Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1997, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1997, Síða 19
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997 27 V- Fréttir Hlutfall mannauðs 1 auðlegð þjóða: Hlutfall mannauðs í þjóöarauöi íslendinga í lægra lagi - mannauðurinn skiptir mestu um afkomu þjóða, segir Tryggvi Þór Herbertsson hagfræðingur „Auður íslendinga er tilkominn þannig að 56% eru vegna náttúru- auðlinda, 15% vegna fjármagns og loks 29% vegna mannauðs. Hann er því ekki til kominn að stærstum hluta vegna mannauðs, eins og oft er haldið fram og vegna þess að sveiflur eru miklar í aðalnáttúru- auðlind íslendinga er auðurinn óstöðugur frá ári til árs og hagvöxt- ur því sömuleiðis eins og alþekkt er,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur og forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ. Tryggvi Þór Herbertsson hefúr tekið saman greinargerð fyrir menntamálaráðuneytið um tengsl hagvaxtar og menntunar. Niður- staða hennar er, eins og niðurstöður fjölda rannsókna sem gerðar hafa verið um sama efni, sú að beint tengsl séu milli menntunarstigs og hagvaxtar hjá þjóðum og svonefhd- ur mannauður, sem er vel menntað vinnuafl, sé úrslitaþáttur í auðlegð þjóða og um fjórðung hagvaxtar á hverjum tima megi rekja beint til hans. Tryggvi Þór segir að þvi stærra sem hlutfall mannauðs sé í þjóðarauðnum, þeim mun minni sveiflur séu líklegar í efnahagslíf- inu. Því sé skynsamlegt að leggja aukna áherslu á að auka menntun og þó sérstaklega gæði menntunar. Eins og sést á meðfylgjandi grafi er skipting þjóðarauðs misjöfn milli náttúruauðlinda, fjármagns og man- nauðs. Þannig er mannauðurinn langstærstur hluti þjóðarauðs Lúx- emborgar, en minnstur er hann hlutfallslega hjá Áströlum. Til að meta mannauð er oft litið til meðalskólagöngu fólks og hvað varðar hana, standa íslendingar þokkalega í alþjóðlegum saman- burði, en miðað við Norðurlöndin er mannauður okkar út frá þessEU’i mælistiku lágim nema í samanburði við Danmörku, en þar virtist meira Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræð- ingur og forstöðumaöur Hagfræöi- stofnunar HÍ, og Björn Bjarnason menntamálaráðherra kynna skýrslu þess fyrrnefnda um tengsl mennt- unar og hagvaxtar, mannauðs og ríkidæmis þjóða. DV-mynd r vera lagt upp úr gæðum menntunar, ekki sist starfsmenntunar, bæði á vegum hins opinbera og atvinnulífs- ins. Hvað varðar fjölda prófgráða þá standa íslendingar vel að vígi, en mat á gæðum prófgráðanna er hins vegar að sögn Tryggva Þórs óviss- ara. Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra sagði á blaðamannafundi, þar sem skýrsla Tryggva Þórs var kynnt í gær, að hér á landi hefði mikið verið lagt upp úr bóknámi og á hefði Umhverfisráðherra: Heimsækir Sauðárkrök Guðmundur Bjamason umhverf- isráðherra heimsækir Sauðárkrók í dag í boði afmælisnefndar bæjarins. Ráðherrann mun heimsækja fyrir- tæki og stofnanir auk þess sem hann verður frummælandi á hádeg- isverðarfundi á Kaffi Króki þar sem rætt verður um skipulags- og um- hverfismál og framtíð byggða. Á bæjarstjómarfundi síðdegis mun Guðmundur staðfesta aðal- skipulag Sauðárkróks 1994-2014 sem nýlega var samþykkt í bæjarstjórn- inni. Heimsókn ráðherrans er liður í þeirri viðleitni afmælisnefndar að nýta afmælisárið til að kynna bæ- inn og þá margþættu starfsemi sem þar fer fram. HAUKAR - VALUR Kl. 13.30 HAUKAR - KA Kl. 17.00 skort að atvinnulífið skilgreindi þarfir sínar fyrir menntun starfs- manna. Þess vegna virtist sem fólk *-* hefði lagt bóknám fremur fyrir sig en einhvers konar verk- og starfs- nám til þess að hafa vaðið fyrir neð- an sig í menntunarlegu tilliti. Menntamálaráðherra sagði að rannsókn Tryggva Þórs væri liður í viðleitni menntamálaráðuneytisins að skoða og skilgreina menntakerfið til að hægt yrði að móta því skyn- samlega framtíðarstefnu. Hann tók undir niðurstöður skýrslunnar þar sem sagt er m.a. að leggja beri áherslu á að auka gæði menntunar og auka atvinnugreinatengda menntun og starfsþjálfun fremur en að gölga prófgráðum. Efla skuli öll skólastig og rannsóknir innan þeirra, en þó þannig að arðsemi mismunandi tegunda menntunar sé höfð til hliðsjónar, einkum þó á framhalds- og háskólastigi. -SÁ Miðvikudaginn 12. mars fylgir hin sívinsæla fermingargjafahandbók DV Þessi handbók hefur þóft nauðsynleg upplýsinga- og innkaupabók fyrir alla þó sem eru í leit að fermingargjöfum. Þeir sem hafa óhuga ó að koma ó framfæri efni í þetta blaS eru beSnir aS hafa samband viS GySu Dröfn í síma 550-5000 sem allra fyrst. Auglýsendum er bent ó aS hafa sam- band viS Selmu Rut Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, í síma 550-5720, hiS fyrsta svo unnt reynist aS veita öllum sem besta þjónustu. ATH.: Skilafrestur auglýsinga er til 28. febrúar. BIKARÚRSLITALEIKIR LAUGARDAGINN 22. FEBRÚAR 1997 Haukadagur í Höllinni Forsala aðgöngumiða er í Sparisjóði Hafnarfjarðar, veittur er afsláttur ef miðar eru keyptir á báða leikina Afhending skírteinismiða er í íþróttahúsinu við Strandgötu, K.A. heimilinu og í Valsheimilinu við Hlíðarenda, fimmtudaginn 20. febrúar milli kl. 18.00 og 20.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.