Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Blaðsíða 40
8.2.’97 18 HeildarvinningsupphæÖ 4.087.740 Aðal- 1Q tölur 1 ® 35 9 Vinningar Fjöldi vinninga Vinningsupphæð l.SqfS rfasa2 1.009.420 2. 4 qf5 + 3 102.540 3. 4qf5 65 8.160 4. 3qf5 2.198 560 KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. i3550 5555 Frjá!st,óháð dagblað MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1997 Alvarlegt vinnuslys: Piltur missti framan af hendi 17 ára piltur slasaðist alvarlega þegar hann festi höndina í vélsnigli í loðnubræðslu Hafnarmjöls í Þor- lákshöfn í gær. Pilturinn missti framan af hend- inni og var honum ekið i skyndi á Sjúkrahús Reykjavíkur þar sem hann fór í aðgerð á gjörgæsludeild. Hann var enn í aðgerð í gærkvöld og að sögn lækna þar átti að reyna að bjarga hendinni. Verið er að gangsetja nýja mjöl- bræðslu hjá Hafnarmjöli og var til- raunakeyrsla í gangi þegar slysið varð rétt fyrir hádegi. D -KK PAÐ ÆTTI PA AÐ VERA MÖGULEIKI Á KLAKA í GLÖSIN Á KRÓKNUM! Flóðahætta á suðurströndinni vegna óvenjuhárrar sjávarstöðu: Búumst við hinu versta - sagði vaktmaður í Grindavíkurhöfn í gærkvöld „Okkur hefúr verið sagt að búast við hinu versta og þannig höfum við undirbúið okkur. Það versta sem getur komið fyrir í fyrramálið er að loftþrýstingur verði lágur og vindur hvass af suðvestri. Þá erum við ekki í góðum rnálurn," sagði Sverrir V0- bergsson, vaktmaður í Grindavíkur- höfn, við DV í gærkvöld, en Veður- stofa Islands sendi út viðvaranir vegna hvassviðris og óvenjuhárrar sjávarstöðu á suðurströndinni í gær- kvöld og gerði ráð fyrir enn meiri sjávai-hæð nú í morgun. Verulega var farið að hvessa í gærkvöld og reiknaði Haraldur Ei- riksson veðurfræðingur með því að veðurhæðin næði hámarki í nótt. Hann sagði að þótt líklega yrði farið að lægja á háflóðinu nú í morgun mætti búast við töluverðri öldu. Reiknað var með mjög lágmn loft- þrýstingi, samtímis því að stór- streymt yrði. Haraldur sagöi að gera yrði ráð fyrir hástreymi frá Suður- nesjum til Hafhar í Homafirði og hvatti menn til hafa allan varann á. „Vesturbryggjumar gætu farið á kaf en við höfum í raun engar sér- stakar áhyggjur af þeim. Ef áttin verður austlæg erum við nokkuö ör- uggir. Við höfum áhyggjur af því einu að bátamir verði of fast bundn- ir og slitni frá. Þeir gætu þá endað uppi á bryggjum,“ sagði Lúðvík Lúð- víksson, vaktmaður hjá Reykjavík- urhöfn, viö DV í gærkvöld, en þá var sjávarstaða komin í 4,47 metra í höfninni. Reiknað er með að á há- flóðinu nú 1 morgun geti staða sjáv- ar farið yfir fimm metra en það hef- ur ekki gerst frá því að mælingar hófúst. „Við erum ekki famir að hafa áhyggjur af því núna en góðir sjó- menn huga að bátum sínum svo ég er hvergi smeykur," sagði Lúðvík í gærkvöld. Sveinn Halldórsson, vaktmaður í Vestmannaeyjum, sagði ástandið skikkanlegt í Eyjum, sjávarstaða væri í meðallagi há og þrátt fyrir 11 vindstig sagöist hann ekki óttast um báta í höfhinni. Hann sagöi aust- lægu áttina ágæta í Eyjum og því kviðu menn ekki morgninum. -sv Sjávarstaöa er afar há og í gærkvöld óttuðust menn flóö í morgunsáriö á nokkrum stöðum, einkum á Suðurnesjum. Veöurstofa íslands sendi út viðvaranir þar sem ioftþrýstingur er mjög lágur og vindur hvass af suðvestri. Grindvíkingar bjuggust viö hinu versta og viðbúnaöur var talsverður annars staðar á Reykjanesskaganum. í Reykjavík bjóst vaktmaöur við höfnina við því að vesturbryggjurnar færu í kaf á morgunflóðinu. Hætta var því á að bátar slitnuðu frá. Myndin sýnir togarann Snorra Sturluson í Reykjavíkurhöfn í gærkvöld. DV-mynd s Veðriö á morgun: Stinningskaldi og slydduél sunnan til Á morgun verður austan stinn- ingskaldi, snjókoma eða él á norð- anverðu landinu en sunnankaldi eða stinningskaldi og skúrir eða slydduél sunnan til. Veðrið í dag er á bls. 44 16 ára piltur tekinn: Skar stúlku og skallaði aðra 16 ára piltur réðst á unglingsstúiku með hnífi og skar hana í höndina í heimahúsi í Grafarvogi í gærmorgun. Gleðskapur stóð yfir í húsinu og skyndilega dró pilturinn fram hníf og ógnaði öðrum ungmennum á staðn- um. Stúlkan reyndi að taka hnífinn af piltinum en þá skar hann hana í höndina. Einnig réðst hann á bams- móður sína og skallaði hana í höfúð- ið. Lögregla var kölluð til og handtók hún piltinn en hann mun oft hafa komið við sögu lögreglu vegna árás- armála og fíkniefnaneyslu. Báðar stúlkumar voru fluttar á slysadeild og gert að sárum þeirra þar. -RR Borgarísjaki á Skagafirði Stór borgarísjaki er nú skammt norðan við Málmey á Skagafirði. Að sögn Rögnvalds Steinssonar, bónda á Hrauni í Skefilsstaðahreppi, hefur mikið molnað úr jakanum. „Hann er ekki svipur hjá sjón miðað við það sem hann var og hugsanlega þurfa sjófarendur að vara sig á brot- um úr honum,“ sagði Rögnvaldur. Hafís er ekki einungis á ferðinni á Skagafirði heldur er varhugavert að sigla fyrir Hom vegna hafíss, samkvæmt upplýsingum Landhelg- isgæslunnar. -JHÞ Akureyri: Tekinn á 166 km hraða DV, Akureyri: Átján ára ökumaður var staðinn að því aðfaranótt laugardags að aka á 166 km hraða á Hörgárbraut á Ak- ureyri þar sem leyfður er 70 km há- markshraði. Lögreglumenn mældu hraða bíls- ins í útjaðri hæjarins að norðan- verðu og reyndi ökumaðurinn að stinga lögregluna af. Hann slökkti ljós bifreiðarinnar og ók heim að bænum Sílastöðum þar sem hann faldi bifreiðina bak við útihús. Lög- reglan fann hana þó og kom I ijós að fjórir farþegar voru í bifreiðinni. Ökumaðurinn, sem var með tveggja ára reynsluökuskírteini, var svipt- ur því á staönum og á yfír höfði sér nokkra mánuði án ökuleyfis, auk sektar fyrir ofsaaksturinn. -gk Opel Vectra Caravan ífyrstaslnn á íslandl Bílheimar ehf. H El O © 5œvarhöfba 2a S!mi:S2S 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.