgerandi rannsókn- arheimUdum og að hér sé verið að koma á lög- regluríki. Þeim sem þannig kunna að hugsa vU ég benda á að lang- flest ríki Evrópu hafa hliðstæðar eða víðtæk- ari rannsóknarheimUd- ir en hér er lagt tU og eru þau ekki talin til svonefndra lögreglu- ríkja. íslenskir lög- gæslumenn eru trausts- ins verðir að fara með slíkt rann- sóknarvald. Endurskoðuð sé málsmeðferð dómara er tekur til forsendna refsimats á grundveUi þeirra af- leiðinga sem afbrot af þessu tagi valda. Sjálfsagt þyrftu dómarar ekki síður en löggæslumenn að sérmennta sig á hinum ýmsu svið- um sakamálafræðinnar. Sá kerfis- bundni refsirammi hegningarlaga sem þeim ber að dæma eftir virð- ist stundum ganga gegn réttlætis- og siðgæðiskennd fólks enda er það svo að skynsemi og dómgreind verða oft að heyja harða baráttu við tilfinningar og langanir. Kristján Pétursson „Skýr starfsfyrirmæli til löggæslu- manna frá viðkomandi yfirvöldum varðandi rannsóknaraðgerðir við uppljóstranir fíkniefna skortir enda engin fagleg úttekt verið gerð í þeim efnum.“ Kjallarinn Kristján Pétursson fyrrv. deildarstjóri Með og á móti Úthlutun úr Kvikmyndasjóði Ógerlegt að sinna öllum „Úthlutun úr Kvikmyndasjóði á þessu ári er um margt söguleg. í fyrsta skipti tekst sjóðnum að styrkja fjórar leiknar kvikmyndir í fullri lengd sem ráðgert er að taka á næstu mánuðum. Auk þess hlutu tíu handritshöf- undar styrki til að þróa verk sín á árinu. Þetta er mögu- legt í krafti auk- ins fjármagns til Kvikmynda- sjóðs sem í rauninni er afdráttar- lausasta stuðningsyfirlýsing ríkis- valdsins við kvikmyndagerð í landinu um langt árabil. En þótt hagurinn hafi vænkast er þetta ekki endastöð í endurreisn Kvik- myndasjóðs heldur verður að halda uppbyggingunni áfram. Þannig tókst úthlutunamefnd ekki að styrkja stuttmyndir og heimild- armyndir að þessu sinni, enda ógerlegt að sinna öllum stefnum samtímis við núverandi aðstæður. Athugasemdir stuttmynda- og heimildarmyndagerðarmanna eru því vel skiljanlegar og ber að taka alvarlega. Hins vegar er fráleitt að ætla að lög hafi verið brotin við út- hlutun eins og haldið var fram í fjölmiðlapistli i DV fyrir skömmu. Er það í raun alvarlegt þegar fjöl- miðlarýnir gerir sig sekan um slík mistök. Úthlutunarnefnd hefur skýlaust vald í þessum efnum en niðurstöður hennar hverju sinni boða ekki endilega framtíðarstefnu sjóðsins." Þrjár greinar útundan „Síðasta úthlutun úr Kvik- myndasjóði íslands vakti furðu flestra kvikmyndagerðarmanna. Kvikmyndagerðarmenn sem og að ég held þorri landsmanna skilja það sem svo að sjóðnum beri að styrkja allar kvik- myndagreinar í landinu, enda kveður svo á í lögum sjóðsins. Fyrir einhvern misskilning út- hlutunarnefnd- ar sást henni yfir þrjár greinar, þ.e. heimildarmyndir, stuttmyndir og teiknimyndir (anlmationÍ Allar þessar greinar kvikmyndagerðar lifa góðu lífi um heim allan nema á íslandi. Það er eins og úthlutunarnefnd hafi unnið sem strengjabrúða í þetta sinn en það er enn og aftur stór misskilningur að brúðuleik- hús eigi að fjalla um úthlutanir á almannafé sem veitt er til að styrkja ört vaxandi atvinnugrein í landinu. Sé skýringin sú hjá þess- ari úthlutunarnefnd að engin verk- efni hafi verið hæf til úthlutunar, en það eru einu haldbæru rökin sem nefndin getur sett fram sér til málsbóta, þá var þeirri skýringu gefið heldur betur langt nef þrem- ur dögum síðar. Á námstefndu um fjármögnun heimildarmynda, sem undirritaður hafði frumkvæði að með stuðningi og í samvinnu við ýmsar opinberar stofnanir, m.a. Kvikmyndasjóð, Ríkissjónvarpið, menntamálaráðuneytið og Nor- ræna kvikmynda- og sjónvarpsjóð- inn, varð niðurstaðan aht önnur. Námskeið þetta hófst daginn eftir að úthlutun sjóðsins var tilkynnt þann 22. janúar. Úthlutunin kom sem köld kveðja frá úthlutunar- nefndinni til þeirra kvikmynda- gerðarmanna er fást við annað en framleiðslu bíómynda." -HK Þór Elís Pálsson, fulltrúi íslands í stjórn Fllmkontakt Nord. Þorfinnur Omars- son, framkvæmda- stjóri Kvikmynda- sjóös.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.