Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1997, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1997, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 Fréttir Akureyringurinn sem slasaöi lögreglumann: Lyftaramaðurinn hafði hlotið sjö refsidóma Ungi maðurinn sem situr nú í gæsluvarðhaldi á Akureyri, eftir að hafa verið á lyftara og ógnað fólki, slasað lögregluþjón og valdið skemmd- um upp á um milljónartug á Eskifirði um helgina hefúr áður hlotið sjö refsi- dóma. Hann hefur tvisvar verið dæmdur í óskilorðsbundið fangelsi - í einn mánuð í hvort skipti en þurfti að- eins að afþlána í annað skiptið. í september 1991, þegar maðurinn var 16 ára, fékk hann skilorðs- bundna ákærufrestun í 2 ár vegna skjalafals. Aðeins mánuði síðar hlaut hann aðra ákærufrestun, skil- orðsbundna í 3 ár fyrir þjófnað. í maí 1992 var pilturinn dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað. í nóvember sama ár hlaut hann 20 þúsund króna sekt fyrir ölvun og óspektir á almannafæri. Snemma árs 1993 afgreiddi kerfið fimmta sakamálið á hendur þessum unga manni - hann hlaut þá 2 mán- aða fangelsi fyrir þjófnað - refsing- in var skilorðsbundin í 2 ár. Tveim- ur mánuðum síðar hlaut hann enn á ný dóm vegna þjófnaðarbrots. Var þá ákveðið að hafa einn mánuð af þriggja mánaða fangelsisrefsingu óskilorðsbundinn. Þann 7. febrúar 1994 var ungi maðurinn enn á ný dæmdur, þá var hann orðinn 19 ára. Hann var m.a. sakfelldur fyrir að hafa brotist inn í Tónlistarskólann á Akureyri með öðrum pilti en þar brutu þeir upp peningaskáp og stálu um 50 þúsund krónum úr honum. Þeir voru einnig dæmdir fyrir að hafa brotist inn í skemmu á Dagverðareyri þar sem þeir stálu ýmsum munum og ollu spjöllum á nokkrum hjólhýsum í leit að fjármunum. Refsing framangreinds Akureyr- ings var nú ákveðin 4ra mánaða fangelsi en einn mánuður var óskil- orðsbundinn. Þar var fyrri dómur- inn dæmdur. Hin óskilorðsbundna refsing 1 fyrri dóminum var látin haldast óbreytt en skilorðsbundna refsingin var hins vegar lengd í þijá mánuði. Hin raunverulega refsingin var því í raun ekkert þyngd, þó svo að mið væri tekið af svokölluðum ít- rekunaráhrifum hegningarlaganna. Hinir þrír skilorðsbundnu mánuð- ir í síðasta dóminum voru skilyrtir í 3 ár. Endir þess tímabils var nú I byijun yfirstandandi mánaðar. Fram að þeim tíma hafði maðurinn haldið sig á mottunni og hegðaö sér vel - þangað til um síðustu helgi. -Ótt Sakaferill lyftaramannsins 1993 3. febrúar 60 daga skilorðsb. fangelsi fýrir þjófnaðarbrot. 1. apríl 3ja mánaða fangelsi, þar af 2 skilorðsb., fyrir þjófnaðarbrot. 1994 7. febrúar 4ra mánaða fangelsi, þar af 3 skilorðsb., fyrir innbrot og 1997 15.febrúar Rústaði bílum og húsui fólki. I ( I ( ( ( íslensku tónlistarverðlaunin afhent í kvöld Botnleöja var valin bjartasta vonin í fyrra. Nú á hljómsveitin eina af þeim plötum sem tilnefndar eru sem geislaplata ársins 1997. Það verður mikið um dýrðir á Hótel Borg í kvöld þegar íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent. DV verður með ítarlega umfjöllun um úrslit í Fjörkálfi á morgun. Lag ársins Lögin sem tilnefnd eru sem lag ársins 1997 eru: Eins og er með Stefáni Hilmarssyni, Hausverkun með Botnleðju, The Boy Who Giggled so Sweet (eina lagið sem er sungið á ensku) og Villtir morgnar með nýliðanum Önnu Halldórs- dóttur. Lag ársins í fyrra var Army of Me sem Björk Guðmundsdóttir flutti. Textahöfundur ársins Andrea Gylfadóttir úr Tod- mobile, Bubbi Morthens, Magnús Eiríksson, Megas og Stefán Hilm- arsson eru tilnefnd sem textahöf- undur ársins. Félagi Magnúsar Ei- ríkssonar á plötunni Ómissandi fólk, KK, fékk þessa heiðursnafn- bót í fyrra. Djassleikari ársins Fimm eru tilnefndir sem djass- leikari ársins. Þeir eru Bjöm Thoroddsen gítarleikari, Eyþór Gunnarsson píanóleikari (sem sigr- aði í fyrra), Hilmar Jensson gítar- leikari, Sigurður Flosason saxófón- leikari og Stefán G. Stefánsson saxó- fónleikari. Eyþór Gunnarsson hreppti titilinn í fyrra. Bjartasta vonin í fyrra voru drengimir í Botn- leðju taldir vera bjartasta vonin en nú teljast þeir vera ein virtasta og vinsælasta sveit landsins. Það er fjölbreyttur hópur sem fyllir þann hóp sem er tilnefndur sem bjartasta vonin 1997. Þar er fyrst að telja Önnu Halldórsdóttur sem sýndi áræði með því að gefa ein út plötu sína, Villtir morgnar. Dead Sea Apple kom sér á kortið með plötu sinni, Crush. Margrét Kristín Sig- urðardóttir kvaddi sér hljóðs með plötunni Fabula. Rapp hefur ekki verið áberandi i íslensku tónlistar- lífi til þessa en strákamir í Quaras- hi létu sig ekki muna um að senda frá sér eitt stykki rappplötu sem kallast Switchstance. Að lokum má svo nefna rokksveitina Slowblow sem sendi frá sér plötuna Fousque. Klassísk geislaplata ársins Fimm geislaplötur eru tilnefndar sem besta klassíska geislaplatan. Þær eru: Koma með Hljómeyki, Northern Light/Sor Ponce með Kristni Ámasyni, W.A. Mozart, Grand Partite með Blásarakvintett Reykjavíkur, Rachmanínov, píanó- * konsert nr. 2 í c-moll með Þorsteini Gauta Sigurðssyni og íslensk þjóð- lög (safn Engel Lund) með Mörtu | Guðrúnu Halldórsdóttur og Erni Magnússyni. I fyrra voru það þeir Kristinn Sigmundsson söngvari og * Jónas Ingimundarson píanóleikari sem hrepptu hnossið fyrir plötuna Schwanengesang. Geislaplata ársins í ár eru sjö plötur í stað fimm til- nefndar sem geislaplata ársins og er það til marks um það hversu erfitt það er að gera upp á milli tónlistar- manna í ár. Þær sem eru í þessum friða hópi em plötumar Fólk er fífl með Botnleðju, Merman með Emilí- önu Torrini (söluhæsta plata árs- ( ins), Ómissandi fólk með KK og Magnúsi Eiríkssyni, Köld eru kvennaráð með Kolrössu krókríð- / andi, Seif með Páli Óskari Hjálmtýs- syni, I Believe in You með Páli Rós- inkranz og Eins og er með Stefáni Hilmarssyni. -JHÞ " Dagfari Barinn í misgripum Nýlega var frá því greint í blaði að maður nokkur hefði tilkynnt bílþjófnað. Þegar hann ætlaði að ná í bíl sinn eftir að hafa erindað um sinn greip hann í tómt. Fjöl- skyldubíllinn góði var horfinn. Það sérkennilega var að annar bíll sömu gerðar var á bílaplaninu en heldur eldri og ekki eins sjáleg- ur. Málið fékk þó farsælan endi þegar upp komst að hinn meinti bílþjófur hafði „stolið" bílnum óvart. Bílamir vom svipaðir og bíllykill mannsins gekk að þeim bíl sem ásjálegri var. Sennilega hefur maðurinn talið á heimleið- inni að frúin hefði tekið bílinn í gegn, hreinsað sæti og bónað stýri og mælaborð. Það er skiljanlegt að menn setj- ist upp í vitlausan bíl og jafnvel aki honum heim. Það er hins vegar sérkennilegri misskilningur sem sagt var frá í gær. Þar voru á ferð þrír ungir menn sem vildu hefna harma sinna og berja mann. Auð- vitað er það ekkert sem réttlætir að menn taki lögin í sínar hendur en það er þó þekkt úr sögunni að menn hefndu. Það var þá nánast óbrigðult að menn hefndu á réttum aðila. Svo var þó ekki í ofan- greindu tilviki. Mennirnir rændu röngum manni og börðu hann. Verður ekki annað sagt en aö upp- ákoman sé með þeim sérkennilegri sem heyrst hefur af. Þremenningamir fóru á heimili ungs manns og vildu berja hann sem þeir og gerðu. Þeir spörkuðu í hann og lömdu með trékylfu þannig aö aðgerðin var sérlega fantaleg. Við slíkar aðstæður skyldu menn ætla að árásarmenn- imir þekktu fórnarlambið þar sem þeir gerðu sér sérstaka ferð til þess að ná í hann. Árásar- mennimir létu ekki þar við sitja. Þeir rændu manninum af heimili hans og héldu með hann á brott í bíl. Það var þá fyrst sem fantarn- ir og fúlmennin áttuðu sig. Þeir höfðu rænt og barið rangan mann. Þeir skiluðu þvi fómar- lambi sínu en það var hart leikið eftir meðferðina. Ekki kom fram í fréttum hvort fantamir hefðu gert sér ferð eftir þeim sem upphaflega átti að berja eða hvort hann slapp undan þeim. Ríkissaksóknari hefur að vonum ákært kumpána þessa og hefst dómsmeðferð á næstunni. Saga þessi sýnir hins vegar breytt þjóð- félag. Það er ekki nýtt að menn berji hver anncm. Áður fyrr var þó fremur gert út um málin með hnef- unum og það strax. Nú gera menn sér ferð síðar til barsmíðanna og nota til þess drápsáhöld eins og boltakylfur. Fantar nútímans era jafnvel svo þokukenndir að þeir vita ekki einu sinni hveija þeir ætla að berja heldur gripa næsta mann sem er svo óheppinn að vera á staðnum og hafa ekkert til saka unnið. Fáar varnir duga gagnvart þess- um lýð sem hvorki spyr um nafn- skírteini né kennitölur í árásar- ferðum sínum. Þótt það hafi ekki komið fram í frásögn af hinum ragluðu þremenningum þá er orð- in til stétt manna sem tekur að sér barsmíðar fýrir aðra. Þekktir era svokallaðir handrukkarar sem beita fólskubrögðum nái þeir ekki sínu fram. Það væri því æskilegra að bar- dagaseggir nútímans væra mann- gleggri en raun ber vitni. Það setur fjölda saklausra í mikinn vanda ef trantaralýður þessi valsar um og lemur fólk af handahófi. Dagfari ( ( ( ( ( (

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.