Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1997 13 Fréttir Minna drukkið og minna reykt DV, Akranesi: Útibú ÁTVR á Akranesi seldi á síðasta ári áfengi fyrir 119,4 milljón- ir króna sem er 1,70% af landssölu. Sala tóbaks fyrir sama ár er 95,4 milljónir eða 2,11% af landssölu. Ef miðað er við árið 1995 þá var áfengi selt fyrir 124 milijónir og var það 1,56% af landssölu. Hefur hækk- að miðað við landssölu um 0,14% í sölunni á áfengi milli ára. Ef miðað er við tóbakið nam sal- an árið 1995 á því 99,4 milljónum króna eða 2,17% og lækkar útibúiö sig miðað við landssölu um 0,6% „Aðalskýringin á því að áfengis- sala minnkar á árinu 1996 hjá útibú- inu á Akranesi og á flestum stöðum er sú að í desember 1995 varð gerð sú breyting að ÁTVR er ekki einka- sala lengur og stór hluti allra vín- kaupa vinveitingahúsanna fer fram hjá innflytjendum," sagði Guðný Ársælsdóttir, útibústjóri ÁTVR á Akranesi, í samtali við DV. -DVÓ Stepen með eina krabbann sem hann fékk í Keflavíkurhöfn á dögunum. DV-mynd ÆMK Fékk einn krabba í frostinu í Keflavíkurhöfn DV, Suðurnesjuin: „Fiskiríið er lítið yfir vetrartím- ann. Ég býst ekki við að fá meira en þennan eina krabba á þessum árs- tíma. Ég kem hingað þegar ég er ör- væntingarfuiiur og veiðiblöðin eru farin að gera lítið gagn. Þá verð ég að koma hingað og láta línuna alla vega blotna. Þá er ég ánægður,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Stephen J. Elliot í samtali við DV í miklu frosti á bryggjusporðinum í Kefla- vík nýlega. Stephen lætur veðráttuna lítið hafa áhrif á sig enda með mikla veiðidellu. Hann fer ekki oft að veiða yfir vetrartímann en á sumr- ■in fer hann þrisvar eða oftar í viku ásamt veiðifélaga sínum sem vinn- ur á dagblaði hersins á Keflavíkur- flugvelli. Þeir félagar veiða í Helgu- vík og Keflavíkurhöfn ásamt að fara í veiðivötn. Stephen er venjulegur borgari og umboðsmaður nokkurra fyrirtækja í Bandarikjunum sem selja vörur í verslun Varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli. Eiginkona hans er í sjóher Bandaríkjanna og vinnur á Vellin- um. Þau hafa búið á íslandi á þriðja ár ásamt þremur drengjum sínum. „Ég elska að veiða og elska nátt- úrufegurðina hér á landi. Mér þykir mjög vænt um landið og þeir staðir sem ég fer að skoða veröa að vera þannig að þar sé hægt að veiða. Á sumrin hef ég farið í sjóstangaveiði og veitt meira en við þurfum í mat- inn. Við höfum síðan eldað aflann á marga vegu. Mér þykir ýsan afskap- lega góð, það er ekkert sem jafnast á við hana. Hún er frábær matur. Ég hef stundum tekið drengina mína með í veiðiferðir. Þeir eru 5-8 ára en mér illa við að láta þá veiða á bryggjunni. Ef þeir gera það eru þeir með björgunarvesti," sagði hinn eldhressi Stephen. -ÆMK íSifSÍI Stór, vönduð reiknitölva, í hulstri, með blokk og penna. Ath! Engar rahlöður, auðveld og skýr j í t gnmtilM íjI •jJíMaa- VERSLUNARHUSIÐ DALVEGI 2 • KÓPAVOGI • S: 564 2000 FLUGFÉLAG AKUREYRAR 1937-1997 I tilefni 60 ára flugafmælis bjóða Flugleiðir 6.000 kr. afslátt af verði allra pakkaferða" í 6 daga til laugardagsins 16. febrúar. Söluskrifstofur Flugleiða eru opnar laugardaginn 16. febrúar til kl. 16. FLUGLEIDIR 'Afslátturinn bætist ekki við afsláttartilboð í ferðabæklingum Flugleiða. Traustur tslenskur ferðafélagi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.