Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1997, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1997, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 Útlönd Stuttar fréttir i>v Vitnaleiðslur í morðmáli Martins Luthers Kings Dómari í Memphis í Banda- ríkjunum ákveður í dag hvort réttað verði í máli James Earl Ray sem játaði á sig morðið á Martin Luther King 1968. Vegna játningarinnar var Ray neitað um réttarhöld á sínum tíma en hann dró játningu sina til baka nokkrum dögum seinna. Ray, sem dæmdur var í 99 ára fang- elsi, hefur síðan haldið fram sakleysi sínu. Fjölskylda Kings fór fram á réttarhöld í málinu í síðustu viku þar sem hún telur allan sannleikann ekki hafa komið fram. 35 milljarðar gegn glæpum unglinga Bill Clinton Bandaríkjaforseti hvetur til þess að varið verði 35 milljörðum íslenskra króna til aðstoöar ríkjum og sveitarfélög- um í baráttunni gegn glæpa- starfsemi ungs fólks. „Sannleikurinn er sá að um allt land eru böm enri að myrða böm, vegna skófatnar, jakka og svo framvegis, og við getum stöðvað þetta,“ sagði Clinton í ræðu sem hann hélt fyrir stúd- enta í háskóla í Boston. Gagnrýnendur forsetans segja hann vera aö hefja máls á mál- efnum sem era meira á könnu landstjóra og borgarstjóra. Emb- ættismenn Hvíta hússins segja málið snerta alla borgara og að forsetinn geti lagt sitt af mörk- um með því að útvega alríkisfé. Brutust inn I gagnabanka Bandaríkjahers Þrír tölvubrjótar á tánings- aldri í Króatíu kunna að hafa leyst dulmálslykla bandaríska varnarmálaráðuneytisins og tekið aírit af leyniskjölum frá bandarískum herstöðvum. Frá þessu er greint í dagblaði í Za- greb í Króatíu. Unglingamir brimuðu á netinu á heimatölv- um sínum og tókst að brjótast inn í gagnabanka nokkurra her- stöðva. Embættismenn banda- ríska varnarmálaráðuneytisins vísa frétt króatíska blaðsins á bug. -Reuter Palestínumenn mótmæla byggingaráformum ísraela: Leita aðstoðar hjá aðildarríkjum SÞ Talsmenn Frelsissamtaka Palest- ínu, PLO, tilkynntu í gær að þeir hygðust reyna að fá Sameinuðu þjóðirnar til að hindra áætlanir ísraela um að reisa íbúðir fyrir gyð- inga suðaustur af Jerúsalem. Tals- maður Benjamins Netanyahus ísra- elsforseta sagði í gær að ákvörðun um íbúðabyggingarnar yrði tekin á ráðherrafundi í næstu viku. Netanyahu hét því þó í gær að reistar yrðu 6.500 íbúðir fyrir gyð- inga á milli Jerúsalem og Betlehem. Hann er undir miklum þrýstingi frá hægri sinnuðum þingmönnum og nokkrum þingmönnum Verka- mannaflokksins um að veita heim- ild til byggingaframkvæmdanna. Yasser Arafat, forseti Palestinu, sem var í heimsókn í Ankara í Tyrklandi í gær, sagði byggingarnar ólöglegar og andstæðar ályktunum Sameinuðu þjóðanna og því sam- komulagi sem undirritað hefði verið. Palestínumenn vilja að austur- hluti Jerúsalem, sem ísraelar her- námu 1967, verði höfuðborg framtíð- arríkis Palestinumanna. ísraelar líta á alla Jerúsalem sem höfuðborg sína. Gagnrýnendur segja að áætlunin um byggingarnar muni reita Palest- ínumenn svo mikið til reiði að hún gæti reynst hættulegri en skot- bardagarnir sem fylgdu í kjölfar opnunar nýrra ganga nálægt helgi- stað múslíma í Jerúsalem. í skot- bardögunum lét 61 arabi lífið og 15 ísraelskir hermenn. Reuter ísraelska lögreglan eyöilagöi í gær búöir palestínskra hiröingja til aö rýma fyrir íbúöum gyöinga við austurhluta Jer- úsalem. Fimmtíu hiröingjar voru handteknir er þeir mótmæltu brottrekstrinum. Símamynd Reuter RT'- 1 WM&i ' r ■ " í » • m ’ ■ í SBr / Wm f, - : ' jv,»'£é~.-r WW'" \jfjt Þrjú hundruð þorpsbúar grafnir undir aurskriðu Björgunarmenn í Perú héldu í morgun áfram leit að hundruðum þorpsbúa í Andesfjöllum sem gróf- ust undir aurskriðu á þriðjudags- morgun. í gærkvöldi sagði Alberto Fujimori, forseti Perú, að 41 lík hefði fundist. Talið er að á milli 250 og 300 manns hafi grafist undir eðju og grjóti. Nokkrir þorpsbúa komust lífs af og meðal þeirra er fjórtán ára stúlka sem kveðst hafa gripið í systur sína og hlaupið með hana út er hún heyrði í skriðunni. Móðir stúlkn- anna og systir þeirra komust ekki út áður en skriðan lenti á húsi þeirra. í mörgum tilfellum létu heilu fjölskyldurnar lífið. Reuter Viðræður í strand Yfirvöld i S-Kóreu segja viðræð- urnar um örlög hugmyndasmiðs N-Kóreu, sem leitaði hælis í sendiráði þeirra í Peking, komnar í strand. Mandela gestgjafi Nelson Mandela, forseti Suður- Afríku, hefur boðið að við- ræður stjómar- innar í Saír og skæruliða verði haldnar í Suður-Afríku. Ekki hefur komið staðfest- ing frá yfirvöldum í Saír um að þau muni taka þátt. Sjö myrtir Byssumenn myrtu sjö manns, þar á meðal þrjá Rússa, í Dushan- be, höfuðborg Tadsjikistan. Ciiier hlfft Tyrkneska þingið greiddi í gær atkvæði gegn því að hæstiréttur rannsakaði tilurð auðæfa Tansu Ciller utanríkisráðherra. Hrósa Líbanon Bandarísk yflrvöld hafa hrósað Líbanonstjóm fyrir að handtaka meinta japanska skæruliða. Kofi vill viðræður Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvetur til að viðræður milli ísraels og Sýr- lands og Líbanons verði teknar fljótt upp aftur. Leyndarmál til ísraels Lögregla í Detroit gerði upptæk skjöl og tölvur hjá vélamanni á skriðdreka sem granaður er um að hafa látið ísraelum í té hemað- arleyndarmál undanfarin 10 ár. Spilling í Mexíkó Bandarísk stjórnvöld sögðu í gær að brottrekstur yfirmanns baráttunnar gegn eiturlyfjum í Mexíkó staðfesti að spilling á æðstu stöðum væri enn landlæg sunnan landamæranna. Major mun tapa Forskot breska Verkamanna- flokksins mun minnka til muna þegar John Major for- sætisráðherra boðar til kosn- inga. Að sögn skoðanakönn- uða er engu að síður líklegt að stjómarandstaðan vinni örugglega. Reuter UPPBOÐ Uppboö munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir, á eft- irfarandi eignum. Ásvallagata 33, 3ja herb. íbúð á 1. hæð t.v., þingl. eig. Halldóra V. Gunnlaugs- dóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, mánudaginn 24. febrúar 1997 kl. 10.00. Ásvallagata 39, 3ja herb. íbúð á 2. hæð t.v., þingl. eig. Sólveig Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verka- manna, mánudaginn 24. febrúar 1997 kl. 10.00. Baldursgata 13, 2ja herb. íbúð á 2. hæð t.v., þingl. eig. Kristinn Ágúst Halldórs- son, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Hús- næðisstofnunar, mánudaginn 24. febrúar 1997 kl. 10.00. Baldursgata 25B, íbúð á 1. hæð t.v., þingl. eig. H.B. verktakar sf., gerðarbeið- andi húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, mánudaginn 24. febrúar 1997 kl. 10.00. Baughús 19, þingl. eig. Gunnar Smith og Edda Eiríksdóttir, gerðarbeiðendur Bygg- ingarsjóður ríkisins, Landsbanki íslands, lögfrdeild, Lífeyrissjóður verslunar- manna og Samvinnuferðir-Landsýn hf., mánudaginn 24. febrúar 1997 kl. 10.00. Bragagata 31, einstaklingsíbúð á 1. hæð, ehl. 12,57%, þingl. eig. Kristín Sigurrós Jónasdóttir, gerðarbeiðandi Fjárfestingar- félag íslands hf., mánudaginn 24. febrúar 1997 kl. 13.30. Dalsel 29, íbúð á 3. hæð t.h. ásamt 4,7 fm geymslu í kjallara m.m., samtals 90,5 fm, og stæði merkt 0111 í bflskýli að Dalseli 19-35, þingl. eig. Guðrún Helga Krist- jánsdóttir, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, mánudaginn 24. febrúar 1997 kl. 10.00, Drekavogur 18, þingl. eig. Hrefna Frið- riksdóttir, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, mánudaginn 24. febrúar 1997 kl. 10.00. Egilsgata 24, þingl. eig. Bertha María Guðmundsson, gerðarbeiðandi Lífeyris- sjóður starfsm. ríkisins, mánudaginn 24. febrúar 1997 kl. 10.00. Eiðistorg 17, íbúð 0301, Seltjamamesi, þingl. eig. Brynja Gunnarsdóttir, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður ríkisins, mánu- daginn 24. febrúar 1997 kl. 10.00. Einarsnes 78, 3ja herb. kjallaraíbúð í austurenda, merkt 0002, þingl. eig. María Bergmann Maronsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, mánudaginn 24. febrúar 1997 kl. 10.00. Fannafold 111, þingl. eig. Sigurður Ingv- arsson og Guðlaug Kristinsdóttir, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Sparisjóður Kópavogs, mánudaginn 24. febrúar 1997 kl. 10.00. Fífusel 37, 2. hæð t.v., þingl. eig. Þórar- inn Ólafsson og Ann María Andreasen, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, mánudaginn 24. febrúar 1997 kl. 10.00. Frakkastígur 14, efsta hæð (ris), þingl. eig. Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Gunnar Smárason, gerðarbeiðandi Bygg- ingarsjóður ríkisins, mánudaginn 24. febrúar 1997 kl. 13.30. Funafold 54, 2ja herb. íbúð á jarðhæð, merkt 0101, þingl. eig. Sigurjón H. Valdi- marsson, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík og Timburvinnslan ehf., mánudaginn 24. febrúar 1997 kl. 13.30. Goðaland 19 og bflskúr nr. 12, þingl. eig. Eyþór Ólafsson, gerðarbeiðandi Bygg- ingarsjóður ríkisins, mánudaginn 24. febrúar 1997 kl. 13.30._______________ Grundarhús 48, 4ra herb. íbúð á 1. hæð, 1. íbúð frá vinstri, þingl. eig. Ásta Fann- ey Reynisdóttir, gerðarbeiðandi Bygging- arsjóður verkamanna, mánudaginn 24. febrúar 1997 kl. 13.30. Grundartangi 32, Mosfellsbæ, þingl. eig. Jón Guðlaugsson, gerðarbeiðandi hús- bréfadeild Húsnæðisstofnunar, mánudag- inn 24. febrúar 1997 kl. 13.30. Grýtubakki 20, íbúð á 2. hæð t.h., merkt 0202, þingl. eig. Dagný Þórhallsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, mánudaginn 24. febrúar 1997 kl. 13.30. Háberg 42, þingl. eig. Svava Margrét Bjamadóttir, gerðarbeiðandi Byggingar- sjóður verkamanna, mánudaginn 24. febrúar 1997 kl. 13.30. Hraunbær 20, 3ja herb. íbúð á 3.h. t.h., þingl. eig. Harpa Amþórsdóttir, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður rfldsins, Líf- eyrissjóður starfsmanna Reykjavíkur- borgar og Sameinaði lífeyrissjóðurinn, mánudaginn 24. febrúar 1997 kl. 13.30. Hraunbær 56,6. herb. fbúð á 2. hæð norð- ur t.h., þingl. eig. Gunnar Briem, gerðar- beiðandi húsbréfadeild Húsnæðisstofh- unar, mánudaginn 24. febrúar 1997 kl. 13.30. Hverfisgata 82, eignarhluti 010501, þingl. eig. Sigtún 7 ehf., gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík og Húsfélagið Hverfisgötu 82, mánudaginn 24. febrúar 1997 kl. 10.00. írabakki 26,3ja herb. íbúð á 3. hæð í suð- ur, þingl. eig. Sigurður Ingi Guðmunds- son, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður rík- isins, mánudaginn 24. febrúar 1997 kl. 13.30. Jöklasel 1, 2ja herb. íbúð á jarðhæð 0-2, þingl. eig. Arma Helga Gylfadóttir, gerð- arbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Lífeyrissjóður starfsm. Rvborgar, mánu- daginn 24. febrúar 1997 kl. 10.00. Kambasel 51, 3ja herb. íbúð á 1. hæð merkt 0-1, þingl. eig. Svanhildur S. Valdimarsdóttir og Karl Magnússon, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Húsnæðis- stofnunar, mánudaginn 24. febrúar 1997 kl. 13.30. Kaplaskjólsvegur 55,3ja herb. íbúð á 2.h. t.v., þingl. eig. Rebekka Sigr. Friðgeirs- dóttir, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Hús- næðisstofriunar, mánudaginn 24. febrúar 1997 kl. 13.30. Kirkjugarðsstígur 8, þingl. eig. Smári Amarsson og Þuríður Þórðardóttir, gerð- arbeiðandi húsbréfadeild Húsnæðisstofri- unar, mánudaginn 24. febrúar 1997 kl. 13.30. Krókabyggð 14, Mosfellsbæ, þingl. eig. Mosfellsbær, gerðarbeiðandi Byggingar- sjóður verkamanna, mánudaginn 24. febrúar 1997 kl. 13.30. Krummahólar 2, íbúð á 2. hæð A, þingl. eig. Guðmundur G. Norðdahl, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður ríkisins, mánu- daginn 24. febrúar 1997 kl. 13.30. Kötlufell 1,3ja herb. íbúð á 4. hæð, merkt 4-3 (til hægri), þingl. eig. Guðfinna Þóra Snorradóttir, gerðarbeiðandi Byggingar- sjóður verkamanna, mánudaginn 24. febrúar 1997 kl. 13.30. Kötlufell 5,3ja herb. íbúð á 4. hæð, merkt 4-1 (til vinstri), þingl. eig. Kristbjörg Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Bygg- ingarsjóður verkamanna, mánudaginn 24. febrúar 1997 kl. 13.30. SÝ SLUMAÐURINN í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.