Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1997, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1997, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 Fijálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingan 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: jSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgalds. Lán eru fíkniefni Tekjulágt fólk, sem þarf að dreifa kostnaði af sumar- leyfisferð á lengri tíma en eitt ár, hefur ekki efni á ferð af því tagi. Ef það leiðist inn í villigötu auðfenginna ferðaskrifstofulána, getur það hæglega skuldað að lokum meira eða minna í sumarleyfum þriggja síðustu ára. Eins er um tekjulágt fólk, sem þarf að dreifa kostnaði af bílkaupum á svo langan tíma, að skuldin lækkar hæg- ar en verðgildi bílsins. Sú villigata gerir höfuðstólinn neikvæðan og hlýtur að enda með skelfingu, ef önnur fjármál bílkaupandans eru með líkum hætti. Einnig er hættulegt fyrir fólk að kaupa bíla með lán- um, sem fela í sér, að það verður að skipta við ákveðið tryggingafélag, sem hefur mun dýrari tryggingar en fólk getur aflað sér sjálft, ef það hefur augun opin. Þá er fólk að taka á sig dýrar kvaðir umfram skráða vexti. Við höfum á undanfornum árum búið við stóraukið framboð lánsfjár. Margir eiga erfitt með að breyta hug- arfari sínu frá þeim tíma, þegar skortur var á lánsfé og menn gripu hvert tækifæri, sem gafst. Nú verða menn að kunna að velja og hafna í offramboði lánsfjár. Ekki er hægt að koma í veg fyrir, að fyrirtæki reyni að auka veltuna með því að bjóða lengri lán en skynsam- legt er fyrir viðskiptavinina að taka. Fólk verður einfald- lega að læra að lifa við þá staðreynd, að lánsfé er farið að fljóta um þjóðfélagið eins og önnur fíkniefni. Ef litið er á arðgjöf þeirra hluta, sem fólk aflar sér með því að taka á sig afborganir og vexti af lánum, þá er ljóst, að neyzluvörur eða skammlífar eignir á borð við ferða- lög, bíla og heimilistæki eru ekki líkleg til að standa undir hefðbundnum kröfum hagfræðinnar um arðsemi. Alvarlegra er, að nýjar mælingar benda til, að al- mennt sé ekki arðbært að taka lán til að komast í lang- skólanám. Það stafar af, að almennt mat í þjóðfélaginu á gildi langskólamenntunar er ekki í samræmi við það, sem haft er á orði á tyllidögum þjóðarinnar. Ýmist endurspegla umsamin laun háskólastétta ekki umframkostnað þeirra af langskólanámi eða þá að at- vinnulífið metur ekki langskólanám sem svarar þessum umframkostnaði. Þetta er auðvitað alvarlegt íhugunar- efni fyrir þjóðina í heild og einkum unga fólkið. Ástandið hefur ekki alltaf verið svona. Á efri árum viðreisnartímabils sjöunda áratugarins var langskóla- gengið fólk orðið tiltölulega vel sett í samanburði við aðra. Þá voru líka bjartsýnir tímar í þjóðfélaginu og langskólagengið fólk horfði fram á traust vinnufæri. Nú er öldin önnur. Stjómvöld standa á framfaraheml- unum og fyrirsjáanlegt er aukið atvinnuleysi langskóla- fólks ofan á tiltölulega lágar tekjur þeirra, sem fá vinnu. Þetta kann að breytast á löngum tíma, en í bili er ekki hægt að mæla með langskólanámi fyrir ungt fólk. Húsbréf eru einu lánin, sem skynsamlegt er að taka um þessar mundir. Þau spara fólki húsaleigukostnað, sem yfirleitt er dýrari kostur og einkum óþægilegri vegna skorts á langtíma húsnæðisöryggi. Eigið húsnæði gefur fólki mun fastara land undir fætur en ella. Á því verður að hafa þann fyrirvara, að brugðizt geta tekjumar, sem greiðslumat byggist á. Fólk missir vinnu án þess að hafa gert neitt af sér. Fyrirtækjum getur geng- ið illa af öðrum ástæðum, til dæmis vegna aukinnar samkeppni. Þá geta húsbréf orðið að hengingaról. Fólk þarf að átta sig á, að lán er ekki happdrættisvinn- ingur, heldur umframpeningur, sem reynt er að pranga inn á það eins og hverju öðm flkniefni. Jónas Kristjánsson Margir eru ekki alveg vissir hver þessi jaöarskattur sé, enda sést hann ekki á skattskýrslu, segir Ágúst m.a. í greininni. Urbætur í skattamálum Það hefur komið glöggt fram í umræðu síðustu misseri hvað núgildandi skattakerfi er óréttlátt. Það er eink- um hin mikla umræða um jaðarskatta sem mótar umræðuna. Hvað er jaðarskatt- ur? Fólk þekkir virðis- aukaskatt og tekjuskatt, en margir eru ekki al- veg vissir hver þessi jaðarskattur sé, enda sést hann ekki á skatt- skýrslu. Jaðarskattur er sá skattur sem fólk verður að greiða þegar tekjur þeirra aukast. Ef tekj- ur fólks aukast til dæmis um 10.000 kr. á mánuði og það verður að borga 4.200 kr. í skatt af því þá er jaðar- skatturinn 4.200 kr. eða 42%. Jaðarskattur er þannig viðbótarskattur sem fólk borgar við að auka tekjur sínar. Fólk greiðir tekju- skatt en fær á móti per- ........-.. sónuafslátt sem er um 24.000 kr. á mánuði. Einstaklingur sem er með um 57.000 kr. á mánuði greiðir 42% í skatt sem er 24.000 kr. Á móti kemur persónuafslátturinn, þannig að þessi aðili greiðir engan skatt. Þess vegna er sagt að skattfrelsis- mörkin séu við 57.000 kr., þ.e. sá sem hefur laun undir 57.000 kr. greiðir engan tekjuskatt. Þetta er sérstaðan í okkar skatt- kerfi. Við erum með háa skattpró- sentu og háan persónuafslátt. Er- lendis er algengara að skattprósent- an sé lægri og persónuafslátturinn einnig. íslenska kerfið kemur þannig út að fólk á lægstu laununum greiðir engan eða mjög lítinn tekjuskatt, en Kjallannn Agúst Einarsson alþingismaður í þing- flokki jafnaöarmanna millitekjufólkið greiðir mjög háan tekjuskatt. Þeir hæstlaunuðu hafa venjulega einhver ráð til að komast hjá miklum skattgreiðsl- um. Barna- og vaxta- bætur Þessu til viðbótar er félagslegt öryggisnet sem felst m.a. í bamabótum, bama- bótaauka og vaxta- bótum. Hvað er nú það? Bamabætur er bætur sem ríkið greiðir með hverju „íslenska kerfíð kemur þannig út að fólk á lægstu laununum greiðir eng- an eða mjög lítinn tekjuskatt, en millitekjufólkið greiðir mjög háan tekjuskatt. Þeir hæstlaunuðu hafa venjulega einvher ráð til að komast hjá miklum skattgreiðslum.“ barni óháð tekjum fjölskyldu. Bamabótaauki em einnig bama- bætur, en þær em greiddar eftir tekjum. Þannig fær sá sem hefur lág laun hærri bamabótaauka en aðrir. Vaxtabætur em greiddar til fólks sem skuldar og þarf að greiða vexti. Þær em hæmi til þeirra sem era með lægri tekjur. Bamabótaauki og vaxtabætur em þannig tekjutengd- ar, þ.e. þær lækka þegar laun hækka. Þessi tekjutenging bamabótauka og vaxtabóta veldur erfiðleikum gagnvart millitekjufólki, þ.e. fólki með 80.000 kr. til 180.000 kr. í heild- arlaun á mánuði sem er langstærsti hópur launþega landsins. Þar sem bamabótaauki og vaxta- bætur lækka hjá þessu fólki þegar laun aukast þá verður sáralítið eft- ir af kauphækkun til þeirra. Þetta em jaðaráhrif, en það er rangt að kalla þetta jaðarskatta. Það em ekki skattar þótt bætur minnki með vaxandi tekjum. Einfalt dæmi um þetta er laun- þegi sem fær 10.000 kr. kauphækk- un á mánuði en fær e.t.v. aðeins 3.000 kr. í vasann, vegna þess að tekjuskattur hans hækkar um 4.200 og barnabótaauki og vaxtabætur minnka um 2.800 kr. Þetta er vanda- málið sem er að sliga venjulega launþega. Þó þeir nái fram launa- hækkun þá verður lítið úr henni. Hvaö er hægt aö gera? Hugmyndir um endurbætur á þessu kerfi era m.a.: Taka upp tvö skattþrep, annað t.d. 15% á lægri tekjur og 35% á hærri tekjur í stað núverandi 42% eða hafa eitt tiltölulega lágt skattþrep á allar tekjur Lækka persónuafslátt og hafa jafnvel mismunandi persónuaf- slátt, þ.e. hærri fyrir láglaunafólk Lægst launaða fólkið greiðir þá engan skatt frekar en áður. Skattar millitekjufólks lækka. Skattar hátekjuhópa standa í stað eða hækka. Minnka tekjutengingu bama- bótaauka. Hækka bamabætur. Minnka tekjutengingu vaxtabóta. Þetta eru raunhæfar tillögur sem lækka jaðarskatt, léttir skattbyrði á launafólki, einkum millitekjufólki, og bætir kjör þeirra. Afkoma ríkisins skerðist nokkuð í fyrstu en lækkim tekjuskatta ein- staklinga eykur m.a. umsvif í hag- kerfinu sem hefur jákvæð áhrif á ríkissjóð. Það er víða óréttlæti í launa- og skattamálum. Þaö er for- gangsverkefni jafnaðarmanna að berjast gegn því. Ágúst Einarsson Skoðanir annarra Staðreyndir gylliboða „Samkeppnisstofnun á að ganga hart eftir því að auglýsingar birti allar staðreyndir gyOiboðsins, skýrt og greinOega. Ef sólarlandaferð á 190 þúsund krónur kostar í raun 250 þús., þá verður það að koma fram. Ef bOl sem kostar 15 þúsund á mánuði kostar í raun 25 þús., þá verður það að vera ljóst. Sölumenn iðka þann ljóta leik að brjóta reglur og draga í land þegar, og ef skammir koma. Setja ber viðurlög við brotum." Stefán Jón Hafstein í Degi- Timanum 19. febr. Vá á Skeiðarársandi „Meginorsakir hættuástandsins era fólgnar í því orkuríka og óreiðukennda ferli sem þetta hlaup var, hversu hratt atburðir á sandinum gerðust og hversu mikið magn vatns, aurs og jaka var á feröinni...Jafh- vægi hefur siðan verið að komast á smám saman og verður svo næstu misserin og þvi fylgja breyttar að- stæður sem geta búið yfir hættum...Gleymum því ekki að hingað munu flykkjast erlendir ferðamenn í þúsundum, sem flestir hverjir munu aOs ekki vita hvað sandbleyta er eða hvemig hún bregst við eða bregöast má við henni. Margir þeirra munu ekki einu sinni trúa á það og telja £dla viðvörun um það ástæðuiitla." PáU Imsland í Mbl. 19. febr. Sérstakt blað „Alþýðublaðið er afskaplega sérstakt blað í ís- lenskum blaðaheimi. Þú kaupir ekki blaðið tO þess að fá dagskrá útvarps og sjónvarps, upplýsingar um gengi og verðbréfamarkað eða hvað er verið að sýna í bíó. Það færð þú annars staðar. Þú kaupir það ekki heldur af þvi að það sé „málgagn". Blaðið styður jafnaðarstefhuna en það er ekki krossfari pólitísktra mannkynsfrelsara...Álþýðublaðið verður skemmti- legt blað, áhugavert og spennandi." Sighvatur Björgvinsson í Alþbl. 19. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.