Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Blaðsíða 16
16
**
*
*
*
menning
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1997
* *
Útópía samræmis
tækni og listar
Sýning þeirra Péturs Arasonar og
Ingólfs Amarsonar á nokkrum verk-
um Eyborgar Guðmundsdóttur
(1924-1977) i Sýningarsalnum Önnm-
hæð, Laugavegi 37, vekur til mn-
hugsunar um merka listakonu sem
of lengi hefur verið hljótt um. Á sýn-
ingunni eru einimgis sjö verk en
þau vitna um kafla í íslenskri lista-
sögu sem lengi hefur legið í þagnar-
gildi og heil kynslóð okkar yngstu
myndlistarmanna hefur áreiðanlega
farið á mis við.
Eyborg átti óvenjulegan feril sem
listakona. Samkvæmt greinargóðu
yflrliti yfir æfi hennar og störf eftir
Rúnu Gísladóttur, sem liggur
frammi í sýningarsalnum, hóf hún
ekki að stunda myndlist af fúllri al-
vöm fyrr en hún var orðin 35 ára
gömul en í desember 1959 hélt hún
utan til Parísar þar sem hún komst
undir handleiðslu ekki ómerkari
manns en Victors Vasarelys, frrnn-
kvöðuls þeirrar nýju sýnar á mynd-
listina sem kennd hefur verið við op-
list.
í stað þess að nýta formið og lit-
inn til að miðla táknrænni merk-
ingu eða túlka innra tiifmningalíf
listamannsins vildi hann rannsaka virkni forms-
ins á áhorfandann sem sjónrænt áreiti. Fyrir
honum var myndlistin nánast vísindaleg rann-
sókn á virkni forma og lita þar sem hvert ein-
stakt verk var ffekar liður í rannsóknarverkefni
en endanleg og sjálfstæð niðurstaða. Út frá þess-
um tilraunum Vasarelys varð svo til list sem
breyttist eftir sjónarhomi áhorfandans og að síð-
ustu hreyfanlegir listmunir sem höfðuðu til
virkrar þátttöku áhorfandans sjálfs í sköpun og
upplifun verksins.
Vasarely lagði þannig einnig gmnninn að þeim
þætti í myndlist 20. aldar sem kenndur hefur ver-
ið viö hreyfilist eöa kínetiska list. Þetta var fram-
sækin list sem tók mið af tækniþróun samtímans
og þeirri staðreynd, sem Walter Benjamin hafði
Eyborg Guðmundsdóttir: quadrofoni, 1974.
vakið athygli á, að listin á tímum fjölföldunarinn-
ar hafði verið svipt ám sinni sem helgigripur.
Það var Dieter Rot sem flutti þessar hugmynd-
ir hingað til íslands i lok 6. Éiratugarins, um það
leyti sem Eyborg var að hefja myndlistamám sitt
Myndlist
Olafur Gíslason
í París, og hafa kynni hennar af Dieter vafalaust
ráðið miklu um val hennar á lærimeistara.
Myndlist Vasarelys og skoðanabræðra hans átti
að vekja áhorfendur til gagnrýninnar vitundar
um sjónskynið
möguleika þess,
þess sem þessi
myndlistar vildi
þess að rjúfa þá einangran
sem listin hafði hafnað
irman kalkaðra grafa lista-
safiianna með því að tengja hana
nýjustu straumum í byggingarlist og
umhverfismótun.
Á bak við þessar hugmyndir lá út-
ópía um nýtt samræmi á milli sam-
félags og tækni með virkri þátttöku
einstaklingsins, útópía sem síðar
átti eftir að hopa fyrir nýjum vera-
leika kalda stríðsins, vígbúnaðar-
kapphlaupsins og nýlendustyrjald-
anna á sjöunda og áttunda áratugn-
um. Hér á landi birtust þessir fersku
vindar, sem Dieter Rot flutti með sér
hingað til lands, ekki bara í verkum
Eyborgar heldur líka í ólíkum
myndum í verkum Harðar Ágústs-
sonar, Jóns Gunnars Ámasonar og
Magnúsar Pálssonar.
Hlutm- Eyborgar í þessum kafla
listasögunnar hefur verið vanrækt-
ur og vanmetinn til þessa. Verkmn
hennar hefur ekki verið haldið fram
af Listasafninu eða öðrum söfnum og
vekur þessi sýning okkur til vitundar um nauð-
syn þess að haldin sé yfirlitssýning á verkum
þessarar merku listakonu þar sem verk hennar
yrðu sett í víðara samhengi og þetta tímabil lista-
sögunnar krufið nánar. Það er augljóst að verk
Eyborgar víkka og stækka svið íslenskrar lista-
sögu og sýningin á Annarri hæðinni er
lofsvert framtak, þó ekki væri
nema fyrir að vekja athygli okkar á
þeirri staðreynd.
Sýningin á verkum Eyborgar stend
ur tii marsloka. Sýningarsalurinn
Önnur hæð að Laugavegi 37 er opinn
á miðvikudögum kl. 14-18 eða eftir
samkomulagi.
Ævistarfið á þúsund
blaðsíðum
Dr. Helgi Haraldsson, prófessor í
rússnesku viö Óslóarháskóla, hefur
afhent þjóð sinni ævistarf sitt,
bundið í dökk spjöld með gyfltri
áletrun: Rússnesk/íslenska orða-
bók.
Hún er þúsund blaðsíður með
yfir 50.000 uppflettiorðum og við-
aukum, meðal annars um rússneskt
þjóðskipulag fyrr og nú, og á að
gagnast bæði rússneskumælandi
fólki og íslenskum notendum.
„Ég byrjaði að skrifa frumgerð
handritsins fyrir röskum tuttugu
ánun eöa 1976,“ segir Helgi, „og
gerði þá samning við orðabókarfor-
lag í Moskvu. Smám saman óx
verkið en rússneska forlagið mætti
því með skilningi að bókin færi úr
böndunum. Ég var í starfi í Ósló og
fékk engin laun fyrir þessa auka-
vinnu - það er nú eitt í sambandi
við orðabókarvinnu að hún er yfir-
leitt hjáverkastarf. Ef vel ætti að
vera þyrfti auðvitað hóp sérfræð-
inga sem gæti einbeitt sér að verk-
inu þann tíma sem það tekur, en
orðabókin mín var unnin á kvöldin,
um helgar og í fríum.
Fyrstu árin var ég stöðugt í sam-
bandi við ritstjóra bókarinnar i
Moskvu um orðaval og almenna að-
ferðafræði, handritið fór á milli
fram og aftur. Þegar menn vom
ásáttir um höfuðatriði var farið að
vélrita handritið. Það var aðallega
verk konu minnar, Dinu - en án
hennar hefði þessi bók ekki orðið
það sem hún varð. Framgerð hand-
rits lá fyrir vélrituð 1986, tíu áram
eftir að verkið hófst.
Helgi Haraldsson - gafst ekki upp.
DV-mynd Pjetur
Til gamans má geta þess að þeg-
ar vélritað var á tvenns konar letur
varð að nota fjórar kúlur sem stöð-
ugt þurfti að skipta um, tvær fyrir
venjulegt letur, rússneskt og ís-
lenskt, og tvær fýrir skáletur, rúss-
neskt og íslenskt! Sérðu fyrir þér
hvers konar handavinna
þetta var?
Þó að handritið væri
tilbúið hélt ég áfram að
dytta að því og auka við
það og fékk svo að vita
hjá útgefandanum aö ef
viðbætumar ættu að koma
með þyrfti að vélrita hand-
ritið aftur - 3.500 vélritaðar
síður!
Sem betur fer gáfumst við
ekki upp. Þetta var í upphafi
tölvualdar og við fengum lítinn
Makka sem við slógum handritið
inn á.
Fyrst var bókin sem sagt hand-
rituð, svo vélrituð og loks tölvusett.
Um þaö leyti sem því lauk voru
Sovétríkin að riða til falls og ég
fékk bréf frá forlaginu um að vegna
skipulagsbreytinga væri útgáfu
orðabókar minnar frestað um óá-
kveðinn tíma. Þá örvænti ég um að
þessi bók liti nokkum tima dagsins
ljós.
Leitin að nýjum útgefanda tók
tíma en fyrir tUstilli Ólafs Egilsson-
ar sendiherra fékkst styrkur úr
Menningarsjóði og siðan tók Nesút-
gáfan að sér að gefa bókina út.“
Rússnesk-íslenska orðabókin er
fallega útgefin í góðu bandi og kost-
ar 14.980 kr.
Einsöngstónleikar
Elsa Waage kontraaltsöngkona
heldur einsöngstónleika á vegum
Styrktarfélags íslensku óperunn-
annað kvöld, þriðjudag, kl.
20.30. Undirleikari hennar er
Mzia Bachturize, undirleikari
við Scala óperuna. Þær búa báð-
ar á Ítalíu og hafa áður komið
ffarn saman á ýmsum tónleik-
um, meðal annars á Scala-
safninu. Þær koma hingað
sérstaklega til að halda þessa
tónleika.
Efnisskráin er fjölbreytt.
Tónleikamir hefjast á ljóð-
um og aríum eftir Wagner
en eftir hlé flytja þær
ljóðatónlist eftir Tosti,
Jón Ásgeirsson og Sigfús Ein-
arsson og söngva úr My Fair
Lady og West Side Story.
Myrkur Caput-dagur
Næstu tónleikar á Myrkum
músíkdögum era annaö kvöld kl.
20 i Listasafni íslands. Þá stýrir
Guðmundur Óli Gunnarsson
Caput- hópnum sem leikur í öllu
sínu veldi - átján hljóöfæraleikar-
ar og mannsrödd! Dagskráin er
alíslensk, hefst á Le Metrique du
Cri eftir Atla Ingólfsson, svo kem-
ur Syrpa úr óperunni Leggur og
skel eftir Finn Torfa Stefánsson, í
segulsviði eftir Snorra Sigfús
Birgisson, Stokkseyri eftir Hróð-
mar Sigurbjömsson og Sinfónía
nr. 2 eftir Áskel Másson. ÖU verk-
in eru framflutt nema Syrpa
Finns Torfa.
Dómínó rokgengur
Þjóðin hefur sannarlega beðið
málþola eftir að fá að sjá aftur á
sviði leikrit eftir sitt ástsælasta
leikskáld eftir miðja tuttug-
ustu öld, Jökul Jakobsson.
Dómínó gengur svo vel hjá
Leikfélagi Reykjavíkur að
uppselt er fram í mars og
hefur verið bætt við auka-
sýningum til að reyna að
anna eftirspum. Ein slík
er þriðjudaginn 18. febr-
úar og er óðum að selj-
ast upp.
Dómínó var frum-
sýnt á Listahátíð
1972, tekið upp um
Hanna haustið Og urðu
MaríaKarls-™3^^1^
dóttirogEg-31 6 000
III Ólafsson 18estl- Synmgarnar
Dómlnó. eru nu orðnar 12 og
uppselt á allar, 24 í
viðbót éra í sölu og þegar uppselt
fram í mars, jafhvel biðlistar. Þá
er Ijóst að gangurinn verður tölu-
vert meiri nú en í gamla daga og
mega Kristín Jóhannesdóttir og
hennar fríða lið vel við una.
Þjóð í hættu
Helga Sigurjónsdóttir hefúr
safnað saman greinum sínum
um skólamál frá undanfömum
fjórum áram og gefið út í bók-
inni Þjóð í hættu - hvert stefh-
ir í skólamálum? í fyrsta hluta
bókarinnar er greinaflokkur-
inn Nýskólastefhan um nýju
kennslufræðina sem birtist
í Lesbók Morgunblaðsins
1993. Annar hluti heitir
Skóli - til hvers og fjallar
um hvemig nýja stefiian
breytti smám saman
grunnskólanwm íslenska í
uppeldisskóla. í þriðja hlutanum,
Frelsi og ábyrgð, er spurt hvort of
mikið frelsi bama og unglinga sé
ekki orðið að hreinu ábyrgðarleysi
sem sé skaölegt ungmennunum
sjálfum og þjóðfélaginu öllu.
Rauður þráður bókarinnar rek-
ur hvernig bæta megi hag barna
sem eru lengi að læra og sem bæði
gamli skólinn og nýi skólinn hafi
vanmetið. Helga hefúr haft for-
göngu um að þróa árangursríkar
kennsluaöferðir fyrir „dyslexísk"
börn í Menntaskólanum í Kópa-
vogi. Helga gefur bókina sjálf út.
Umsjón
Silja Aflalsteinsdóttir
nam