Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1997, Page 24
32
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1997
Sviðsljós
DV
Einkennilegt
framhjáhald
Þó ekki séu nema fjórir mánuð-
ir frá því að Jim Carry kvæntist
þarf hann að hressa upp á hjóna-
bandið með konunni sinni,
Lauren Holly. Það gera þau með
því að gera sig nær óþekkjanleg
og daðra síðan hvort við annað
eins og um ókunnuga væri að
ræða.
Lisa Marie
mannafæla
Lisa Marie Presley er orðin
mannafæla eftir skilnaðinn við
Michael Jackson. Hún biður
verslanir að opna fyrir sig eftir
lokun svo hún þurfi ekki að vera
innan um aðra.
Sjaldan er ein báran stök þegar ógæfan er annars vegar:
Demi missti fóstur og
næstum ömmu sína
Það á ekki af henni Demi Moore
að ganga. Ekki nóg með að hún hafi
misst fóstur fyrir skömmu, heldur
hefur amma hennar gengist undir
mikla skurðaðgerð vegna alvarlegs
hjartaáfalls sem hún varð fyrir.
„Allt sem gat farið úrskeiðis fór
úrskeiðis," sagði einn af vinum
Demiar af þessu tilefni.
Ósköpin byrjuðu á heimili Demi-
ar og eiginmannsins, stórstjöm-
unnar Bruce Wiilis, í Sólardal í
Idaho. Demi var komin tvo mánuði
á leið. Skyndilega fór hún í keng af
sársauka.
„Þetta var hræðilegt," trúði
Bmce einum vini sínum fyrir.
„Hún tók um magann af kvölum og
tíu mínútmn síðar var allt yfir
Demi Moore.
staðið. Við grétum hvort í annars
örmum.“
Fósturlátið hefur gert að engu
vonir þeirra Demiar og Bruce um
að gefa dætnun sínum þremur lít-
inn bróður. Dætumar em Rumer
átta ára, Scout sex ára og Tallulah
þriggja ára.
Demi var enn ekki búin að jafna
sig eftir þennan mikla harmleik
þegar henni var tilkynnt að 76 ára
gömul amma hennar, Marie Han-
sen, hefði fengið alvarlegt hjartaá-
fall á heimUi sínu í Nýju-Mexíkó.
„Demi er mjög nákomin ömmu
sinni,“ sagði áðurnefndur vinur.
„Hún fyllir upp í tómarúmið sem
mamma hennar skUdi eftir.“
Þannig er að Demi og mamma
hennar talast ekki við. Mamman
hefur hvað eftir annað verið hand-
tekin fyrir ölvimarakstur og einnig
hefur hún látið taka af sér nektar-
myndir fyrir hálfgUdings klám-
blað.
Demi hafði varla lagt símann
niður þegar þau Bruce þustu út á
flugvöU og um borð í einkaþotu
sína og flugu tU Nýju-Mexíkó.
Demi sat við sjúkrabeð ömmu sinn-
ar aUa nóttina og sagði henni að
hún mætti ekki skUja við, hún
þarfnaðist hennar nú.
Amma lifði af nóttina, öUum tU
mikUlar undrunar, og næsta morg-
un var flogið með gömlu konuna á
sjúkrahús i Albuquerque þar sem
hún gekkst undir skurðaðgerð.
Scorsese ræðir mynd
rnn George Gershwin
Martin Scorsese er í Los Angeles
þar sem ameríska kvikmyndastofn-
unin mun heiðra hann í kvöld við
hátíðlega athöfn. Ekki veitir af.
Scorsese býr í New York og því
verður hann að nýta tímann á vest-
urströndinni vel. Af þeirri ástæðu
ræðir hann á morgun við framleið-
andann Irwin Winkler og Wamer
Bros.-kvikmyndafélagiö um vænt-
anlega mynd um tónskáldið George
Gershwin.
Tónskáldsmyndin hefur verið tólf
ár í bígerð og því mundu margir
segja að tími væri kominn tU að
hrinda henni af stokkunum. John
Guare hefur skrifað handritið þar
sem segir frá samskiptum George
við bróður sinn Ira sem skrifaði
texta við mikinn fjölda sönglaga
hans.
En þrátt fyrir farsæla samvinnu
vom þeir bræður mjög svo ólíkar
manneskjur.
r
Islensku tónlistarverðlaunin
*
1997
verða afhent á Hótel Borg
fimmtudaginn 20. febrúar
Fram knma
Emilíana Torrini og hljómsveit, Botnleöja, Anna Halldórsdóttir, Todmobile
sem eiga öll tilnefningar í flokknum "lag ársins". Einnig kemurfram
heiöursverölaunahafi frá í fyrra, Guömundur Steingrímsson og tríó.
K
#
Húsiö veröur opnað
kl. 19.00 fyrir matargesti en
kl. 21.30 fyriraðra.
Maturer borinn fram kl. 19.30.
Þetta kvöld fara fram
gullplötuafhendingar,
auk þess sem
heiðursverðlaun veröa veitt.
Verð: 2.900
(Einnig er hægt að velja um grænmetisrétti)
SHF
Samband hljómplötuframleiðenda
Forréttur:
Laxa-quesedillas meö lárperumauki og salati.
Aðalréttur:
Ofnbakaö basilikum-marineraö lambafile í
polienthjúpi meö sinnepsbalsamicosósu, ristuöu
grænmeti og rauðlauk, lylltum meö kartöflumousse.
Ábætir:
Ostakaka meö ávaxtasósu.
*
FIH
Félag íslenskra hljómlistarmanna
Kvikmyndaleikarinn Mel Gibson brá á leik þegar honum voru afhent skyndi-
búöingsverðlaunin svokölluöu hjá leiklistarfélagi Harvard-háskóia á þriöju-
dag. Gibson var útnefndur maöur ársins og af því tilefni var hann klæddur í
kvenmannsföt. Hann var þó þegar búinn aö setja á sig brjóstahaldið, eins
og sjá má á myndinni. Sfmamynd Reuter
Fékk bara eitt kort
á Valentínusardaginn
Hertogaynjan af Jórvík, eða
Fergie, fékk ekki nema eitt kort á
Valentínusardaginn og það var frá
dætrunum, Beatrice og Eugenie.
„Elsku mamma. Við söknum þín
svo mikið á Valentínusardaginn.
Við elskum þig,“ hljómaði kveðjan
frá prinsessunum litlu.
Prinsessumar, sem eru átta og
sex ára gamlar, sendu móður sinni
kveðju í simbréfi á hótel í Banda-
ríkjunum þar sem hún dvaldi.
En þegar Fergie var komin til
London til þess að fara með dæt-
umar á skíði til Sviss, þar sem
Andrés prins, fyrrverandi eigin-
maður hennar, ætlar aö hitta þær,
sást hún með stóran rósavönd.
Vinur hertogaynjunnar taldi að
rósimar væru frá Andrési.
Fergie var búin að segja banda-
ríska sjónvarpsmanninum David
Letterman að hún hefði ekkert
fengið frá Andrési á sjálfan Valent-
ínusardaginn. Andrés væri þó
rómantískur þar sem hún hefði
aliö hann vel upp. Eitt sinn, þegar
Sara Ferguson, eöa Fergie.
Fergie og Andrés vora enn gift,
fann hún lítinn pakka inni í stór-
um rósavendi frá eiginmanninum.
í pakkanum var hjartalaga dem-
antshringur, að því er Fergie
greindi frá í viðtalinu við David
Letterman.